Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG FERÐIR UM HELGINA UTIVIST DAGSFERÐ sunnu- dag 7.maí og verður þá rifjuð upp ferð sem fyrst var farin 1975. Keyrt verður austur í Flóa og gangan hefst Við Þu- reyjarbúð og gengið verður með strönd- inni að Knarrarósvita. Þetta er til- valin fjölskylduferð því gott tæki- færi gefst til að huga að lífríki fjör- unnar. Frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Lagt af stað kl. 10.30 frá BSÍ, bensínsölu, og stansað við Árbæjarsafn fyrir þá sem eiga hægara með að komast þangað. Helgarferðin nefnist Básar- Eyjafjallajökull-Seljavallalaug og er lagt af stað kl. 20 á föstu- dagskvöld og ekið austur í Bása. Á laugardag verður gengin Hát- indaleið úr Goðalandi yfir Eyja- fjallajökul í Seljavallalaug þar sem fólki gefst kostur á að baða sig. Að göngunni lokinni verður slegið upp fjaliamannaveislu í Básum. Fararstjóri er Reynir Þór Sigurðs- son. Einnig er í boði ferð í Bása þar sem fólk getur farið í fjölbreyttar gönguferðir um Goðaland og loks er svo meiriháttar fjallamanna- veisla. I báðum ferðum er gist í skála í Þórsmörk. Loks má nefna að 10 daga skíðaferð um Suðurjökla í aldar- minningu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal lýkur um helgina og munu skíðagarparnir mæta í veisl- Gengí . ■bK.ráö gengi hjá Seölabanka Islands þann 21. apríl 1995 Ríki Gjaldmiðill Gengi Ástralía dalur 46,33 Bangladesh taka 1,59 Filippseyjar peso 2,43 Hong Kong dalur 8,17 Indland rúpía 2,01 íran ríal 0,036 Indónesía rupiah 0,028 Kína renminbi 7,50 Laos kip 0,086 Nepai rúpía 1,28 Nýja Sjáland dalur 42,47 Mexíkó peso 10,50 Pakistan rúpía 2,05 Rússland rúbla *0,012 Saudi Arabía riyal 16,89 S-Kórea won 0,082 Singapore dalur 45,28 Sri Lanka rúpía 1,29 Tæland baht 2,57 Tyrkland líra 0,0015 Víetnam dong 0,0056 * opinbert gengi rússnesku rúblunnar er 1VT.8 Skíðagfingu- dagar á isafirði GÖNGUSKÍÐAVIKA verður á Isafirði dagana 7.-13. maí n.k. sem ferðaskrifstofan Vesturferðir skipu- leggur í samvinnu við Einar Ólafs- son skíðagöngumann. Á hveijum degi verða gengnar ákveðnar leiðir í fjöllunum kringum Skutulsfjörð, Hnífsdal og Bolungarvík. Þetta er í þriðja sinn sem skíða- gönguvikan er haldin og segja skipuleggjendur að þetta sé eins konar framhald á hinni hefðbundnu skíðaiðkun sem fram fari i skíða- löndunum og að hægt sé að stunda skíðagöngu mun lengur en að vera á svigskíðum. I þessum ferðum gefist tækifæri til að ganga um stórkostleg svæði og þessi árstími sé valinn þar sem farið sé að vora og vonast megi eftir góðu veðri og útsýni en ennþá sé samt nægur snjór í fjöllum og færi gott. ■ una. Nánari upplýs- ingar og miðasala er á skrifstofunni. Fí Sunnud.7.maí liggur leiðin um Sandakra- veg og er brottför kl.10,30. Sandakra- vegur er gömul þjóð- leið. Alfaraleið úr Vogum og vestanverðri Vatns- leysuströnd lá um Vogaheiði til Grindavíkur og af þeirri leið lá vegurinn upp að Fagradalsfjalli meðfram því að vestan og niður í Grindavík. Svo virðist sem þessi leið hafi verið tiltölulega fjölfarin því gatan er víða greinilega mörk- uð í sléttar hraunklappir. Leið sú virðist þó ekki hafa verið vörðuð og því ekki ólíklegt að oft hafi orðið að treysta á ratvísi hestanna í náttmyrkri og misjöfnum veðrum. Kl.13 á sunnud. verður einnig gengið um Eldvarpahraun og í Eldvörpin sem er gígaröð norð- vestur af Grindavík. Eru þar gígar stórir og verulegur jarðhiti í einum gígnum og umhverfis hann. Þar voru stundum bökuð brauð áður fyrr. Mest munu hafa gert það íbúar Staðarhverfis í Grindavík og knúði eldiviðarskortur á um það. Þar hefur nú verið gerð djúpborun eftir gufu fyrir Hitaveitu Suður- nesja og hefur það heppnast vel. