Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 B i VIÐSKIPTI * Verkefnastaða Armannsfells þokkaleg um þessar mundir Afkoman varíjám- um á síðasta árí HAGNAÐUR Ármannsfells hf. á árinu 1994 var tæpar 3 milljónir króna samanborið við 8 milljóna hagnað. Rekstrartekjur á árinu voru tæplega 800 milljónir samanborið við 970 milljónir árið 1993. Verkefnastaða fyrirtækisins er þokkaleg þessa dagana, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Meðal verkefna eru uppsteypa og utan- hússfrágangur á húsi fyrir Hæsta- rétt að Lindargötu 2, en því verk- efni lýkur í september næstkomandi. Þann 12. apríl var skrifað undir verksamning við íslenskar sjávar- afurðir hf. um byggingu 2.500 fer- metra skrifstofuhúsnæðis í Sigtúni 42 í Reykjavík. Verktími er mjög skammur og munu Islenskar sjávar- afurðir flytja starfsemi í húsið í lok september en verkinu verður að fullu lokið í desember á þessu ári. Þá eru nú í byggingu 28 íbúðir í þremur húsum við Vallengi 1-15 og verður flutt inn í fyrstu íbúðirnar nú í maí og framkvæmdum verður að fullu lokið í júlí mánuði næstkom- andi. Ibúðirnar eru byggðar fyrir ftjálsan markað og sér fyrirtækið sjálft um sölu þeirra. Síðastliðið haust var hafin bygg- ing fimm raðhúsa við Starengi og verður flutt inn í fyrsta húsið í júní og framkvæmdum við hin fjögur verður lokið í sumar. Unnið er að undirbúningi íbúð- arbygginga við Lækjarsmára í Kópa- vogi og hefjast Jramkvæmdir fyrri hluta sumars. Á það skal einnig minnt að tölverð umsvif eru hjá tré- smiðju fyrirtækisins. Aðalfundur Ármannsfells hf. verður haldinn að Funahöfða 19 miðvikudaginn 24. maí klukkan 16.00. 10 stærstu hluthafar SÍF hf. Hluthafar " Hlutafjáreign ” 18. apríl 1995, kr. Hlutfall 1. Olíufélagið hf. 28.230.002 2. Kaupfél. Austur-Skaftfellinga 17.823.805 3. Kaupfélag Eyfirðinga 17.296.844 4. Vinnslustöðin hf. 16.320.283 5. Copesco-Sefrisa S.A. 15.789.000 6. Fjárfestingafélagið Skandia 15.353.096 7. Síldarvinnslan hf. 14.692.327 8. Tryggingarmiðstöðin hf. 12.787.529 9. Verðbréfamarkaður íslandsb. 12.446.974 10. ísfélag Vestmannaeyja hf. 10.861.888 5,83% 3,68% 3,57% 3,37% 3,26% 3,17% 3,03% 2,64% 2,57% 2,24% Styrkir til nýsköpunar í smáiðnaði Á VEGUM iðnaðarráðuneytisins hef- ur sl. ár verið unnið að sérstöku nýsköpunarverkefni í formi styrk- veitinga til nýjunga í smáiðnaði. Nema þær á sl. fjórum árum röskum fjörutíu milljónum. í febrúar 1995 auglýsti iðnaðar- ráðuneytið í fjórða sinn eftir umsókn- um um styrki til nýsköpunar í smá- iðnaði. Hátt á annað hundrað um- sóknir bárust hvaðanæva af landinu og hlutu 46 styrk. Heildarupphæð styrkjanna var rúmar 10 millj. króna. Eftirtaldir fengu styrki í mars 1995: Andrés Jóhannsson, Auður I. Ottesen, Björn Pétursson, Blikkverk, Bólstrun Vestfjarða, Brunnar hf., Einar Vignir Skarphéðinsson, Elís Þór Sigurðsson, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, Gunnar Helgason, H. Kolbrún Ólafsd., Helgi Einar Bald- ursson, Hugrún Þorkelsd., Jarðgull hf., Jón Ellert Jónsson, Jóna Björg Jónsd., Karl Rútsson/Óskar Rútsson, Knörr, Kristinn Bergsson, Kristinn Rúnar Hartmannsson, Kvennasmiðj- an hf., Ólafur Jónsson, Landslags- myndir sf., Louise Heite, María Hall- grímsd., Meindýravarnir sf., Þórður G. Halldórsson, Pasta - Garðar Sig- urðsson, Philippe Ricart, Plastiðn., Rannveig Haraldsd., Renniverkstæði Þ. Kristmundss., Rósa Helga Ing- ólfsd., Úrvinnslan hf., Saumastofan Strönd hf., Sigurbjörn Ævarr Jóns- son, Skarphéðinn Ölver Jóhannesson, Skjalastjórn sf., SP-Design, Ullar- vinnslan Þingborg sf., Valdimar B. Ottósson, Valgerður G. Eyjólfsd., Vaskhugi hf., Vélboði hf., Vestur- byggð, Víðir hf. Sparisjóður Mýrasýslu með 17 millj. íhagnað