Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 1

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 1
JMtangtutltfiifrUk Treysta konur körlum? VIÐ HÖFUM lög hér á landi sem kveða á um að fullt jafnrétti skuli rflg'a milli kynj- anna. Óneitanlega hafa mörg og löng skref verið stigin í rétta átt í jafnréttis- baráttunni, en því miður er margt óunnið og svo virðist sem okkur hafi hnikað aft- ur á bak frekar en áfram á sumum svið- um, á síðustu árum. Meðallaun íslenskra kvenna eru um 70% af launum karla og þrátt fyrir að íslenskar konur á vinnumarkaði séu hlut- fallslega fleiri en kynsystur þeirra í nágrannalöndunum, er launamis- rétti kynjanna langmest á íslandi, borið saman við hin Norðurlöndin. Launamunur felur í sér margþætt misrétti Launamunur karla og kvenna er stórt vandamál. Meðan hann er við lýði er misréttið margþætt: Konurnar afla einungis hluta af tekjum karla sem leið- ir til mismununar inn- an veggja heimilisins; þar sem karlmaðurinn aflar meira þykir sjálfsagt að hann sinni störfum utan heimilis í meiri mæli en konan, sem leiðir til þess að hin hefðbundna verkaskipting í þjóðfé- Iaginu breytist lítið sem ekkert. Ef karlar og konur nytu sam- bærilegra launa er næsta öruggt að störfum utan og innan heimilis væri jafnar skipt. í skýrslu Jafnréttisráðs frá ár- inu 1990 kemur fram, að mikið sé um það að konur, sem hlotið hafa kosningu í sveitarstjórnir, ákveði eftir eitt kjörtímabil að gefa ekki kost á sér á ný. Þetta er að vísu ekki algilt og eflaust margar ástæður fyrir því að kon- ur veigra sér við að fara í fram- boð aftur. í fyrrgreindri skýrslu kemur þó fram að samkvæmt rannsóknum sé ein meginástæða Sj álfstæðisflokkur- inn er, segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, besta leiðarljósið í jafn- réttismálum. þessa tímaskortur. Konurnar hafi ekki þann tíma, sem þær þurfi, til að geta sinnt sveitarstjórnar- störfunum á þann hátt sem þær telji nauðsynlegan. I bæklingi sem Hagstofan gaf út í vetur og nefn- ist „Konur og karlar“ kemur í ljós að ábyrgð á heimilishaldi hvílir enn mest á herðum kvenna. Þær verja að meðaltali 19 klukku- stundum á viku til heimilisstarfa en karlar 6 stundum. Þá veija um 70% kvenna 10 stundum eða fleiri til heimilisstarfa en aðeins 17% karla. Karlar ekki síðri uppalendur Tvöfalt vinnuálag kvenna á við karla er ósanngjarnt. Því verður að breyta - aukin ábyrgð karla á heimilum er nauðsynleg. En þar kemur til kasta kvenna, ekki síður en karla. Er ekki hugsanlegt, að með því að veita karlmönnum hlut- deild í ábyrgð á heimilishaldi og umönnun barna - væri stórt skref stigið í rétta átt? Eitt sinn þegar ég var að viðra þessa skoðun við konu sem telur sig vera feminista og hefur skrifað margar greinar í blöð um málefni kvenna, - leit hún á mig, benti á litla dóttur sína og sagði: „Þegar hún er veik, á ég þá að láta pabba hennar vera hjá henni - áttu við það?“ Mér varð svara fátt, enda lýsti svipur konunnar ekki einungte undrun, heldur beinlínis óhug! Á þessari hugsun þarf að verða breyting, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að karlar eru ekki síðri uppalendur en konur. Konur verða að treysta karlmönnum til að sinna þeim hlutverkum sem samkvæmt hefðinni hafa verið kvenna einna í gegnum tíðina. Athyglisverð niðurstaða, þessu tengd, kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar á launam- un kynjanna. Velflestir karlanna Inga Dóra Sigfúsdóttir töldu að almennur áhugi ríkti meðal karla, að minnsta kosti meðal yngri karla, til að draga úr vinnu og sinna fjölskyldu meira en nú er. Ungir karlar, sem rætt var við, töldu á hinn bóginn litlar líkur á að karlmenn gætu sinnt bömum og heimili í ríkari mæli fyrr en kynslóðaskipti hefðu orðið meðal stjórnenda, sem flestir hefðu mjög gamaldags viðhorf. Manneskjur - einstaklingar Hvaða áherslur eru vænlegastar til árangurs í jafnréttisbaráttunni? Sjálfstæðar konur leggja áherslu á að litið sé á konur sem manneskj- ur - einstaklinga - sem hvorki séu betri né verri en karlmenn - og gera kröfu um jafnrétti - ein- faldlega á grundvelli þess að jafn- rétti er sjálfsögð mannréttindi. Hugmyndir um gæsku og valda- leysi konunnar, og vonsku karl- mannsins, sem mikið hefur borið á í kvennabaráttu undanfarna ára- tugi, hafa að okkar mati neikvæð áhrif í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Það er skoðun Sjálf- stæðra kvenna að stefna Sjálf- stæðisflokksins - þar sem sjálf- stæði og frelsi einstaklinga er grundvallaratriði, - sé besta leið- arljósið á leiðinni að settu marki í jafnréttismálum. Höfundur