Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 B 7 KOSNINGAR 8. APRÍL Framsókiiarmenn á Reykjanesi í blekkingaleik ÞAÐ HEFUR borið á því síðustu vikur að frambjóðendur Fram- sóknarflokksins á Reykjanesi hafi boðað nýja sjávarútvegs- stefnu. í upphafi skyldi endinn skoða Það virðist ekki hafa verið kynnt frambjóð- endum Framsóknar á Reykjanesi að hug- myndasmiður kvótans og aflamarksleiðarinnar er núverandi formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson. Það þarf einnig að upplýsa þá um að það var í tíð vinstri stjómar Fram- sóknar, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, sem núverandi kvótakerfí var endanlega neglt niður árið 1988. Þessir sömu flokkar hafa síðan gagn- rýnt sitt eigið kerfí og helst viljað gleyma uppruna þess. Þeir hefðu betur skoðað afleiðingar kvótakerfis- ins áður en lengra var haldið árið 1988 eftir fjögurra ára reynslu. Sjóðakerfi vinstri stjórnarinnar Vinstri stjórnin 1988-1991 gerði betur en að negla niður lögin um kvóta, þeir heimiluðu eignfærslu hans í reikningum útgerða. Það var á sínum tíma gert til þess að gjald- þrota sjávarútvegsfyr- irtæki gætu fengið út- hlutað úr sjóðum sem ríkisstjórnin setti á lag- gimar. Þessir sjóðir voru Atvinnutrygging- arsjóður útflutnings- greina og Hlutafjár- sjóður. Báðir þessir sjóðir em lokaðir 1 dag og em nú greiddir niður af þjóðinni, enda hljóð- aði gjaldþrot þeirra upp á milljarða króna. Vinstri stjórn 1988-1991 innleiddi erfðarétt á kvóta Með heimildum ,um eignfærslu kvótans hefst sú breyting sem svo mjög fer fyrir brjóstið á íslendingum, þ.e. að í stað þess að kvótinn sé sameign þjóðarinnar, fær- ist hann á efnahagsreikning útgerða og gengur í erfðir. Við þessu kerfi tók Sjálfstæðisflokkurinn árið 1991 og þurfti að aðlaga að minnkandi þorskstofni og þar af leiðandi minnk- andi aflaheimildum. Blekking framsóknarmanna á Reykjanesi Það er ótrúlegt að sá flokkur sem einna mestan þátt á í niðumjörvun á kvótakerfmu skuli leyfa sér að leggja fram mismunandi tillögur í sjávarútvegsmálum í hinum ýmsu kjördæmum landsins. Tillögur þeirra Framsóknarmenn hafa fest kvótakerfið svo í sessi, segir Kristján Pálsson, að Reykja- nesstillögur þeirra breyta þar litlu um. framsóknarmanna á Reykjanesi em hiklaust lagðar fram á fundum í nafni flokksins og þar sagt fullum fetum að formaðurinn hafí samþykkt þær. Síðan kemur Halldór Ásgríms- son fram á sjónarsviðið og segir til- lögumar ekki samrýmast sínum hug- myndum. Virðist sú yfírlýsing ekki skipta frambjóðendur flokksins í Reykjanesi nokkm máli og áfram er rullan flutt um breytta stefnu Fram- sóknarflokkins í sjávamtvegsmálum. Þvílíkur skollaleikur!! í iýðræðisríkj- um er þetta kallað lýðskmm og blekkingaleikur af verstu gerð. Framsóknarmenn hafa fest kvóta- kerfíð svo rækilega í sessi að því verður ekki hnikað og allra síst í þá átt sem tillögur þeirra á Reykjanesi hníga að. Frámsókn vill að togarar veiði inni á fjörðum Sé skoðaður hluti tillagna þeirra framsóknarmanna, er gert ráð fyrir því að 85% af þorskkvóta togara verði tekinn af þeim og færður til annarra fiskiskipa. Maður spyr sig hvort þetta sé svo einfalt, bara taka af einum og rétta hinum! Nei, auð: vitað er lausnin ekki svo einföld. í fyrsta lagi verða engar aflaheimildir teknar af togurum án lagabreytinga og í kjölfar þess yrði að greiða þeim bætur. Formaður Framsókn- arflokksins hefur lýst því að flokkur hans muni ekki standa að þeim laga- breytingum. Ein önnur tillaga þeirra framsóknarmanna er að leyfa togur- um að veiða upp að 200 metra dýpi. Ef þessi tillaga yrði að veruleika mundi það leiða til þess að sumstað- ar verður veiðislóð togaranna langt fyrir innan 12 mílna landhelgina og mun þv! ekki leysa neinn vanda, heldur þvert á móti skapa mikinn vanda hjá hinum minni bátum á grunnslóðinni sem væntanlega myndu þurfa að keppa við togarana um veiðarnar. Ég vil því ráðleggja framsóknarmönnum á Reykjanesi í fullri vinsemd að fara betur yfír til- lögur sínar um breytta sjávarút- vegsstefnu. Sjálfstæðismenn juku afla- heimildir krókabáta um 18 þús. tonn Sjálfstæðismenn hafa á sl. 4 árum þurft að glíma við gríðarlegan niður- skurð á aflaheimildum til flotans eða u.