Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sex milljarða vöruskiptaafgangur á fyrsta ársfjórðungi Verðmæti vöru- innflutnings jókst um 26% Vöruskipti í mars hagstæð um 2,7 milljarða FYRSTU þijá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 29 milljarða króna en innflutningur fob nam 23 milljörðum. Afgangur af vöru- skiptunum á fyrsta ársfjórðungi var því 6 milljarðar samanborið við 8,7 milljarða á föstu gengi á sama tímabili í fyrra. Vöruskiptin í mars sl. voru hag- stæð um 2,7 milljarða þar sem fluttar voru út vörur fyrir 11,7 milljarða, en inn fyrir röska 9 milljarða fob. í mars í fyrra voru vöruskiptin hins vegar hagstæð um 5,5 milljarða á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflUtnings til landsins hefur aukist mjög undan- farið. Þannig var verðmætið fyrstu þijá mánuði þessa árs 26% meira á föstu gengi en á sama tímabili árið áður. Innflutningur sérstakrar fjár- festingarvöru, s.s. skipa, flugvéla og vöru vegna Landsvirkjunar, er breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöld- um reyndist annar vöruinnflutn- ingur hafa orðið 22% meiri á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Þar af jókst innflutningur á matvöru og drykkjarvöru um 5%, fólksbíla- innflutningur jókst um 22%, inn- flutningur annarrar neysluvöru var 15% meiri en á sama tíma í fyrra og innflutningur annarrar vöru jókst um 29%. Verðmæti vöruútflutnings var 7% meiri á föstu gengi fyrstu þijá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Auknirigin stafar að mestu af sölu á einni af þotum Flugleiða í byijun þessa árs. Sjávarafurðir voru 70% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 5% minna en á sama tíma árið áður. Þá var verðmæti útflutts áls 13% meira en á sl. ári, en verðmæti kísiljáms 11% minna. VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND ' Verðmæti vöruút- og innflutnings jan.-mars 1994 og 1995 1994 1995 brey,ingá (fob virði í milljónum króna) jan.-mars jan.-mars föstu genr-i* Útflutningur alls (fob) 27.020,5 29.032,9 7,3 Sjávarafurðir 21.451,0 20.427,7 -4,9 Ál 2.622,1 2.962,8 12,9 Kísiljárn 633,5 565,4 -10,8 Skip og flugvélar 482,3 2.149,8 Annað 1.831,6 2.927,2 59,7 Innflutningur alls (fob) 18.283,4 22.981,1 25,6 Sérstakar fjárfestingarvörur 16,5 393,9 Skip 376,4 Flugvélar 1,0 Landsvirkjun 15,5 17,5 77/ stóriðju 1.298,6 1.887,7 45,2 íslenska álfélagið 1.128,0 1.697,0 50,3 íslenska járnblendifélagið 170,6 190,7 11,7 Almennur innflutningur 16.968,3 20.699,5 21,9 Olía 1.233,9 1.547,2 25,3 Matvörur og drykkjarvörur 2.093,5 2.197,7 4,9 Fólksbílar 725,3 883,8 21,7 Aðrar neysluvörur 4.154,6 4.792,7 15,'2 Annað 8.761,0 11.278,1 28,6 Vöruskiptajöfnuður 8.737,1 6.051,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins 7.243,0 4.786,0 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 6.314,3 2.655,4 ■ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 0,1 % hærra i jan.-mars 1994 en á sama tíma árið áður. V* 1* w Rekstrar- bati hjá Hótel Vala- skjálfhf. Góðar horfur í ár Egilsstöðum. Morgrunblaðið. TAP varð á rekstri Hótels Vala- skjálfar hf. sem nam kr 3,7 millj- ónum árið 1994 miðað við kr 10,4 milljóna tap árið áður. 6,6 m.kr. bati Tekjur á árinu námu 81 millj. kr. sem er álíka og 1993, og hefur aðhaldsaðgerðum í rekstri verið beitt til að snúa frá taprekstri. Árangur ársins telst því góður, með rekstrarbata um 6,6 milljónir kr. Horfur fyrir árið 1995 eru mjög góðar fyrir reksturinn og bókanir miklar. Stjórn félagsins leggur mikla áherslu á að uppbygging haldi áfram og hluthafar beini kröftum sínum að því að búa hótel- ið sem best til að mæta auknum kröfum ferðamanna. Ný stjóm Ný stjóm er skipuð eftirtöldum: Guðmundi Guðlaugssyni, Guð- mundi Steingrímssyni, Sveini Sig- urbjarnarssyni, Arnóri Benedikts- syni og Sigurði Ananíassyni sem jafnframt er hótelstjóri. MIKIL umskipti urðu á afkomu Iðnþróunarsjóðs á síðasta ári. Hagnaður sjóðsins nam alls um 85 milljónum samanborið við 167 milljóna tap árið áður. Þetta skýr- ist einkum af minni afskriftum útlána og yfírtekinna eigna sem námu 112 milljónum í fyrra en 372 milljónum árið 1993. Niðurstöðutala efnahagsreikn- ings nam alls 7.115 milljónum og ábyrgðir utan efnahagsreiknings 105 milljónum. Eigið fé nam 2.310 milljónum og telst það nú alfarið eign íslenska ríksins. Þetta kom fram á ársfundi Iðnþróunarsjóðs á síðasta ári. „Umræður og óvissa sem ríkt hefur undanfarin ár um framtíð Iðnþróunarsjóðs setti óhjákvæmi- lega nokkurn svip á starfsemina á síðasta ári,“ sagði Þorvarður Al- fonsson framkvæmdastjóri í ræðu sinni. „Þessi óvissa og dræm eftir- spum eftir langtímalánum leiddu til þess að útlán voru aðeins 780 milljónir samanborið við 1.100 milljónir árið áður. Lán vegna nýrra fjárfestinga jukust þó nokk- uð miðað við fyrra ár en lán vegna skuldbreytinga voru aðeins 170 milljónir samanborið við 500 millj- ónir árið áður.