Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 B Möguleikar stóru sölusamtakanna í samkeppni um viðskipti sjávarútvegsfyrirtækja FRETTASKYRilMG SH hefur meiri burði fjárhagslega Islenskar sjávarafurðir Ur ársreikningi fc Sölumiðstöð hraðfrystihúsann. Úr ársreikningi Hagnaður: m Hagnaður: Móðurfélag lcel. Seefood Corp., Bandar. 68,0 m.kr. 31,7 m.kr. Móðurfélag Coldwatewr, Bandar. 302,6 m.kr. 117,5 m.kr. Icel. Seefood Ltd., Bretlandi 6,6 m.kr. Icel. Freezing Pl., Bretl. 134,3 m.kr. Útvegsf. samvinnurn. hf. -11,2 m.kr. Icel. Freezing Pl., Þýskal. 4,2 m.kr. Icel. France, Frakklandi 13,3 m.kr. lcel. Freezing Pl., Japan 0,1 m.kr. Jöklar hf. 37,6 m.kr. Umbúðamiðstöðin hf. 13,4 m.kr. Sæmark - lcecon hf. 1,9 m.kr. Áhrif innri viðskipta -0,9 m.kr. Eigið fé samsteypunnar 1.226 m.kr. Eigið fé samsteypunnar 3.100 m.kr. Eiginfjárhlutfall 21,0% Eiginfjárhlutfall 24,3 % Veltúfjárhlutfall 1,18 Veltufjárhlutfall 1,38 Velta móðurfélags 14.200 m.kr. Velta móðurfélags 38.400 m.kr. Veltufé frá rekstri 148 m.kr. Veltufé frá rekstri 329 m.kr. REKSTRARHAGNAÐUR Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og dótturfélaga var 623 milljónir kr. á síðasta ári og íslenskar sjávaraf- urðir hf. högnuðust um 89 milljón- ir. Afkoma beggja félaganna batn- aði frá fyrra ári. SH er með tvö- falt meiri veltu en ÍS þannig að munurinn á hagnaði fyrirtækjanna er miklu meiri en nemur stærðar- mun. Þegar litið er lengra inn í reikningana, á veltufé frá rekstri er munurinn minni, 150 milljónir kr. myndast í móðurfélaginu hjá ÍS og 330 milljónir hjá SH. Annars er erfitt að bera saman ársreikn- inga þessara tveggja fyrirtækja því félagsform þeirra er mismunandi. Sölumiðstöðin er rekin sem sölu- samtök félagsmanna en íslenskar sjávarafurðir eru hlutafélag. Fjármunatekjur uppistaðan í hagnaði SH Af 623 milljóna króna hagnaði SH er tæpur helmingur af eigin rekstri félagsins, rúmur helmingur er af dótturfélögum, aðallega er- lendis. Sölusamtökin eru ekki sjálf- stæður skattaðili þannig að mis- munur tekna og gjalda, 302 milljónir kr., færist allur til tekna hjá eigendunum og er skattlagður þar. Rekstrarhagnaðinum er þó haldið eftir í fyrirtækinu, í nafni hvers og eins eiganda, á svokölluð- um endurgreiðslureikningi sem er hluti af „eigin fé“ félagsins. Eig- endurnir fá vexti af inneign sinni, jafngildi arðs, á síðasta ári 10‘/2%, en að öðru leyti helst hagnaðurinn í fyrirtækinu þar til viðkomandi fyrirtæki vill ganga úr því, þá greiðir SH hlutinn út samkvæmt ákveðnum reglum. Athygli vekur að Sölumiðstöðin hefur 203 milljóna kr. fjármuna- tekjur á móti 46 milljóna kr. íjár- munagjöldum. Má því halda því fram að stór hluti hagnaðar fyrir- tækisins myndist utan við hinn eig- inlega rekstur. Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fjármála, tekur undir það og bendir á að þau 2% umboðslaun sem fyrirtækið tekur fyrir þjónustu sína séu ekki það há að mikill afgangur verði af þeim: Að sögn Bjarna eru fjármunatekj- urnar gengishagnaður, vextir af viðskiptakröfum og fleira þess háttar. Hagnaður dótturfélaga SH er alls um 320 milljónir kr. Mesti hagnaðurinn er af sölufyrirtækjun- um í Bretlandi, 134 milljónir kr., og í Bandaríkjunum, 118 milljónir kr. Myndast hagnaðurinn aðallega af rekstri fiskréttaverksmiðja fé- laganna. IFPL í Bretlandi hefur verið á leið upp úr miklum öldudal og hefur allur hagnaður síðustu tveggja ára farið í að rétta við