þ.b. 180 þús. tonn af þorski frá árinu 1990. Aldrei frá upphafi hefur Kristján Pálsson kvótakerfíð þurft að ganga í gegnum slíkar þrengingar og því enginn sjáv- arútvegsráðherra fengið erfíðara verkefni en Þorsteinn Pálsson. Það sér hver maður að það hriktir í og einungis sterkustu ríkisstjómir geta þolað slíkt álag án þess að brestur komi. Undir þessum kringumstæðum var leitað allra leiða af hálfu Sjálf- stæðisflokks til að koma til móts við þá útgerðaraðila sem verst fóru í niðurskurði þorskaflans. Sú leið var farin að auka aflahlutdeild króka- leyfísbáta úr u.þ.b. 29.000 tonnum árið 1990 í 21.000 í ár. Það hefur því verið komið til móts við króka- leyfisbáta með afgerandi hætti við erfiðar aðstæður. Raunhæfar aðgerðir til styrktar landróðrabátum í núverandi lögum um stjórn físk- veiða eru ekki margar leiðir til að koma til móts við erfiða stöðu land- róðrabáta og vinnslunnar í iandi. Sú leið sem helst kæmi þar til greina er að mínu mati sú að úthluta til landróðrabáta aflaheimildum Jöfn- unarsjóðs (áður Hagræðingasjóðs), sem ræður yfír um 12 þús. þorskí- gildistonnum sem sjávarútvegsráð- herra getur ráðstafað. Tilveran er tryggari með Sjálfstæðisflokknum Stefna Sjálfstæðisflokksins er að endurskoða núverandi lög um stjórn fiskveiða þannig að hún tryggi ávallt heildarhagsmuni þjóðarinnar í veið- um, vinnslu og markaðsmálum. Þær breytingar sem landsmenn vilja sjá á stjómun fískveiða verða ekki betur tryggðar en með góðu gengi Sjálf- stæðisflokksins í alþingiskosningun- um 8. apríl nk. Höfundur er 5. madur á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjördæmi. Framtíðarsýn eða afturhaldssemi ÞANN 8. apríl næst- komandi, nánar tiltekið á laugardaginn, fara fram alþingiskosning- ar. Þá getur fólk valið um einangrunarstefnu og afturhaldssemi eða tekið þátt í framtíðar- sýn Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur- inn á Islandi sem hefur boðað afdráttarlaust að taka þátt í starfsemi með öðrum Evrópu- þjóðum með því að sækja um inngöngu í ESB. Þannig er fyrst hægt að sjá hvaða kostir standa þjóðinni til boða. Mik- ill hluti Sjálfstæðisflokksins er reyndar samsinna þessari hug- mynd, en þar takast á ólík öfl, þann- ig að ráðamenn flokksins vilja ekki hafa þetta á oddinum í kosninga- baráttunni. Augljóst er að Davíð þorir ekki að styggja einangrunar- sinna innan flokksins. Hvað gefur innganga þjóðarinnar í Evrópusambandið þjóðinni? Svarið er einfalt; stærri markað og fleiri þátttakendur sem leiðir af sér meiri samkeppni sem leiðir af sér meiri hagkvæmni fyrir hvern og einn með lækkandi vöruverði. Sumir eru þeirrar skoðunar að útlendingar muni koma og gleypa landið og aðrir eru hræddir um að landbúnað- ur muni leggjast af á íslandi. Þvílík fásinna! Fyrst og fremst erum 'við ekki það auðug þjóð af náttúruauð- lindum; ef ekki væri fiskurinn væri ekki búandi hér á landi. í öðru lagi eru það einangruð smáríki eins og ísland sem græða mest á samstarfi eins og ESB felur í sér, það leiðir af sér opnara hagkerfi og dregur úr einokun og óhagkvæmni sem einkennt hefur ríkisbúskapinn á íslandi. Skýrt dæmi um það er hið margumtalaða landbúnaðarkerfi sem er með því heimskulegasta og óhagkvæmasta sem hægt er að- hugsa sér. Þessu kerfi var komið á fót á fjórða áratugn- um þegar landbúnaður var mikilvægur fyrir afkomu þjóðarinnar og stundaður af stórum hluta þjóðarinnar. En þetta kerfi á ekki leng- ur við og er óhag- kvæmt með afbrigð- um, niðurgreiðslur yfir milljarð á hverju ári sem felur í sér aukna erlenda lántöku, aukna skatta á einstaklinga, en samt þarf fólk í landinu að borga hærra verð fyrir landbúnaðarvörur en aðrar þjóðir. Þeir sem vilja auka skuldir heimilanna og sjá íslenskar landbúnaðarvörur í dýrðarljóma ættu endilega að kjósa eitthvað Af hverju að ofvernda bændur á kostnað allrar þjóðarinnar, spyr Guð- björn Guðmundsson, geta bændur ekki tekið þátt í frjálsri samkeppni eins og aðrir? annað en Alþýðuflokkinn. Af hveiju á að ofvemda bændur á kostnað allrar þjóðarinnar, geta bændur ekki tekið þátt í ftjálsri samkeppni eins og aðrir? Er í lagi að allir aðr- ir en bændur geti orðið atvinnulaus- ir í þessu þjóðfélagi? Hver er