Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 B 3 DAGLEGT LÍF ' " a T m ','- \ | f J H I \) Morgunblaðið/grg Á fjórða tug islenskra karlmanna sátu karlaráðstefnuna. Þeir voru frá tvítugu og fram á sjötugsaldur Noregi og Danmörku, sýndu líka ein- dreginn vilja til áð halda þessu starfi áfram og stuðla að því að fleiri karl- aráðstefnur yrðu haldnar." Mlklð óunnlA í málefnum karla „Mér fannst merkilegt að sjá og skynja hversu mikið er að gerast í karlaumræðu. Jafnframt kom glöggt í ljós hversu ótrúlega mikið er óunn- ið í málefnum karla“, sagði Sigurður eftir ráðstefnuna. „Það er alveg ljóst að umræða um jafnrétti hefur lengi verið háð á for- sendum kvenna og karlar hafa verið hikandi. í framhaldi af þessari ráð- stefnu höldum við áfram að vinna að afmörkuðum málefnum karla, þessi hópur sem fór saman til Stokk- hólms. Það eru skýr skilaboðin af ráð- stefnunni hvort sem var frá konum eða körlum að jafnréttisbaráttan er fyrir bæði kynin. Jafnrétti á sem flestum vígstöðvum kemur báðum kynjum til góða. Karlmenn megi ekki líta svo á að þeir séu að gefa eftir og öfugt.“ Sigurður er á því að fyrir utan leikmyndahönnuður, voru meðal sautján þátttakenda á námskeið- inu. Þær sögðust hafa kynnst nýj- um möguleikum í meðferð ýmissa efna og kærkomið tækifæri hefði gefíst til að bera upp ýmis vanda- mál við sérfræðingana, sem virtust kunna ráð við öllu. Smáatrlðln Fyrir leikmann er forvitnilegt tengsl við herskyldu, sem er á hinum Norðurlöndunum, hafi íslenskir karl- menn fundið fyrir samkennd með meðbræðrum sínum. Hann sagði að það hafði verið fróðlegt að fá stað- festingu á því hvað íslendingar standi langt að baki nágrannaþjóð- unum með ýmis réttindi karla og það sé forgangsmál að sækja aukinn rétt fyrir feður. Ofbeldl hefur ekkert meA karlmennsku aA gera Á Norðurlöndunum er þegar búið að koma upp meðferðarstofnunum fyrir karla sem beita ofbeldi. íslend- ingar standa langt að baki nágranna- þjóðum hvað það varðar, en í haust mun íslenska karlanefndin gangast fyrir kynningarátaki um ofbeldi og karla. „Við munum vinna að því að koma á fót skipulegu meðferðarkerfi fyrir þá einstaklinga sem beita of- beldi og afla okkur upplýsinga á Norðurlöndum þar sem töluverð reynsla er komin á þessi mál. Fyrir- byggjandi fræðsla er einnig nauðsyn- leg. Það þarf að komast til skila að ofbeidi er óásættanlegt og hefur ekk- að kynnast vinnunni sem fram fer að tjaldabaki. Að ótal smáatriðum þarf að hyggja, t.d. eru efni, sem notuð eru í búninga og leiktjöld, oft lituð og þá þarf velja liti, fljót- andi eða duft, m.a. með tilliti til ljós-, þvotta- og slitþols. Meðhöndl- un sviðsgólfs fyrir ballettsýningar er með öðrum hætti en ef um leik- rit er að ræða. Núningurinn verður mun meiri og þá þarf að mála ert með karlmennsku að gera.“ í lok ráðstefnunnar í Stokkhólmi var það tekið saman í nokkra punkta hvað það er sem karlmennimir setja í forgang. 1. Það á að vera sjálfsagt að foreldr- ar fái sameiginlegt forræði yfir böm- um sínum. 2. Báðum foreldmm á að gefast kostur á að fá launað fæðingarorlof. Foreldrar eiga að geta ráðstafað fæðingarorlofi eftir aðstæðum. 