starfar með Sjálfstæðum konum. Að lofa launahækkun en lögbinda launalækkun í kosningabarátt- unni að undanförnu hafa sumir frambjóð- endur lagt sig fram um að rangtúlka nýgerða kjarasamninga og m.a. haldið því fram að þeir sem hafa hæstu laun- in, fái mest út úr samningunum. Þetta er rangt eins og kom fram í grein minni í Morgunblaðinu 25. mars sl. Það hefur vakið sér- staka athygli að for- maður Þjóðvaka, Jó- hanna Sigurðardóttir, hefur haldið þessu fram og jafnframt reynt að gera verkalýðshreyfinguna tortryggi- lega í þessu sambandi. Jóhanna og fylgisveinar hennar, m.a. Ágúst Einarsson, sem er þekktur fyrir að berja niður kröfur láglaunafólks, tala eins og þau séu sérstakir tals- menn lægstlaunaða fólksins í land- inu, og þess vegna eigi láglauna- fólkið að kjósa Þjóðvaka. Af þessu tilefni er rétt að minna á, að Jóhanna Sigurðardóttir, hefur í tvígang átt aðild að setningu bráðabirgðalaga, sem ógiltu gild- andi kjarasamninga og komu í veg fyrir hækkun umsamdra launa- taxta, þ.m. talið launataxta lægst- launaða fólksins, sem mikill fjöldi kvenna tekur laun eft- ir. Þann 28. september 1988 setti ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar bráðabirgðalög, sem bönnuðu 4% launahækkun, sem koma átti til fram- kvæmda í tveimur áföngum haustið 1988, samkvæmt kja- rasamningum. Þessi launaskerðing bitnaði á öllum launþegum, þó sérstaklega þeim sem voru á lægstu töxtun- um. Lægstu taxtamir eru í dag á bilinu frá 50 til 60 þúsund kr. á mánuði og eru það konur, í miklum meiri- hluta, sem taka laun eftir þeim. Verzlunarfólk hafði fórnað nærri hálfsmánaðar launum til að ná þessu lítilræði fram, sem afnumið var síðan með lögum. Jóhanna Sig- urðardóttir sat í ríkisstjóminni, sem Ólafur Ragnar Grímsson notaði valdið, segir Magnús L. Sveinsson, til að lög- binda launalækkun. setti þesi lög á láglaunafóikið í landinu. Þann 3. ágúst 1990 setti sama ríkisstjórn bráðabirgðalög og ógilti kjarasamning, sem ríkisstjórnin hafði gert við BHMR í maí 1989 um 4,5% launahækkun, sem koma átti til framkvæmda 1. júlí 1990. Þáverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði lýst þessum samningi sem tímamótasamningi! Félagsmenn BHMR höfðu verið 6 vikur í verkfalli áður en samningar tókust. Jóhanna Sigurðardóttir tók þátt í þessari lagasetningu á lág- launafólk. Eftir lagasetninguna sendu Samtök kvenna á vinnumark- aði frá sér tilkynningu þar sem for- dæmd var harðlega lagasetning sem ógilti gerða kjarasamninga. „Orð og efndir skulu fara sam- an“ er slagorð sem Þjóðvaki hefur borið fyrir sig í kosningabarátt- unni. Ég tek undir þessi orð, en því miður fer of lítið fyrir því að stjómmálamenn fari eftir þeim. Það gera þeir stjórnmálamenn ekki, sem segjast vera sérstakir tals- menn láglaunafólksins, biðja um umboð til að fá vald til að tryggja því betri kjör, en nota valdið til að lögbinda launalækkanir hjá þessu sama fólki. Höfundur skipar 10. sæti á framboðslista Sjdlfstæðisflokksins í Reykjavík. Magnús L. Sveinsson Loforð og efnd- ir Kvennalistans ALLT frá stofnun Kvennalistans hafa launamálin verið eitt helsta áherslumálið. Þingkonur Kvenna- listans hafa á Alþingi lagt fram fjölda til- lagna sem miða að því að leiðrétta launamis- réttið. Hingað til höf- um við talað fyrir daufum eyrum og ekki fengið stuðning við til- lögur okkar. Sem dæmi um vil ég nefna: * Lögbinding lág- markslauna 1986, 1987, 1988. * Viðmiðun lág- markslauna við framfærslu- kostnað 1994. * Endurmat á störfum kvenna 1986, 1987. * Endurmat á launakerfi ríkisins 1993, 1994. Hingað til höfum við talað fyrir daufum eyrum, segir Kristín Einarsdóttir, og ekki fengið stuðning við tillögur okkar. * Stytting vinnutíma 1991, 1993. * Sveigjanlegur vinnutími 1991, 1993. * Fæðingarorlof í 6 mánuði 1983, 1984, 1986. * Fæðingarorlof í 9 mánuði 1989, 1994. * Heimilisstörf verði metin til starfsreynslu 1984, 1986. * Lífeyrisréttindi heimavinnandi hús- mæðra 1986, 1987. * Endurmat á störf- um kennara 1984. * Hækkun barnalíf- eyris og meðlags 1991. Nú heyrum við sem betur fer að stjórnmálaumræðan hefur í auknum mæli snúist um þessi mál og hafa þau verið meira áber- andi í þessari kosningabaráttu en nokkru sinni áður. En hvers vegna ætti nokkur að geta treyst því að þetta verði mál sem flokkarnir setji í öndvegi eftir kosningar? Verða þau ekki bara sett ofan í skúffu strax á sunnudaginn? Þú getur treyst því að þetta eru mál sem Kvennalistinn leggur áherslu á einnig eftir 8. apríl. Höfundur er þingkona K vennalistans. Kristín Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.