Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 4

Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegt mark hjá Sammer Dortmund hefur náð eins stigs for- skoti á Werder Bremen MATTHIAS Sammer var hetja Dortmund — þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 2:1, gegn Karlsruhe með skoti af 25 m færi þegar fjórar mín. voru til leiksloka. Dortmund, sem stefnir á sinn fyrsta meistaratitil frá 1963, var undir 0:1 þegar fimmtán mín. voru til leiksloka. Þá jafnaði Michael Zorc úr vítaspyrnu, en þess má geta að Claus Reitmaier, markvörður Karlsruhe, varði vftaspyrnu frá Zorc á sfðustu mín. leiksins. Dortmund er með eins stigs for- skot á Werder Bremen, sem varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Köln. Varnarleikmaðurinn Alfons Higl skoraði jöfnunarmark Köln á síðustu mín. leiksins. Frank Neubarth skoraði sitt fyrsta mark í vetur og jafnframt fyrsta mark Bremen í Köln síðan 1989, á 68. mín. Þess má geta að Bremen hef- ur ekki unnið í Köln í ellefu ár, eða síðan 1984. Heppnin var ekki með gestunum, því Marco Bode átti skot sem hafnaði á þverslá og Bernd Hobsch skalla sem rétt strauk stöng. Þá varð Bremen að sjá á eftir Egyptanum Hani Ramzy af leikvelli — hann meiddist eftir sam- stuð við Toni Polster. Fyrirliðinn Uwe Spies skoraði bæði mörk Freiburg — spútnikliðs- ins í Þýskalandi, þegar það vann Hamburger 2:1. Rudi Völler tryggði Bayer Leverkusen sigur, 1:0, gegn Bayer Uerdingen með marki úr vítaspyrnu á 18. mín. Bayem Miinchen vann Frankfurt 5:2. Matthias Ohms, forseti Frank- furt, var ekki ánægður með liðs- skipan Bayern og ætlar að kæra til þýska knattspymusambandsins; ákvæði er í reglum þess um að þrír áhugamenn geti leikið með liði í deildarleik hvetju sinni. Þrír voru í byrjunarliði Bayern á laugardag og Trappatoni þjálfari liðsins gerði mistök er hann skipti þeim fjórða inn á, án þess að taka einn hinna þriggja af velli í staðinn. Forráða- menn Bayern fengu leyfi hjá knatt- spyrnusambandinu til að nota fjóra áhugamanna í leik í fyrri viku, vegna þess hve margir leikmanna félagsins em meiddir, en láðist að sækja aftur um leyfi fyrir leikinn gegn Eintracht. Því gæti farið svo að Frankfurt yrði dæmdur sigur — og liðið fengi bæði stigin. IAN Wright, miðherji Arsenal var í sviðsljósinu um páskana — skoraði fimm mörk í tveimur li myndinni er Paul McGrath búinn að fella hann á Villa Park, þar sem Arsena íttémR FOLK Man. City skeltti Blacl Þegarfjórar umferðireru eftir hefur Blackburn fimm stiga forskot á M; LEIKMENN Blackburn fóru illa að ráði sínu á heimavelli, Ewood Park, á mánudagskvöld, þar sem þeir máttu sætta sig við tap fyrir Manchester City, 2:3. Fyrr um daginn hafði Manchester United aðeins gert jafntefli, 0:0, gegn Chelsea heima, þannig að leikmenn Blackburn gátu haldið átta stiga forskoti sínu, með sigri. Þeim tókst það ekki og þegar fjórar umferðir eru eftir, er munurinn aðeins fimm stig. ■ GERRY Francis, framkvæmda- stjóri Tottenham, segir að Jiirgen Klinsmann hafí hug á að vera áfram hjá félaginu næsta keppnis- tímabil. „Hann verður áfram í her- búðum Tottenham næsta keppnis- tímabil," sagði