Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 D 5 LAUGARDAGUR1/4 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson STIKILSBERJA- STRÁKURINN ÆVINTÝRI Stikilsberja-Finnur (The Advent- ures of Huck Finn) ir ir Lcikstjóri Stephen Sommers. Handrit Stephen Sommers, byggt á sögu Marks Twain. Aðaileikendur Elijah Wood, Co- urtney B. Vance, Robbie Coltr- ane, Jason Robards, Jr., Ron Perlman, Dana Ivey, James Gammon, Curtis Armstrong. Bandarísk. Walt Disney 1993. SAM-myndbönd 1995.104 mín. Öllum leyfð. Einhveijar skemmtilegustu og eftirminni- legustu bækur bemskunnar eru án minnsta vafa sögumar hans Marks Twain um Stikilsbeija- Finn og Tuma Sawyer. Þær opnuðu fyrir manni ævintýraheim Mississippifljótsins, kraftmikilla stráka og kúnstugra skúrka. Þess- ar hressiiegu bókmenntir hafa ver- ið kvikmyndaðar oftar en tölu verð- ur á komið, með misjöfnum ár- angri að vonum. The Adventures of Tom Sawyer frá 1938, í leik- stjóm Normans Taurog (sem seinna varð kunnastur fyrir leik- stjóm urmuls misjafnlega lélegra Presley-mynda), er sú besta. Enn era kvikmyndahúsgestir komnir á skrið niður Mississippi- móðuna með Finni (Elijah Wood) og þrælnum þeldökka, Jimma (Courtney B. Vance), sem Finnur bjargaði með snarræði, en tvísýn- um afleiðingum, úr ánauð. Fylgj- umst með reisu þeirra niður fljótið, kynnum af mörgum misjöfnum sauðum og vaxandi vináttu. Því miður er þessi útgáfa ekkert til að hrópa húrra yfir. Útlitið er frambærilegt, enda gerð af Disney- veldinu, en handritið ósköp flatt og leikaramir misráðnir. Wood, sá ágæti, ungi leikari, er harla ólík- legur sveitastrákur á öldinni sem leið og Vance er einum of ungleg- ur í hitt aðalhlutverkið, Jimma þræl. Hinsvegar era sum hver aukahlutverkanna betur mönnuð, einkum eru þeir Coltrane og Ro- bards líflegir í hlutverkum skúrk- anna. Myndin gæti þó orðið til þess að einhveijir unglingar tækju sig til og læsu þessar frábæru bækur og þá væri til mikils unnið. Fáar sögur eru jafn myndrænar og vel til þess fallnar að koma hugar- heiminum í gang, virkja sellurnar sem blunda undir miðlungi sem þessum. HVER ER ÉG? SPENNUMYND Skuggahliðar (“Dark Reflect- ion“) ir Leikstjóri Jack Sholder. Aðal- leikendur C. Thomas Howell, Lisa Zane. Bandarisk. FSP1994. Skífan 1995. 95 mín. Aldurstak- mark 16 ára. Eitthvað und- arlegt er að ger- ast í lífi Brads Braden (C. Thomas How- ell). Hann upp- götvar að hann á sex eftirlíking- ar sem eru sköp- unarverk vit- stola erfðafræð- ings. Braden á fullt í fangi með að halda sönsum (margur misst glórana af minna tilefni) á meðan hann reynir að koma lagi á sín slæmu mál. Leikstjóri þessarar kapalmyndar er kunnur úr B-hrollvekjugeiran- um þar sem hann hefur staðið sig nokkuð vel sem fagmaður þó eng- in liggi eftir hann stórvirkin. C. Thomas Howell er einn hinna fjöl- mörgu leikara sem hlutu eldskím- ina í unglingamynd Coppola, The Outsiders, ásamt Dillon, Macchio, Swayze, Lowe, Estevez, Cruise og mörgum öðrum sem sett hafa svip sinn á samtíðina. Það verður seint sagt um Howell sem á hér heldur slakan dag í spennumynd sem kemst aldrei nær flugi. í LANDIAND- STÆÐNANNA DRAMA Surtur (“Nigger") ir irVi Leikstjóri og handritshöfund- ur Darrel Roodt. Aðalleikendur Kevin Smith, Tertilis Mepjies. Suður-Afríka 1994. Myndform 1995.90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Söguhetjan í þessari nýju, suð- ur-afríkönsku mynd er blökku- maðurinn Smith. Hann elst upp í hörðum heimi kynþáttahaturs og fátæktar eins og flestir kynbræður hans. Vinnur fyrir lúsarlaun hjá hvítum land- eiganda en held- ur síðar til