Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 8
B 8 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMINGAR 8. APRÍL N áttúrulagaflokkurinn styð- ur allar náttúrulegar lausnir Náttúrulagaflokk- urinn styður allar sannprófaðar náttúru- legar lausnir. En vísar sérstaklega til þeirra aðferða sem best hafa verið rannsakaðar og skilað hafa mestum árangri. Margskonar náttúruleg heilsugæsla er til og einnig margs- J' konar hugleiðsluað- ferðir til að eyða streitu og spennu. Engin slík aðferð er þó jafn vel þekkt og rannsökuð og TM-hug- leiðsla eða innhverf íhugun. Af þeim aðferðum sem mest hafa verið rannsakaðar hefur heldur engin skilað eins miklum árangri og TM, svo sem á heilsu þeirra sem það iðka. Má þar nefna t.d. 87% færri innlagnir á sjúkrahús vegna hjartasjúkdóma. Það sem hér skiptir máli er að þessi aðferð er til, hún er þekkt og þaulreynd, auð- lærð og auðstunduð og engin ástæða til að horfa framhjá þeirri staðreynd. Verði seinna aðrar að- ferðir nægjanlega rannsakaðar og skili sambærilegum eða betri ár- angri verða það þær sem Náttúrula- gaflokkurinn talar mest um þá. Eitt vandamál heilbrigðiskerfis- ins í heiminum í dag er einmitt að mjög litlir peningar fást til rann- sókna á öðru en því sem hægt er að fá einkaleyfi á, þ.e. að selja. Mér vitanlega hefur t.d. enginn fengist til að leggja fé í rannsóknir Ak á því þjóðráði að drekka jafnan heitt vatn þó svo það sé eitt rómað- asta ráð náttúrulækningá. Af þess- um sökum éru það dýrustu lausnim- ar sem fyrst fæst fé til að sanna nægjanlega til að heilbrigðiskerfið okkar sé tilbúið til að nota þær. Prófunarferli nýs lyfs kostar til dæmis tugi þúsunda milljóna króna. Hver ætti að leggja slíkt fé fram fýrir húsráð sem menn geta bjargað sér um sjálfir? Hér liggur þó miklu • meiri þekking en við höfum viljað viðurkenna og vissu- lega eru til vel rann- sökuð náttúruleg heil- sugæslukerfi sem N áttúrulagaflokkurinn vísar á. Þeir sem slíkr- ar heilsugæslu nutu ásamt því að stunda TM-hugleiðslu og greiddu sjúkratrygg- ingu hjá tilteknu bandarísku trygginga- félagi þurftu fimm sinnum sjaldnar að leggjast á sjúkrahús en venjulegir trygginga- takar. „Samstillingar- hópar“ Á síðustu árum hafa verið gerðar 42 stórar tilraunir með „samstill- ingarhópa" sem sýna svo ekki verð- ur á móti mælt að 250 manna hóp- ur atvinnumanna sem stundaði sér- staka örugga og vel rannsakaða vitundartækni, TM-Sidhi, sem m.a. inniheldur jógaflug (hopp), gæti Þegar við eyðum streitu og spennu úr þjóðarvit- undinni, segir Helgi Jóhann Hauksson, eykst sköpunarmáttur í samfélaginu. tekið að sér það hlutverk að minnka streitu og spennu úr samfélagsvit- undinni (þjóðarsálinni) og auka umtalsvert bjartsýni og sköpunarafl þjóðarinnar - þ.e. að hreinsa „and- rúmsloftið" á Islandi. Enginn þarf að óttast að slíkur hópur gæti „stýrt“ því inn á óæskilegar braut- ir, heldur aðeins „hreinsað" það. Líkt og ef skítugir smásteinar væru skolaðir í vatni. Engin hætta er á að vatnið skemmi þá. Vatnið leyfir aðeins hveijum og einum steini að njóta sín betur en áður. Moldugir virðist þeir allir eins en taka nú sínum réttu litum og mynstrum, jafnframt því sem heildarsvipurinn verður tær og skarpur. Það sem áður virtist einsleit drulluhrúga er nú haugur af eðalsteinum og tærum dýrgripum. Hrindum atvinnuieysi með auknum sköpunarmætti Tilraunir með samstillingarhópa hafa sýnt að á meðan þær standa vex bjartsýni í samfélaginu og fyr- irtæki taka að ráða starfsfólk í rík- ara mæli en áður. Umsóknum um einkaleyfi fjölgar, sem sýnir meiri sköpunarmátt og aukið áræði upp- finninga- og athafnamanna. í heil- brigðu og bjartsýnu þjóðfélagi sem býr við vaxandi sköpunarafl og áræði verða stöðugt til ný og betri atvinnutækifæri. Hefðbundnar lausnir stjórnmála- manna byggja allar á því að færa til peninga. Þegar sagt er að átak eigi að gera í hinu eða þessu er í raun verið að segja að þangað eigi að færa peninga frá einhveijum öðrum eða einhveiju öðru verkefni, - jafnvel að færa þá úr framtíðinni með því að taka þá að láni. - Við viljum ekki færa til peninga heldur auka sköpunarmátt þjóðarinnar með stofnun samstillingarhóps. Þegar við eyðum streitu