Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 19.APRÍL 1995 BLAÐ EFNI M Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskí- skipanna Á vettvangi 5 Skuldbreyting forsenda kaup- anna á Ósvör Wlarkaðsmál 6 Rányrkjaner alvarleg ógnun við þróunarríkin Greinar 7 Níels Einarsson GOTT NETAUTHALD • STRÁKARNIR á Þóri SF 77 gera sig klára fyrir rækjuveið- arnar að lokinni ágætis neta- vertíð, en aflaverðmætið var um 35 ntilý. á 10 vikna tímabili og er það þó nokkur aukning milli Morguni>la$ð/Sigriin ára. Þar ræður meatu aukin ufsaveiði og betra verð á bæði þorski og ufsa. Betri horfur eru með verð á rækju áþessu árí svo vonancli veiðist eitthvað af henni. Fiskaflinn 1993 meiri en nokkru sinni áður Aukning var nær öll úr fiskieldi FISKAFLINN í heiminum náði nýju há- marki í 101,4 milljónum tonna árið 1993 samkvæmt nýjum upplýsingum frá FAO, landbúnaðar- og matmælastofnun Sam- einuðu þjóðanna: í skýrslu FAO kemur fram að aukingin er nær öll úr eldi ýmissa sjávar- og ferskvatnsfiska, en fiskeldið á árinu 1993 nam alls um 16 milljónum tonna. FAO segir einnig að afli úr sjó dragist ekki alls staðar saman og sé það merki þess að dregið hafi verið úr veiðum til að hlífa stofnunum. Það muni væntanlega verða til þess að frekari stöðugleika og jafnvel aukingu í veiðum verði náð á ný. Mestur varð fiskaflinn áður árið 1989, 100,3 milljónir tonna. Við íslendingar erum með um 1,5 til 1,7% heimsaflans, sem venjulega skilar okkur um það bil 15 til 17 sæti, en 1993 varð afli okkar 1,7 milljónir tonna. Kína meö langmestan afla Kína trónir enn á topnnum yfir mestu fískveiðiþjóðir heims með hvorki meira né minna en 17,6 milljónir tonna. Það er aukning um 2,6 milljónir tonna milli ára, en ört vaxandi framboð á físki í Kína er komið úr eldinu. Perú varð í öðru sæti með 6,9 milljónir tonna, sem var aukning um 400.000 tonn tonn milli ára. Perú gerði reyndar enn betur í fyrra, en þá skilaði floti landsmanna um I 1 milljónum tonna á land, mesta afla í marga áratugi. Japan í öftru sæti Japanir veiddu 8,1 milljón tonna árið 1993, en afli Rússa hélt áfram að dragast saman og varð hann aðeins 4,5 milljónir tonna 1993. Sovétríkin voru lengi mesta fiskveiðiþjóð heims, en þau hafa nú skipzt upp í mörg ríki,-- þó Rússar séu enn afkastamestir. Þá hefur það einnig dregið úr afla að óhagkvæmum veiðum á fjarlægum miðum hefur að mestu verið hætt. Mest veidda fisktegundin er hin suð- ur-ameríska ansjósa (anchoveta), en af henni veiddust 8,3 milljónir tonna árið 1993. Eftlrspurn eykst um 19 milljónlr tonna tll árslns 2010 FAO telur að árið 2010 muni eftir- spurn eftir físki verða 19 milljónum tonna meiri en nú, miðað við sömu neyzlu og er um þessar mundir. Talið er að hægt verði að svara þeirri eftir- spurn með tvöföldun á fiskeldi, þar sem litlar líkur séu á mikilli aukningu í veið- um, nema með aukinni varkárni og skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna. Nauðsynlegt sé fyrir þjóðir, sem stundi miklar veiðar að stilla þeim í hóf og hafa uppbyggingu fiskistofnanna í fyr- irrúmi, sérstaklega þar sem veiddar séu hægvaxta eða langlífar