ávinn- ingurinn? Gríðarlega aukin skattp- íning á 95% þjóðarinnar til þess að hin 5% þjóðarinnar geti áfram hald- ið að vinna við landbúnað í þessu kerfi sem er meingallað. Em ekki meiri líkur að þeir bændur sem eru duglegir og skipulagðir gætu haft það ennþá betra án ríkisafskipta? Af hveiju eru margir bændur bláfá- tækir þrátt fyrir allar niðurgreiðsl- urnar? Fara þeir ekki á hausinn á almennum vinnumarkaði sem starfa við það sem er óhagkvæmt og of dýrt fyrir neytendur? Já, það var rétt; allir nema bændur. Er ekki kominn tími til þess að koma úr fortíðinni og snúa sér að því sem er hagkvæmt í nútímanum? Er ekki kominn tími til þess að horfa fram á veginn til betri lífskjara fyrir al- menning í landinu? Góð leið til þess er að fá opnara hagkerfi með því að taka þátt í stærri markaði með því að fara í Evrópusambandið. Þannig getur hver og ein þjóð fram- leitt það sem er hagkvæmast og einbeitt sér að því, þetta leiðir af sér aukna hagkvæmni og lægra vöruverð fyrir almenning, þökk sé stærri markaðshlutdeiki. Sumir hafa haldið því fram að þjóðir Evr- ópusambandsins muni koma og veiða allan físk við strendur ís- lands. Það er ijarstæða; Alþýðu- flokkurinn hefur margtekið fram að samið verður um að íslendingar standi einir að sínum fiskimiðum vegna sérstöðu sinnar. Kjósendur; það er að segja þið sem viljið bætt kjör og eruð óánægð með verðlag í landinu kjósið Al- þýðuflokkinn. Vegna þess að hann er eini stjórnmálaflokkur landsins sem boðar breytingar til bættra lífs- kjara sem leiðir ekki af sér aukna skattpíningu á landsmenn eða aukna lántöku erlendis frá. XA = Stærrí markaður = Aukin hagkvæmni = Lægra vöruverð = Betrí lífskjör. Höfundur er stjómmálafræðingur að mennt og fylgjandi bættum lífskjörum til handa almenningi i landinu. Guðbjörn Guðmundsson Málefni bama undir stjórn Jóhönnu JÓHANNA Sigurð- ardóttir hefur með ýmsum hætti í tíð sinni sem félagsmálaráð- herra unnið að því að gera félagsmálaráðu- neytið að ráðuneyti fjölskyldumála. Hér skal einungis getið málefna barna, en þau fluttust úr mennta- málaráðuneytinu í fé- lagsmálaráðuneytið - fyrir tveimur árum. Framlög tvöfaldast Frá þeim tíma hafa framlög til uppbygging- ar á þjónustu við börn tvöfaldast, en framlög frá hinu opinbera í þennan málaflokk hafa lengst af verið með því minnsta sem þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Komið var upp þremur vistheimilum fyrir börn, sem þörfnuðust sérstakst stuðnings í samfélaginu, sem gjörbreytt hefur aðstöðu þeirra barna sem hvergi voru áður nein úrræði fyrir. Börn fengu umboðsmann Árum saman hafði þvælst fyrir ríkisvaldinu að koma á lögum um umboðsmann barna, en það mál heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Jóhanna óskaði eftir að málið yrði sett í hennar hendur sem félags- málaráðherra og örfáum mánuðum síðar varð það að lögum. Hér er um mikið hagsmunamál barna að ræða, en tilgangur laganna er að tryggja bættan hag barna í þjóðfélaginu. Umboðsmaður barna á að vinna að því að stjórnsýsluhafar, einstakl- ingar og félög taki fullt tillit til rétt- inda, þarfa og hagsmuna barna. Hlutverk umboðsmanns barna er að setja fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfé- lagsins. Umboðsmaður barna á einnig að hafa frumkvæði að stefnu- markandi umræðu í samfélaginu um mál- efni barna og koma á framfæri tillögum um y úrbætur á réttarregl- um og fyrirmælum stjórnsýsluhafa er varða börn sérstak- lega. Umboðsmaður barna á líka að stuðla að því að þjóðréttar- samningar er varða réttindi og velferð barna séu virtir og bregðast við telji hann að stjórnsýsluhafar, einstaklingar eða félög hafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi brotið gegn réttindum og hagsmun- um barna í samfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sem félagsmála- ráðherra unnið að málefnum barna, segir Guðmundur K. Sigur- geirsson. Framlög til uppbyggingar á þjónustu við böm hafa , tvöfaldast. Við þurfum Jóhönnu og félags- hyggjuöflin í ríkisstjórn til að standa vörð um málefni bamanna og fjöl- skyldna í landinu. Höfundur er 13. maður á lista Þjóðvaka íRvík. Guðmundur K. Sigurgeirsson I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.