Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ-
_
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 E 7
Skermur. ÁriA 1919. Olíumólverk of Juliet. Celeste est a l'est de
l'ouest, frú 1949.
um hugmyndum sínum í ljósmynd-
unina. Efniviðurinn gat verið um
hugmyndir eins og hluti. Áhrif
Man Ray á ljósmyndalistina varð-
andi gerð ímynda og hönnun á
þessari öld hafa verið veruleg og
varanleg.
Snemma á þriðja áratugnum
gat Man Ray sér mikla frægð sem
ljósmyndari og verk hans nutu
mikillar aðdáunar. Hann var einn-
ig orðinn mjög eftirsóttur tísku-
ljósmyndari og þekktur fyrir ljós-
myndirnar sem hann tók fyrir tí-
skutímaritið Harper’s Bazar. Á
fjórða áratugnum kom út bók þar
sem birtar voru eftir hann 105 ljós-
myndir frá 1920-1934. Árið 1935
kom út bókin Facile með ljósmynd-
um hans ásamt ljóðum eftir Paul
Eluard og ljósmyndir af Nusch
Eluard. Þá kom út bókin Les Ma-
ins Libres árið 1937, þar voru birt-
ar teikningar eftir hann og ljóð
Eluard, en það er tvímælalaust
með því besta sem Man Ray gerði.
Þrátt fyrir miklar annir sem ljós-
myndari eru mörg af hans bestu
málverkum frá þessu tímabili eins
og Le Beau Temps, frá 1939. í
seinni heimsstyijöldinni flúði Man
Ray til Bandaríkjanna. Hann
dvaldi í Hollywood á árunum
1940-1950 og starfaði við kvik-
myndagerð.
Málverk Man Ray frá Holly-
wood og París sem hann málaði á
fjórða og fímmta áratugnum hafa
lítið verið í umferð en verða boðin
upp á uppboðinu. Man Ray hafði
verið miðpunktur í mikilvægri þró-
un varðandi myndlist þar sem
hann tók þátt í fæðingu „Dada-
ista“ í New York og „Surrealista"
í París. Oðru máli gegndi meðan
hann dvaldist í Hollywood, það var
eins og hann einangraðist frá
helstu alþjóðlegu straumunum í
myndlist. Eitt besta málverkið frá
Hollywood árunum er „Celeste est
a l’est l’ouest". Hann hafði verið
í sambandi við listakonuna Juliet
Browner sem hann kvæntist árið
1946 í viðurvist Max Ernst og
Dorotheu Tanning.
Þegar hann sneri aftur til París-
ar varðveitti hann flestar ljós-
myndir sínar eins og síðar kom
fram í vinnustofu hans í París.
Árið 1951 flutti Man Ray ásamt
eiginkonu sinni, Juliet, í vinnu-
stofu við Rue Férou og bjó þar til
dauðadags árið 1976. Roland Pen-
rose hefur gefið skemmtilega lýs-
ingu á heimilisbragnum.
„í þröngri götu nálægt Luxem-
bourg garðinum hafði hann fundið
stórt, hrörlegt, hvítþvegið her-
bergi. Þetta hafði verið vinnustofa
listamanns í mörg ár. ... Þrátt
fyrir mikla vankanta varðandi
ýmis þægindi, sá hann möguleika
sem staðurinn bauð upp á og hann-
aði í samræmi við eigin þarfir.“
Man Ray sagði: „Ég geri engan
greinarmun á bókmenntum og
myndlist. Málverk verður að vera
hugmynd." Árið 1944 skrifaði
hann: „Það skiptir ekki máli hvort
um er að ræðateikningu, ljósmynd,
eða hlut, það verður að vera
ögrandi, gleðja augað og skapa
umhugsun."
Höfundur er fulltrúi Sotheby’s á
íslandi.
NÁTTÚRU
MYNDIR
í Gallerí Greip opnar
Aðalheiður Valgeirs-
dóttir myndlistarsýn-
ingu í dag
AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Gallerí Greip við
Vitastíg í dag, laugardag, klukkan
14.
