Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 B 7 GREIIMAR Regnhlífarsamtök fjölda samtaka yst á hægri væng „Líkt og Magnús sjálfur heldur Þórður Hjartarson því fram að Magnúsi hafí verið boðið út af banda- rískum þingmönnum. Það er auðvitað ekki rétt,“ skrifar Arni Finnsson hér og bætir við:„ Honum var boðið út á vegum „Congressional Sportsmen Foundation“, sem hvorki er þingnefnd né samtök þingmanna heldur hagsmunasamtök þeirra sem setja hagsmuni skotveiðimanna á oddinn.“ Þann 17. maí sl. birtist í Úr Verinu grein eftir Þórð Hjartarson þar sem fram kemur misskilningur um starf og stefnu Greenpeace. Samtökin vinna fyrst og fremst að vemdun lífríkis sjávar. Þar af leið- andi vilja þau stöðva ofveiðar á fiski, notkun veið- arfæra sem skaða lífríkið, en jafn- framt vilja þau stuðla að ábyrgri fiskveiðistjórnun. Aðrir mikilvægir þættir í starfi Greenpeace er bar- átta samtakanna gegn losun geisla- virks úrgangs og annarra eiturefna í hafíð. Þórður Hjartarson virðist halda að Greenpeace fylgist sérstaklega með ferðum Magnúsar Guðmunds- sonar. Þetta er auðvitað misskiln- ingur. Magnús auglýsir sjálfan sig meir en nógu vel til að spara Green- peace slíka vinnu. Dæmi um það er viðtal við Magnús í Alþýðublað- inu þann 3. maí sl. þar sem hann upplýsir lesendur blaðsins um að „Eg er að fara þama út [það er til Washington] til að sýna hátt í tvö- hundmð bandarískum þingmönnum myndirnar og ræða við þá um efni þeirra að sýningu lokinni. Það em nokkrar nefndir þingsins sem standa að fundinum." Mikil tíðindi, ef satt væri. Hagsmunasamtök skotvelöimanna Líkt og Magnús sjálfur heldur Þórður Hjartarson því fram að Magnúsi hafi verið boðið út af bandarískum þingmönnum. Það er auðvitað ekki rétt. Honum var boð- ið út á vegum „Congressional Sportsmen Foundation", sem hvorki er þingnefnd né samtök þingmanna heidur hagsmunasamtök þeirra sem setja hagsmuni skotveiðimanna á oddinn. Eins og fram kom í fréttatilkynn- ingu Greenpeace frá 12. maí sótti einn þingmaður úr fulltrúadeildinni, Don Yong frá Alaska, fundinn. Magnús hefur reyndar látið hafa eftir sér að fleiri þingmenn hafi sótt fundinn, en hann gat ekki nafn- greint þá. Þórður Hjartarson nefnir til sög- unnar samtökin „Alliance for Amer- ica“ (AFA), sem hann kallar gras- rótarhreyfíngu með yfir 10 milljón- ir meðlima og veitt hafi hvalveiðum öflugan stuðning. Staðreynd sem Greenpeace hafi láðst að nefna. Mér er bæði ljúft og skylt að upp- lýsa lesendur Úr Verinu um þessa bandamenn Magnúsar Guðmunds- sonar. AFA eru regnhlífarsamtök fjölda samtaka eða hreyfínga, yst á hægri væng bandarískra stjórn- mála og/eða þeirra sem hafa að markmiði að beijast gegn umhverf- isverndarsamtökum. Dæmi um slík samtök eru „National Rifle Assoc- iation", sem berjast fyrir rétti Bandaríkjamanna til að bera skot- vopn og „American Freedom Coa- lition“. Meðal helstu talsmanna hinna síðar nefndu er hinn þekkti hægri-öfgamaður Ron Amold, en sá hefur - að eigin sögn - kostað ferðir Magnúsar Guðmundssonar til Bandaríkjanna. Englnn óhróður í ljósi þess að JC-hreyfíngin í Bandaríkjunum lýsti yfír að hún væri ekki á nokkurn hátt viðriðin söfnunarátak JC-Nes til að kaupa og dreifingar á myndum Magnúsar til háskóla í Bandaríkjunum, mælt- ust Greenpeace til þess að JC-Nes upplýsi íslendinga um hvaða aðilar það séu í Bandaríkjunum sem munu sjá um að dreifa myndum hans vestra. Þetta er að sjálfsögðu eng- inn óhróður, líkt og Þórður Hjartar- son heldur fram, heldur eðlileg til- mæli svo þeir sem vilja gefa fé í þetta átak geti verið fullvissir um að myndböndunum verði ekki hent á ruslahaugana þegar