borg- arinnar. Þar bíða hans engu betri kjör svo hann fer aftur heim á bernsku- slóðir. Það verð- ur afdrifaríkt. Roodt er einn kunnasti leikstjóri Suður-Afríku utan heimalandsins, hefur m.a. gert tvær myndir í Holly- wood, Sarafmal og Father Hood, sem sýnd hefur verið hérlendis. Honum tekst betur til hér, enda á heimaslóðum og þekkir umijöllun- arefnið af eigin raun. Myndin er nokkuð klisjukennd en gefur engu að síður forvitnilega innsýn í kröpp kjör frambyggja álfunnar. Þá stór- eykur það gildi hennar að vera tek- in í sínu rétta umhverfí, með suður- afrískum leikuram og kvikmynda- gerðarmönnum. BÍÓNIYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson Griman („The Mask'j irirVi Maður er nefnd- ur Jim Carrey og hefur á svip- stundu orðið einn vinsælasti gamanleikari Bandaríkjanna. Frami hans er með ólíkindum, öllum á óvart varð fyrsta mynd hans, Ace Ventura, gæludý- raspæjari, ein vinsælasta mynd ársins 1993 og grannurinn var lagður að velgengninni. Gríma sló enn betur í gegn og sú þriðja og nýjasta, Heimskur, heimskari (væntanleg í byijun apríl í Lauga- rásbíó), gekk svo best. í sumar mun kappinn spreyta sig í sinni fyrstu, stóra mynd, Batman að eilífu, þar sem hann fer með lítið en feitt hlutverk Gátumannsins. Carrey á vinsældir sínar að þakka hæfileikum sem m.a. piýddu Jerry Lewis, meðan hann var uppá sitt besta. Hann er bráðflinkur gamanleikari, sömu forkostuglegu stælamir til staðar. Á ótrúlega gott með að fá mann til að hlæja að sannkölluðum fímmaurabröndur- um. Ekki sem verst, hláturinn leng- ir lífið! Loksins trúverðugur LEHÍARINN Tom Cruise hef- ur lagt sig allan fram um það undanfarin ár að ávinna sér virðingu. Hann lék í skugga Pauls Newman í Colour of Money og Dustins Hoffmans í Rain Man en hefur undanfarin fimm ár lagt hart að sér í hlut- verkum í myndum á borð við Born on the Fourth of July, sem baráttumaður, og reiður lögfræðingur í A Few Good Men. Ekki má heldur gleyma blóðsugunni í Interview With the Vampire. Tom Cruise er að vissu leyti ráðgáta. Hann er hvorki há- vaxinn né með fagran vanga- svip en þegar horft er beint í andlit hans virðist hann allt að því fjallmyndarlegur. Auk þess er hann skýrmæltur, kurteis og skarpur, allt i senn. Ekki óttast hann ótroðnar slóðir eins og til dæmis mynd- ina Interview With the Vamp- ire og áhættan sem hann tók með hlutverkavalinu virðist hafa borgað sig. Mörgum, sem þykir myndin léleg, þykir Cruise hafa staðið sig með afbrigðum vel í hlutverkinu. Bæði Daniel Day Lewis og Ralph Fiennes vildu ekki taka hlutverk Lestats að sér en Tom Cruise þótti það bita- stætt. „Ég var ekki i nokkrum vafa um það hvort ég vildi leika í myndinni. Ég hef hafn- að öðrum áþekkum hlutverk- um en mér þótti handritið ein- stakt og er sífellt á höttunum eftir góðum efnivið.“ Loks hefur hann náð þeim trúverðugleik sem sóst var eftir. „Fólk leggur mig og persónurnar sem ég leik að jöfnu. Ég nefni sem dæmi hlutverkin í The Firm og A Few Good Men, þau voru mjög ólík þessu. Hins vegar velti ég ímyndinni ekki fyrir mér þegar ég vel hlutverk. Ekki það að ég forðist að hugsa um þá ímynd sem ég hef, ég hef bara ekki hugmynd um hvern- ig ég gæti notfært mér hana sem leikari. Mér hefur alltaf þótt afskaplega erfitt að leika.“ (; Utvarp RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Úlfar Guðmundsson flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Með morgunkaffinu. Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Hugmynd og veruieiki í póli- tík. Atli Rúnar Halldórsson þingfréttamaður talar við stjórnmálaforingja um hug- myndafræði i stjórnmálum. 