Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 B 7 FERÐALÖG Morgunblaðið/BT GÖTULÍF i Marokkó. þá og eru þeir nefndir rukn islam: Shahada, trúaijátning. Til er að- eins einn guð, Allah, og spámaður hans er Múhameð. Líkja má trú- aijátningunni við Faðir vor kristinna manna og menn fara gjarnan með hana þegar barn fæðist eða þegar ættingi er borinn til grafar. Salah, bænir. Fimm sinnum á dag berst kaíl úr nærliggjandi mosku, þar sem menn eru hvattir til bænagjörða. Múslimum ber að biðjast fyrir, hvar sem þeir eru í heiminum, í jámbraut- arlest eða heima hjá sér, við sólarupp- rás, um miðjan dag, síðdegis, við sól- setur og við næturkomu. Þeir eiga að snúa í átt að Mekka og fara með bæn með trúaijátningu og stuttu versi úr Kóraninum. Zakat, skatturtil fátækra. Heimild- um ber ekki saman um hvort hann er 2,5% eða 5%, en upphaflega var gert ráð fyrir að menn gæfu hlut af tekjum sínum eða eignum sem ölmusu. Misjafnt er hvort ríkisvald eða moskur annast innheimtu og er ætlunin að fénu sé varið til aðstoðar við fátæka. Zakat virðist hafa þau áhrif að mönnum þyki engin skömm að því að betla og sjálfsagt að styðja við bak þeirra sem minna mega sín. Ramadan, fasta. Föstu- mánuður er í 9. mánuði samkvæmt múslimsku tímatali. Þá fasta múslimar frá sólar- upprás til sólseturs. Þeir neyta hvorki matar né drykkjar, stunda ekki kyn- Iíf og reykja heldur ekki. Fastan er til minningar um fyrstu vitrun Múha- meðs, sem sögð er hafa átt sér stað í þessum mánuði. Þá talaði engill guðs til hans og kenndi honum fyrstu vers Kóransins, Quran, sem er í 114 köflum. Múhameð Iærði versin á nokkrum árum. Fasta á ramadan á að efla menn og styrkja, aðallega andlega. Hajj, - pílagrímsferð til Mekka. Trú setur sterkan svip á daglegt líf. Kaabah-hoíid í Mekka er helgasti staður múslima og ber þeim trúarleg skylda til að fara þangað í pílagríms- ferð, einu sinni á ævinni, svo framar- lega sem þeir hafa efni á því. Svart- ur steinn, sem sumir segja að sé loft- steinn, er í Kabbah-hofi og ganga pílagrímar, haji, sjö hringi kringum hann. Aðrar trúarlegar athafnir til- heyra pílagrímsferðum til Mekka, til dæmis ferð til Arafat, þar sem Múha- með flutti síðustu prédikun sína. Bænahald þar við sólarupprás er sagt vera afar magnað. I sumum ritum segir að oft sé höfuð pílagríma rakað og skegg þeirra litað rautt með henna, auk þess sem búfénaði sé stundum slátrað í tengslum við veislur kringum pílagrímsferðir. Reykt og drukkið á ramadan Umburðarlyndi og virðing fyrir náunganum er áberandi þáttur í fari Marokkó-búa. Það kemur skýrt fram á föstumánuði þeirra, ramadan. Eng- um dettur í hug að reykja, drekka eða borða á almannafæri, nema okk- ur ferðamönnum. Ekki einu sinni þeim Marokkó-búum sem hirða lítt um trú sína. Ég er búin að rölta um Agadir um stund og komin niður að strönd. Ég nýti mér forréttindin, sest á veitingastað og panta kaffi. Þjóninn kemur að vörmu spori með kaffið og bros á vör í kaup- bæti. Ég kafa eftir sígarrettu í tösk- unni óg hann býður eld, að hætti herramanna. Ég á í vandræðum með sjálfa mig, veit ekki hvort ég á að skammast mín fyrir að ryðjast inn í föstumánuð heimamanna með þess- um hætti eða láta eins og ekkert sé. Ég vel síðari kostinn, set upp fínu sólgleraugun, horfí í átt til sólar og púa út í loftið. Brynja Tomer B BRESKA flugfélagið British Airways hefur stofnað klúbb, sem aðeins er ætlaður gæludýrum. Klúbburinn heitir Flying Pets Club á ensku og er starfræktur í tengsl- um við flug á öllum helstu leiðum félagsins, þar sem ekki er krafist einangrunar og sóttkvíar. Hjá flestum eða öllum flugfélög- um ferðast gæludýr í þar til gerð- um búrum. í kynningarbæklingi kemur fram að lögð er áhersla á að eigandi og dýr ferðist með sama flugi og að aðskilnaður þeirra sé eins stuttur og mögulegt er. Fá eigið vegabréf Gæludýr sem flutt eru milli staða án eiganda síns fá sérstaka meðhöndlun hjá starfsfólki British Airways, ef marka má upplýsingar úr bæklingnum. „Við viljum að eigandi sé rólegur og treysti því að dýrinu líði vel í flugi með okk- ur. Það fær sérstakt vegabréf frá okkur og starfsfólk gætir þess að vel fari um ferfætlinginn alla leið- ina. I vegabréf eru skráðar helstu upplýsingar um heilsufar dýrsins og bólusetningar ásamt upplýsing- um um eiganda." Breska flugfélagið gengur svo langt að útvega gæslu- og fylgdar- fólk fyrir gæludýr, sem ekki kom- ast með sama flugi og eigandi. Er þjónustan liður í samstarfi fé- lagsins og breska hundaræktarfé- lagsins. Skammt frá Heathrow- flugvelli er aðstaða til að taka á móti hundum og köttum og er starfsfólk