Francis. „Klins- mann hefur sagt bæði mér og Alan Sugar (eiganda félagsins) að hann yrði áfram næsta tímabil. Við eigum ekki von á því að hann gangi á bak orða sinna,“ sagði Francis. ■ MÖRG félög hafa áhuga á að fá Klinsmann til liðs við sig, eins og AC Milan, Borussia Dortmund og Bayern Miinchen. Franz Beck- enbauer, forseti Bayern, hefur sagt að Klinsmann væri velkominn. ■ „ÞAÐ er mikil heiður fyrir mig þegar maður eins og Franz segist vilja fá mig,“ sagði Klinsmann, sem er með það í samningi sínum, að ef Tottenham nær ekki að tryggja sér Evrópusæti næsta keppnistímabil, geti hann farið frá félaginu. ■ KLINSMANN segir að það sé mikilvægt fyrir sig að leika í Evrópukeppni. „Það er þó mikil- vægara fyrir Tottenham að leika í Evrópukeppni." ■ NÍGERIUMAÐURINN Daniel Amokachi skoraði tvö mörk fyrir Everton, sem vann Newcastle, 2:0, á föstudaginn langa. Amokac- hi, sem lék sinn þriðja leik síðan Joe Royle tók við Everton í jan- úar, skoraði einnig tvö mörk þegar Mersey-liðið tryggði sér rétt til að leika bikarúrslitaleikinn á Wembl- ey, með því að vinna Tottenham 4:1. ■ IAN Wright skoraði þrennu fyr- ir Arsenal, þegar liðið lagði Ipswich að velli, 4:1 á Highbury. Wright skoraði mörkin sín á níu mín. leikkafla. ■ SKOSKI Jandsliðsmaðurinn Duncan Ferguson hjá Everton, lék á ný gegn Sheffield Wed. á mánudaginn, eftir fjögurra leikja bann. Hann fór meiddur af leikvelli og þarf að fara í uppskurð vegna kviðsslits. Grenjandi rigning var þegar leik- urinn fór fram og mættu leik- menn City ákveðnir til leiks, enda á fallhættusvæði. Það voru fyrirlið- inn Keith Curle, sem skoraði úr vítaspyrnu, Þjóðveijinn Uwe Rösler og gamla kempan Paul Walsh sem skoruðu mörk City. Heimamenn byijuðu leikinn með látum og skor- aði Alan Shearer eftir aðeins sjö mín. og síðan kom Colin Hendry Zamorano hefur skorað 24 mörk og er markahæstur — með fjögurra marka forskot á Meho Kodro hjá Real Sociedad. Michael Laudrup átti heiðurinn af fyrra markinu — náði að leika á leik- manninn, sem elti hann eins og skuggi, og sendi knöttinn til Za- morano, sem skoraði. Hann skoraði seinna markið úr aukaspyrnu. Deportivo La Coruna vann Real Sociedad, 3:1, en Barcelona varð að sjá á eftir enn einu stiginu í meistarabaráttunni — gerði jafn- tefli við Real Oviedo, 0:0. Fran Gonzalez, fyrirliði La Coruna, skor- aði tvö mörk og Brasilíumaðurinn Bebeto eitt. „Það er erfitt að ná Real Madrid, þar sem liðið er ekki þeim aftur yfir, 2:1. Rösler jafnaði fyrir City, 2:2, á 57. mín. og sigur- mark Walsh kom á 71. mín. Fyrr um daginn hafði Manchest- er United tapaði dýrmætum stigum á Old Trafford, þegar Chelsea kom í heimsókn, 0:0. Þetta var annað markalausa jafnteflið hjá United á heimavelli í röð. Heimamenn gerðu harða hríð að marki Chelsea undir lok leiksins og náði fyrirliðinn Steve líklegt til að tapa mörgum leikjum. Við höldum þó í vonina," Arsenio Gonzalez, þjálfari La Coruna. Meðal áhorfenda í San Sebastian var John Toshack, fyrrum þjálfari Real Sociedad, sem tekur við af Gonzalez hjá La Coruna næsta keppnistímabil. „Þetta var lélegur leikur, en sanngjörn úrslit,“ sagði Ronald Koeman, eftir að Barcelona hafði gert jafntefli, 0:0, í Oviedo. „Þeir fengu fleiri tækifæri, en ekki hættuleg.