Morgunblaðið - 01.04.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 01.04.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR1. APRÍL1995 E 7 > NYTJALISTASAFNID i Búdapest Stólar Kroghs 3. Grafísk hönnun: Spor. 4. Umhverfis- og húsgagnahönnun: Að hugsa í víðu samhengi. 5. Iðnhönnun: Vistvænn ferðamáti. 6. Málmsteypa og hönnun: Hagnýt form. 7. Ljósmyndun. Við vinnu. 8. Textíllist og hönnun: Spurningar, athugasemdir og skilaboð. Fulllyrða má að öll verkin á sýn- ingunni séu unnin í anda Varde. Sum byggja á fomum aðferðum og auð- lindum, sum vísa fram á veginn og brydda upp á nýjungum, sum vara við hættum, sum gera allt þetta þrennt í senn. Öll eru verkin vistvæn á einn eða annan hátt. Hitt er svo annað mál að eflaust mætti deila um listrænt gildi ein- stakra verka. Sum höfða til sumra, önnur annarra, einhver kannski allra, einhver jafnvel engra. Skal nú stiklað á nokkrum verkum og flokkunum átta fylgt. í fyrsta flokki er viðarhvel þeirra Ásu og Rogers og gefur svo sannar- lega Varde-tóninn. Það er byggt á eldfornum, skynsamlegum aðferð- um, gert úr furu sem nóg er til af í Svíþjóð og engum hættulegum eit- ur- eða gerviefnum, gæti nýst sem garðhús, er nýstárlegt, framsækið, mjúkt, sterkt, hlýtt og andar, allt í senn, er sem sagt vistvænt vel. I öðrum flokki er mörgum snjöll- um hugmyndum hrint í framkvæmd. Tvær virka sérstaklega vel. Annars vegar eru finnskar flíkur úr fisk- roði, mjög fallegar, og er af þeim sterkur lýsis- eða rikklings-ilmur enn! Fullyrt er að með réttri verkun verði þessar flíkur jafn sterkar og leðurflíkur. Höfundar: Maija Alhon- en og Eva Rahikainen, Helsinki. Hins vegar eru sænskar kápur sem hörfræolíubornar verða vatnsheldar og þar með nothæfar sem regnkáp- ur. Höfundur: Lisa Gerinder, Gauta- borg. í þriðja flokki eru finnsku börnin sem gestir sýningarinnar þurfa að ganga yfir, ljósmyndir fjölmargar af smábömum á gólfí. Boðskapur verksins er: Varúð! Ef við breytum ekki um lífsstíl troðum við næstu kynslóð niður í svaðið. Höfundar: Christel Rönss, Iirko Kuttner og Marienka Pakaslathi, Helsinki. í fjórða flokki birtast meðal ann- ars hagnýtar hugmyndir um endur- nýtingu stórra yfirgefinna vöruhúsa og verksmiðja. Bent er á að fleira kemur til greina en Ieikhús, bíó, kaffistofur og krár, til dæmis fjöl- breytilegar íbúðir. Höfundar: Klas Juter, Miguel Salinas og Barbara Rubino, Gautaborg, og Janne Liitz- höft og Anne-Karen Ebne, Kaup- mannahöfn. í fimmta flokki eru sýnd ýmis visvæn farartæki, til dæmis eins fótar vöðvaknúnir snjó- sleðar, höfundar Lars Ericsson og Bengt Pettersson, Umeá, og sveigj- anlegur bíll knúinn sumpart af sólar- orku, höfundar Carl Forslund, Johan Lundgren og Márten Rittfeldt, einn- ig Umeá. í sjötta flokki eru sýndir kertastj- akar unnir úr málmum og þijár háls- festar hver annarri fegurri. Ein er þó sýnu fegurst og merkilegt að auki fyrir það að hún er gerð úr koparflögum gamals rafgeymis úr bíl. Höfundur Line Cathrine Garlind, Osló. í sjöunda flokki er ljósmyndasyrpa sem heldur því fram að það sé hetjud- áð að komast í gegnum hversdagslíf- ið, dag fyrir dag, og lifa af. Höfund- ur Magnus Charmanoff, Helsinki. í áttunda flokki er margt fallegt og merkilegt, til dæmis norskar treyjur