3. Bæði kyn eiga að sinna her- skyldu. Ekkert land á að fangelsa þá sem neita að sinna herskyldu. 4. Ráða á fleiri karlmenn á leikskóla og í'yngstu bekki grunnskóla. 5. Rannsaka á hvers vegoa strákum gengur verr í skólum en stelpum. 6. Ofbeldi og karlmenn er mála- flokkur sem ber að rannsaka frekar og öllum karlmönnum á Norðurlönd- um á að bjóðast að fara í meðferð beiti þeir ofbeldi. 7. Karlmenn lenda frekar en konur í slysum og þá sérstaklega vinnuslys- um. Það ber að rannsaka nánar. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir gólfið með sérstakri málningu og annarri aðferð. Hlín og Hulda Kristín sögðu að hyggja þurfti að þessum atriðum og ótal öðrum. Þær sögðust, eins og aðrir þátttakendur, vera orðnar hafsjór af fróðleik og ýmsar hug- myndir hefðu vaknað, sem vonandi skiluðu sér inn í leikhúsin. ■ vþj ,,Sannur karl- maður er sannur ég“ „ÉG VAR fyrir nokkrum árum ráðvilltur sem karlmaður, hafði enga hugmynd um hvemig ég átti að vera. Hvaða hegðun átti ég að sýna, hvaða kröfur gat ég gert? Þegar ég fór í sambúð var ég óöruggur í hlutverki mínu sem maki, faðir og karlmað- ur,“ segir Axel Guðmundsson, einn þátttakenda frá íslandi. Ölll straumhvörfum í lífl mínu Axel segist hafa átt erfiða æsku og það hafi leitt hann til sjálfsskoð- unar. „Fyrir sjö árum fór ég á nám- skeið hjá manni sem heitir Terry Cooper og rekur Spectrum- stofnunina í London. Síðan hef ég reglulega sótt hjá honum nám- skeið og í fyrra hélt hann námskeið um karla og tilfinningar. Þessir dagar ollu straumhvörfum í lífi þeirra 20 íslensku karla sem tóku þátt í nám- skeiðinu. Eg var með miklar væntingar, vildi fá uppskrift að því hvernig ég ætti nú að vera sannur karimaður. Svarið var afar einfalt, í Stuttu máli þá var sannur karlmaður sannur ég, hvernig sem ég var og er. Ég átti að sleppa hlutverkunum sem lék. Auðvitað var það síðan heilmikil vinna að frnna út hver ég var og er.“ Marglr karlmenn ráAvllltir Axel segir að á umræddu karla- námskeiði hafi það runnið upp fyrir honum að það voru margir karlar á sama báti og hann — ráðvilltir. Og vegna þess hve auðvelt það er að ná áttum og hve gefandi og dýr- mætt það er þá vildi hann miðla reynslu sinni, gefa öðrum tækifæri á að öðlast sömu reynslu og hann. Dijúgur tími Axels á ráðstefnunni fór því í að kynna aðra ráðstefnu sem verður haldin á íslandi næsta sumar undir nafninu: „Men for men“. Það er breska stofnunin Spectrum sem hafði frumkvæði að henni og þar verður fjallað um karlmenn og til- finningar. LangþráA fyrsta skref „Þessi ráðstefna er langþráð skref í málefnum karla og virðingarverð sem slík. Að mínu mati endurspegl- aði ráðstefnan nákvæmlega stöðu karlmannsins í dag með því að vera mjög vitsmunaleg og fara lítið inn á tilfínningasviðið en það var líka gam- an að finna fyrir þeirri karlavakningu sem er að fara af stað.