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni og Mörkinni 6. Miðvikudag lO.maí kl. 20 er kvöldganga frá Straumsvík um Ottarstaði. HVERNIG VAR FLUGIÐ vJ A/ V - Keflavík-London-Amman með Flugleiðum og BA British Airways -------------7 ÞAÐ var lagt stundvíslega af stað í þetta síðdegisflug til London. Örfáir voru á Sagafariými en svona hálffullt á Y-farrými. Það voru því næg blöð að lesa og barþjónusta hófst um 25 mínútum eftir flugtak. Ég skoðaði verðlista og vöruval í Sagabúðinni og sá mér til nokkurrar undr- unar að þar var ýmislegt mun _dýrara en í Leifsstöð, t.d. kostaði Elizabeth Ard- en-krem 2.700 þar en 3.100 í Sagabúðinni eða mjög svipað og það kostar í verslunum í Reykjavík. íhugunar- efni fannst mér það. Rækjukokkteill var hvorki í plús né mínus, kalt brauð með. Kjúkling- ur með gulrótum og brokkóli og steinseljukartöflum var þurr og kartöflurnar óætar. Rúllutertusneið með sítrónukremi var í plús. All- margir útlendingar sem sátu í grennd við mig mislíkaði stórum að þurfa að borga fyrir alla drykki. Mér er hulin ráðgáta af hveiju Flug- leiðir geta ekki a.m.k. boðið borðvín ókeypis. Góðviljinn sem fengist yrði útlögðum kostnaði meiri. Þjónustan var ópersónuleg og fjarræn og lítið vart þeirra liðleg- heita og notalega viðmóts sem hafa gert þjónustu um borð hjá Flugleið- um svo dægilega. Eftir góðan svefn á Ibis-flugvall- arhótelinu dreif ég mig út á Termi- nal 4 og tók British Airways-flug til Amman sem lagði af stað kl. 8.55 að breskum tíma. Ör- yggisatriði voru kynnt á skjá og í einu homi á skerm- inum voru þau flutt á tákn- máli. Síðan voru fréttir og fyrsta fréttin var um að John Major væri í heimsókn hjá Clinton og voru þeir sammála um að halda við- skiptabanninu á írak til streitu. Þar sem ég var á leið til íraks 2 dögum síðar lagði ég auðvitað sérlega vel við eyrun og hugsaði þeim þegjandi þörfína. Fljótlega var dreift sokkum, augnskyggju og heyrnartækjum og matseðli og klukkustund eftir flug- tak var farið að sýna myndina Spe- echless með Geenu Davis og Micha- el Keaton sem mér þótti hin ágæt- asta skemmtun. Matur var þolan- legur, salat, kryddaður kjúklingur með baunum og hrísgijónum var bragðgóður og í eftirrétt var arab- ískt sælgæti sem heitir omali og var þokkalegt. Við millilentum í Beirút í Líbanon öfj'Wv' ( / ) V' ). A;: \A\ *• -L, “ v- 'X - m V \ «f> V ’■ f,' k o :\ -r V ''/■‘A-'S. ssg/ eftir 4 klst. og 25 mínútna flug. Lendingin var óvenju harkaleg svo margir hrukku við og hrópuðu upp yfir sig en allt reyndist með felldu. Eftir klukkutíma í Beirút var svo síðasti leggurinn til Amman. Við- burðasnauður og tekur ekki nema klukkustund. Borið var fram kiwi, döðlur og vínarbrauð og te eða kaffi með. Allt í allt ósköp þokkaleg ferð, þægileg og greið þjónusta. Við vor- um komin á Amman-flugvöll um kl. 4 e.h, en á Amman og London er 2ja tíma munur. g Jóhanna Kristjónsdóttir Sjálfsafgreiðsla á flugvellinum FLUGFÉLAGIÐ SAS hefur nú kom- ið upp sjálfsafgreiðslu á tíu flugvöll- um á Norðurlöndunum. í flugblaði félagsins, Scanorama, er greint frá því að þannig geti farþegar sjálfir annast innritun og fengið brottfarar- spjald. „Innan tíðar verður tækjabún- aði til sjálfsafgreiðslu komið upp á fleiri flugvöllum. Þetta innritun- arkerfi flýtir fyrir, enda tekur af- greiðsla aðeins hálfa mínútu og far- þegar komast hjá því að standa í biðröðum við innritunarborð.