Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 C 5 LAUGARDAGUR 29/4 „Við fjárfestum með hjálp frá hjarta, augum og maga,“ segir fasteignasalinn Buffy Tillitt-Pratt en þær hafa meðal annars keypt hluti í McDonalds, Quaker Oats, Hershey’s og Wal-Mart. Frískir fjárfestar MYNDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson LEIGUBÍLSTJÓRI LEIMDIR Á RAUÐU SPENNUMYND Nótt hlaupagikksins („Night of the RunningMan“) -k-kVi Leikstjóri Mark L. Lester. Handrit Lee Wellis. Aðalleik- endur Scott Glenn, Andrew McCarthy, Janet Gunn, John Glover. Bandarísk. Trimark Pictures 1994. Skífan 1995.90 mín. Aldurstakmark 16 ára MAÐUR er nefndur Mark L. Lester, leik- stjóri að atvinnu og á að baki margar og mis- góðar myndir. A köflum hefur hann jaðrað við- að komast í úr- valsdeildina, gerði t.d. Commando, ágæta hasar- mynd með Schwarzenegger árið 1986. En meðalmennskan hefur oftast orðið ofaná og kvikmyndatilboðum Lester til handa virðist fara snarfækkandi. Nótt hlaupagikks- ins sem er að því er best verður séð, gerð fyrir kapal eða sjónvarp, er aðeins yfir meðallagi slíkra mynda og telst bærileg afþreying. Frumleikanum er svosem ekki fyrir að fara. Andrew McCarthy leikur Jerry Logan, leigubílstjóra í Las Vegas sem situr uppi með tösku í bíl sínum. Innihaldið reyn- ist milljón dalir og Logan, sem veit að hann er jafnt dauðadæmd- ur hvort sem hann bíður þeirra sem gera tilkall til fúlgunnar eða reynir sjálfur að stela þeim, velur síðari kostinn. Fjársjóðurinn er illa fengið mafíufé og von bráðar eru tveir leigumorðingjar komnir á slóð hans. Um svipað leyti kemur ung og fögur hjúkrunarkona hon- um til aðstoðar og hvetur hann til dáða. Mönnum er innprentað að glæp- ir borgi sig ekki, ekki síst Banda- ríkjamönnum, sem hafa gert allt uppí þijá lokakafla sömu myndar til að bregðast ekki þessari sið- ferðisskyldu (The Getaway ’72). Hún er hér fyrir bi. Myndin er einn eltingarleikur útí gegn, leikur kattarins að músinni, en músaraft- ótið er fljótt að aðlagast hörðum heimi glæpanna og snýr oftar en ekki á’járnbenta atvinnuglæpa- mennina sem þeir Scott Glenn og John Glover leika báðir af nokkr- um tilþrifum sem þeirra er von og vísa. Andrew McCarthy er einn smástirnanna sem tórðu um stund á fallvöltum stjörnuhimni Holly- woodborgar á ofanverðum síðasta áratug og eru nú heillum horfnar. Hann stendur sig þó þokkalega að þessu sinni en Janet Gunn er lítill bógur í aðal kvenhlutverkinu. Hér mega flestir muna sinn fífil fegurri, þau McCarthy, Glenn, Glover, og ekki síst Mimi Rogers, sem rétt bregður fyrir í stein- geldri bólsenu. Subbulegu ofbeldi bregður fyrir og rýrir það óneitan- lega afþreyingargildið. HALTUR RÍÐUR HROSSI FJÖLSKYLDUMYND Kolbakur („Dark Horse“) ★ ★ Leikstjóri David Hemmings. Tónlist Roger Bellon. Aðalleik- endur Ed Begley Jr., Mimi Rog- ers, Ari Meyers, Donovan Leitch, Samantha Eggar, Tab Hunter. Bandarísk. Republic Pictures 1992.94 mín. Óllum leyfð. ALLISON Mills (Ari Meyers) er táningsstúlka sem er nýflutt frá stórborg útá landsbyggðina og gengur illa að festa rætur. Verður hyskin í skólanum og að lokum send til tyftingar á bú- garð í nágrenninu. Kynni hennar af dýrum verður til þess að Allison bætir ráð sitt. Ósköp sæt og ljúf, jafnvel svo að jaðrar við væmni. Oft á tíðum. Fyritsjáanleg og tilgerðarleg en engu að síður góð mynd fyrir börn sem lítið þekkja til dýra og þeirra tilfinningabanda sem myndast geta á milli. Þau kynni eru öllum nauðsynleg og skárra að þekkja þau af afspurn en ekki. Leikhópur- inn er nokkuð skondinn, enda eng- inn annar en gamla táningastjarn- an frá sjötta áratugnum, hann Tab Hunter, sem trónir í bakgrunnin- um. Það sem er kannski enn bros- legra er