6. þáttur: Rætt við Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðu- flokksins. (Endurflutt á þriðju- dagskvöld kl. 23.20.) 10.45 Veðurfregnir. 11.00 1 vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á liðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jónsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50.) 16.15 Söngvaþing. - Sönglög eftir Eyþór Stefánsson, Árna Björnsson og Sigvalda Kaldalóns. Erna Guðmundsdótt- ir syngur, Hólmfríður Sigurðar- dóttir leikur með á píanó. - Sönglög eftir Bjarna Þorsteins- son, Jakob Hallgrímsson og Ey- þór Stefánsson, Kolbeinn Ketils- son syngur, Jónas tngimundar- son leikur á pianó. - 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Almennur framboðsfundur i nýja íþróttahúsinu á Torfsnesi á Isafirði. Fulltrúar allra fram- boðslista i Vestfjarðakjördæmi flytja stutt ávörp og sitja fyrir svörum. Fundarstjórar: Finn- bogi Hermannsson og Arnar Páll Hauksson. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. Rót I kl. 10.03. Hugmynd og vtru- loiki i pólitfk. fttli Rúnor Halldóri- ton þlnglrétlumuiur talar vli stjórnmólaforing|a um hugmynda- frsii i stjórnmólum. 6. þóttur: Ratt vli Jón Baldvin Honnibalsson formann Alþýiuflokksins. (Endur- flutt ú þriijudagskvöld kl. 23.20.) 19.30 Auglýsingar óg veðurfregnir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Bastilluóperunnar i Parts 25. febrúar sl. Fordæming Fásts eftir Hector Berlioz Flytj- endur: Marguerite: Béatrice Ur- ia-Monzon Fást: Gary Lakes Mefistofeles: Kristinn Sig- mundsson Brander: Francois Harismendy Kór og hljómsveit Þjóðaróperunnar [ Paris; My- ung-Whun Chung stjórnar. Um- sjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir Lestur Passíusálma hefst að óperu lokinni Þorleifur Hauks- son les (41). 22.35 íslenskar smásögur: „Töfra- fjallið" eftir Einar Kárason. Höfundur les. (Áður á dagskrá ! gærmorgun) 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. (Áður á dagskrá í gær.) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fréttir ó RÁS I og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslif. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristin Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 24.10 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már henningsson. NÆTURÚTVARPIÐ 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Nætur- tónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Eric Clap- ton. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖÐIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur f umsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.00 ís- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Fróttlr kl. 10, 12, 15, 17 o9 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Viðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Símjnn í hljóð- stofu 93-6211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin, 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson í morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. ísl. tón- list. Axel Axelsson. 19,00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Álaugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristiiegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Á léttum nótum. 17.00 Einsöngvarar. 20.00 í þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. T0P-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 v 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sitt að aftan. 14.00 X-Dóminóslistinn. ló.OOÞossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.