Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 B 7 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR slenska landsliðið er í jöfnum riðli í Evrópukeppninni Mikilvægt að komast upp úr riðlinum ÍSLENSKA körfuknattleiks- landsliðið heldur til Sviss í dag en þar mun liðið taka þátt í einum riðli Evrópukeppninnar, og er þetta ein mikilvægasta ferð sem körf uknattleiks- landslið hefur farið í. Þetta er mjög mikilvæg ferð því við verðum helst að komast áfram úr riðlinum," sagði Torfi ■■■■ Magnússon landsl- SkúliUnnar iðsþjálfari í samtali Sveinsson við Morgunblaðið í sknfar gær. „Ef við kom- umst áfram þá erum við komnir í riðil þar sem leikið verður heima og að heiman. Það er mjög mikilvægt fyrir körfubolt- ann að fá landslið heim og spila við þau og því er þessi ferð mikilvæg. Ef við komumst ekki áfram þá má segja að framundan sé uppbygging- arstarf því þá eru engin verkefni nema Norðurlandamótið á næsta ári og svo Evrópukeppnin aftur eft- ir tvö ár.“ -Nú lék liðið illa ísíðustu æfínga- leikjunum. Eru menn svartsýnir á að komast áfram? „Nei, ég er ekkert svartsýnn á það, en til þess að það takist þurfum FOLX ■ MANCHESTER Utd. og Everton leika til úrslita um enska bikarinn á Wembley-leikvangin- um í London í dag. Yfír 80.000 aðgöngumiðar höfðu verið seldir í gær og þar af fengu liðin 27 þúsund miða en leikvangur- inn tekur 91.000 áhorfendur. Frá Bob Hennessy í Englandi við að eiga nokkra góða leiki og þá sérstaklega fyrstu tvo leikina, sem ég held að séu þeir mikilvæg- ustu. Við mætum Austurríkismönn- um í fyrsta leik á mánudaginn og síðan Sviss á þriðjudaginn. Við vit- um ekkert um Austurríkismenn, en við lékum gegn þeim fyrir tveimur árum. Leikurinn gegn Sviss held ég að verði úrslitaleikur um hvort við komumst áfram og við eigum Svissarana á nýlegu myndbandi. Annars er þessi riðill mjög jafn, miklu jafnari en í fyrri Evrópumót- um, og í rauninni getum við tapað öllum leikjunum, en við getum líka sigrað í þeim öllum, og það er það sem við ætlum auðvitað að reyna," sagði Torfi. Keppt er í þremur riðlum um helgina, einn'er í Sviss, annar í Makedóníu og sá þriðji í Englandi. Sjö lið eru í hverjum riðli og kom- ast þrjú lið áfram úr hveijum og einum. Auk þeirra þjóða sem áður eru nefndar eru Rúmenía, Portúg- al, Skotland og Kýpur í riðlinum í Sviss. Torfi bjóst ekki við að ísland ætti mikla möguleika gegn Rúmen- íu, ekki hefði tekist að sigra Portúg- al í áratug og liðið hefði tapað í fyrsta sinn fyrir Kýpur í fýrra. VALUR Inglmundarson hefur lelkið flesta landsleikl íslands ■ EVERTON hefur oftast allra liða tapað úrslitaleik í ensku bikar- keppninni á Wembely, eða sjö sinn- um af ellefu. ■ DENIS Irwin hefur skorað flest mörk United í enska bikam- um á leið liðsins i úrslitaleikinn, eða fjögur talsins. ■ MARK Hughes hefur þrisvar sinnum verið í sigurliði ensku bikarkeppninnar og með sigri í dag yrði hann fyrstur til að sigra fjór- um sinnum. ■ IAN Rush, leikmaður Liverpo- ol, hefur skorað fleiri mörk en nokkur annar í úrslitum enska bik- arsins, eða fimm samtals. ■ DANIEL Amokachi, leikmað- ur Everton, verður fýrsti Nígeríu- maðurinn til að spila til úrslita um enska bikarinn. Leikurinn verð- ur sýndur beint í heimalandi hans og er það í fyrsta sinn sem er sýnt beint þangað frá úrslitaleik í Eng- landi. Amokachi kemur frá Kad- una, sem er 3.000 manna þorp. ■ PETER Schmeichel, mark- vörður Manchester United, segir að mikill áhugi sé fyrir úrslitaleikn- um í Danmörku. „Það er mun meiri áhugi á þessum leik en úr- slitaleik dönsku bikarkeppninnar,“ sagði hann. Evrópa á langt í land Faðir körfuknattleiksins í Rússlandi, Aleksandr Gom- elsky, sagði við útnefningu sína í „heiðursflokkinn" í vik- unni að Evrópa ætti enn langt í land með að ná bandarískum körfubolta að gæðum. „Körfu- bolti í Evrópu gerist betri og betri en kemst ekki nálægt þeim bandaríska að gæðum,“ sagði Gomelsky og bætti við í léttum tón „í Bandaríkjunum er spilað- ur körfubolti á mörgum stigum, það er byijað með krakka, síðan í menntaskólum og þamæst í atvinnumennsku. Krakkar byija að leika sér með bolta eftir að þeir byija að tala.