að þetta löngu fallna ung- dómsgoð á hugmyndina að mynd- inni. OFSKYNJANIR, EÐA HVAÐ? SPENNUMYND Skygjun („Sensation") ★Vi Leikstjóri Brian Grant. Handrit Doug Wallace og John Morrisey. Aðalleikendur Eric Roberts, Kari Wuhrer, Ron Perlman, Paul Le Mat, Ed Begley, Jr. Banda- rísk kapalmynd. New Age 1994. Myndform 1995.92 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. UNGUR og föngulegur nem- andi við listahá- skóla (Kari Wu- hrer) er gædd yfimáttúrlegum hæfíleikum. Sér, heyrir og finnur ýmislegt sem öðrum er hulið. Þetta nýtir sér einn af prófess- orunum við skólann (Eric Roberts), sem fær hana til að lýsa fyrir sér upplifuninni sem hún verður fyrir af því að handfjatla nokkra hluti sem tengjast fyrrum kærustu hans. Heldur slakur sálfræðiþriller þar sem einkum skortir haldbetra handrit og trúverðugri leik. Eric Roberts sem prófessor? Ekki beint sennilegt það, jafnvel þó hann spóki sig með hornspangargleraugu. Wuhrer er sannkallað augnayndi en lítið meira. Aukinheldur er myndin muskuleg, mikil áhersla lögð á þreytandi stæla í kvik- myndatöku og afleitar ástarsenur hellast yfir mann. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Sæbjörn Valdimarsson Corinna, Corinna ★ ★ NAFNIÐ er, einsog mörg sjálfsagt, dregið af gömlum slag- ara og minnir myndin um margt á einn slíkan. Ray Li- otta leikur föður sem hefur misst konu sína og kemur biökku- konan Whoopi Goldberg einsog engill inní líf hans og dótturinnar (Tina Majorino). Huggulegt allt saman, ofboðlítið væmið og Ray er hrikalega misráð- inn í föðurhlutverkið. Myndin sleppur þó fyrir horn og ætti að falla yngri börnunum á heimilinu vel í geð. Tina litla Majorino stelur senunni. FYRSTA þriðjudag í hveijum mán- uði hittast 15 vel greiddar konur á besta aldri í kjallara kirkju nokkurr- ar í Beardstown í Illinois í Banda- ríkjunum. Tilgangurinn er ekki sá að skipuleggja næsta kirkjubasar eða kóramót heldur til að ræða bókfært eigið fé og rekstrarreikn- inga. Konumar era meðlimir í Beardstown-ljárfestingarklúbbnum sem lagt hefur til atlögu við spá- kaupmennskuna með eftirminnileg- um árangri. Klúbbfélagamir hafa keypt hlutabréf 25 fyrirtækja sem skilað hafa 23% arði á síðastliðnum tíu árum. í kjölfarið hefur hópurinn gefið út handbók fyrir verðandi fjár- festa undir heitinu The Beardstown Ladies’ Common Sense Investment Guide sem umsvifalaust komst á metsölulista. Þær létu ekki stað- næmast þar heldur fylgdu á eftir með myndbandinu Cookin’ Up Pro- fits on Wall Street. En hvert er leyndarmálið? „Við erum bara venjulegar kour sem hafa lært sam- viskusamlega heima,“ segir Shirley Gross, 77 ára lífeyrisþegi. Upphafið að fjárfestingaklúbbn- um má rekja til ársins 1983 þegar þjónustufulltrúinn Betty Sinnock, 63, var að reyna að finna frænku sinni á miðjum aldri eitthvað til dundurs. „Ég var öll af vilja gerð að læra eitthvað nýtt,“ segir Betty sem setti á fót fjárfestingarklúbb fyrir konur í atvinnulífi og fyrir- tækjarekstri. Stofnfélagar voru 16 (einn þeirra er látinn) og lögðu þeir til hundrað dala hlut hver auk 25 dala mánaðarlega og er arðurinn notaður til fjárfestinga. Spjallþættir og giftingatilboð í dag nemur hlutaíjáreign klúbbs- ins 95 þúsundum bandaríkjadala. „Við fjárfestum með hjálp frá hjarta, augum og maga,“ segir fast- eignasalinn Buffy Tillitt-Pratt en þær hafa meðal annars keypt hluti í McDonalds, Quaker Oats, Hersh- ey’s og Wal-Mart. „Þær gera mikið grín, en er full alvara þegar að fjár- festingum kemur,“ segir Ken Janke hjá Landssambandi íjárfesta. „Þær eru ekkert að reyna að spila á verð- bréfamarkaðinn og leita þess í stað að fyrirtækjum með styrka fjár- málastjóm og traust bréf á góðu verði. Að vísu hafa þær ekki rakað inn fé en frægðin hefur haft ýmsar hliðarverkanir. Fyrir skömmu voru tvær þeirra, konur á áttræðisaldri, gestir í spjallþætti Phils Donahue og einni á svipuðu reki hefur borist giftingartilboð. UTVARP Ró* 2 kl. 12.45. Helgnrútgáfan. Umsjón: Lísa Póls. RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Sigurður Kr. Sigurðs- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregn- ir. 8.00 Fréttir. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.00 Fréttir. 9.03 „Ég er frjáls en ekki þú“ Rætt við pólska leikarann og þýðandann Jacek Gðdek. Um- sjón: Dr. Þorleifur Friðriksson. (Áður á dagskrá á skirdag). 10.00 Fréttir. 10.03 Brauð, vin og svín. Frönsk matarmenning í máli og mynd- um. 4. þáttur: Pantagrúlismi og endurreisn. Umsjón: Jóhanna Sveinsdóttir. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.05 Söngvaþing. — Sönglög eftir Sigfús Halldórs- son. Vilhjálmur og Ellý Vil- hjálms syngja. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rikisút- varpsins. Jón Aðalsteinn Þ.or- geirsson klarinettuleikari og Orn Magnússon pianóleikari leika þrjú íslensk þjóðlög eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Nove- lettu eftir Atla Heimi Sveinsson. Þórarinn Stefánsson leikur á píanó Three Sketches eftir Oli- ver Kentish. Umsjón: Dr. Guð- mundur Emilsson. 17.10 Þrír fiðlusnillingar. 1. þátt- ur: Nicoló Paganini. Umsjón: Dr. Gylfi Þ. Gíslason. 18.00 Tónlist. — Serenaða eftir Michael Haydn. Fílharmóniusveitin í Búdapest leikur; János Sándor stjórnar. — Laglína t h-moll eftir Christoph Willibald Gluck. — Tilbrigði eftir Franz Danzi. við stef eftir Mozart. Lynn Harrell leikur á selló með Concertgebo- uwkammersveitinni. 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.00 Kvöldfréttir. 19J0 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Metropolitanóperunnar í New York 25. mars sl. Idom- eneo eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur: Idomeneo: Plácido Domingo. Idamante: Anne Sofie Otter. Ilia: Dawn Upshaw. Elettra: Carol Vaness. Kór og hljómsveit Metrópólit- anóperunnar; James Levine stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. Orð' kvöldsins flutt að óperu lokinni Sigríður Valdi- marsdóttir flytur. 22.35 Þáttaskil, smásaga eftir Steingrim St.Th. Sigurðsson. Höfundur les. (Áður á dagskrá í gærdag). 23.15 Dustað af dansskónum. 24.00 Fréttir. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. (Áður á dagskrá í gær) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Frétlir á RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristín Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón Andrea Jónsdóttir. 22.00 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 24.10 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már henningsson. NSTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Nætur- tónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með The the. 6.00 Fréttir, veður færð og flug- samgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur í umsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.05 ís- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Fróttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Sfminn (hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FNl 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson í morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. ísl. tón- list. Axel Axelsson. 19.00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Á léttum nótum. 17.00 Einsöngvarar. 20.00 í þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. x-w FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sitt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.