og spennu úr þjóðarvitundinni eykst sköpunar- máttur þjóðarinnar og alvarleg mi- stök, sóun og árangursleysi heyra sögunni til. Gefum Náttúrulagaflokknum at- kvæði okkar þann áttunda apríl. Ekki sóa atkvæði þínu í árangurs- leysi og mistök, kjóstu heldur heil- brigði, hamingju og aukinn sköp- unarmátt. (Grein þessi er endurbirt þar eð hluti hennar féll niður við fyrri birtingu.) Höfundur skipar tólfta sæti Náttúrulagaflokksins í Reykjavík. Helgi Jóhann Hauksson Falskir tónar fé- lagshyggj unnar í ÞEIRRI harðvítugu baráttu sem nú stendur sem hæst um atkvæði kjósenda getur verið erfitt fyrir menn að greina um hvað átökin raunverulega snúast. Ekki bætir úr skák að áróður flestra flokk- anna verður æ ómál- efnalegri og fjarstæðu- kenndari. Þannig leggja þeir nú allt kapp á að sverta Sjálfstæðis- flokkinn í augum kjós- enda og virðast telja sér flest meðul leyfileg því sambandi. Blákalt er því haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki ann- að en harðsvíraður hópur, sem hafi það að markmiði að mylja undir auðhringa og milljónera en kúga og pína bláfátæka alþýðu. Vinstri menn keppast við að væna sjálf- stæðisfólk um spillingu og ala á tortryggni í þess garð. Slíkur hat- ursáróður á auðvitað lítið skylt við staðreyndir. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr hefur Sjálf- stæðisflokkurinn um áratugi verið breiðfylking fólks, flokkur sem ætíð berst fyrir hagsmunum lands- manna allra, óháð stétt þeirra, efnahag, kynferði eða búsetu. Að stilla slíkum flokki upp sem varðl- iða þröngra sérhags- muna er einfaldlega móðgun við dóm- greind fólks og gert í trausti þess að menn trúi þeim blekkingum sem nógu lengi er haldið að þeim. Innihaldslaus orðaflaumur Beri menn saman Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk er ljóst að þeir eru afar ólíkir í veigamiklum atriðum. Ofangreind jafnréttissjónarmið eiga t.d. lítið skylt við stefnu Framsóknarflokksins þrátt Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sátta, segir Heiðrún Geirsdóttir, öfugt við vinstri flokka þröngsýni og sundurþykkju. fyrir að markaðssetning flokksins í kosningabaráttunni geti gefið annað til kynna. Sjálfstæðismenn Heiðrún Geirsdóttir ganga hreint fram gagnvart kjós- endum. Þeir vísa í sjálfstæðisstefn- una, trausta og raunhæfa stefnu mótaða af almennum flokksmönn- um, en neita að taka þátt í ómerki- legri loforðakeppni hinna flokk- anna og treysta því að kjósendur láti ekki villa sér sýn með fagurg- ala og efnisrýrum orðaflaumi. Glöggir menn hafa raunar bent á að kæmust loforð félagshyggju- flokkanna til framkvæmda yrðu áhrif þess á fjárhag þjóðarinnar álíka jákvæð og ördeyða sjávar. Ekkert bendir til annars en að með „félagshyggjustjórn“ yrði aftur tekið til við vanhugsaðar fram- kvæmdir fyrir almannafé og al- menna óráðsíu í ríkisfjármálum, sem fylgt yrði eftir með skattpín- ingu launafólks og atvinnufyrir- tækja. Reynslan hefur einfaldlega ítrekað sýnt að slíkur ófögnuður fylgir stjórnarháttum sem kenndir eru við „félagshyggju“. Staðan sem við blasir er þessi: Sjálfstæðisflokkurinn býðst til þess að starfa áfram af heilindum með skýr markmið um bættan hag allra landsmanna að leiðarljósi. Sjálf- stæðismenn hafna því eindregið að fólk sé sífellt dregið í dilka og þann- ig alið á ósætti og sundrungu sem eru innbyggð í kenningakerfi fé- lagshyggjuflokkanna. Þess vegna birtist sérstaða Sjálfstæðisflokks- ins hvað skýrast í því að hann er flokkur samvinnu og sátta gegn flokkadráttum, þröngsýni og sund- urþykkju hinna flokkanna. Þessu mega kjósendur ekki gleyma þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er guðfræðinemi við H&skóia íslands. Ungt fólk tekur afstöðu með Sjálf- stæðisflokknum I KOSNINGUNUM 8. apríl næstkomandi munu rúmlega 16 þús- und manns ganga að kjörborðinu í fyrsta sinn til að velja fulltrúa á Alþingi. Stjórnmála- flokkamir em greini- lega meðvitaðir um þetta og reyna ákaft að höfða til þessa hóps, sumir með yfirboðum og innihaldsrýrum fag- urgala en aðrir með ábyrgum málflutningi. Er endalaust hægt að auka ríkisútgjöld? Kosningaáróður þeirra fjölmörgu flokka og framboða, sem kenna sig við félagshyggju, byggist