“ Barcelona komst næst því að skora þegar skot Hristo Sto- ichkovs var varið á marklínu. Barc- elona er átta stigum á eftir Real Madrid þegar níu umferðir eru eft- ir á Spáni. Bruce að skalla knöttinn í netið, en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Leikmenn Arsenal eru búnir að pússa skotskóna — þeir unnu Ipswich heima, 4:1, á laugardaginn og skoruðu einnig fjögur mörk á Villa Park á annan í páskum, þar sem þeir unnu 0:4. Ian Wright og 32 leikja sig- urganga Nantes stöðvuð LEIKMENN Nantes máttu þola sitt fyrsta tap á keppnis- tímabilinu, 0:2, gegn Strasbo- urg. Þar með endaði sigur- ganga Nantes, sem hafði leik- ið 32 leiki án þess að tapa, sem er met í Frakklandi. Þrátt fyrir tapið getur fátt komið I veg fyrir að Nantes vinni sinn fyrsta meistaratitil frá 1984, þar sem liðið er með elJefu stiga forskot á Lyon, sem á leik til góða, en aðeins fimm umferðir eru eftir. Síðasta vika var söguleg fyrir Strasbourg — þjálfari liðsins, Svisslendingurinn Daniel Jeandupeux, var rek- inn, þá kom sigur gegn Metz i undanúrslitum bikarkeppn- innar og síðan sigurinn gegn Nantes. Enn á ný tefldi París St Germain fram varaliði sínu, þar sem leikmenn aðalliðsins voru hvíldir fyrir Evrópuleik gegn AC Milan í Milanó á morgun. Varaliðsmennirnir fögnuðu sigri, 3:0, gegn Montpellier. John Hartson skoruðu sín hvor tvö mörkin — Wright skoraði fimm mörk á þremur dögum fyrir Arse- nal. Dean Saunders hjá Aston Villa misnotaði vítaspyrnu í leiknum. Hollendingurinn Jerome Boere skoraði jöfnunarmark West Ham, 1:1, gegn Ipswich þegar venjulegur leiktími var úti. Newcastle tapaði öðrum leik sín- um i röð á fjórum dögum — og fyrsta leiknum á heimavelli í fimmt- án mánuði, þegar Leeds kom í heim- sókn á St. James’ Park. Öll mörkin voru skoruð á sex mín. kafla í fyrri hálfleik. Gary McAllister, fyrirliði Skotlands, skoraði fyrst fyrir Leeds úr vítaspyrnu á 25. mín. Robbie Baggio Juventi Roberto Baggio lék aðalhlutverk- ið hjá Juventus, sem færðist nær ítalska meistaratitlinum með því að leggja Reggiana að velli 2:1 á laugardaginn. Baggio skoraði bæði mörk Juventus, sem hefur ell- efu stiga forskot á Parma þegar sjö umferðir eru eftir á Ítalíu. Ju- ventus hefur ekki orðið meistari síðan 1986. Baggio varð fyrsti leikmaðurinn til að skora tvö mörk á nýjum lei- kvelli Reggiana — Giglio-vellinum, sem kostaði 975 millj. ísl. kr. Hann skoraði fyrra mark sitt eftir sex mín. og annað á 47. mín. Inter Mílanó vann nágrannaslag- inn gegn AC Milan, 3:1, og var þetta fyrsti sigur Inter á AC Milan síðan í nóvember 1990. Andrea Seno, Hollendingurinn Wim Jonk og Nicola Berti skoruðu fyrir Inter, en Giovanni Stroppa fyrir AC Milan. Inter hefur ekki tapað í síðustu Real Madrid gefur ekkert eftir IVAN Zamorano, landsliðsmiðherji Chile, skoraði bæði mörk Real Madrid, þegar liðið lagði nágrannaliðið Atletico Madrid að velli, 2:0. Real gefur ekkert eftir í meistarabaráttunni — er með sex stiga forskot á La Coruna og ætlar sér fyrsta meistaratitilinn frá 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.