höfuðstólinn sem var neikvæður fram á mitt síðasta ár og til að byggja verksmiðjuna upp. Coldwat- er Seafood í Bandaríkjunum hefur Bæði stóru sölusamtökin hafa birt ársreikninga. Af þeim að dæma virðist SH vera mun sterkara fjár- hagslega en ÍS til að keppa um hylli sjávarút- vegsfyrirtækjanna, að mati Helga Bjarnasonar. Bæði hafa þó sinn drösul að draga, útgreiðslur af höfuðstól og bundið fé. greitt hagnað til móðurfyrirtækis- ins, liðlega 40 milljónir kr. á síð- asta ári, en hagnaðurinn að öðru leyti farið til uppbyggingar fyrir- tækisins. ÍS notar 40 milljónlr af hagnaðinum til arðgreiðslna Hagnaður íslenskra sjávaraf- urða var 89 milljónir kr. á síðasta ári og þar af var hagnaður móð- urfélagsins 68 milljónir. Er þá búið að draga frá reiknaðan tekjuskatt að fjárhæð tæpar 30 milljónir kr. Dótturfélögin bera 21 milljón í búið. Þar munar mest um 32 millj- óna kr. hagnað Iceland Seafood í Bandaríkjunum en á móti kemur 11 milljóna kr. halli Útvegsfélags samvinnumanna hf. Útsam er eignarhaldsfyrirtæki sem ÍS notar til að kaupa hlutabréf í innlendum sjávarafurðafyrirtækjum. A aðalfundi ÍS var samþykkt að greiða 6% arð af hlutafé til hlut- hafa vegna rekstrar síðasta árs og fara um 40 milljónir af hagnaðinum í það. Þá hefur félagið ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuð- stöðva í Reykjavík og kaupa hluta- bréf í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Hermann Hansson, stjórnarfor- maður íslenskra sjávarafurða hf., segir að fyrirtækið hafi átt hús- næði sem selt var í lok síðasta árs. Gert sé ráð fyrir því að fyrirtækið verði jafnsett fjárhagslega eftir fjárfestingu í nýju höfuðstöðvunum sem áætlað er að kosti ÍS 140-160 milljónir kr. og það var fyrir. Segir Hermann að stjórnendiy félagsins hafi metið kosti þess að leigja hús- næði eða byggja og talið síðar- nefnda kostinn hagkvæmari. Bréf í Vlnnslustöðinnl eignfærð á kostnaðarverði Islenskar sjávarafurðir keyptu um 30% hlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum á síðasta ári á 150-160 milljónir kr. Bréfin hafa því verið keypt á genginu 1,8 til 1,9. Fram kemur í reikningum ÍS að eignarhlutir í öðrum félögum en dótturfélögum séu metnir á kostnaðai-verði framreiknuðu til ársloka. Eru bréf ÍS í Vinnslustöð- inni því væntanlega eignfærð um síðustu áramót á örlítið hærri fjár- hæð en nemur kaupverði þeirra. Nafnverð bréfanna er hins vegar um 84 milljónir kr. Ný hlutabréf Vinnslustöðvarinnar seldust í lok síðasta árs á genginu 1,05 og síðan félagið var skráð á Verðbréfaþingi hefur það verið gengi bréfanna. Markaðsverð bréfa í félaginu er því nú, samkvæmt þessu verðmati, um 88 milljónir, um 70 milljónum kr. undir framreiknuðu kostnaðar- verði. Hermann segir að ekki hafi verið talið rétt að færa verðmæti bréfanna niður við uppgjör reikn- inga síðasta árs. Verðmætamatið yrði þó áfram til umræðu. SH fjárhagslega sterkara Þessi tvö sölufyrirtæki hafa und- anfarna mánuði átt í vaxandi sam- keppni um sölusamninga fisk- vinnslufyrirtækjanna, allt frá því ÍS keypti hlut Bjarna Sighvatsson- ar í Vinnslustöðinni og fékk þar með sölumál þess frá frá SH. Bæði sölufyrirtækin hafa þurft að leggja í umtalsverðar fjárfestingar til að halda viðskiptum, SH á Akureyri og ÍS á Húsavík. Aðgerðin á Húsa- vík kostar Útvegsfélag samvinnu- manna hf. sem er eignarhaldsfélag í meirihlutaeigu ÍS og fyrirtækin tvö sem komu með því inn í Fisk- iðjusamlag Húsavíkur