að mestu leyti á loforðum um aukin útgjöld Ungir kjósendur falla ekki fyrir loforðum í dag, segir Berglind Arnadóttir, sem þeir verða rukkaðir fyrir á morgun. til hinna ýmsu málaflokka. Lofað er að veija meira fjármagni til menntamála, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismála, félagsmála, sköpun- ar fleiri atvinnutækifæra og svo má lengi telja. Látið er í veðri vaka, að leikur einn sé að auka fjárveit- ingarnar, hingað til hafi bara skort viljann til þess. Raunveruleikinn er hins vegar örlítið flóknari. Til skamms tíma fóru ríkisútgjöld vaxandi frá ári til árs og þangað til ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum var alltaf brugðist við því með því að hækka skatta og láta ríkissjóð taka lán, bæði innanlands og erlendis. Afleið- ingarnar voru þær, að fólk og fyrir- tæki höfðu úr minni peningum að spila og komandi kynslóðir voru skuldsettar verulega. Ástandið var orðið stóralvarlegt í upphafi kjörtímabilsins, sem nú er að líða. Við því þurfti að bregðast krö- fuglega, og það hefur ríkisstjómin gert. Ungir kjósendur eru ekki illa gefnir Félagshyggjuflokk- amir beija nú trumbur og heita því að hverfa frá núverandi stjórn- arstefnu. Þeir lofa auknum útgjöldum, en hafa hins vegar ekki hátt um það, hvemig þeir ætla að fjármagna öll herleg- heitin. Þeir, sem skoða málið, sjá hins vegar að það getur ekki gerst nema með tvennum hætti. Annað- hvort þarf að hækka skatta eða taka lán og líklega yrði niðurstaðan að gera hvort tveggja. Þannig stjórnarstefna hefði stóralvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ungt fólk. Hærri skattar þýða meðal annars að fyrirtækin í landinu geta miklu síður bætt við sig nýju vinnu- afli og möguleikar ungs fólks til að fara af stað með sinn eigin rekst- ur yrðu skertir verulega. Aukin lán- taka ríkisins er hins vegar ávísun á skattpíningu í framtíðinni, því öll lán þarf að borga á endanum. Vinstri stefnu af þessu tagi hljóta kjósendur að hafna, ekki síst ungir kjósendur, sem hafa sérstaklega mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Ungir kjósendur eru al- mennt ekki ver gefnir en gengur og gerist og falla þess vegna ekki fyrir loforðum í dag, sem þeir vita að þeir verða rukkaðir fyrir á morg- un, að viðbættum vöxtum og kostn- aði. Ungir kjósendur hljóta fremur að velja áframhaldandi stjórnarfor- ystu Sjálfstæðisflokksins, enda búa þeir þannig best í haginn fýrir fram- tíðina. Höfundur er nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Berglind Árnadóttir Karlveldið! ÞJÓÐFÉLAGIÐ er tilbúið fyrirbæri. Leynt og ljóst stjórna valdhafar lífi fólksins. Valdatækin eru t.d. löggjöfin, fjármagnið og fjölmiðlarnir. Áhrifanna gætir í: — afstöðu fólks — kynjahlutverkum — lífsstíl — menntun — lífsafkomu í famfélagi okkar eru það fyrst og fremst karlarnir sem fara með valdið. Hjá Ríkissjonvarp- inu hittast sjö karlar vikulega, til að taka ákvarðanir um það sjónvarpsefni sem þjóðin fær að sjá. Karlveldi, segír Ingi- björg Hafstað, merkir einfaldlega að karlar hafa völdin. Þetta er dæmi um „karlveldi". Orðið merkir einfaldlega að karlar hafa völdin. Það hefur ekkert að gera með afstöðu kvenna til karla. Spurningin er bara hvort það sé rétt eða sanngjarnt að karlar stjórni þjóðfé- laginu einir. Ef við tökum dæm- ið af Sjónvarpinu þá má álykta sem svo að karlarnir velji efni til sýningar sem þeim þykir skemmtilegt og sem þeir telja viðeig- andi. Eflaust velja þeir líka efni sem þeir halda að konur vilji sjá og kannski hugsa þeir líka til minnihluta- hópa eins og samkyn- hneigðra og fólks af öðrum kynþáttum. Allt er þetta mjög vel meint, en eftir sem áður er sú mynd sem birtist okkur í sjónvarp- inu skrumskæld mynd af þjóð- félaginu. Karlarnir svara fyrir stóru málin í fréttunum á meðan konurnar standa við vaskinn í myndaseríunum. Þessi sterki mið- ill sem Sjónvarpið er njörvar þann- ig niður steríótýpur og kynjahlut- verkin. Kvennalistinn vil að konur og karlar mótið þjóðfélagið saman. Þess vegna kýs ég kvennalistakon- ur á þing. Höfundur er verkefnisstjóri og skipar 31. sæti Kvennalistans í Reykjavik. Ingibjörg Hafstað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.