Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 16
HANDKNATTLEIKUR Viggó Sigurðsson um sigurmöguleika íslands gegn Rússlandi íkvöld íslendingar þurfa að eiga algjöran toppleik VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, þekkir manna best til rússneska liðsins, enda var hann í boði Rússa íæfingabúð- um með þeim og fyldist með lokaundirbúningi liðsins fyrir HM. Viggó telur ekki miklar líkur á að íslenska liðið eigi mögu- leika gegn Rússum, því það hljóti að koma að því að heims- meistararnir eigi góðan leik á HM. Ísland á auðvitað möguleika á að vinna Rússa í 16 liða úrslit- unum, en hann er ekki mikill held ég. Við þurfum að eiga algjöran toppleik og Rússar mega ekki eiga góðan dag. Þeir hafa verið að leika illa undanfarið en það virðist eins og þeir séu að koma upp,“ sagði Viggó við Morg- unblaðið eftir að ljóst var að Is- land mætti Rússum í 16 liða úr- slitum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Óraði þig fyrir því þegar þú varst með Rússum í æfingabúðum að ísland og Rússland myndu mætast í 16 liða úrslitum? „Nei, það er með ólíkindum að þetta skuli hafa raðast svona. Maður var ekki alveg búinn að átta sig á kerfinu á þessu móti og það er með ólíkindum að hvorki Rússland né ísland hafi unnið sinn riðil.“ Verður ekki snúið upp á hend- urnar á þér fram að leiknum til að fá uppgefin leikkerfi Rússanna og annað sem skiptir máli? „Nei, ég á nú ekki von á því, en ég hefði gaman af því að sjá hvernig aðstoðarmönnum íslenska liðsins hefur gengið að kortleggja Rússanna. Það sem ég sá og heyrði í ferð minni með Rússum er að sjálfsögðu algjört trúnarðar- mál og ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því að ég mun ekki bregðast því trausti og leka upplýsingum. En að sjálfsöögðu held ég með íslendingum í leikn- um.“ Eru Rússar með jafn gott lið og undanfarin ár? „Já, ef þeir ná eðlilegum leik þá eru þeir jafn góðir og undan- farin ár. En þeir hafa ekki spilað vel hér ennþá, en í ferðinni sem ég var með þeim í sá ég þá leika mjög vel. Maður reiknar með því að Rússar komi sterkir til leiks í úrslitakeppninni og ég veit að þjálfarinn reiknar með því. Rússar stefna alltaf að því að sigra og þeir ætluðu að vinna Tékkland með níu marka mun til að sigra í riðlinum og ef þeir fara í gang fyrir alvöru er erfitt að stöðva þá.“ Hvernig fer leikur íslands og Rússlands? „Ég held það verði mjög erfitt fyrir íslenska liðið að vinna það rússneska, það er einfaldlega of mikill getumunur á liðunum. Okk- ar menn þurfa að eiga algjöran toppdag og Rússar frekar slakan dag ef þetta á að heppnast. Þetta er alla vega mjög erfitt verkefni," sagði Viggó. Morgunblaðið/Sverrir JULIAIM Duranona mun líta á aðstæður hjá KA. Duranona hér á landi Stórskyttan Julian Duranona frá Kúbu kom hing- að til lands í gær og mun hitta forráðamenn handknattleiksdeildar KA að máli á morgun eða miðvikudag og líta á aðstæður hjá félaginu. Duranona er þrítugur að aldri og tæpir tveir metr- ar á hæð. Hann varð markahæstur í heimsmeistara- keppninni 1990 í Tékkóslóvakíu. Að sögn Andrésar Péturssonar, sem verið hefur honum innan handar hér a landi þá var leikmaðurinn settur í keppnisbann hjá landsliði Kúbu árið 1991, þegar hann neitaði að skrifa undir samning um að leika á Kúbu næstu tíu árin. Hann flúði land í október síðastliðnum og fór þá til Argentínu og hefur að undanförnu æft hand- knattleik með þarlendu liði. Fyrirhugað var að leikmaðurinn mundi mæta á æfingu hjá KA í kvöld en svo kann að fara að hann fresti því til að geta fylgst með leik fyrrum félaga sinna á Kúbu gegn Sviss. KORFUKNATTLEIKUR Danir loks lagðir fotím FOLX ■ FJÓRIR svissneskir leikmenn notuðu tækifærið á sunnudaginn og skelltu sér í golf á Hvaleyrarholt- svellinum í Hafnarfirði. Með þeim í för var einn svissneskur blaðamað- ur. Leikmennirnir létu vel af vellinum og frammistöðu sinni, allir nema blaðamaðurinn sem hætti leik vegna kulda^ ■ RÚSSAR æfðu í Laugardalshöll í gær- og tóku því nokkuð létt. í lok æfingarinnar kallaði þjálfari liðsins, Vladímír Maxímov í einn leikmanna sinna og sagði honum að fara í mark- ið. Síðan skaut þjálfarinn frá punktal- ínu, ef hann skoraði þurfti leikmaður- inn að gera 5 armbeygi'ur og réttur, en ef hann skoraði ekki gerði þjálfar- inn nokkrar magaæfingar. ■ DÖNSKU áhorfendurnir settu svip sinn á keppnina í C-riðli í Kópa- vogi. Þeir höfðu meðferðist stóran borða þar sem á var skrifað FRISK MEÐ DET HELE! og síðan R0DBY en það er nafnið á bænum sem flest- ir áhorfendurnir komu frá. Borði þessi hefur víða farið