Morgunblaðið - 29.03.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.03.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 D 7 GREINAR Hugmyndir að sóknarkvóta Stjórnun fiskveiða er það mál sem ber hæst allra mála fyrir íslensku þjóðina á hveijum tíma, tilvera sjáv- arþorpanna kringum landið byggist algerlega á því að vel takist til við stjórnun veiða og verndun fiski- stofna. Ég hef um nokk- urt skeið alið með mér sívaxandi efa- semdir um ágæti núgildandi stjóm- Þorvaldur kerfis fiskveiða, ég Garðarsson hef við nokkur tækifæri kynnt hugmyndir mínar varðandi nýtt kerfi sem feli í sér grundvallarbreytingar á stjórnun fiskveiða. Undanfarin misseri hafa verið að koma betur og betur í ljós alvarlegir gallar á núverandi kerfi við stjórnun veiðanna. Helstu gallarnir eru að mínu mati eftirfarandi: Hert refsiákwæði og falleg plaköt breyta engu í fyrsta lagi er algerlega óviðun- andi að búa við kerfi sem leiðir til þess að fiski sé hent í stórum stíl dauðum í sjóinn í stað þess að færa hann að landi og gera úr honum hámarksverðmæti, þetta verður allt- af fylgifiskur þess kvótakerfis sem við notumst við í dag og ég tel að hert refsiákvæði og falleg plaköt breyti engu þar um. I öðru lagi hefur þetta kerfi ekki dregið úr sókn eins og til var ætl- ast, kerfið takmarkar aðeins land- aðan afla í hverri tegund en ekki úthaldsdagana. Þetta leiðir til þess að skipunum er haldið út meira og minna allt árið til að reyna að skrapa upp einstakar fisktegundir sem skip- in mega veiða en því sem ekki er til kvóti fyrir er fleygt í sjóinn eða því er landað framhjá vigt. Ennfremur er ljóst að þetta kerfi leiðir til meiri sóknar eftir því sem ástand fiski- stofna er verra, vegna þess að þá tekur það skipin lengri tíma að fiska upp í leyfilegan kvóta og úthaldsdög- um fjölgar. í þriðja lagi stangast úthlutun kvóta samkvæmt núverandi kerfi á við veigamikið atriði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem segir að fiskistofnarnir umhverfís landið séu sameign þjóðarinnar. Kvótinn safnast á færrl hendur í fjórða lagi er ljóst að núverandi kerfí hefur leitt til þess að kvóti safn- ast sífellt á færri hendur og til þeirra stóru, þetta þýðir að togarar ná sí- fellt til sín stærri hluta en hinir hefð- bundnu vertíðarbátar sem hafa hald- ið uppi byggð í hinum dreifðu byggð- um í gegnum áratugina eru óðum að hverfa. Um leið gerist það að sum skip hafa mun meiri kvóta en þau Þetta eru í stórum dráttum mínar hugmyndir um æskilegt stjórnkerfi fiskveiða framtíðarinnar, skrifar Þorvaldur Garðarsson. Hann telur nauð- synlegt að hægt sé að framselja sóknareiningar milli skipa til að stuðla að hagræðingu. geta veitt og er þá öðrum skipum leigður kvóti á glæpsamlega háu verði og sjómenn þurfa í slíkum til- fellum oft að sætta sig við að greiða jafnvel helming eða meira af rétt- mætum launum sínum í kvótaleigu. Um þetta getur aldrei orðið sátt enda jafnast þetta í sumum tilfellum nán- ast á við þrælahald fyrri alda. Þetta eru að mínu mati í örstuttu máli stærstu gallamir á núverandi kerfi við stjómun fiskveiða, gallar sem sumir hveijir eru svo alvarlegir að alls ekki verður við unað öllu lengur. Sóknarkvóti Mín tillaga er sú að í stað núver- andi aflakvótakerfis verði tekinn upp sóknarkvóti þar sem hveiju skipi er úthlutað tilteknum sóknareiningum eða punktum í stað kvóta í einstökum tegundum. Hvert skip þarf síðan mismargar sóknareiningar til að fá að stunda veiðar í einn dag, þannig gæti smá- bátur sem stundar línu- og hand- færaveiðar þurft eina einingu og stór togari gæti þurft 50 einingar. Þessar tölur eru einungis settar upp sem dæmi. Jafnframt væri hægt að tengja fjölda sóknareininga á út- haldsdag við tegund veiðarfæra sem notuð eru, þannig væri hægt að beina skipunum á þau veiðarfæri sem minnstum skaða valda á umhverfinu og skila besta hráefninu. Þessi sókn- arkvóti gæti síðan verið framseljan- legur milli skipa í heilu lagi eða til- teknum fjölda eininga. Ég tel að menn