“ Upplýsingar um hvemig nota á tækjabúnaðinn birtast á skjá og að UM 37 þúsund manns nota sjálfsafgreiðslu SAS í hverjum mánuði. sögn SAS-manna nota um 37 þúsund farþegar hann í hveijum mánuði. Sjálfsafgreiðsla á flugvelli er áþekk sjálfsafgreiðslu í hraðbanka. „Far- þegar stinga farseðli sínum í vélina og staðfesta flug sitt. Þeir tilgreina hversu margar ferðatöskur þeir hafa og velja sætanúmer, hafi þeir ekki látið taka frá sæti þegar þeir keyptu farseðil. Afgreiðsluvélin prentar út brottfararspjald og flugmiða til að festa á ferðatöskur. Tekið er á móti töskunum við færiband og síðan get- ur farþegi farið beint að brottfarar- hliði. Hægt er að rita sig inn með þessu móti í öll SAS-flug innan Evrópu.“ ■ FRÁ Jerúsalem Morgunblaðið/JK Fleiri til ísrael FERÐAMÖNNUM til ísrael fjölgaði talsvert á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls jókst straumurinn um 13%. The Jerusalem Post greindi nýlega frá þessu og vakti sérstaka athygli á auknum fjölda frá Jórdaníu. Munu þar einkum vera á ferð Jórdanir og Palestínumenn í heimsókn hjá ætt- ingjum, búsettum í ísrael. Friðsælla andrúmsloft Ýmsar ástæður eru nefndar fyrir auknum ferðamannastraumi til ísra- els, meðal annars friðsælla andrúms- loft. Hin mikla aukning frá Jórdaníu mun vera til komin vegna þess að nú er mun auðveldara en áður að fá vegabréfsáritun til landsins. Vikurnar kringum páska, elstu hátíð kristinna manna, kom mikill íjöldi pílagríma hvaðanæva að til Jerúsalem, enda voru páskar grísku réttrúnaðarkirkjunnar haldnir um svipað leyti. Gyðingar, sem í fyrnd- inni héldu páska til að fagna fyrstu kornuppskeru og sauðburði, minnt- ust fyrir tveimur vikum flóttans frá Egyptalandi á páskahátíð sinni. Á þessum árstíma fara býsna margir Bandaríkjamenn og Evr- ópubúar í dagsferðir frá Jórd'aníu til Jerúsalem og hafa ferðir þeirra áhrif á heildarfjölda ferðamanna til lands- ins, þótt heimsóknir þeirra séu innan við sólarhrings langar. ■ Bændaferð til Mið-Evrópu BÆNDAFERÐIR hafa ákveðið í samvinnu við ferðaskrifstofuna Sam- vinnuferðir-Landsýn að efna til 4. bændaferðarinnar til Mið-Evrópu,' þar sem uppselt er í hinar þijár. Verður flogið til Diisseldorf 27.júní og ekið suður Þýskaland til Ulm og gist þar í 2 nætur. Næst verður farið yfir Brenner- skarð til Garda-vatns á Ítalíu og gist á mjög góðu hóteli í bænum Riva við norðurenda vatnsins í fimm næt- ur. Farnar skoðunarferðir þaðan, m.a. til Feneyja og Veróna. Síðan verður ekið til baka og til Innsbruck og þaðan til Kufstein í Týról og gist í 2 nætur. Margir fallegir staðir skoð- aðir þar. Ferðin endar svo á því að gist er í 4 nætur á íbúðarhóteli í Bæjaralandi skammt fyrir sunnan Regensburg. Þaðan verða m.a. farn- ar skoðunarferðir til Prag. Hámarks- ijöldi þátttakenda er 49 og verð er 81 þúsund kr. á mann. Innifalið er flug, skattar, gisting í 2ja manna herbergjum, hálft fæði í 8 daga, morgunverður og kvöldverður, og skoðunarferðir og fararstjórn. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.