“ Þorvarður skýrði frá því að gengið hefði verið frá samkomu- lagi um að selja Þróunarfélaginu stærstan hluta af hlutabréfum Iðn- þróunarsjóðs í Draupnissjóðnum fyrir 350 milljónir króna. Hluta- bréfaeign Iðnþróunarsjóðs er eftir þessa sölu um 54 milljónir en 10%.“ Með nýjum lögum um sjóðinn sem alþingi samþykkti í febrúar er gert ráð fyrir að breytt verði um áherslur í starfsemi hans. Lögð verður áhersla á þátttöku í fjár- JÓHANNES Nordal í ræðu- stól á ársfundi Iðnþróunar- sjóðs. Heimilt að verja 230 milljónum til nýsköp- unarverkefna næstu tólf mánuði mögnun verkefna á sviði vöruþró- unar og nýsköpunar í samstarfi við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. í öðru lagi verður lögð áhersla á þátttöku í fjármögnun verkefna sem miða að útflutningi á íslenskri tækniþekkingu, aukinni alþjóðavæðingu og fjárfestingum íslenskra fyrirtækja erlendis. í þriðja lagi verður síðan stutt við verkefni sem hafa það að markm- iði að örva ijárfestingar erlendra aðila á íslandi. Á næstu 12 mánuð- um hefur sjóðurinn heimild til að veija allt að 230 milljónum króna til verkefna af þessu tagi. Samdar hafa verið reglur um verksvið Iðn- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa. Kaupfélag Héraðsbúa snýr tapi í hagnað Egilsstöðum. Morgunblaðið. þróunarsjóðs og hvemig stuðningi við nýsköpun verður háttað. Fjárfestingarlánakerfið að miklu leyti úrelt Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Iðnþróunarsjóðs, rakti í ræðu sinni á ársfundinum þær breytingar sem orðið hafa í starfs- umhverfi fyrirtækja á undanförn- um árum. „Þótt Iðnþróunarsjóður og fleiri hafí verið að reyna að bregðast við þessum breytingum á undanförnum árum býr íslenska fjárfestingarlánakerfíð enn við skipulag sem er að miklu leyti úr- elt, enda orðið til við allt aðrar aðstæður en nú ríkja.“ Jóhannes sagði ljóst að skoða yrði hlutverk og skipulag fjárfest- ingarlánakerfisins alveg frá grunni þannig að tryggt væri að það geti þjónað íslenskum atvinnurekstri sem best og án mismununar innan þess fijálsa og opna fjármálakerfis sem nú væri í mótum hér á landi. Ríkisvíxlar seldust fyrir 2.870 milljónir króna í útboði Lánasýslu ríkisins í gær en þar af keypti Seðlabankinn ríkisvíxla fyrir 955 milljónir króna á meðalverði sam- þykktra tilboða. Alls bárust 40 gild tilboð að fjárhæð 4.071 milljón í útboðinu. Meðalávöxtun samþykktra til- MIKIL umskipti hafa orðið i af- komu Kaupfélags Héraðsbúa frá árinu áður, þar sem hagnaður 1994 nemur 16,1 milljón á móti 59,7 milljóna tapi 1993. Aðalfundur kaupfélagsins var haldinn laugar- daginn 29. apríl sl. boða í ríkisvíxla til 3ja mánaða að var 7,18% og hækkaði úr 7,11% frá síðasta útboði. Þá var meðalávöxtun sam- þykktra tilboða í sex mánaða víxla 7,56% og hækkaði úr 7,21% frá síðasta útboði. Loks var meðal- ávöxtun ríkisvíxla til 12 mánaða 8,22% og hækkaði úr 8,02%. Rekstrartekjur ársins hækkuðu um 4% og námu 2.092 milljónum Gjöld námu 1.961 milljón og hagn- aður fyrir fjármagnskostnað 80 milljón. Fjármagnskostnaður lækkar verulega á milli ára, úr 92 milljónum 1993 í 53 milljónir 1994. Eignir félagsins eru 1.360 milljón- ir og eigið fé er jákvætt um 248 milljónir. Veltufé frá rekstri nam 62 milljónum á móti 23 milljónum 1993. Samþykkt að stofna B-deild við stofnsjóð félagsins Á aðalfundi var samþykkt að veita stjóm heimild til að stofna B-deild við stofnsjóð félagsins. Sú breyting varð á stjórn félagsins að Jón Kristjánsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjómarsetu og í hans stað var kosinn Sveinn Þórarinsson. Stjórn Kaupfélags Héraðsbúa skipa nú: Aðalsteinn Jónsson, Jón Júlíusson, Sigurður Baldursson, Þórdís Bergsdóttir og Sveinn Þórarinsson. Ríkisvíxlar seldir fyrir 3 milljarða Umskipti í afkomu Iðnþróunarsjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.