þurfi ekki að ótt- ast stórauknar ijárfestingar til þess að auka afkastagetu skipanna vegna þess að fjöldi sóknareininga sem notaðar eru hvern úthaldsdag yrði ákveðinn eftir afkastagetu skipanna svo sem stærð og vélarafli, þannig stæðu menn frammi fyrir því að stækki þeir skipið eða auki vélaraflið þá fjölgar þeim sóknareiningum sem skipið eyðir á hveijum úthaldsdegi og sóknarkvóti skipsins endist því skemur, ég tel að jafnvel myndu margir setja í skipin minni vélar til að nýta betur sóknarkvótann. Aflakvótl á loönuveiðar? Utgerðarmenn þyrftu að ákveða í stórum dráttum í upphafi fiskveiðiárs hvenær og hvemig þeir hygðust nota sínar sóknareiningar og yrði úthald þeirra ákveðið í samfelldu tímabili eða tímabilum, það ætti samt að vera auðvelt að hafa í kerfinu ákveðinn sveigjanleika hvað tímabilin varðar. Sérveiðum eins og humar-, síld- ar-, loðnu- og rækjuveiðum væri stýrt með sérstökum sóknareiningum fyrir þær tegundir. Þó er umhugsun- arefni hvort til dæmis loðnuveiði væri betur komin í aflakvóta eins og nú er enda hentar aflakvóti lík- lega betur við veiðar á loðnu heldur en botnfiski. I upphafi væri hægt að úthiuta skipum sóknareiningum í hlutfalli við úthald þeirra undanfarin ár eða þá að miða við núverandi kvótastöðu þeirra sem eru á kvóta og aflareynslu krókabátanna undan- farin 3-4 ár. Einn af kostum þessa kerfis er að það sameinar að mínu mati helstu kostina úr þeim tveimur kerfum sem notuð eru í dag, þ.e. kvótakerfinu og krókaleyfi smábáta og ætti því að vera hægt að ná sátt um að stýra öllum fískveiðiflotanum með einu og sama kerfinu. Helstu kostir Kerfi þetta er hægt að útfæra á ýmsan máta, en helstu kostir þess tel ég að séu eftirfarandi. í fyrsta Iagi: Engum fiski verður hent og engu verður landað framhjá vigt, fiskifræðingar munu því í fyrsta skipti í mörg ár hafa hugmynd um raunverulega veiði. í öðru lagi: Sóknin í fiskistofnana verður takmörkuð og ákveðin fyrir- fram og tel ég það mun skilvirkari leið til að byggja upp fiskistofna heldur en núverandi kerfi þar sem ekkert tillit er tekið til ágangs veið- arfæra á miðunum. Það er nefnilega gagnslítið að setja skipi ákveðið aflamark t.d. í þorski ef skipið heldur síðan áfram veiðum eftir að þorskkvótinn er búinn og hendir eða landar fram hjá vigt því sem síðar fæst og veiðir þar af leiðandi langtum meira en nokkur- staðar kemur fram. í þriðja lagi: Þessi aðferð, að út- hluta sóknareiningum samrýmist mun betur ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða um eignarrétt á fiskistofn- unum heldur en núverandi kerfi þar sem menn öðlast eignarrétt á tilteknu majgni af óveiddum fiski. I fjórða lagi: Ekkert skip getur eignast fleiri sóknareiningar. en sem nemur úthaldi þess allt árið. Þetta atriði er mjög mikilvægt og er í raun eina úrræðið til að hindra að veiðiheimildir safnist óhóflega á fárra hendur. Þetta atriði kemur í veg fyrir að útgerðir safni að sér langtum meiri veiðiheimildum en þær geta notað sjálfar og verði sér síðan úti um leiguliða til að veiða fyrir sig fiskinn. í fimmta lagi: Tilfærsla hinna ýmsu tegunda á milli skipa yrði ekki lengur fyrir hendi. Kvótabraskið svo- nefnda myndi því hverfa og deilur sjómanna og útvegsmanna þar af leiðandi leysast sjálfkrafa. Þetta eru í stórum dráttum mínar hugmyndir um æskilegt stjómkerfi fiskveiða framtíðarinnar, ég tel nauð- synlegt að hægt sé að framselja sóknareiningar milli skipa til að stuðla að hagræðingu. Þannig er hægt að leggja óhagkvæmum skip- um þegar illa árar og gera út önnur skip allt árið í staðinn, ég tel samt fullvíst að kvótabrask eins og nú tíðkast yrði ekki fyrir hendi. Nú segja sjálfsagt margir að ef ekki sé kvóti þá verði að setja þak á einstakar tegundir, það er nú ein- hvem veginn svo að mörg okkar era orðin svo föst í kvóta-hugmynda- fræðinni. Grunnslóðin aðeins nýtt með kyrrstæðum veiðarfærum Því er til að svara að ég tel að stjómvöld og fiskifræðingar eigi að ákveða heildarsóknina miðað við ástand helstu fiskistofna