þau koma til Bandaríkjanna. Öfgamenn sem fáir hlusta á Bandamenn Magnúsar Guð- mundssonar í Bandaríkjunum eru tæpast hvalveiðistefnu íslenskra stjómvalda til mikils framdráttar þar í landi. Þrátt fyrir mikla hægri- sveiflu í bandarískum stjórnmálum er engu að síður um öfgamenn að ræða, sem fáir hlusta á. Enn síður eru þessi samtök, sem hampa Magnúsi sem mest, bandamenn Is- lendinga í umhverfismálum. Glöggt dæmi um það er andstaða íslenskra stjómvalda við að breska olíubor- pallinum Brent Spar verði sökkt í Norður-Atlantshaf ásamt miklu magni eiturefna og íslenska ríkis- stjómin hefur mótmælt með bréfí frá Guðmundi Bjamasyni umhverf- isráðherra til breska starfsbróður síns, John Gummer. Bandamenn Magnúsar Guðmundssonar, hins vegar telja ekkert athugavert við slíka umgengni við náttúruna enda felast hagsmunir þeirra í því. Það er einmitt þess vegna sem þeim er svo uppsigað við umhverfisverndar- samtök eins og Greenpeace. Höfundur er talsmaður Greenpe- ace Ámi Hinriksson Ráðstefna um kvótann FISKIFÉLAG íslands gengst fyrir ráðstefnu um kvótakerfí í sjávarút- vegi, fískveiðistefnuna, reynsluna og framtíðina. Ráðstefnan verður hald- inn eftir viku, miðvikudaginn 31. maí. Fimm megin þættir verða á ráð- stefnunni: Ragnar Árnason, prófess- or í fískihagfræði í viðskipta- og hagfræðiheild Háskóla íslands, fjall- ar um fískveiðistjómunarkerfi ann- arra landa. Snjólfur Ólafsson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands, fjallar um íslenzka fiskveiðistjórnun og hagkvæmni hennar. Agnar Helgason, sem vinnur að doktorsritgerð við Brunel Uni- versity í London, flytur erindi um íslenzka fískveiðistjórnun og eignar- hald í sjávarútvegi. Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Farmanna- og fískimannasambands íslands ræðir um íslenzka fískveiðistjómun og brottkast fisks. Þeir Þorvaldur Garð- arsson, skipstjóri í Þorlákshöfn, Ein- ar Oddur Kristjánsson, alþingismað- ur frá Flateyri og Sigurbjöm Svav- arsson, útgerðarstjóri Granda, fjalla um aðra kosti við fiskveiðistjórnun og hvort þeir séu raunhæfir. Ráðstefnan er öllum opin og er skráning hjá Fiskifélagi íslands. Skráningargjald er 1.500 krónur. Morgunblaðið/Helea Jónasdóttir • STEINBÍTSAFLI hefur verið tíðin hefur staðið yfir í tvo mikill á Vestfjörðum á vertíð- mánuði og steinbítinn veiða inni, sem er að ljúka. Oddi á bátar frá 6 tonnum upp í 50 Patreksfirði tók á móti meira tonn auk Núps, sem er í eigu en þúsund tonnum og við tæki- fyrirtækisins. Steinbitsafli á bát færi var starfsfólkinu boðið upp fór upp i 270 tonn mest. á sérstaka steinbitstertu. Ver- BíS 7VOO TOU A'F : 100% OG-■ í VELSNYRTUH STBÍN&ÍT l STEIIMBÍTSTERTA VOLVO kATA SMIOJÆ^ GUfíMUNDAR BRIMBORG EyrartrtXS 13, pósthótf 82 222 Hafnarfiröi. Simi 5651088 og 555 0818 Fax 565 2019 Nýr og endurbættur Sómi 860 frá Bátasmiöju Guðmundar í Hafnarfirði nær ótrúlegum ganghraða með nýrri sérhannaðri | Volvo Penta TAMD63 vél. Vélin er 360 hestöfl og er aftast í bátnum með V-gír i en þannig næst stóraukið lestarrými eða um 50%. Fullhlaðinn með 3 tonn af afla nær báturinn 25 sjómílna hraða sem er tnun meira en aðrir fiskibátar. RAÐACGi YSINGAR Vélstjóri óskast á frystitogara. Vélastærð 2.005 kw. Upplýsingar í síma 98-13400. Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum. KVtiftTABANKINN Til leigu Humar, þorskur, ýsa, ufsi og skarkoli. Verkmenntaskólinn á Akureyri Utvegssvið á Dalvík Innritun hafin. Boðið er upp á: 1. og 2. stigs skipstjórnarnám. Fiskiðnaðarnám. 1. bekk framhaldsskóla. Upplýsingar í síma 96-61083, bréfasími 96-63289. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.