Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvenær, hvar og hvernig getur þú safnað SAS EuroBonus punktum? EuroBonus er hlunnindakerfi sem SAS notar til aö verölauna viöskiptavini sína. Þú getur fengiö allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus hjá feröaskrifstofunni þinni eöa söluskrifstofu SAS. VIÐSKIPTI Ný-sjálensk athafnakona í atvinnurekstri á Fáskrúðsfirði Bslvsl rétt að byrja ÞAÐ voru örlögin sem tóku í taumana þegar ungur ný-sjálenskur ferðalang- _ ur, Gwendolyn A. Kemp, kom til Íslands árið 1981 til þess að vinna í fiski austur á fjörðum í lok áralangrar heimsreisu. Enda- stöð heimsreisunnar varð ekki Nýja-Sjáland eins og upphaflegar áætlanir höfðu gert ráð fyrir, held- ur Fáskrúðsfjörður þar sem Gwen- dolyn kynntist mannsefninu sínu, Björgviní Ragnarssyni, bónda. Fyrstu árin var Gwendolyn í fiskvinnslu jafnhliða almennum búskap. „Þetta var það eina sem bauðst, enda var ég mállaus á ís- Ienska tungu og hafði enga sér- menntun. Eg varð reynslunni rík- ari eftir þennan tíma, að minnsta kosti sá ég að ég vildi gera eitt- hvað annað í lífínu en þetta,“ seg- ir Gwendolyn. Fyrsta skrefið Gwendolyn segir að eftir nokk- urra ára „tilraunatíma“ hafi hún ákveðið að setjast að á íslandi. í kjölfarið fór hún til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands, enda ákveðin í að hasla sér völl á öðru sviði en búskap eða fiskvinnslu. Þetta seg- ir Gwendolyn að hafi verið fyrsta skrefið í þá átt að skapa sér heim- ili hér, þó hún hefði þá þegar búið á íslandi í fimm ár. Dvölin í Reykjavík varð þó ekki lengri en eitt ár því fyrri dóttir þeirra hjóna fæddist árið 1986 og seinni dóttir- in árið eftir. Fjölskyldan flutti tímabundið til Nýja-Sjálands árið 1989 í kjölfar þess að Björgvin lét skera niður fé á bænum eftir að riðuveiki kom upp á bæjunum í kring. „Við vor- um þar í rúmt ár og ég fór strax að líta í kringum mig eftir ein- hveiju hagnýtu sem ég gæti haft atvinnu af. Ég datt niður í köku- skreytingarnám sem mér þótti áhugavert, en hins vegar vissi ég ekki hvað ég átti að gera við þá menntun sem ég aflaði mér þar. Það fór líka svo að þegar við kom- um aftur til Fáskrúðsfjarðar fór ég strax að vinna í fiski.“ Tíminn leið og það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, þegar Gwendolyn var boðið að taka þátt í handíðasýningu á Fáskrúðsfírði, sem rykið var dustað af köku- skreytingarkunnáttunni. „Þetta voru nokkrar konur sem ætluðu að sýna ýmis handverk, leirmuni og þess háttar. Ég sagði þeim að það eina sem ég kynni að búa til væru kökuskreytingar og þær báðu mig að sýna það.“ Neytendapakkningar í Hagkaup Það er skemmst frá því að segja að kökuskreytingar Gwendolyn vöktu athygli og áhuga Fáskrúðs- firðinga og í framhaldi af því ákvað hún að gera eitthvað fag- mannlegt við þessa kunnáttu eins og hún orðar það. Sú ákvörðun var tekin 1991. „Þá fór ég aftur út til Nýja-Sjálands og hitti yfir- mann stærsta kökuskreytingafyr- irtækisins þar í landi. Hann sýndi mér innviði fyrirtækisins og ég mótaði þar endanlega hugmyndina um stofnun eigin fyrirtækis. Eftir sex mánuði kom ég aftur til Fá- skrúðsfjarðar og hjólin fóru að snúast fyrir alvöru.“ Árið 1992 stofnaði Gwendolyn fyrirtækið Hátíðarskreytingar þar sem upphaflega var lögð áhersla á framleiðslu svokallaðra sykur- Gwendolyn A. Kemp er athafnakona á Fáskrúðsfirði sem rekur fyrirtækið Hátíðar- skreytingar. Hanna Katrín Friðriksen sótti hana heim til þess að forvitnast um söguna að baki því að ung kona frá Nýja-Sjálandi hafnar í fyrirtækjarekstri austur á fjörðum. Morgunblaðið/Hanna Katrín „DRAUMURINN er að gera nafnið landsþekkt fyrir gæði,“ seg- ir Gwendolyn A. Kemp um fyrirtæki sitt Hátíðarskreytingar. GWENDOLYN A. Kemp er lengst til vinstri með starfskonum Hátíðarskreytinga, Vilborgu Oskarsdóttur og Jónu Ingunni Óskarsdóttur. rósa til skreytingar. „Ég hafði samband við Hagkaup og þar var ákveðið að bjóða vörurnar í neyt- endapakkningum. Eins hafa ýmis kaupfélög úti á landi selt sykurrós- irnar,“ segir hún. Gwendoline lét vinna fyrir sig könnun á kökuskreytingamark- aðnum fyrir tveimur árum. Niður- stöðumar sýndu að það væri já- kvætt að farið yrði að framleiða þessa vöru hér á landi, en fram að því hafði hún öll verið flutt inn. Það má hins vegar segja að páskaeggjaskraut hafi komið fót- unum undir starfsemi Hátíðar- skreytinga. Árið 1993 hafði Gwen- dolyn samband við yfirmenn Nóa Síríusar til þess að kanna hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa af henni sykurskraut til þess að setja á páskaegg. Þeir könnuðu málið, en niðurstaðan var sú að handgert sykurskraut Hátíðarskreytinga gat ekki keppt við vélunnið inn- flutt skraut í verði. „Þeir báðu mig hins vegar önnur sýnishorn. Ég fór því heim, iagði höfuðið í bleyti og niðurstaðan varð silki- blómaskraut sem Nói Síríus hefur notað á páskaeggin sín síðastliðin ár.