Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vilja auka þorskkvótann um 50.000 tonn þetta fískveiðiár Fiskistofa með heimasíðu á Veraldarvefi ■ FISKISTOFA mun verða með heimasíðu á Veraldar- vefnum svokailaða frá og með föstudeginum 31. mars næstkomandi. Slóðin er: http://www.hafro.is/fiski- stofa. í fyrstu verða örstutt- ar lýsingar á starfsemi ein- stakra sviða og nöfn starfs- manna þar að finna en markmiðið er að auðvelda sem flestum aðgang að þeim uppiýsingum sem Fiskistofa hefur yfír að ráða, segir í frétt frá Fiskistofu. Þar segir ennfremur: „Nú er aðgengilegur á Vefnum nokkur hluti þcss efnis sem Gæðastjómunarsvið hefur verið að dreifa til fyrirtækja í sjávarútvegi um opinberar kröfur er varða gæðamál, það er handbækurnar fjórar um landvinnslu, skip og báta, fiskimjölsverksmiðjur og fiskmarkaði. Reglur um starfsemi skoðunarstofa og örstuttar leiðbeiningar um uppsetningu innra eftirlits sem byggt er á HACCP eru líka komnar inn til upplýs- ingar fyrir alla. Oll svið fískistofu munu á næstunni vinna efni til dreif- ingar á Vefnum. Markmiðið er að upplýsíngaefni um sem mest af starfseminni verði komið í gagnið innan skamms.“ Fyrirspurnir og ábending- ar um gagnlegar upplýs- ingar má senda á netfang Fiskistofu sem er: fiski- stofa@hafro.is Lítil fiskgæði í Póllandi ■ PÓLSKA sjávarútvegs- stofnunin hefur birt niður- stöður könnunar, sem gerð var á gæðum sjávarafurða í verslunum í Póllandi á árun- um 1992-’93. Eru þær sann- kölluð hrollvekja svo ekki sé meira sagt. Kannaðar voru meira en 170 afurðir frá 52 fyrirtækjum og útkoman var sú, að nærri 70% þeirra stóðust ekki lág- markskröfur af ýmsum ástæðum. Má af þeim nefna ranga merkingu, skaðlegar umbúðir, ónógt innihald og rangt efnainnihald. Hættuleg málmsambönd fundust í 13% afurðanna 1992 og 10% 1993 en magn af kopar, kadmín, blýi, merk- úr, arsenik, tini og sinki voru þó langt undir hættumörk- um. Bakteriumælingar 1992 sýndu, að 39% afurðanna stóðust ekki gæðakröfur og 42% afurðanna 1993. Sýklar og mygla fundust í reyktum físki og sýklar og margar bakteríutegundir í saltfiski. Þá fundust kólígerlar í nið- ursuðuvörum. Sníkjudýrs- lirfur, að vísu dauðar, fund- ust í 20% þess f isks, sem kannaður var. Rannsóknir á síld, þorski, brislingi og flyðru sýna, að i sumum tegundum og á sum- um svæðum hefur þung- málmamengun minnkað. ■^■■■■■^■■■■■■■■■■i^* DAVÍÐ Oddssyni 177 skipstjórar afhenda [X'SfXnt forsætisráðherra áskorun ásk(,™n með und írskrirtum 117 skipstjóra frá Homafirði til Snæfellsness þess efnis að þorskveiðikvóti ársins verði aukinn um 50.000 tonn vegna mikillar þorskgengdar á flestum miðum. Oddur Sæmundsson skipstjóri á Stafnesi KE-130, sem afhenti forsætisráðherra undirskriftalistann á fundi í Stapa í Njarðvík, segir að skipstjórarnir séu alls ekki á móti friðunaraðgerðum, en það hefði verið gengið of langt í þá átt. í áskoruninni segir að skip sem hafi leigt frá sér meira en fjórðung af eigin kvóta eigi ekki að fá hlut í þessari aukaúthlutun. Ennfremur segir orðrétt: „Ennfremur leggjum við til að Hafrannsóknarstofnun fái sem samsvarar fimm krónum af hveiju kílói þessa kvóta til að standa straum af auknum rann- sóknum á þorskstofninum.“ Fá7 tonná 10til 15 bala Oddur sagði að undanfarið hefðu birst fréttir um að mikið væri um að fiski væri hent í sjó- inn, en minna yrði um það ef kvót- inn yrði aukinn. Því yrði væntan- lega ekki aukning á veiðinni sem svaraði 50.000 tonnum, þó að svo mikið magn skilaði sér í land. „Trillurnar tvær sem sukku á Selvogsbanka í gær fiskuðu sig sennilega í kaf,“ sagði Oddur að- spurður um þorskgengdina fyrir Suðurlandi. „Þær voru að fá upp í 7 tonn á 10-15 bala á Selvogs- bankanum trillurnar í gær og þar er enginn bátur með net. Það er mjög mikill fískur í öllum köntum og virðist vera meðfram allri Suð- urströndinni. Það er hins vegar eitthvað að við mælinguna á þessu að það skuli ekki mælast meira.