Blaðamaður hitti Aðalheiði og
spurði hana um sýninguna. Hún
sagði þetta vera þriðju einka-
sýningu sína, en hún hefði einnig
tekið þátt í fjölda samsýninga bæði
hér heima og erlendis. „Grafíkin
hefur verið minn listmiðill. Ég út-
skrifaðist frá grafíkdeild Myndlista-
og handíðaskólans árið 1982 og hef
verið að vinna meira og minna við
grafíkina síðan og undanfarin ár af
fullum krafti. Á þessari sýningu eru
níu verk. Þau eru stór miðað við
mín fyrri verk og ekki hrein grafík
heldur unnin með blandaðri tækni.
Ég vinn þannig að ég þrykki grunn-
inn og mála í hann. Því næst skef
ég og teikna og þrykki síðan aftur
ofan í verkið. Með þessari aðferð fæ
ég fram aðra áferð en í grafíkinni,
það er meiri efniskennd. Ég legg
áherslu á einfaldleikann og nota
kraftmikla liti, enda skipta litir mig
mjög miklu máli. Fyrir aðra virka
verkin mín abstrakt, en fyrir mér
eru þetta náttúrumyndir. Ég mála
ekki beint landslag heldur reyni að
ná fram skynjun, til dæmis á dýpt,
ý hafinu, jarðveginum og snjónum.
Ég get tekið sem dæmi verkið sem
ég nefni reyndar „Djúp“. Þar er það
ekki vatnið sjálft heldur dýpið sem
ég er að fást við, eins og nafnið á
verkinu vísar til. Ég held að allur
þessi mikli snjór í vetur hafi haft
þau áhrif á mig að ég fór að hugsa
meira um hvað undir yfirborðinu er.
Fyrir mér eru því myndirnar mjög
huglægar. Ég vinn þannig, að meðan
ég er að vinna að mynd, er ég byij-
uð að hugsa um þá næstu og get
varla beðið með að ljúka þeirri sem
ég er að vinna með. Þetta veldur
því að verkin mín verða heild, eins
og ég held að fram komi á þessari
sýningu. Mér finnst mjög spennandi
að nú eru að opnast nýir möguleikar
fyrir okkur grafíklistamenn með til-
komu grafíkverkstæðis sem við
erum búin að koma okkur upp. Þar
verður góð aðstaða og hægt að vinna
með margskonar grafíktækni. Ég tel
þetta mikla lyftistöng fyrir grafík-
Iistamenn og hugsa mér gott til glóð-
arinnar í framtíðinni."
S.A.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Myndir Jóhannesar Kjarvals úr eigu safns-
ins. Kristín Jónsdóttir sýnir vefnað og teikn-
ingar Johns Lennons til 2. apríl.
Ásmundarsafn
Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss.
og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maf.
Safn Ásgrfms Jónssonar
Vatnslitam. Ásgríms til marsloka.
Gerðuberg
Pétur Öm Friðriksson sýnir til 23. apríl.
Listhúsið Laugardal
Guðmunda Hjálmarsd. og Guðrún I.
Haraldsd. sýna.
Norræna húsið
Verk Antti Nurmesniemi til 2. apríl.
Nanna Bisp Búchert sýnir í anddyri til
2. apríl.
Gallerí Sævars Karls
Ljósm.sýn. Báru Kristinsd. til 5. apríl.
Gallerí Fold
Ingibjörg Vigdfs Friðbjömsd. sýnir í
kynningarhomi til 2. apríl.
Gallerí Borg
Vignir Jóhannsson sýnir til 26. mars.
Gallerf Úmbra
Margrét Birgisdóttir sýnir til 29. mars.
Gallerí Glúmur
Jennifer Forsberg og Hlfn Gunnarsdd.
sýna 22. mars.
II hæð, Laugavegi 37
Verk Josefs Albers.