allt þjálfað í samskiptum við dýr. British Airways kynnir þjónustuna þannig: „Þar er vel hlúð að dýrinu og séð til þess að því líði vel þar til það kemst í flug og á áfangastað. Ef nauðsyn krefur, sækir starfsfólk hundinn á heimili sitt og annast það þar til það er komið á áfangastað." Ekki er tek- ið fram hversu dýr þessi þjónusta er, en svo virðist sem mikill metn- aður sé lagður í að koma til móts við óskir gæludýraeigenda. Hundar og kettir ferðast í upp- hituðum hluta farþegarýmis. „Þar er rétt hitastig og umhverfið þægi- legt og rólegt og þess er gætt að dýrin hafi nægilegt drykkjarvatn. Ef þarf að millilenda annast starfs- fólk dýrin þar til þau leggja aftur af stað.“ Hjá flestum flugfélögum, þar á meðal BA, gilda þær reglur að fargjald fyrir gæludýr fer eftir þyngd dýrsins ásamt búri. Miðað er við yfirvigt á sömu flugleið. Létt fóður og leikfang í bæklingi félagsins koma fram ráðleggingar til gæludýraeigenda fyrir ferðalög. „Gakktu tímanlega úr skugga um að þú hafir búr fyr- ir ferðalagið, hvort sem þú kaupir það hjá flugfélaginu eða annars staðar. Gott er að láta uppáhalds leikfangið með í búrið og sömuleið- is teppi eða annað sem dýrið þekk- ir vel. Það kemur í veg fyrir óþarfa óöryggi á ferðalaginu. Gefðu dýr- inu létta máltíð um 6 klukkustund- um fyrir brottför. Hundar og kettir, sem eru hús- hreinir, vilja ekki gera þarfir sínar á teppið sitt í búrinu, svo betra er að dýr drekki aðeins vatn síðustu tímana fyrir brottför. Dýr geta ferðast í allt að 30 klukkutíma án þess að fá vatn, en starfsfólk okk- ar kannar hvort dýrið er þyrst í hvert skipti sem rof verður á ferð- inni. Ferðalög eru yfirleitt ekki erfið fyrir dýr og því þarf sjaldn- ast að gefa þeim róandi lyf. Ef eigandi telur það nauðsynlegt, þarf dýralæknir að vísa á lyf og láta upplýsingar um lyfjagjöf fylgja.“ ■ BT Nýtt hótel opnað í Reykjavlk „VIÐ byijuðum að bóka í byijun apríl og upphafið lofar góðu. Nú þegar er ljóst að nýting verður að minnsta kosti 50% í sumar,“ segir Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, hót- elstjóri Hótel Víkur, sem í dag verður formlega opnað í Síðumúla 19 í Reykjavík. 22 herbergi eru á Hótel Vík, þar af 10 með fullbúnu eldhúsi. „ÖIl herbergin eru um og yfír 25 fer- metrar að stærð. Þau sem eru með eldhúsi eru búin helluborði með tveimur hellum, örbylgjuofni, ís- skáp, kaffivél, samlokugrilli og að sjálfsögðu borðbúnaði. Á öllum herbergjum er sjónvarp með gervi- hnattamóttöku, sími og „mini“- bar.“ Að sögn Ástu Laufeyjar voru innréttingar smíðaðar hjá Ingvari og Gylfa. „Rúmin eru smíðuð eftir bandarískri fyrirmynd og er áhersla lögð á góðar dýnur. Innréttingar eru allar úr mahoní-viði og veggir eru gipsklæddir, í samræmi við vistvænar hugmyndir.“ — Margir útlending- ar eiga í mesta basli með að sofna í birtunni sem tilheyrir íslenskum sumamóttum. Hafið þið gert ráðstafanir þar að lútandi? „í öllum gluggum, sem snúa P suður, er dökkt gler til að draga úr sólarljósi. Gluggatjöld eru mjög þykk og ef gestum finnst enn of bjart í herbergjunum til að sofa munum við gera aðrar ráðstafan- ir.“ Verð fyrir tveggjá manna her- Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁSTA Laufey Aðalsteinsdóttir hótelstjóri á Hótel Vík, ásambeigend- um, Guðrúnu Sveinsdóttur og Þórarni Kristinssyni. 22 herbergi eru á hótelinu, þar af 10 nteöfull- búnu eldhúsi. bergi með eldhúsi er 9.900 krónur á sólarhring en fyrir herbergi án eldhúss er verðið 8.900 krónur. í báðum tilvikum er morgunverður innifalinn. Aðeins eitt einstaklingsherbergi er á Hótel Vík og kostar gisting þar 6.900 krónur með morgunverði. „Þetta er verð á háanna- tíma, í maí, júní, júlí og ágúst, en gera má ráð fyrir að verð lækki hjá okkur yfir vetrartímann, eins og annars stað- ar.“ Persónulegt og heimilislegt Eigandi Hótel Víkur er Þórarinn Kristinsson. Hótelstjórinn, sem aðeins er 22 ára, ætlar að búa á hótelinu ásamt unnusta sínum, Þorsteini Hallgrímssyni, sem er markaðsstjóri hótelsins. „Við vilj- um vera á staðnum allan sólar- hringinn, því hér á að vera heim- ilislegt andrúmsloft og persónuleg þjónusta. Auk okkar verða fáir starfsmenn, svo ég geri fastlega ráð fyrir að við kynnumst gestum okkar vel.“ Ásta Laufey vann um tíma sem yfirþjónn á veitingastaðnum Ítalíu. „Stærstur hluti viðskiptavina okk- ar þar á sumrin voru útlendingar og mér líkaði það mjög vel að vinna við þá hlið ferðaþjónustu. Ég hlakka til að takast á við hótel- reksturinn og vona að héðan eigi eftir að fara margir gestir með góðar minningar í farteskinu.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.