Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG Karíbahafið, Afríku eða Austurlðnd fjær VEÐURSÆLD á eyjum Karíbahafsins árið um kring Suður-Afríka þykir bæði fögur og f jölbreytt og eftir feröoáætlun að dæma gefst hópnum tækifæri til að sjá ýmis villt dýr í réttu umhverfi og mörg undur í landslaginu FJALLAFEGURÐ er víða tignarleg eins og þessi mynd fráVestur Kanada sýnir glögglega. HEIMSKLUBBUR Ingólfs hefur sent frá sér bækling um ferða- kosti á næstu mánuðum og ekki er svo glatt að fá annars staðar. ^ Verður hér stiklað á því u- helsta. vO Velga má athygli á páska- £5 ferð til Santo Domingo á ““ Dominikana. Þá er flogið til QC Fort Lauderdale og dvalið þar 3 nótt og síðan eru 9 dagar í 55 Santo Domingo. Verð er frá _j 114.900 og brottför þann eo 7-apríl. 3E Onnur tilboð bjóðast einnig uj í Santo Domingo um páskana og er verð 98.900-112.000 kr. eftir því hvaða hótel er valið. Innifalið allt flug og ferðir, og gisting með morgunverði. Karíbahafið og ýmsar aðrar eyjar þess vekja án efa áhuga margra. Þar má sameina kyrrláta en hressandi siglingu og skoðun á fjölskrúðugu mannlífí á eyjunum. Vikusigling er annað sem at- hygli vekur og er þá siglt á nýjum skipum Camival Cruises og við- koma á ýmsum eyjum. Brottför er vikulega og kostar frá 87 þús- und krónur. Hinn 8. sept. er jómfrúrsigling með Imagination undir íslenskri fararstjóm. Framlengja má ferð- ina með vikudvöl á strönd skammt frá Santo Domingo. ítalfuferð f ágúst Hinn 12. ágúst er 15 daga ferð til Ítalíu og flogið fyrst til Mflanó og er kynnisferð um borgina áður en haldið er áfram til Verona, dagsferð umhverfís Gardavatn og síðan til Feneyja og dvalið þar í 2 nætur og borgin skoðuð. Næsti áfangi er Pisa og Flórens og síðan eru nokkrir dagar í Róm. Loks er svo haldið til Bologna og gist. Kveðjuhóf fyrir hópinn áður en hann fer á ný til Mflanó og heim. Á öllum stöðunum verður farið í fræg söfn og fagrar hallir og aðra menningarstaði. Verð er frá kr. 155.600. Fararstjóri er Ingólf- ur Guðbrandsson sem manna best þekkir Ítalíu og ítalska menningu. Landkönnuðlr í Kanada Ferð til Kanada þann 13. september ætti að höfða til margra. Verður farið víða um landið og verður nánar sagt frá þessari ferð síðar. Taka má fram að unnt er að lengja ferðina með siglingu á lúx- usskipi norður með strönd Alaska eða fljúga til Hawaiidvalar. Farar- stjórar í Kanadaferðinni em Ing- ólfur Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson. I hefml Austurlanda fjær Heimsklúbburinn hefur gert víðreist í Austurlöndum íjær síð- ustu ár og nú er á dagskránni að fara til Hong kong, Bangkok, eyj- unnar Bali í indónesíska eyjaklas- anum og loks til Singapore. Brott- för er 5. október og er þetta er 20 daga ferð og alls staðar er gefínn kostur á skoðunarferðum og búið á mjög góðum hótelum. ...eða Suður-Afríku Að endingu skal drepið á 19 daga ferð um Suður-Afríku sem hefst hinn 8. nóvember. Þar er ekið um þjóðgarða og farið í dýra- skoðun en mörgum þykir mikil reynsla að sjá villt dýr í sínu nátt- úrlega umhverfí. Landslagsfegurð í því stóra landi sem Suður-Afríka er þykir bæði fögur