“ Oddur sagði að hið umdeilda togararall og aflaskýrslur togara gæfu ekki rétta mynd af þorsk- stofninum; skýrslurnar hefðu kannski gert það á upphafsdögum kvótakerfisins, en ekki lengur nú þegar bátamir leigðu stóran hluta af kvóta togara. Hlustar ekki nóg á sjómenn Oddur sagði að ástæða þess að áskorunin var afhent forsætisráð- herra en ekki Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra væri sú að mönnum þætti Þorsteinn of hallur undir sjónarmið sérfræðinga og hlustaði ekki nóg á sjómenn. Skip- stjórarnir hefðu ekki krafið for- sætisráðherra um skjót svör við áskoruninni, heldur væru þeir fyrst og fremst að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og gætu þess vegna beðið eftir ákvörðun þangað til eftir kosningar. Borgey eykur frystingu á loðnu mM ára um 150% Ný pökkunarlína reynist ágætlega Hornafjörður - LOÐNU- FRYSTING hjá Borgey hf. gekk að óskum, en um 2.750 tonn voru fryst þar á þessari vertíð á móti 1.100 tonnum í fyrra. Á síðasta ári var unnið að miklum endurbótum í húsinu sem miðuðu að aukinni afkastagetu, því um stuttan tíma er að ræða í loðnufrystingu og keyra þarf allt á útopnu þegar hrognafyllingin er að óskum kaup- andans. Strax í fyrravor var byijað að ið Samey hf. framleiddi pökkunar- endurbæta frystikerfið sem jók línuna, en meiripartur hennar er frystigetuna verulega, og nýttist stýribúnaður, en Landssmiðjan hf. það vel á síldarvertíðinni_____________________________________________ sl. haust. Löndunar- og flokkunaraðstaða er öll hin besta og afköstin mjög góð á þeim enda vinnslunnar. Um tvöfalt fleira starfs- fólk í pökkun hefði þurft til að fullnýta vinnsluget- una miðað við sömu pökk- unarlínu og í fyrra. Með tilkomu nýrrar pökkunar- línu var hægt að komast af með ívið færra fólk heldur en í fyrra, þrátt fyrir mun meiri afkasta- getu. Samkvæmt útreikn- ingum þurfti pökkunin að skila af sér einni pönnu á þriggja sekúndna fresti'til að fullnýta afköst á báðum endum vinnslunnar. Útgeröarstjórlnn hannaðl línuna Ólafur Magnússon, út- gerðarstjóri Borgeyjar, hannaði nýju línuna sem miðaði að því að ná þessu marki. Rafeindafyrirtæk- Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsd FRÁ vigtinni er loðnunni hleypt í poka sem haldið er opnum með loftblæstri. sá um smíði á færiböndum og vogir komu frá Marel hf. Að sögn Kristjáns Jónssonar verkstjóra stóðst þessi nýjung fyllilega þær væntingar sem til hennar voru gerðar af framleiðendum og efa- semdarraddir, sem alltaf heyrast þegar um nýjungar er að ræða, hljóðnuðu. Álaglð minna Heiður Vilhjálmsdóttir vann við _______ pökkun á vertíðinni í fyrra og sagðist ekki frá því að álagið hefði heldur minnkað með tilkomu nýju línunnar þrátt fyrir verulega aukin afköst á starfsmann. Hrognataka til frystingar er nýjung á Hornafírði sem reynd var nú. Háð hefur þessari vinnslu að ekki hefur ver- ið hægt að nálgast hrein- an sjó, nema með ærnum tilkostnaði. Með því að nota pækilblöndunarkerfi það sem er notað í síldar- söltun og saltfiskvinnslu auk lítillar viðbótar af hugbúnaði og bæjarveitu- vatni, framleiddu þeir hjá Borgey sinn sjó í landi. Samey hf. framleiddi sjó- blöndunarhugbúnaðinn í samvinnu við Ólaf Magn- ússon. Lofar þessi tilraun nokkuð góðu um áfram- haldandi hrognavinnslu á næstu árum. Minni velta í Frakklandi VELTA á frönsku fiskmörkuðunum 13 minnkaði á síðasta ári um 3,4% og var um 35 