Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Kr./kg Faxamarkaður 110 Fiskmarkaður Hafnarfiarðar Fiskmarkaður Suðurnesja 18.v Í19.v 120.vr° Alls fóru 269,5 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 26,0 tonn á 83,44 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 62,4 tonn á 80,93 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 181,1 tonn á 91,22 kr./kg. Af karfa voru seld 39,7 tonn. í Hafnarfirði á 48,51 kr. (6,61), á Faxagarði á 39,65 kr./kg (6,51) en á 52,88 kr. (26,51) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 139,3 tonn. í Hafnarfirði á 45,16 kr. (32,61), á Faxagarði á 50,63 kr. (9,71) og á 47,59 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (96,91). Af ýsu voru seld 356,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 62,47 kr./kg. April Mai _ „„ 15.V 116.v 117.V 118.v 119'.vl2Ö7vjJU Kr./kg 70 Fiskverð ytra Kr./kg -180 Eitt skip, Oddgeir ÞH 222, seldi afla í Bretlandi í síðustu viku samtals 74,6 tonn. Þarafvoru 15,5tonnafþorski á 116,55 kr./kg, og 47.5 tonn af ýsu á 89,71 kr./kg. Úr gámum voru seld 675,2 tonn. Þar af voru 46,6 tonn af þorski á 133,62 kr./kg og 266.5 tonn af ýsu á 102,90 kr./kg. Meðalverð á þorski var 129,36 kr./kg. Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Akurey RE 3 seldi 193,1 tonn á 114,41 kr./kg. Þar af voru 182,0 tonn af karfa á 112,96 kr./kg, en 1,0 tonn af ufsa á 96,16 kr./kg. Köld veiðisvæði rækju úr íshafínu tengd gæðaímynd wmmmmmmmm^^^^^^^^mmmmmmmmmm nor- Markaðsátak fyrir kaldsjávar- rækju að hefjast í Þýskalandi ^sátak kynna kaldsjávarrækju í Þýskalandi hefst í byijun júní. Það mun standa í þrjú ár en fyrsti áfanginn verður í sumar. Að átakinu standa framleið- endur og söluaðilar á Islandi, Grænlandi, í Noregi og Færeyjum. Undir- búningur hefur staðið í nokkur ár en síðasta árið hefur Pétur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, haft forystu um að hrinda hugmyndinni í'framkvæmd. Gerði hann grein fyr- ir málinu á nýlegum aðalfundi félagsins. Pétur sagði frá framtíðarhorfum í rækjuiðnaðinum. Benti hann á sí- vaxandi framboð eldisrækju og aukna samkeppni við önnur mat- væli. Nefndi sem dæmi að reyktur og grafínn lax væri ein af helstu samkeppnisvörum skelflettrar rækju í Evrópu og Norðmenn einir reiknuðu með að slátra yfír 300 þúsund tonnum af laxi í ár. Rækju- iðnaðurinn og útflytjendur þyrftu að bregðast við þessum breyttu að- stæðum með því að reyna að marka okkar rækju þann sess í hugum neytenda að þeir velji hana fremur en annað þegar þeir kjósa sér eitt- hvað gómsætt að borða. í því sam- bandi nefndi hann mikilvægi gæða, vöruþróunar og markaðsstarfs. Hugmynd um rækjuráðstefnu í tengslum við undirbúning mark- aðsátaksins hefur þeirri hugmynd skotið upp að halda alþjóðlega rækj- uráðstefnu, „Cold Water Prawn Forum“, svipaðri „Groundfísh For- um“. Ekki er talið útilokað að slík ráðstefna verði haldin í Lundúnum á næsta ári og í Hamborg árið eftir. En nánar um markaðsátakið. Eftir umræður í nokkur ár tókst rækjumönnum í löndunum fjórum endanlega um mitt síðasta ár að fylkja liði fyrir markaðsátakið í Þýskalandi. Síðan hefur verið unnið hratt, að sögn Péturs Bjarnasonar. Samið var við auglýsingastofuna Hellner, Licht+Partner í Hamborg um að annast auglýsinga- og bækl- ingagerð og um aðra ráðgjöf sem beinlínis snýr að slíkum hlutum. Síðar, eftir að sú vinna var komin vel á veg, var samið við Herby Neubacker, sem er fyrrum ritstjóri Fish Magasin og rekur nú skrifstofu í fjölmiðlaráðgjöf í Hamborg, um að koma átakinu vel til skila í fjöl- miðlum og á annan hátt. Fyrsti fundur með auglýsingastofunni var í september 1994 og síðan hafa verið haldnir 20 til 30 fundir um málið, ýmist símafundir þar sem hver situr á sínum stað eða í Ham- borg. íshafsrækja Eitt af fyrstu verkefnum vinnu- hópsins var að kanna hvaða heiti ætti að nota á rækjuna. Ákveðið var að fá fyrirtæki sem vinnur að framkvæmd skoðanakannana til þess að kanna hver staða kaldsjáv- arrækju væri á markaðnum og hvaða heiti félli neytendum og fag- mönnum best í geð. Niðurstaða þeirrar könnunar kom á óvart. Það kom í ljós að þau heiti sem Þjóðveij- ar nota yfir rækju, og eru sannast sagna nokkuð mörg, virðast ekki eiga sér neina sérhæfða merkingu. Sá sem er spurður um hver sé munur á „gamelen", „shrimp" og „krabben" svarar kannske einhveiju þar um, en sé sá næsti spurður getur hans svar verið þveröfugt. Lítinn stuðning var því að fá út úr málhefðinni. Að endingu var ákveð- ið að rækjan skyldi kölluð íshafs- rækja eða „Eismeer Garnelen" eins og hún heitir á þýsku. Hugsunin að baki Það er ljóst að þeir fjármunir sem ætlaðir em í markaðsátakið þykja ekki miklir á hefðbundna mæli- kvarða. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir því að notaðar verði 3,5 millj- ónir danskra króna á ári í þijú ár. Þetta eru á milli 800 og 900 þúsund þýsk mörk. Sérfræðingar segja að ef kynna á nýja vöru á þýska mark- aðinum með því að snúa sér beint til neytenda þurfi að nota 5 milljón- ir þýskra marka til þess að neytend- ur rámi í að hafa heyrt vörunnar getið. Sú leið er því ekki fær. Þess vegna var ákveðið að snúa sér frek- ar til fagmanna í greininni. Markhópamir eru veitingastaðir, fískverslanir, fískheildsalar og aðrir sem versla með físk. Boðskapurinn og þar með vörunni er sem sagt ýtt til neytenda en þeir ekki látnir draga hana til sín, svo notuð séu faghug- tök. Prentuð verða veggspjöld, gefn- ir út bæklingar um átakið og upp- skriftabæklingar.. Búin verða til borðspjöld með aðlaðandi mynd af rækjurétti fyrir veitingastaði og ýmislegt annað sem vekja á athygli. Herby Neubacker hefur ýmislegt á pijónunum. Hann hefur þegar rit- að greinar í fagblöð til þess að kynna það.-sem í vændum er. Hann mun einnig hafa samband við leiðandi blaðamenn til þess að koma þeim inn í það sem verið er að gera og hugsa. Rætt er um að átakinu ljúki formlega á ANUGA-sýningunni með því að taka þátt í kynningu sem haldinn verður í hóteli við sýningar- svæðið. Boðskapurinn En hvaða boðskap er svo verið að flytja Þjóðveijum? í stuttu máli má segja að verið er að tengja hin köldu veiðisvæði íshafsrækjunnar við sterka gæðaímynd. „Hugmynd okkar var einnig að benda á að matvæli væru framleidd við sérstak- lega heilnæmar aðstæður í þessum löndum og hve hreinlæti væri í há- vegum haft. Okkur var hins vegar bent á að þessi boðskapur mundi ekki falla í góðan jarðveg og ástæð- umar væru þessar. Matvæli á þýsk- um markaði eru samkvæmt almenn- ingsáliti heilnæm og góð og fram- leidd við hinar bestu aðstæður. Sá sem kemur og segir: „Maturinn sem ég býð ykkur er framleiddur við sér- staklega heilnæmar aðstæður" verð- ur skilinn sem svo að annaðhvort hafi hann framleitt lélega og óheil- næma vöru áður, en það hafi batnað eða að hann framleiði enn óheil- næma vöru en sé að reyna að breiða yfír það. Það er því margs að gæta í þessum efnum,“ sagði Pétur. Markaðssetning Rækja o g snafs EIN af þeim hugmyndum sem upp komu við undirbúning norræns markaðsátaks fyrir kaldsjávarrækju í Þýskalandi var að tengja áka- vítissnafs og rækju saman. Þeir sem unnu að undirbúningnum ræddu við umboðsmann Linje-Akvavit. Það leiddi til þess að umboðsmað- urinn mun taka tvær af uppskriftunum sem útbúnar voru vegna átaksins og setja í sinn bækling sem gefinn verður út í 600 þúsun eintökum og dreift um allt þýska málsvæð- Þorskur Þorsksala í Englandi Jan.-apríl 1994 og 1995 °JFMA J F M A 1994 1995 Minna utan af óunnum fiski ÚTFLUTNINGUR á óunnum þorski á markaði í Bretlandi er enn að dragast saman og er nánast að engu orðinn. Rétt rúmlega 100 tonn hafa farið utan síðustu mánuðina, en þessi útflutningur nam mörg hundruð tonnum mánaðarlega fyrir nokkrum árum. Skýringin er fyrst og fremst mikill samdrátt- ur í þorskveiðum hér heima, en verð hefur einnig verið fremur lágt ytra. Fyrstu fjóra mánuði ársins nemur samdrátturinn 59% miðað við sama tíma í fyrra, en verð hefur hækkað um 10% í krónum talið og er nú um 157 krónur að meðaltali. Sala á inn- lendum mörkuðum hefur dreg- izt saman um 34%, en verðið hefur hækkað um 7% og er nú 101 króna að meðaltali. ÚTFLUTNIN GUR á ýsu dregst einnig saman þrátt fyrir aukna veiði. Fyrstu fjóra mánuði ársins nemur samdrátturinn 21% og verð hefur einnig lækkað um 10%. Meðalverð á ýsu í Bret- landi er nú um 120 krónur, en 98 krónur hér heima, en hér hefur verið lækkað um 12%. Salan á innlendu mörkuðunum er nánast sú sama fyrstu fjóra mánuði ársins og í fyrra. Þetta bendir einnig til þess að hærra hlutfall af ýsunni sé unnið heima, í landi eða úti á sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.