Borgamesi. Morgunblaðið. Á AÐALFUNDI Sparisjóðs Mýrasýslu, sem haldinn var nýver- ið, kom fram að hagnaður spari- sjóðsins nam 17,2 milljónum króna á síðastliðnu ári, eftir að tekið hafði verið tillit til 18,5 milljóna króna áætlaðra tekju- og eigna- skatta. Heildarinnlán sparisjóðsins juk- ust á síðasta ári úr 2.005 milljón- um króna í 2.174 milljónir eða um 8,4% sem er nokkuð meira en meðaltalsaukningin var hjá bönk- um og sparisjóðum, en hún var 0,35%. Sem fyrr höfðu Tromp- reikningar vinninginn hvað varðar einstök innlánsform en í árslok voru Trompreikningar 32% af heildarinnlánum sparisjóðsins en voru 37% árið áður. Útlan jukust á árinu úr 2.488 milljónum í 2.620 milljónir eða um 5,3%. í ársbyijun nam staða af- skriftareiknings útlána 138 milljónum króna en í árslok var hann 188 milljónir króna og hafði því hækkað um 50 milljónir króna. Nam afskriftareikningur um 7,2% af útlánastofni en var 5,2% árið áður. í árslok nam eigið fé 451 millj- ón kr. og hafði aukist um 5% frá fyrra ári. Eigið fé var 14,8% í hlut- falli af niðurstöðu efnahagsreikn- ings að viðbættum ábyrgðum en þetta hlutfall var 13,9% árið áður. Eiginfjárhlutfall samkvæmt svo- kölluðum BlS-reglum var 18,2% en það má ekki vera lægra en 8% á hveijum tíma. Markaðshlutdeild sparisjóðanna í heildarinnlánsfé landsmanna óx verulega áttunda árið í röð og er nú 20%, en var 18,6% í árslok 1993. Sem fyrr var ávöxtun innl- ánsfjár mjög góð hjá sparisjóðnum og var Bakhjarl sparisjóðsins með bestu ávöxtun hliðstæðra innláns- reikninga á árinu 1994. Eins og undanfarin ár hefur Sparisjóður Mýrasýslu styrkt íþrótta- og æskulýðsmál í héraðinu NÝ stjórn var kynnt á aðalfundi Útflutningsráðs Islands á þriðju- dag. Stjórnin mun sitja næstu tvö árin 1995-1997 og eru aðalmenn hennar eftirfarandi: Páll Siguijónsson, ístaki, for- maður, Geir A. Gunnlaugsson, Marel og Vilmundur Jósefsson, Meistaranum, allir skipaðir af Sam- tökum iðnaðarins. Þá skipuðu Sam- tök atvinnurekenda í sjávarútvegi Friðrik Pálsson, SH, Gunnar Örn Kristjánsson, SIF hf. og Guðrúnu Lárusdóttur, Stálskipi hf. Ferða- málaráð skipaði Sigurð Helgason, Flugleiðum, Verslunarráð skipaði Finn Geirssön, Nóa Síríusi, utanrík- á myndarlegan hátt. Á árinu 1994 voru veittir sjö styrkir úr Menning- arsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu, sam- tals að fjárhæð 3,6 milljónir króna. I stjórn sparisjóðsins voru kosn- ir, Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, Jóhannes Magnús Þórðarson, Krossnesi, Gísli Kjartansson, Borgarnesi, Elís Jónsson, Borgar- nesi, og Ragnheiður Ásmundar- dóttir, Sigmundarstöðum. Spari- sjóðsstjóri er Sigfús Sumarliðason og aðstoðarsparisjóðsstjóri e Steinunn Ásta Guðmunsdóttir. Stöðugildi við sparisjóðinn eru 20 talsins. isráðherra skipaði Kristinn F. Árnason og samgönguráðherra Birgi Þorgilsson. Varamenn í stjórn Útflutnings- ráðs íslands eru: Rafn Ben. Rafns- son, GKS-Byko, Tryggvi Svein- björnsson, Össuri, Magnús Tryggvason, Ora, Arnar Sigur- mundsson, Samfrosti, Gunnar Jóakimsson, Síldarútvegsnefnd, Benedikt Sveinsson, íslenskum sjávarafurðum, Kjartan Lárusson, Ferðaskrifstofu íslands, Ævar Guðmundsson, Seifi hf., Árni Kol- beinsson frá sjávarútvegsráðuneyti og Guðrún Skúladóttir frá iðnaðar- ráðuneyti. Ný stjórn Utflutningsráðs HÖNNUN GÆDI| ^MMprÁ.GUDMUNDSSON HF. JwWf húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 Við sjáum um hraðsendingarnar á HM'95 FORGANGSPÓSTUR 90 afgreiðslustaðir um land allt Viðtökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari uppiýsingar í sínva 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00. PÓSTUR OG SÍMI ÞJÓNUSTUAÐILI HM 199S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.