milljarðar ísl. kr. Staf- ar samdrátturinn aðallega af minni sölu í Lorient vegna þess, að þaðan hurfu nokkur skip þegar spænska fyrirtækið Pescanova keypti franska fyrirtækið Jégo-Quéré. Meðalverð á mörkuðunum hækkaði um 0,7% og virðist vera í jafnvægi. Ekki er búist við meiri verðhækkun í Frakklandi á næstunni enda er eftir- spumin fremur slök og gengi gjald- miðla helstu innflutningsríkjanna, ít- alíu og Spánar, hefur lækkað nokkuð. Mesta fiskihöfnin er sem fyrr Bou- logne en þar var landað alls 64.600 tonnum, 6% minna en 1993. Næst kom Lorient með 32.900 tonn og síð- an Concameau með 28.000 tonn. í Boulogne var meðalverðið fyrir allan fisk 7,5% lægra í fyrra en 1993 eða tæpar 109 kr. kflóið. 49% af aflan- um, sem landað var í Boulogne, kom af frönskum skipum og var um að ræða 35% aukningu í þorski og 40% í skelfiski. Það em smábátar, sem komu með 64% af þessum afla í land, og vandamálið er það, að til jafnaðar var verðið fyrir hvert kíló 25 kr. lægra en kostnaðurinn við veiðamar. í Lorient, sem er á sunnanverðum Bretagneskaga, hækkaði meðalverðið um 6,5% og var tæpar 138 kr. kg en þar hafa landanir minnkað stöðugt í áratug. Fóru nú um markaðinn alls 32.900 tonn eins og áður segir en um miðjan síðasta áratug var afli frönsku skipanna einna 70.000 tonn. í Cocameau, sem er nokkuð fyrir vestan Lorient, var verðið hæst eða um 150 kr. kg. Fréttir víkunnar Sjómenn undirbúa verkfall ■FORMENN aðildarfélaga Sj ómannasambands íslands samþykktu á fundi sinum i síðustu viku að fela samn- inganefnd sambandsins að leita eftir samstöðu meðal samtaka sjómanna um boð- un vinnustöðvunar á físki- skipaflotanum. Þessar að- gerðir eru til að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga. Hafí kjaraviðræður ekki skilað árangri og náist sam- staða um boðun verkfalls er samninganefndinni falið að boða til aðgerða fyrir 4. apríl. Taprekstri snúið í hagnað ■HAGNAÐUR varð af rekstri Slippstöðvarinnar Odda á liðnu árí eftir lang- varandi taprekstur en fyrirtækið hefur verið rek- ið með tapi síðastliðin sex ár. Nýir eigendur hafa tek- ið við rekstri stöðvarinnar og ný stjóm kjörin á aðal- fundi sem haldinn var í síð- ustu viku. Hagnaður ársins var 91,5 milljónir króna en þegar tekið hefur verið til- lit til nauðasamninga sem fyrirtækið gekk í gegnum á síðasta ári og fleiri þátta er niðurstaðan sú að hagn- aður af regiulegri starfsemi nam 5,6 milljónum króna. Klippt á togvíra ■KANADÍSKT skip klippti togvíra af spænskum tog- ara sem var að grálúðuveið- um á umdeildum miðum utan við landhelgi Kanada á Sunnudag. Fjögur kana- dísk varðskip eltu einnig tvo aðra togara en skip- stjórar þeirra neituðu að leyfa varðskipsmönnum að fara um borð. Um 18 spænskir togarar voru að veiðum á Miklabanka á sunnudag en hættu þeim eftir að togvírarnir vom klipptir. Brian Tobin sjáv- arútvegsráðherra Kanada segir að þörf sé á alþjóðleg- um sáttmála til að vernda flökkustofna. Emma Bon- ino, sem fer með sjávar- útvegsmál innan fram- kvæmdastjórnar ESB, segir að hugsanlega setji fram- kvæmdastj órnin reglur um lágmarksstærð á fiski sem aðildarþjóðir þess veiði á Miklabanka. Alþjóðleg menntun 1 Sjávarútvegi? ■RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að gerð verði for- könnun á þvi hvort rétt sé að setja á stofn sjávarút- vegsskóla hér á landi i tengslum við Háskóia Sam- einuðu þjóðanna í Tókýó og ákveðið að verja til þessa verkefnis þremur milljón- um króna. Að forkönnun- inni lokinni er stefnt að því að Háskóli Sameinuðu þjóð- anna láti gera hagkvæmnis- athugun á stofnun skólans og verður það væntaniega gert næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.