“ Páskaeggjaskraut hjá Nóa Síríusi „Stórt fyrirtæki eins og Nói Síríus þarf að geta treyst við- skiptasamningum og þess vegna var þetta eflaust ákveðin áhætta fyrir þá að semja við óþekkt og reynslulaust fyrirtæki. Fyrir págk- ana 1994 framleiddum við skraut á fimmtíu þúsund páskaegg og með þeim samningi vissi ég að framtíð Hátíðarskreytinga var ör- ugg. Þá réð ég tvær konur í fasta vinnu hjá fyrirtækinu. Fyrir síð- ustu páska framleiddum við skraut fyrir 105 þúsund páskaegg," segir Gwendolyn og ennfremur að ný- lega hafi verið gengið frá samn- ingum við Nóa Síríus fyrir páskana 1996. Á mestu álagstímum, eins og fyrir jól og páska vinna alls sex konur hjá Hátíðarskreytingum. Gwendolyn er með fleiri járn í eldinum varðandi framleiðslu Há- tíðarskreytinga. Hún hefur undan- farið prófað sig áfram með skreyt- ingar á ýmiskonar styttum, s.s. styttum ofan á brúðkaupstertur, útskriftarstyttum, skraut fyrir skírnarveislur o.fl. „Nú þegar þessi páskavertíð er að baki er ég að fara á fullt í markaðssetningu á þessum vörum,“ segir hún. „Ég ætla að tala við bakara til að at- huga hvort þeir séu ekki jákvæðir fyrir að prófa mína vöru í stað þess að kaupa innflutta vöru. Markmiðið er að fá íslensk bakarí til þess að skipta alveg yfir.“ Fjárhagslegur stuðningur Það er fróðlegt að vita hvort Gwendolyn hafi fengið fjárhags- legan stuðning við að setja fyrir- tækið á fót. „Fyrsta árið fékk ég leigulaust húsnæði hjá Búða- hreppi. Síðan hef ég borgað leigu þar. Nú þarf ég að stækka við mig og ætla að kaupa húsnæði undir reksturinn í næsta mánuði," segir hún. Fyrsta árið fékk hún líka peningastyrk, samtals 250 þúsund krónur, frá Atvinnuþróun- arsjóði Austurlands og Jóhönnu- sjóði sem nefndur er eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum félags- málaráðherra, og er ætlað að styðja konur í atvinnuppbyggingu. „Eg hef fyrst og fremst farið mjög varlega, enda er fjárfestingin lítil hjá mér, í raun bara hráefnis- kostnaður og launakostnaður. Sá stuðningur sem ég fékk í upphafi var ekki mikill, en dugði mér al- veg. Eftir árið gat ég staðið á eig- in fótum. Mér var líka boðið á námskeið hjá Athafnakonum á Austurlandi á Egilsstöðum þegar ég var að byija. Ég var þarna með hugmynd og vöru og vantaði stuðning í að koma þessu á fram- færi. Sá stuðningur sem ég fékk á námskeiðinu var mjög góður og hjálpaði mér yfir þröskuldinn." Gert ráð fyrir hagnaði í ár í fyrra var rekstur Hátíðar- skreytinga í járnum og heildarsala var upp á um þijár milljónir króna. Að sögn Gwendolyn er salan það sem af er þessu ári þegar orðin jafnmikil og allt árið 1994 og hún segist gera ráð fyrir hagnaði í ár. „Það verður að teljast gott eftir aðeins þijú ár,“ segir hún. „Auð- vitað vildi ég sjá meiri sölu. Ef við fengjum góðan hlut af köku- skreytingamarkaðnum gætum við náð veltu sem ég væri ánægð með. Ég væri þó fyrst og fremst ánægð með þann árangur að hafa komið fótunum undir þessa fram- leiðslu hér, í stað þess að horfa upp á að hún sé öll flutt inn eins og verið hefur.“ Eftir samtal við Gwendolyn er tilfinningin sú að þessi kona sé bara að byija. Efling atvinnulífs á íslandi, ekki síst á landsbyggð- inni, er henni mikið hjartans mál og það er greinilega ekki á dag- skrá hjá henni að sitja og fylgjast með öðrum leggja sitt af mörkum. Gwendolyn er í félagi Athafna- kvenna á Austurlandi sem eru samtök kvenna í smáfyrirtækjum og nýsköpun. Síðasta sumar fór hún með hópnum á kvennaráð- stefnuna í Turku í Finnlandi þar sem framleiðsla Hátíðarskreytinga var m.a. kynnt. Þá er Gwendolyn formaður Atvinnumálanefndar Fáskrúðsfjarðarhrepps, enda hef- ur hún eins og hún orðar það sjálf; „mikinn áhuga á atvinnulífi á staðnum og á íslandi í heild,“ og hefur hug á að kynna sér þessi mál nánar til þess að geta enn frekar lagt sitt af mörkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.