“ Gomelsky skráði nafn sitt á spjöld Ólympíusögunnar þegar hann stýrði liði sínu til gullverð- launa í Seuól 1988 og batt þá enda sigurgöngu bandaríkja- manna. Hann þjálfaði einnig sovéska landsliðið sem vann 7 Evrópukeppnir og tvö heims- meistaramót. „Við höfum marga góða leik- menn í Evrópu en hvergi eins marga og eru í Bandaríkjunum. í Rússlandi er enn fleira fólk sem fer á íshokký- og knatt- spyrnuleiki - körfubolti er enn númer þijú“. En Gomelsky segir sanna að Evrópskur körfubolti sé á upp- leið, hve margir leikmenn frá Evrópu spili nú þegar í NBA- deildinni, þar nægi að benda á Sarunas Marciulionis, sem var í liði sovétmanna i Kóreu 1988, Vlade Divac hjá Lakers, Detlef Schrempf hjá Sonics, Dino Radja hjá Celtic, Rik Smits hjá Pacers og Toni Kukoc hjá Bulls. „Við spiluðum 12 leiki við þá fyrir Olympíuleikana 1988 og unnum 10 af þeim,“ sagði Gom- elsky „ og þar var ekki um neina aukvisa að ræða, til dæmis David Robinson, Danny Mann- ing og Mitch Richmond." Gomelsky er nú í rússnesku Ólympíunefndinni og vinnur að undirbúningi fyrir OL í Atlanta 1996. Hann gerir sér ekki falsk- ar vonir um árangur rússu eða annarra Evrópuþjóða þar: „Það er ekki spurning - nýja draumal- iðið getur ekki tapað.“ KNATTSPYRNA 2.deildin hefstá mánudaginn KEPPNI f 2. deild karla hefst á mánudaginn og verður þá leikin heil umferð. KA tekur á móti Víkingi, Stjarnan fær ÍR í heimsókn, Skallagrímur fer í Garðinn og leikur við Víði, Fylkir og HK eigast við í Árbænum og Þróttur í Reykjavík leikur við Þór frá Akureyri í Sæviðarsundi. Iðkenda- tryggingar Sjóvá- Almennar og KSÍ hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis áð unnið verði að þróun samstarfssamnings við fyrstu, annarar og þriðju deildarfélögin. Smningurinn fæli I sér iðkenndatryggingu fyrir alla iðkenndur knatt- spyrnu þjá þessum félögum og að Sjóvá-Almennar verði styrktarðaili annarar og þriðju deildar. Stefnt er að því að samningurinn liggi fyrir í október á þessu ári. Þriðja deildin byrjuð FJÓRIR leikir verða í 3. deild í dag en fyrstu leikimir voru í gærkvöldi. BÍ og Dalvík eig- ast við, Ægir og Selfoss, Leiknir R. og Þróttur Nes og loks Völsungur og Haukar. Stúlkur byrja eftir viku KEPPNI f l.deild kvenna hefst ekki fyrr en laugardaginn 27. maf og verður þá heil umferð. íslandsmeistarar Breiðabliks fara norður yfii- heiðar og leika við ÍBA, Valur fær IA f heimsókn, Haukar taka á móti KR og Stjaman og ÍBV eigast við. Allir leikirnir hefjast kl. 14 nema viðureign ÍBA og Breiðabliks sem verður flautuð ákl. 17. FELAGSLIF Stuðningsmenn FH Stuðningsmannafundur Knattspymudeildar FH verður haldinn í Kaplasal mánudaginn 22. maf klukkan 20.30. Gamlir og nýir fé- lagar velkomnir en þjálfari og leikmenn koma og ársmiðar fyrir komandi leiktið verða endurnýjaðir. Víkingar funda Víkingar verða með almennan félagsfund í Víkinni, laugardaginn 20. maí kl. 15. Pétur Pétursson, þjálfari Vfkings, mætir og ræðir um keppnistímabilið sem er að hefjast. Þorvaldur gerði _ fyrstamark íslandsmótsins ÞORVALDUR Logason í Fjölni í Grafarvogi gerði fyrsta mark íslandsmótsins í knattspyrnu sem hófst á Leiknisvelli í gærkvöldi. Þá mættust Fjölnir og Höttur í 3. deild og vann Fjölnir 3:2. Þor- valdur skoraði á 36. mínútu leiks- ins en Andri Marteinsson og Magnús Scheving gerðu hin mörk Fjölnis. Kári Jónsson og Sigurður Magnússon gerðu mörk Hattar. Árni Sæberg, Ijósmynd- ari Morgunblaðsins, var á staðn- um og er mynd hans til hliðar frá viðureigninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.