unnar úr ufsa- og hlýraroði, höfundur Hilde Rönning, Osló, og undurfögur moskítóflugnanet, ann- að dökkt, hitt ljóst, nothæf í Mpul- ungu í Sambíu og Sildevarre í Sama- landi, höfundar Inger Anne Nyaas, Björgvin. íslensku verkin Verk eftir tólf íslendinga eru á þessari sýningu. Hildur Bjarnadóttir á verk sem hún kallar Veggskreytingu. Það er unnið úr hjólbarðaslöngum sem hún fékk á bílaverkstæðum í Reykjavík. Hildur notaði slöngurnar eins og þær komu fyrir, mislitar, mismikið skemmdar, sumar bættar, bútaði þær í sundur og óf saman í dular- fulla veggskreytingu. Vistvæn end- urnýting og listsköpun í algleymingi. Valdís Harrísdóttir á það verk sem frumsýningargestum varð hvað star- sýnast á, nefnilega pétursskipin og líknarbelgina og myndir ofnar úr görnum. Með fylgir sagan um jómfr- úna sem bar pétursskip um háls sér í þijú ár og þá opnaðist það og út komu þrír steinar sem tryggðu þeim sem bar þá að sá hinn sami myndi aldrei drukkna, honum myndi famast vel og aldrei skyldi honum verða fjár vant. Auðbjörg Bergsveinsdóttir á hér nokkur keramík-líkön af turnum sem í fullri stærð gætu nýst sem vatnstumar og safnað saman rign- ingarvatni. Hér er vistvæn hugsun höfð að leiðarljósi, í anda Varde. Vatnsturnar Auðbjargar voru unnir á leirlistaverkstæði í Kecskemét hér í Ungveijalandi í haust sem leið. í fimmta flokki verka, sem ber yfirskriftina Vistvænn ferðamáti, lendir hjólhýsið Mobille sem hannað er af tveimur ungum mönnum sem báðir námu í Kaupmannahöfn en eru þó hvorugur Dani þar sem annar er þýskur Englendingur búsettur í Danmörku, Lea Thomas Smith, en hinn íslendingur og heitir Ólafur Þór Erlendsson. Smátt og létt er gott og fagurt. Hjólhýsi þeirra félaganna er í þrennu lagi: undirvagn, millilag og þak. Undirvagninn má nota sjálfstætt sem kerm. í millilaginu er flest laust og hreyfanlegt. Opna má hliðarnar og taka út form sem þá mynda borð, stóla og fleira nýtilegt. Við má tengja fortjald og hafast við í því þegar vel viðrar. Fátt er í hjólhýsinu fast og ekkert þungt, engin eldavél, engin sturta. Maður tekur ekki heim- ili sitt með sér að heiman á vistvæn- um ferðalögum. Lifandi teiknimyndir Sér á parti eru átta lifandi teikni- myndir eftir jafn marga íslenska höfunda og tekur samtals átta mín- útur að sýna þær allar. Þær em kynntar sem eitt verk, í þriðja flokki: grafískri hönnun. Eftirfarandi setningaslitur leituðu á blað á meðan horft var á myndim- ar. — Og hvurt? Ólöf Bima Garðars- dóttir: Árekstrar mjúkra, hvítra og harðra, svartra forma, rautt stríð, óp, barnsgrátur, sættir, dans í grænu túni, samruni, friður? nýtt stríð? — Lands-leikur: ArndísLiljaGuð- mundsdóttir: Bleik fjöll, bláir firðir, hrossagaukur gól, fíðluspil, fyrst vel stillt, svo villt, samheldni, sundrun. — Líf: Örn Smári Gíslason: Troð- ið á jörð, án tillits, tímasprengja tif- ar, endir í nánd. — Ugluspegill: Anna Karen Jörg- ensdóttir: Horfst í augu við tor- tímingu mannsins, henni hafnað með gijótkasti. — Nótt. Dagur Hilmarsson: Lífs- og dauðakeðjan heldur áfram, sá sterki gleypir alltaf þann veika. — Frelsi: Sigrún Sæmundsdóttir: Risafugl, örn eða túrúl, flýgur fijáls um himingeiminn uns hann er gleyptur af manngerðum skýjakljúf. — Út í hött: Þrúður Óskarsdóttir: Jörðinni kastað kæmleysislega „út í myrkur og tóm“, lendir í auga sem fellir tár, rautt. — Hringavitleysa: Ásgeir Jóns- son: Menn hlaða vörður og bijóta niður á víxl á vegferð sinni um jörð- ina, svört sýn og björt í senn, kannski. Þetta er auðvitað allt í anda Varde. Það er vá fyrir dymm. Það er verið að vara við voveiflegum hlut- um sem gerst geta ef óvarlega verð- ur áfram ætt. Tölgyfa Galéria í tengslum við Varde-sýninguna var daginn eftir opnuð önnur sýn- ing, í Tölgyfa Galéria í Búda. Þar sýna hátt í þrjátíu nemendur Nytja- listaháskóla Búdapestar, ungverskir og norrænir saman, umhverfísvæn verk og viðvaranir af ýmsu tagi. Til dæmis er þarna heilmikil syrpa und- ir samheitinu „Náttúra Evrópu í hættu“ og eitt verkið sýnir fjölmarga eldspúandi, illa mengandi Trabanta. Tveir íslendingar eiga verk á þess- ari sýningu, Auðbjörg Bergsveins- dóttir sem áður er nefnd og Hrafn- hildur Eiðsdóttir. Verk þeirra beggja em unnin í Kecskemét hér í Ung- veijalandi á undanförnum vikum, meðal annars úr ungverskum leir sem er ævagamalt byggingarefni hér í landi, vistvænt á allan hátt, líka þegar það molnar niður og sam- einast Móður Jörð á ný. Aðalleiðbeinandi leirlistahópsins var Probstner János, forstöðumaður Alþjóðlega leirlistaverkstæðisins í Keeskemét. Morgunblaðið/Jón Svafarsson Hafliói Hallgrímsson Skosku kammersveitinni, sem flutti verkið. Konsertinn, fyrir selló og strengjasveit, sé meistaralegur, verk stórt í sniðum sem taki hálftíma í flutningi. Konsertinn er ekkert minna, skrifar gagnrýnandinn, en afar tónrænt, skáldlegt og íhugult verk og fer um hann mörgum fögr- um orðum. Vildi verðajafnoki Casals The Scotsman birtir 13. mars langt viðtal við Hafliða Hallgrímsson í tilefni tónleikanna. Hafliði segir þar frá ferli sínum og tónlistarstörf- um í Skotlandi. Hann lætur m.a. hafa eftir sér: „Daginn sem ég eign- aðist selló vildi ég verða Pablo Ca- sals.“ Fáfnis- menn Ahugaleikfélagið Hugleikur sýnir leik- verkið Fáfnismenn í Tjarnarbíói LEIKVERKIÐ Fáfnismenn var frumsýnt í Tjarnarbíói í gær- kvöldi. Áhugaleikfélagið Hug- leikur flytur verkið en höfundar eru: Ármann Guðmundsson, Hör- dís Hjartardóttir, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Jón Stefán Krist- jánsson. Hulda Hákonardóttir, leikari, hafði þetta um sýninguna að segja: „Þetta er nýtt íslenskt leikverk sem gerist á krá í Kaupmanna- höfn. Þar koma Fáfnismenn og aðrir íslenskir stúdentar saman, bæði til að drekka og vinna. Það fjallar um hvernig ísland endur- heimti sjálfstæði sitt, hvernig það gekk allt fyrir sig og rekjum við atburðarásina til þessarar kráar. Þegar komið er svona nálægt frumsýningu er allt í hámarki. Spennan eykst og erum við farin að hlakka til að fá áhorfendur. FRÁ œfingu i Tjarnarbiói. Þó er ekki hægt að neita því að við erum orðin ansi þreytt, því þó þetta sé óskaplega skemmti- legt er þetta jafnframt mikil vinna. Okkur langar til að koma því á framfæri að við erum sérstak- lega ánægð með þetta hús. Það er svo upplagt fyrir leikhús. Maður kemur inn og finnur strax að þetta er leikhús!" Leikendur og aðrir þátttak- endur í sýningunni eru hátt í þrjátíu manns. Sýningar verða fram í lok apríl. S.A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.