Nýlistasafnið
Helgi Þorgils Friðjónsson til 26. mars.
Mokka
Ljósmyndasýning Sólrúnar Jónsdóttur; ís-
land gegn alnæmi. Gerðarsafn
Sýning Elíasar halldórssonar. Gallerí Birg-
is Andréssonar
Fél. úr Myndlista- og handiðask. ásamt
Bkgi Andróssyni til 26. mars.
GaJIerí Stöðlakot
Heiðrún Þorgeirsd. sýnir til 26. mare.
Gallerí Greip
Aðalheiður Valgeirsdótir sýnir til 9. apríl
Listasafn íslands
Verk Olle Bajrtlings til 2. apríl.
Kirkjuhvoll, Akranesi
Sjöfii Haraldsdóttir sýnir tU 9. apríl.
Gallerí Allrahanda, Akureyri
Gígja Baldursdóttir sýnir til 9. aprfl.
Hafnarborg
Textíifélagið sýnir til 17. april.____
TONLIST
Laugardagur 25. mars
Tónleikar Ingibjargar Marteinsdóttur,
óperasöngkonu og Lára S. Rafnsdóttur,
píanóleikara í Tjamarbiói kl. 16.00
Söngsveitin Fílharmónfa flytur Messías
eftir H“andel í Langholtskirkju, kl.
16.30. Einsöngvarar era Elísabet F.
Eiríksdóttir, sóperan, Alina Dutíik alt,
Kolbeinn Ketilsson tenór, Bjami Thor
Kristinsson bassi og Xu Wen sópran.
Stjómandi er Úlrik Ólason.
Sunnudagur 26. mars. Söngsveitin
Fílharmónfa flytur Messías öðra sinni í
Langholtskirkju kl. 16.30.
Maríustund Hamrahlíðarkórsins í
Kristskirkju í Landakoti kl. 17.00. Missa
brevis eftir Þorkel Sigurbjömsson flutt.
Miðvikudagur 29. mars
Gunnar Kvaran leikur svítur fyrir ein-
leiksselló eftir J.S. Bach á Háskólatón-
leikum, kl, 12.30.__________________
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
West Side Story lau. og sun. kl. 20.00
Taktu lagið, Lóa! lau. og sun. kl. 20.00
Fávitinn sun. kl. 20.00
Snædrottningin sun. kl. 14.00
Lofthræddi öminn hann Örvar lau. kl.
15.00 Dóttirin, bóndinn og slaghörpu-
leikarinn sun. kl. 16.30
Borgarleikhúsið
Söngieikurinn Kabarett lau. kl. 20.00
Framtíðardraugar lau. og sun. kl. 20.00.
sun., mið, fim., lau.
Dökku fiðrildin sun. kl. 20.00.
íslenska óperan
La Traviata sun. kl. 20.00.
Kaffileikhúsið
Leggur og skel sun. kl. 15v00.
Sápa tvö lau. og sun. kl. 21.00.
Leikfélag Kópavogs
Á gægjum lau. kl. 20.00 Leikfélag Mos-
fellssveitar
Mjallhvft og dveigamir sjö lau. og sun. kl.
15.00,
Sögusvuntan
í húfu Guðs sun. kl. 15. Sýnt að Klíkirkjuv.
11. ___________________________________
LISTAKLÚBBUR
Leikhúskjallarinn
Tilbrigði við önd mán. kl. 20.00
KVIKMYNDIR
Háskólabfó og Kaffi Reykjavik
Hinsegin bíódagar; kvikmyndir um sam-
kynhneigð frá 25. til 29. mars.
MÍR
Zúkhov Marskálkur - heimildarmynd
um hershöfðingjann sem rak flótta Þjóð-
verja allt til Berlínar.
Umsjónarmenn listastofnana og sýn-
ingarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega fyrír kl.
16. á miðvikudögum merktar: Morgun-
blaðið, menning/listir, Kringlunni 1,103
Rvk. Myndsendir: 91-691181.