og fjölbreytt og eftir ferðaáætlun að dæma gefst hópn- um tækifæri til að sjá ýms undur í landslaginu. ■ Á FÖSTUDEGI Gistinóttum íslendinga hér fjðlgaði um 17-20% árið 1994 í PISTLUM þessum hefur margoft verið rætt um nauðsyn þess að upplýsingar um fjölda gistinátta lægju fyrir hér á landi. Þar hefur spjótum verið beint að Hagstof- unni sem skv. lögum skal sjá um söfnun og úrvinnslu þessara upp- lýsinga. Einnig hefur verið bent á gistiaðila sem sumir hafa verið tregir að standa skil á þessum upplýsingum. Þessar upplýsingar eru meðal þeirra sem ferðaþjón- usta þarf á að halda og nýtast til að mæla árangur og ekki síður vegna markaðsmála og fleiri þátta í greininni. Auklð og bætt upplýslngastreymi Nú hafa skil gististaða batnað verulega og jafnframt hefur Hag- stofan tekið málið fastari tökum. Því er ánægjulegt að sjá hve upp- lýsingar eru famar að berast fljótt og þannig fram settar og unnar að þær nýtast atvinnugreininni á margvíslegan þátt. Fyrir þetta ber að þakka og er von mín að öll sú upplýsingasöfnun og úrvinnsla um þessa atvinnu- grein vaxi nú í samræmi við vöxt hennar og mikilvægi. Þær upplýs- ingar sem nú liggja fyrir eru flokk- aðar niður eftir þjóðemi gesta, tegund gistingar, mánuðum og landshlutum. Segja má að hér sé kominn ákveðinn talnagrunnur um ferða- menn á íslandi því með þessar tölur í höndunum má sjá ótal þætti eins og meðaldvalarlengd gesta eftir þjóðemi, gistinætur í hveijum mánuði eða landshluta o.fl. Þá eru upplýsingar um notkun gististaða eftir þjóðemum og þar má sjá að Bandaríkjamenn gista hlutfallslega minnst allra þjóða á tjaldsvæðum o.s.frv. Ekki verður hér farið út í frekari dæmi um notkunarmöguleika en ferðaþjón- ustuaðilar hvattir að kynna sér og nýta sér þessar upplýsingar. Veruleg fjölgun glstlnátta 1994 Hagstofan hefur í reynd gefíð út tvenns konar töflur, þ.e. fjöldi gistinátta þar sem eru beinar upp- lýsingar og ákveðnar leiðréttingar og áætlaður fjöldi gistinátta þar sem bætt er við vegna slakra skýrsluskila frá tjaldsvæðum og svefnpokagistingu skv. upplýsing- um Hagstofunnar. Þessi áætlaði þáttur hefur farið minnkandi með betri skilum síðari ár. Það skal tekið fram að tölur vegna 1994 em bráðabirgðatölur. Þó eru tölur vegna gistingar á hótelum og gisti- Þau sigla um Rín í níu mánuði á ári NORBERT Linkenbach, skipstjóri hótelfljótaskipsins Britanniu, var 10 ára þegar hann vissi hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór. Hann ætlaði að verða skipstjóri á dráttarbáti eins og frændi hans sem sigldi um Rín. Það gekk eftir. Hann bjó um borð á dráttarbáti með fjöl- skylduna og dró flutn- ingapramma upp og nið- ur Rín í 18 ár. Link- enbach prófaði að vera í landi eftir að dráttar- bátamir duttu upp fyrir 1973. Það átti illa við hann. Hann tók því fegins hendi þegar Köln-Dusseld- orf-fyrirtækið bauð honum vinnu um borð í Britanniu. Hann hefur nú starfað þar í 17 ár og verið skipstjóri síðustu fjög- ur. Skipið siglir um Rín, aðallega frá Amsterdam til Basel og sömu leið til baka. Hvor leið er 818 km. Linkenbach hefur enn ekki fengið nóg af leiðinni. „Umhverfíð breyt- ist með árstíðunum og fljótið er síbreytilegt.