Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir KONUR fá yfirleitt frið fyrir körlum i austurrískum spilavítum. Glæsilegt spilavíti í Baðen við Vín 2E SPILAVITIÐ í Baden við Vín 5 var nýlega opnað eftir tveggja =3 ára endurnýjun sem kostaði 5,2 milljarða ÍKR. Það var ekkert sparað við opnunina og 7.000 gestum boðið í kalt borð og kampavín. Flogið var með fyrir- sætuna Naomi Campbell til Vínar til að henda fyrstu rúllettukúlunni. Hún lét forseta Austurríkis og aðra gesti bíða eftir sér í klukkutíma á meðan hún fékk sér fegurðarblund. Þegar hún lét loksins sjá sig kom í ljós að hún er snjallari fyrirsæta en kúlukastari: kúlan skoppaði æ ofan í æ út fýrir rúllettuna áður en hún hélst í hringnum og lenti á 29 - lukkunúmeri „nýja“ spilavítis- ins. Fyrsta spilavítið opnað 1934 Baden er gamall heilsustaður. Fólk hefur farið þang- að í aldaraðir til að hvfla sig og baða í hveravatninu sem Rómveijar fundu til foma. Fjárhættuspil tíðkaðist í mörgum evrópskum heilsubað- stöðum en það var bannað í Austurríki fram á þessa öld. Baden var þó enginn „englastaður“. Karlar og konur fóru saman í böðin, en það tíðkaðist ekki að hjón færu saman í baðfrí. Fyrsta löglega spilavítið í Aust- urríki var opnað í Baden vorið 1934. Því var lokað tíu árum seinna þegar Bandamenn tóku Austurríki í lok seinni heimsstyijaldarinnar. Höfuð- stöðvar Rússa voru í Baden og spilavítið var ekki opnað aftur fyrr en þeir fóru á brott árið 1955. Það hefur blómstrað síðan og er nú til húsa í glæsilegum salarkynnum. Þar eru 7 franskar rúllettur, 10 amerískar, 9 Black Jack, 317 spila- kassar og svo mætti lengi telja. Maturinn er góður, gott úrval á böranum og ráðstefnusalurinn er hæstmóðins. Leo Wallner, fram- kvæmdastjóri Casinos Austria, fyr- irtækisins sem rekur spilavítin í Austurríki, leggur sig fram um að gott orð fari af spilavítunum. Hann vinnur með austurrísku ferðaþjón- ustunni, styrkir menningar- og íþróttalíf og er forseti Oiympíu- nefndar Austurríkis. Heita vatnið er enn heilsugjafl Spilavíti eru vinsælir samkomu- staðir í Austurríki. Konur fara til dæmis gjaman einar þangað. Þeim er. ekki gefið homauga og karlar láta þær í friði. Þeir hafa um annað að hugsa. Stór hluti gestanna í spilavítinu í Baden kemur frá Vín. Höfuðborgin er ekki nema 26 kíló- metra í burtu. Og Baden er þess SPILAVITIÐ í Baden við Vín í Austurríki var nýlega endumýj- að fyrir 5,2 milljarða ísl. kr. Maomi Campbell lét f orsetann bíöa meóan hún fékk sér feguröarblund. virði að heimsækja þótt spilavítinu sé sleppt. Miðbærinn var endurreistur snemma á síðustu öld í Bied- ermeier-stíl og er enn stílhreinn og fallegur. Gömlu böðunum hef- ur öllum verið lokað en heita vatnið er enn notað til heisugjafar á heilsuhótel- um í bænum. Gestimir þar geta nú stytt sér stundir á milli baða í glæsi- legasta spilavíti Mið-Evrópu. Anna Bjamadóttir ■ ( ...if HHWIXÍif ttVli&’Bl!' 