“ Axel segist hafa hitt marga menn á þessari ráðstefnu sem höfðu svip- aðan bakgrunn og hann og upp kom sú hugmynd að fara af stað með gerð myndar um stöðu karlmannsins í dag og karlavakning- una sem er að hefjast í heiminum. Hann hefur unnið við kvikmyndagerð og mik- ill hugur í mönnum um að láta verða af þessari hugmynd. „Mér fannst líka upp- örvandi að sjá á þessari ráðstefnu í Stokkhólmi að karlastarfíð sem ég hef tekið þátt í heima á íslandi jafnast á við það besta á Norðurlöndum og einnig að uppgötva að það sama er í gangi þar. Þessi ráðstefna fyllti mig því eldmóði og ég er ákveðinn í að virkja þá orku. Karlar hlttast tll aA auka auAlegAarvitund Axel er m.a. í klúbbi með karl- mönnum sem hittast reglulega til að treysta vináttuböndin en ekki síður til að auka auðlegðarvitund. Hvað felst i því? „Við hittumst mánaðarlega og skoðum okkur sjálfa, sérstaklega með tilliti til peningaviðhorfa. Við skoðum hvemig viðhorf okkar ráða auðlegð okkar eða hvernig þau hafa áhrif á tekjur okkar. „Á ég skilið að. verða ríkur? Þarf ég að verða ríkur? Til að skoða þetta betur sýslum við með sameiginlegan sjóð sem við söfnum í og er nokkurs konar per- sónulegur lífeyrissjóður okkar. Þar koma upp öll viðhorf okkar og reyn- ir virkilega á gagnkvæmt traust." Axel Guðmundsson F oreldrar þurfa að ala saman upp sterka einstaklinga > „ÞAÐ var áhugavert að sjá hversu mikið er að gerast í málefnum karla og sjá hve langt hin Norðurlöndin hafa náð með ýmis réttindamál karla, s.s. fæðingarorlof fyrir þá og athvarf fyrir karla sem beita ofbeldi,“ _ segir Einar Sveinn Ámason, einn ráðstefnugesta í Stokk- hólmi. „Það var full þörf á að hittdst og fá tæki- færi til að bera okkur saman við aðrar Norð- urlandaþjóðir og sjá hvar við, íslenskir karl- menn, stöndum." Einar Sveinn vinnur hjá ménntamálaráðuneyt- inu og starfar í bakhópi um jafnréttismál á Veg- um þess sem skal fylgj- ast méð framkvæmd 10. gr. jafnréttislaga um að ekki skuli mismuna kynjum og veita skuli fræðslu á öllum stigum grunnskóla- náms um jafnrétti. - Heldur þú að þessi ráðstefna muni breyta einhveiju í jafnréttisum- ræðunni? „Ég vona þáð. Það eina sem mér fannst vanta var meiri umræða um jafnréttismál í skólakerfinu því þar er verið að vinna allskonar tilrauna- starf. Það er hinsvegar hugur í þeim körlum sem ráðstefnuna sóttu. Það er meiningin að fylgja einstökum málum eftir og sumum þeirra strax. Það er t.d. aðkallandi að fá í gegn að feður fái launað fæðingarorlof, Tíðarandinn er að breytast og ungir feður vilja fá að tengjast bömum sín- um frá upphafi. Þeir líta hlutverk sitt öðrum augum en þeirra feður gerðu. Feð- ur hafa verið að taka sumarfrí í kringum fæð- ingu barnsins síns til að geta verið heima ög þetta er óviðunandi." VIA þurfum nð starfa saman Einar segir að nú þurfi íslensku karlarnir að ræða hvernig þeir vilji sjá þróunina fram- undan í jafnréttisbarátt- unni hvað þá varðar. „Það þýðir ekkert að einblína á það hvemig konur vílja hafa menn. Þannig gengur það bara ekki. Við þurfum að vinna þetta saman en menn geta ekki gengið inn í mynd sem konur búa til og karlar verða núna að finna sínar eigin leiðir inn í þessi nýju hlut- verk sem skapast hafa með breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Lykilatriðið er að karlar sem konur þurfa að vera jöfn á öllum sviðum, vera sterk og starfa saman að því að byggja upp sterka og jákvæða einstaklinga. Þá líður okkar vel og auðveldara verður að leysa öll mál. Einar Sveinn Árnason I I I nmommm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.