því hann geng- ur á milli hópa og hefur verið tekinn með á sundmót, knattspyrnuleiki og fleiri íþróttaviðburði. Heimsókn hans til íslands er 25. ferðalagið sem borð- inn var tekinn með í. ■ FORRÁÐAMENN sjónvarps- stöðvarinnar CWL seem keypti sjón- varpsréttinn frá HM eru mjög ánægðir með gang mála hér. Horst Liehtner framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að allt hafi staðist eins og stafur á bók og tók sérstaklega fram að íslendingar kynnu greini- lega vel til verka. „Þið skiljið vel þarfír auglýsenda og stuðningsaðila og við höfum ekki undan neinu að kvarta. Þetta er alveg nákvæmlega eins og það á að vera,“ sagði hann. Islenska körfuknattleikslandsliðið náði loks að vinna Dani í þriðja æfingaleik liðanna, 87:84, sem fram fór í Grindavík á laugardaginn, eftir að hafa haft yfir, 48:45, í leikhléi. íslendingar höfðu frumkvæðið þó aldrei yrði munurinn meiri en 8 stig. Danir náðu að jafna rétt fyrir leiks- lok en íslendingarnir bættu þá við og gerðum út um leikinn með víta- skotum. „Við fengum uppreisn æru eftir töpin tvö en Dariir eru með gott lið. Við náðum okkur á strik í síðasta leiknum og lékum af eðlilegri getu. Þó svo við næðum engum stórleik þá var þetta í lagi,“ sagði Torfi Magnússon landsliðsþjálfari. Iæikirnir voru liður.í undirbúningi íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lugano í Sviss í næstu viku. „Við getum lært mikið af leikjunum gegn Hollendingum um daginn og Dönum líka, því liðin eru sterk og ekki ósvipuð að styrkleika og þau lið sem við mætum í Sviss. Leik- menn liðanna eru flestir talsvert stærri en við og ætli þau séu ekki flest um 10 sentimetrum hærri en okkár lið að meðaltali. Þennan hæð- armun verðum við að yfirvinna með baráttu," sagði Torfi. Teitur Örlygsson gerði 25 stig og Falur Harðarson 24 og voru þeir bestu menn Islands en allir í hópnum fengu að spreyta sig. Herbert Arnar- son skoraði 10 stig, Valur Ingimund- arson 7, Guðmundur Bragason 7, Jón Kr. Gíslason 3, Hermann Hauks- son 3 og Guðjón Skúlason, Jón Arn- ar Ingvarsson, Sigfús Gizurarson og Marel Guðlaugsson með 2 stig hver. Hjá Dönum voru Flemming Daniels- en og Joakim Jerichow með 26 hvor og Mikkel Langager gerði 25. Englend- ingurtil KA ENSKUR framherji kom í gær til KA á Akureyri til viðræðna við félagið og leikur hugsanlega með því 2. deildinni í knattspyrnu í sumar. Sá sem hér um ræðir heitir Dean Martin og er 22 ára. Hann hefur verið á mála hjá West Ham, var lánaður þaðan til Colchester í vetur og fékk síðan frjálsa sölu hjá Lundúnarfélaginu í vor. Hann lék átta leiki með West Ham og gerði tvö mörk í þeim. Arnar skor- aði eitt ARNAR Gunnlaugsson skoraði mark Niirnberg, sem gerði jafn- tefli 1:1 gegn Zwickau. Ef Niirn- berg nær að halda sæti sínu í 2. deild, mun liðið fá aðstoð frá Bayer Leverkusen næsta keppn- istímabil. Leverkusen mun lána Niirnberg leikmenn. Þórður Guðjónsson lék allan leikinn með Bochum, sem tapaði fyrir Dortmund um helgina í 1. deildinni. Óskar var bjargvættur Ossveil FORRÁÐAMENN 2. deildarliðs- ins Ossweil óskuðu eftir því við Oskar Ármannsson, fyrrum landsliðsmann í handknattleik úr FH, kæmi til að leika þýðingar- mikill leik með Jiðinu um helgina. Þeir kölluðu á Óskar, eftir að lið- ið hafði tapað fimm leikjum í röð. Óskar kom, sá og sigraði í fallbaráttuleik gegn Hiittenberg, 24:18. Hann skoraði sjö mörk, fiskaði tvö vítaköst og átti fjöl- margar sendingar sem gáfu mörk. Með þessum sigri er Ossw- eil svo gott búið að bjarga sér frá falli. Kristján vel- ur HM-liðið EFTIR úrslitaleikinn um heims- meistaratitilinn i Laugardalshöll á sunnudaginn verður tilkynnt um val á HM-liði, eða úrvaísliði keppninnar. Það er Alþjóða hand- knattleikssambandið, IHF, og Adidas sem standa að kjörinu. Fimm fulltrúar hafa verið valdir í sérstaka'dómnefnd til að velja liðið og er Kristján Arason einn þeirra. Hinir eru; Hassan Mou- stafa Mussa frá Egyptalandi, sem er formaður nefndarinnar, Heinz Suter frá Sviss, Dietrich Spate frá Þýskalandi og Juan de Rios Roman Seco frá Spáni. Tilboðsverð áHM-leiki HM-NEFNDIN hefur ákveðið verð á HMjleiki dagsins í 16-Iiða úrslitum. Á Icikina í Laugardals- höll kostar 3.900 krónur í stúku, nema á G- og D-svæði þar sem stúkumiðinn kostar 2.900 krónur. I stæði kostar 2.200 krónur en 1.000 krónur í stæði á L-svæði sem er nýja álman í Höllinni. Á leikina í Kópavogi er hæg( að fá tvo stúkumiða fyrir verð eins, eða 3.900 krónur. Eins er tilboðsverð á barnamiðum, 500 krónur. Sama verð er á leikina á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.