'iajýditrtig Þörfá regnhlíf Meðal- úrkoma áári Borg Ríki millimetrar Bangkok, Tæland 1397 Buenos Aires, Argentína 950 Cairo, Egyptaland 36 Darwin, Ástralía 1491 Delí, Indland 640 Hanoi, Víetnam 1681 Havana, Kúba 1224 Hong Kong 2161 Istanbúl, Tyrkland 805 Jerúsalem, ísrael 533 Kabúl, Afganistan 340 Kalkútta, Indland 1600 Peking, Kína 1341 Reykjavík 772 Santo Domingo, D. lýðv. 1417 San Jose, Costa Rica 1798 Seoul, Kórea 1250 Tokyo, Japan 1565 FERÐALÖG Á rölti í Marakkó Morgunblaðið/BT HÖFNIN í Agadir. Karlar eru áberandi í öllu atvinnulífi. SÉÐ yfir ferðamannabæinn Agadir. Meðfram allri ströndinni eru hótel. VEÐRIÐ er milt og blöðin á risastór- um pálmatijám bærast. Hafgolan ser til þess að hreyfing er á loftinu. Ég er ein á rölti í febrúar í ferðamanna- bænum Agadir í konungsríkinu Ma- rokkó og skemmti mér dável við að velta vöngum, meðal annars yfir sjálfri mér í þessu skrýtna umhverfi. Nú er ramadan, föstumánuður músl- ima, og hann setur ákveðinn svip á allt saman. Bærinn var byggður upp, að miklu leyti með ferðamenn í huga, eftir að jarðskjálftar lögðu hann í rúst 1960 og hirtu líf úr öllum fjölskyldum bæjarins. Þama er enn verið að byggja. Ekki hús fyrir Agadir-búa, heldur hótel fyrir okkur sem þráum sól, sjó og strönd, og veitingastaði og verslanir sem mæta þörfum okkar og kröfum. Samkvæmt upplýsingum ferðamálayfirvalda koma um 600 þúsund ferðamenn til Agadir á hveiju ári og þeim fer fjölgandi, svo ekki veitir af framkvæmdum. Mér fínnst ég vera hluti af hvora tveggja í senn, gullnámu og árásar- lýð. Gullnámu vegna þess að ferða- þjónusta er arðbær atvinnugrein. Arásárlýð vegna þess að ég, sem almennur ferðamaður, hef tilhneig- ingu til að taka með mér eigin venj- ur, hvert sem ég fer, án tillits til þeirra sem ég heimsæki. Fæst okkar vita mikið um þjóð, trúarbrögð, at- vinnuhætti eða viðhorf landsmanna og fínnst margt meira spennandi en að eyða orlofí í auka þekkingu á því sviði. Mæðgur þrjár Á göngunni mæti ég mæðgum, konu með tveimur dætrum. Móðirin er klædd kufli að hætti marókkóskra kvenna og slæða hylur neðri hluta andlitsins. Dæturnar eru í tuskulegum kjólum og sandöium. Mæðgurnar minna mig á hversu ólík þjóðfélögin eru, okkar og þeirra. Einhveiju áður hafði gelgjulegur Marokkó-maður sagt mér að oft væru konur í mjög eggj- andi fatnaði undir kuflinum. Það fengi þó enginn að sjá nema eigin- maðurinn. Eg fékk á tilfinninguna að unglingum þætti fjörugt að horfa á konu í kufli og gefa ímyndunarafl- inu lausan taum. Hér fá konur 83 daga fæðingar- orlof og hvarvetna eru karlar miklu meira áberandi í atvinnu- lífínu. íslam gerir ráð fyr- ir að karl sé höfuð fjöl- skyldu sinnar og honum eru lagðar þær skyldur á herðar að sjá henni far- borða. Konungurinn, Hassan II, takmarkaði hjónabönd karla við tvær konur í stað fjögurra áður. Nú þarf kona númer eitt líka að samþykkja hjóna- band hans við konu númer tvö og hann þarf samkvæmt öllum lögum, skráðum og óskráðum, að geta séð sómasamlega fyrir þeim báðum. Mér fínnst, á rölti mínu, sem kóngurinn hljóti að vera nokkuð skynsamur. Það er líka örugglega honum að þakka að ég sá stúlkur læra á bíl í ökuskóla bæjarins daginn áður, en ekki er langt síðan karlar voru einu nemendurnir þar. Múhameð var vinur kvenna Það rifjast upp fyrir mér hversu mjög það hafði komið mér á óvart að lesa að Múhameð