“ Hann hefur aldrei haft áhuga á að sigla um úthöfín. „Rín hentar mér.“ Þar þekkir hann hvern krók og kima og segir að enginn staður jafnist á við Kaub, fæðingarstað hans, rétt sunnan við Loreley. Hann blés í skipslúð- urinn þegar við sigldum framhjá og veifaði æskuvini sem stóð á árbakkanum. Umhverfið breytist með árstíðunum og fljótið er sí- breytilegt Litla flugan Britannia er fljótandi hótel með um fímmtíu manna áhöfn og yfír hundrað gestarúm. Yfírmenn eru fastráðnir og sigla frá byrjun mars fram í miðjan nóvember og taka yfírvinnustundir og fríið yfir vetrarmánuðina. Lausráðna fólkið, eins og Anne-Marie Natusch, skemmtanastjóri, leitar sér þá að annarri vinnu eða fer í frí. Hún er dönsk, lítil og kát kona, nýorðin fímmtug. Hún getur raul- að„Litla flugan“ og þyk- ir vænt um eintak af ræðu sem Gylfi Þ. Gísla- son, fv. ráðherra, gaf henni þegar þau hjónin kvöddu hana eftir góða daga um borð í Britan- niu s.l. sumar. „Hann þekkir svo marga af mínum kunningjum frá 7. og 8. áratugnum," sagði hún og dró fram úrklippusafn fullt af gömlum frásögnum af henni sjálfri í Se og Hör og öðrum dönskum blöðum. Ást um borð á hótelsklpi Anne-Marie á litríkan feril að baki. Hún var lengi söng- og skemmtikraftur í Danmörku og Þýskalandi, lagði rússnesku fyrir sig um skeið og tók próf úr hótel- skóla í Sviss. Hún hefur unnið á feijum, skemmtiferðaskipum og hótelum og komið íþrótta- og frí- stundaklúbbi á laggirnar í Peking. Hún féll einu sinni alvarlega fyrir farþega á hótelskipi og þau giftu sig eftir 2ja mánaða kynni. Hún flutti með honum til Nýja-Sjálands en tolldi þar ekki nema í 8 mán- uði og kom sér aftur til Evrópu. Hún hefur starfað á Britanniu í tvö ár. „Starfíð hefur breyst," sagði hún. „Skemmtanastjóri þarf nú að sjá um verslunina jafnframt því að skemmta. Það á ekki við mig. Ég get alveg eins selt póst- kort í landi. Svo er tímabært að ég festi rætur, kona komin á minn aldur!“ Hér áður fyrr var starfslið hótel- 1. Fjöldi skráðra gistinátta Áætiaður heildarfjöldi gistinátta 1993 1994 1993 1994 Fjölmennustu Jh hópar ferðamanna eftir þjóðemi 1994 1993 Breyt. Þjóðverjar 190.859 211.597 +10,9% 61.987 +16,0% SSSvíar 53.418 —{^Bretar 53.335 60.330 +13,1% 5 JSDanir 33.803 46.873 +38,0% OSvissl. 35.504 32.032 -9,8% Bandar.m. 39.529 38.861 -1,7% heimilum endanlegar sem eru langstærsti hluti heildarinnar. Sjá töflu 1. Skv. þessu hefur gistinóttum ferðamanna hér fjölgað um 12-13% árið 1994 miðað við 1993. Gistinóttum íslendinga um 17-20% og erl. gesta um 9-10%. Á sl. ári var efnt til átaks und- ir heitinu „ísland, sækjum það heim.“ Miklar umræður urðu um hvort það hefði skilað sér. Ýmsir fullyrtu að engin aukning væri í ferðalögum Íslendinga um eigið land. Hvort umrætt átak sem slíkt skilaði árangri verður auðvit- að ekki fullyrt hér en nú liggur fyrir að gistinóttum innlendra ferðamanna fjölgaði um nær fímmtung eftir fækkun næstu tvö ár á undan. Þá hlýtur það að vekja athygli að aukningin er öll utan höfuð- borgarsvæðisins og meira en það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.