Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 1
J8o rgtmWaíí it> B 1995 MIDVIKUDAGUR 19. APRIL BLAÐ KNATTSPYRNA Reuter JUVENTUS mætir Parma í úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu en ítölsku liðin sigruðu mótherja sína frá Þýskalandl í gærkvöldi. Á myndinni fagna lelkmenn Juve marki Sergios Porrlnis sem er í miðjunni. Roberto Baggio tryggði l7ítalskan“ úrslitaleik Roberto Baggio gerði gull af marki í gærkvöldi sem tryggði Juventus 2:1 sigur gegn Borussia Dortmund og jafn- framt tvo úrslitaleiki við Parma í Evrópu- keppni félagsliða í knattspyrnu. Juve og Dortmund gerðu 2:2 jafntefli í fyrri leikn- um en Sergio Porrini skoraði með skalla fyrir ítalska liðið á 7. mínútu í Dortmund. Brasilíski varnarmaðurinn Julio Cesar, sem lék áður með Juve, jafnaði þremur mínútum síðar eftir vel útfærða aukaspyrnu rétt utan vítateigs en sigurmark Baggios kom á 31. mínútu. Hann tók aukaspyrnu nokkra metra utan vítateigs og skoraði í hornið uppi. Þar með á Juve möguleika á sigri í keppninni í þriðja sinn á sex árum en liðið varð meistari 1990 og 1993. Úrslitaleikirn- ir fara fram 3. og 17. maí og í þriðja sinn á sex árum berjast ítölsk lið um sigurinn. Juve hafði betur gegn Fiorentina 1990 og Inter gegn Roma árið eftir. Parma og Ju- ventus leika einnig til úrslita í ítölsku bikar- keppninni í júní. Dortmund lék án þriggja lykilmanna í gærkvöldi. Matthias Sammer, Andy Möller og Karlheinz Riedle voru í leikbanni og auk þess voru Stephane Chapuisat og Flemm- ing Povlsen ekki með vegna meiðsla. Júrgen Kohler, sem jafnaði 2:2 fyrir Juve á 88. mínútu í fyrri leiknum, fór meiddur af velli á 9. mínútu og það hafði slæm áhrif á gestina sem fengu þegar mark á sig. „Það var slæmt fyrir okkur að missa Júrgen Kohler meiddan af velli,“ sagði Baggio. „Það hvarflaði aldrei að mér að Dortmund yrði svona stérkt án svo margra lykilmanna. Við þurftum að betjast allan tímann en við náðum í úrslitin sem skiptir öllu.“ Faustino Asprilla frá Kólumbíu var hetja Parma gegn Leverkusen, gerði fyrstu tvö mörkin og lagði upp það þriðja fyrir Gianfr- anco Zola sem byggði upp annað mark ít- alska liðsins. Parma vann 2:1 í útileiknum og staða liðsins vænkaðist þegar á 3. mínútu í gær þegar Asprilla braut ísinn. Hann var aftur á ferðinni á 55. mínútu en Zola innsiglaði öruggan sigur á 67. mínútu. Fyrir áratug var Parma í 3. deild en það er 10. liðið til að leika til úrslita í Evrópu- keppni þijú ár í röð. Liðið varð Evrópu- meistari bikarhafa 1993 ogtapaði í úrslita- leik í sömu keppni í fyrra. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd borg- arinnar og leikmannanna sem hafa staðið sig mjög vel allt tímabilið," sagði Nevio Scala, þjálfari Parma. „Árangurinn sem slíkur skiptir skiptir ekki öllu heldur frekar ánægja og gleði fólksins héma.“ Blikastúlkur á opið Norðurlandamót f SLANDSMEISTARAR Breiðabliks I kvenna- knattspyrnu taka þátt í opnu Norðurlanda- móti, sem verður í Þrándheimi í Noregi 20.-23. júlí í sumar. Fjögur til sex lið taka þátt í keppn- inni, sem er vísir að Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Fyrirhugað er að á næsta ári taki átta lið þátt í keppninni en þá er ætlunin að bæta við liðum frá Hollandi, Englandi og Þýskalandi. _ Alfreð heiðursgestur á úrslitaleik Bidasoa í Evrópukeppninni ALFREÐ Gíslason, þjálfari bikarmeistara og silfurliðs 1. deildar liðs KA í handknattleik, var heiðursgestur á fyrri úrslitaleik Evrópu- - keppni meistaraliða þegar Bidasoa tók á móti Badel frá Zagreb í Króatíu. Leikurinn fór fram í Irun á Spáni í fyrrakvöld og' unnu heimamenn 30:20 eftir að staðan hafði verið 12:12 í hálfleik. „Þetta var eins og í gamla daga, rosaleg stemmning,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið en sem kunnugt er var hann einn af lykilmönnum Bidasoa áður en hann gekk til liðs við KA á ný. Að sögn Alfreðs var mikið gert úr leiknum og stærsta dagblað- ið á svæðinu gaf út 60 siðna aukablað þar sem sérstaklega var fjallað um alla erlendu leik- mennina sem hafa leikið með Bidasoa. Eftir að leikmenn höfðu verið kynntir var Alfreð kallaður út á gólfið til að áhorfendur, sem troðfylltu höllina í Irun, gætu heilsað honum og siðan tók spænski kylfingurinn Jose Maria Olazabal upphafskastið. Judith Estergal skipti úr ÍBV í Hauka JUDITH Estergal gekk frá félagaskiptum úr ÍBV í Hauka um páskana að sögn Þorgeirs Haraldssonar, formanns handknattleiksdeild- ar Hauka. Judith hefur leikið stórt hlutverk hjá Eyjastúlkum undanfarin ár en hún bjó í Reykjavík í vetur og vildi breyta til, að sögn Þorgeirs. Hann sagði að Haukaliðið væri skip- að ungum og efnilegum stúlkum, stúlkum sem hefðu verið sigursælar í 2. flokki en þær þyrftu stuðning leikreyndari leikmanns í meistaraflokki og Judith Estergal yrði því lið- inu rnikill styrkur. Oddaleikur um sænska meistaratitilinn REDBERGSLID vann Drott 26:23 í gærkvöldi og jafnaði þar með metin í úrslitakeppni lið- anna um sænska meistaratitilinn i handknatt- leik. Drott vann 40:24 í fyrsta ieiknum en Redbergslid svaraði með 26:21 sigri á heima- velli. Drott hafði betur í þriðja leiknum, 26:21, en Redbergslid sigraði aftur heima í gær- kvöldi og verður hreinn úrslitaleikur á heima- velli Drott á morgun. Steve Davis tapaði í 1. umferð HM STEVE Davis, sexfaldur heimsmeistari í snóker, tapaði óvænt í fyrstu umferð heims- meistarakeppninnar í Sheffield í Englandi í gærkvöldi. Bretinn Andy Hicks, sem tekur þátt í HM í fyrsta sinn, gerði sér lítið fyrir og vann kappann 10-7. „Ég var sem sofandi í fyrradag og það var dýrkeypt," sagði Davis sem var 6-3 undir eftir fyrri keppnisdaginn. „Sennilega var ég of taugaóstyrkur og ég einbeitti mér ekki nógu vel en ég er ánægður með baráttuna seinni daginn. Hins vegar finnst mér stundum að það taki mig æ meiri tíma að ná upp rétta keppnisandanum.“ Hicks, sem er númer 33 á heimaafrekalistanum, mætir landa sínum Willie Thorne í 2. umferð sem hefst á föstudag. SKIÐI: OLAFUR TVOFALDUR MEISTARIISJOUNDA SINN / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.