spámaður hafí verið vinur kvenna. Þannig er honum þó lýst og víða kemur fram að hjart- ans mál hans hafí verið að bæta stöðu kvenna, sem var réttlaus þjóðfélags- hópur þegar hann var uppi. Hann hvatti hjón til að njóta kynlífs og benti körlum á mikilvægi þess að konur nytu þess ekki síður en þeir. Raunar gaf hann ráð um hvernig bæði kynin gætu sem best notið lífsins unaðs- semda. Eldri dóttir konunnar í kuflinum, líklega 6 ára, vindur sér að mér og rétt- ir fram skítugan lófa. Ég hef enga smámynt á mér og þá biður hún um fín sólgleraugu, sem ég keypti í fríhöfninni og tími ekki að gefa. „Ég þarf að nota þau til að veija augun gegn sólinni," segi ég á einhvers konar frönsku. Hún . sýnir engin svipbrigði, en gengur í humátt á eftir mömmu sinni og litlu systur. Engin skömm að betla í Marokkó virðist engin skömm að því að betla. Það er mikils vert að vita, því annars er hætt við að betlið fari í taugarnar. Fróðleikur um lönd og þjóðir sem við heimsækj- um er ávísun á lærdómsríka ferð, á sama hátt og fyrirfram ákveðnar skoðanir og fordómar eru ávísun á yfírborðskennt ferðaiag. Áður en farið er til Marokkó er skynsamlegt að glugga í rit um land og þjóð, ekki aðeins bæklinga frá ferðaskrif- stofum. Bók dr. Jóns Orms Halldórs- sonar, Islam - saga pólitískra trúar- bragða er aðgengileg og prýðilega skemmtileg lesning, sem nýtist vel á ferðalagi til múslimskra landa. Einn- ig er vel þess virði að kíkja í ein- hveija af bókum ástralska útgáfufyr- irtækisins Lonely Planet um svæðið. Heittrúaðir múslimar vilja gera íslömsk lög, sharia að landslögum. Almennt þykja Marokkó-búar ekki strangtrúaðir, en þó setja íslömsk lög sterkan svip á daglegt líf og þjóðfé- lagið allt. Jón Ormur Halldórsson segir m.a. í bók sinni að meginatriði íslamskra laga sé frelsi mannsins, samkvæmt skilningi múslima. „Lög- in eru rammi utan um frelsið til að halda fólki inni á réttum brautum og tryggja raunverulegt frelsi þess. Hluti laga múslima eru hvorki boð um réttindi né bönn, heldur boð um skyldur.“ Trúin Burðarásar íslam, sem kenna mönnum skyldur gagnvart guði, eru fímm. Múhameð spámaður kynnti Hér ffó konur83 daga fæðingar orloff. UM 1.000 silungum var sleppt í Seltjörn í byrjun apríl og var fiski þá sleppt í fyrsta sinn fyr- ir komandi veiðitímabil. Voru silungarnir á bilinu 1-10 pund. Þykkur ís hefur verið á vatn- inu í allan vetur og dorgveiði nokkuð vinsæl. Á þessum tima árs er vor- veiði jafnan hafin og því lögðu starfsmenn veiðisvæðisins til atlögu við ísinn nýlega, meðal annars með keðjusögum og bát- um, svo nú er vatnið Iaust við Silungum sleppt í Seltjöm ís á bestu stangveiðistöðum. Fyrsti veiðidagur var á páskadag og var stærsti fiskur sem dreginn var á land sjö pund að þyngd. Hann var veiddur á rauðan nobler, en að sögn stað- arhaldara veiðist best á straum- flugur og spúna á vorin. Hagsmunaaðilar á svæðinu hafa sameinast um fram- kvæmdir sem nú standa yfir, m.a. gerð bílastæða og uppsetn- ingu vatnssalerna. Útivistar- svæðið Selljörn-Sólbrekku- skógur er opið daglega frá kl. 10tilkl.22. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.