tegundir eins og karfi og túnfiskur. Hrynji slíkir fiski- stofnar, taki langan tíma að byggja þá upp á ný. Þá sé mikilvægt að taka upp aðferðir til að draga úr aukaafla, svo sem fiski- og seiðaskiljur. Fréttir Aukinn áhugi á sjókælingu • ÁHUGI á sjókælingu síld- ar- og loðnuafla um borð í fiskiskipum fer nú vaxandi hér á landi. þessi aðferð hefur verið notuðí fjölmörg ár við Noreg, írland og Hjaltland með góðum ár- angri og er nú forsenda þess, að fiskurinn fáist keyptur til manneldis eða vinnslu á hágæðamjöli. Nú er unnið að uppsetningu á RSW-kerfi frá Teknotherm í Beiti NK./2 Rækjuverð í Noregi hækkar • VERÐ á rækju upp úr sjó hækkaði um 15 krónur á kíló í Noregi í byrjun apríl. Lágmarksverð fyrir hráa, rækju til pillunar, 231 tii 250 stykki í kílói er nú um 130 krónur. Fyrir minnstu rækjuna til pillunar fást nú tæpar 100 krónur á kílóið en 154 fyrir þá stærstu. Fyrir allra stærstu rækj- una, sem soðin er um borð fást 350 krónur, en aðeins um 82 fyrir þá smæstu./3 Góður grálúðutúr • ÞERNEY RE, frystiskip Granda hf., kom til hafnar í gær með frysta grálúðu að verðmæti 65 miUjónir kr. eftir -fjögurra vikna túr. Skipið hætti veiðum í fyrra- dag þegar ís rak yfir svæðið og þá voru komin þangað 20 skip, að sögn Þórðar Magnússonar skipstjóra. Nokkur íslenzk skip eru nú komin á úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg. Veiðin hefur verið misjöfn og síð- ustu vikuna hefur hún hreinlega verið Iéleg./4 Auka veiði á lýsi ;ingi • MIKIL áherzla er nú lögð á það í Perú að auka veiðar og vinnslu á fiski til mann- eldis. Það er gert bæði til að auka verðmæti útfluttra sjávarafurða og til að draga úr þrýstingi á stækkun nótaveiðiflotans. Nú afla Perúmenn um 10 ínilljóna tonna af fiski árlega, mest til fiskmijölsframleiðslu, en þeir eru mestu fiskimjöls- framleiðendur í veröldinni. Nú er einkum lögð áherzla á aukna veiði og vinnslu á lýsingi./8 Markaðir Gengi hlutabréfa í SIF hækkandi • GENGI hlutabréfa í SÍF hefur hækkað mikið frá því viðskipti hófust með þau á opna tilboðsmarkaðnum fyrrihluta árs 1993. Gengið var sett á 1 í uppha.fi, en litil viðskipti með bréfin áttu sér stað fyrsta árið og lækkaði gengið þá töluvert og fór niður í um 0,6. Síðan þá hefur gengi þeirra stöð- ugt hækkað og var nú í byrjun apríl 1,45. Reyndar hefur lítið framboð verið á hlutabréfum í SÍF á opna hlutabréfamarkaðnum, en vitað er að auk viðskipta þar hafa bréfin gengið kaupum og sölum manna á niillum. Gengi hlutabréfa íSÍFhf. áOpna tilboosmarkaðnum ' 03 12 01 06 07 08 09 10 11 12 01 0S 04 1993| 1994 |199S Mikil aukning hjá Nord Morue Sala Nord Morue s.a. á fiskaturðum (tonn) 9.153 1990 1991 1992 1993 1994 • REKSTURNordMorue, dótturfyrirtækis SÍF í Frakklandi, hefur gengið vel undanfarin ár, ef frá eru talin óhöpp vegna bruna í fyrirtækinu, fyrst 1992 og svo á síðasta ári. Engu að síður hefur sala Nord Morue nærri tvöfald- azt í verðmætum talið á fimm ára timabili og veltan sömuleiðis. Hagnaður hefur verið öll árin utan 1992, en þá varð 17 milljóiia króna tap á rekstrinum./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.