hf. um 90 milljónir kr., að sögn Hermanns en ekki er upplýst hvernig þau skipta ijárfestingunni á milli sín. Af reikningum fyrirtækjanna að ráða virðist SH vera mun sterkara fjárhagslega til að taka þátt í áframhaldandi kapphlaupi um frystihúsin, að „kaupa sér við- skipti“, eins og það hefur verið orðað. Áður hafa verið nefndar tölur um árlegan hagnað. Eigið fé ÍS samkvæmt samstæðureikningi er innan við 1 milljarður kr. en eigið fé SH samkvæmt samstæðu- reikningi er yfir 3 milljarðar kr. Svo fleiri dæmi séu tekin þá er veltuijárhlutfall SH, það er veltu- fjármunir á móti skammtímaskuld- um, 1,38 en 1,18 hjá ÍS. Sjálfvirkar útgreiðslur Bæði fyrirtækin hafa sinn drösul að draga. Stöðugt getur þurft að greiða út úr þeim hluta hagnaðar- ins. Þá er meginhluti eigin íjár þeirra bundinn í sölufyrirtækjunum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meginhluti eigin fjár Sölumið- stöðvarinnar er bundinn í dótturfé- lögunum erlendis, einkum Coldwat- er Seafood í Bandaríkjunum. Bjarni Lúðvíksson segir að mögulegt sé að taka fé af höfuðstóli fyrirtækj- anna og flytja til íslands en það kosti það að greiða þurfi nokkurs konar brottfiutningsskatt af pen- ingunum. Sömu söguna er að segja um íslenskar sjávarafurðir. Stór hluti höfuðstóls þeirra felst í eigin fé Iceland Seafood í Bandaríkjun- um. Hermann Hansson segir að þeir fjármunir sem orðið hafi til í fyrirtækjunum hafi ekki verið flutt- ir heim, heldur notaðir til uppbygg- ingar úti á mörkuðunum. Sölumiðstöðin verður fyrir blóð- töku í hvert skipti sem aðildarfyrir- tæki ákveður að segja sig úr félags- skapnum. Hingað til hefur eignar- hlutur fyrirtækjanna verið greiddur út af höfuðstóli Sölumiðstöðvarinn- ar. Við það hefur eignarhlutur ann- arra aðildarfyrirtækja aukist án þess að þau legðu fram peninga til kaupanna. Þannig voru eignarhlut- ar Einars Guðfinnssonar hf. og Hjálms hf., alls kr. 148 milljónir kr., greiddir út á síðasta ári. Nú hefur reglum um þessi kaup verið breytt þannig að eignarhlutir sem SH kaupir færast til eignar á efna- hagsreikningi og því eykst ekki eignarhluti þeirra sem eftir eru nema þeir leggi fram fjármuni til að kaupa hlutinn af Sölumiðstöð- inni. Er þetta líkara því sem tíðk- ast í hlutafélögum. Á næsta ári verður hlutur Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum keyptur sam- kvæmt nýju reglunum. íslenskar sjávarafurðir eru blandað hlutafélag, í því eru bæði framleiðendur og fjárfestar. Rekst- ur þess getur því ekki miðast við þarfir framleiðendanna einna, íjár- festarnir krefjast arðs af sínum fjármunum. Að vísu fara hagsmun- irnir saman hjá mörgum framleið- endum þar sem þeir eiga einnig hlutafé. Hermann segir að vissulega séu mismunandi áherslur í hlut- hafahópnum en hingað til hafi það ekki valdið vandræðum. Segir hann að lögð sé áhersla á að hafa jafn- vægi í efnahagnum. Það hafi for- gang að greiða niður afborganir af lánum og arð til hluthafa. Síðan komi til greina að ráðast í fjárfest- ingar sem vonast sé eftir að skili fyrirtækinu arði. íslenskar sjávaraf- urðir hyggist ekki fjárfesta í hluta- bréfum fyrir lánsfé. J Tö<»a,'nadaSI*e/ÍÍ H 10. og 11. júní: Hinn eini sanni Ómar Ragnarsson ^ Söngsystur ^ Hljómsveitin Berir á milli laga ^ Glæsilegur 3ja rétta hópmatseðill jf ^ Verð kr. 2.990 á HUUkVÍS MF. Hamraborg 5 200 Kópavogur Símar 564 1550 & 564 1545 Fax 554 1651

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.