og síðan megi vernda einstaka stofna ef þurfa þykir með svæðalokunum þar sem smáfiskur heldur sig og með út- færslu togveiðalandhelginnar þar sem þurfa þykir, annars tel ég að aflssamsetning yrði svipuð og áður en kvótakerfinu var komið á. Ég tel afar brýnt, hvaða stjórn- kerfi sem við notum við fískiveiðarn- ar, að grunnslóð verði aðeins nýtt með kyrrstæðum veiðarfæram, þ.e. krókum og netum, við verðum að vemda grannsvæðin og uppeldis- stöðvamar fyrir togveiðarfærum. Mér finnst til dæmis hryllilegt að sjá stóran hluta togaraflotans toga langt inn á Breiðafjörð á hveiju sumri, enda má glögglega greina slæm áhrif togveiðanna á ástand fisksins. Við hljótum að gera þá forgangs- kröfu á tímum þegar skerða þarf fiskveiðar svona mikið að reynt verði framar öllu öðru að efla þær fiskveið- ar sem skaða lífríki sjávarins minnst, skila besta hráefninu og skapa mesta atvinnu. Ég held að flestir geti verið sammála um að krókaveiðar smábáta falla best allra veiða að þessum kröf- um, okkur ber því að standa vörð um smábátaútgerð öðru fremur og sjá til þess að hún haldi velli. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en vona að við berum gæfu til að umgangast auðlindina skyn- samlega enda er það undirstaðan fyrir hagsæld og velmegun í landinu. Höfundur er skipsijóri í Þorlákshöfn Hitt og þetta Japanir afla minnaaf fiski ■ FISK- og skelfiskafli Jap- ana, sjávarþang meðtalið, var 13% minni á síðasta ári en 1998. Var aflinn alls 2,5 miiy ónir tonna og þar af var sardína um 30%. Makr- III var 20%, smokkfiskur 12% og annar afli var Alaskaufsi, geirnefur, tún- fiskur og hrossamakríll. Fyrir vikið hafa Japanir þ'urft að auka innflutning á flski, meðal annars héðan. Athugasemd RF ■ Morgunblaðinu hefur borizt til birtingar eftirfar- andi athugasemd frá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðar- ins: „Að gefnu tilefni vill Rannsóknarstofnun fískið- anaðarins taka eftirfarandi fram: Stofnunin hefur ekki á neinn hátt prófað efna- blönduna „Q one“, hvorki samsetningu hennar né virkni. Gögn sem sýna eiga að efnablandan valdi þvi að fískur verði hvitari, mýkri undir tönn og að hann auki þyngd sína, eru komin frá framleiðaitdanum, Jóhann- esi Arasyni, og ber hann einn ábyrgð á þeim.“ Fyrir hönd Rannsóknar- stofnunar fiskiðanaðarins Grímur Valdimarsson. Rangt nafn ■ ÞATJ mistök urðu við birt- ingu frásagnar af sjávaraf-_. urðasýningunni Boston Se- afood í verinu fyrir viku, að rangt var farið með nafn og eigendur Iceland Sea- food Corporation í Banda- rikjunum. I frásögn Versins var fyrirtækið nefnt Iceland Seafood International og sagt dótturfyrirtæki Sam- bands íslenzkra sam- vinnufélaga. Fyrirtækið heitir Iceland Seafood Corporation og er dóttur- fyrirtæki Íslenzkra sjávar- afurða. Beðizt er velvirð- ingar á þessum mistökum um leið og þau eru leiðrétt. WlÆkOAUGLYSINGAR Vélavörður óskast á 200 lesta (1000 hestöfl) línu- og netaskip frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-68755. Humarbátar ísfélag Vestmannaeyja hf. óskar eftir humar- bátum í viðskipti á komandi humarvertíð. Upplýsingar gefa Sigurður Einarsson eða Hörður Oskarsson í síma 98-11100. ísfélag Vestmannaeyja hf. Fiskiskiptil sölu Til sölu eru vélskipið Silfurnes SF-99 (1674) og frystiskipið Andey SF-222. Bæði skipin seljast með aflahlutdeild. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík, s. 92-11733. Bréfasími92-14733. Grásleppuleyfi til sölu Grásleppuleyfi - net - baujur - Elliðarúlla, sem ný - dýptarmælir - björgunarbátur og bátur getur fylgt ef menn vilja. Allar upplýsingar í síma 95-13346 eftir kl. 19.00. Útgerðir - úreldingar Höfum erlendan kaupanda að 14-15 m bát í góðu standi, helst plastbát. Getum einnig losað útgerðir við úreldingarbáta úr landi eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar í símum 92-11980 og 988-18676. Fullvinnslan hf. ___1 ^ KVéiéTABANKINN Vantar þorsk og skarkola til leigu og sölu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.