Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 1
STOPTÆKI Breytingar hjá Össuri /3 FfÁRMÁL Hvaö ræður vaxta- þróun? /4-5 LANPSBANKl Samkeppni um inn- lánsaukningu /8 VIÐSKIFTI/AIVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. MAI 1995 BLAÐ B Gullverðlaun Vífilfell hf. hefur fengið alþjóðleg gullverðlaun frá The Coca Cola- Company fyrir framúrskarandi árangur í gæðum. Verðlaunin verða afhent hér á landi við hátíð- lega athöfn í lok þessa mánaðar. Þá er vitað að fyrirtækin haf a þegar borist pantanir erlendis frá á framleiðsluvörum sínum og er búist við að framhald verði á því. Penninn Penninn hefur tekið upp samstarf við stærsta skrifstofuhúsgagna- fyrirtæki heims, Steelcase Stra- for. Um er að ræða sölu á öllum skrifstofubúnaði Steelcase og að auki íslenska framleiðslu Tré- smiðju KA á hluta af Steelcase. Heimaslátrun Dagvörukaupmenn hafa staðið í stórræðum gagnvart samkeppn- isyfirvöldum á síðustu misserum. Þeir láta ekki þar við sitja heldur hafa einnig reynt að vekja at- hygli á vaxandi heimaslátrun og framhjásölu bænda. Telja kaup- menn að nálægt 2 þúsund tonn af kjöti séu seldmeð þessum hætti, að því er segir í ársskýrslu Kaupmannasamtakanna. SOLUGENGI DOLLARS 61,50f- -t- 4- 26. april 3. mal 10. 24. Gengi hlutabréfa í fjórum hlutafélögum jjan. til maí 1995 Aukin samkeppni í steypuíramleiðslu á höfuðborgarsvæðinu Ný steypustöð í Hafnarfirði NÝ steypustöð tekur til starfa í Hafnarfirði um næstu mánaðar- mót. Um er að ræða steypustöð sem Landsvirkjun seldi að undan- gengnu útboði síðasta vor og hef- ur undirbúningur að rekstri hinn- ar nýju steypustöðvar staðið yfir frá þeim tíma, nánast í eitt ár. Hlutafélagið sem var stofnað um "rekstur steypustöðvarinnar heitir Steinsteypan hf. og eru stærstu hluthafar Háfell hf., Eykt hf. og Kristinn Már Emilsson. Alls eru hluthafarnir 13 talsins. Hlutafé Steinsteypunnar er 35 milljónir króna og segir Eiður H. Haraldsson, framkvæmdastjóri Háfells, sem situr í stjórn Stein- steypunnar, að eigið fé félagsins Gert ráð fyrir 10% markaðshlutdeild á 120 þúsund rúmmetra markaði sé nálægt 100%. „Fyrirtækið er þannig vel í stakk búið að taka þátt í samkeppni á þessum mark- aði," sagði Eiður, og ennfremur að afkastageta steypustöðvarinn- ar væri svipuð og hjá þeim tveim- ur steypustöðvum sem hafa verið ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Steypustöðinni hf. og BM Vallá hf. Mikill áhugi Afkastageta steypustöðvar Steinsteypunnar er 50 rúmmetrar á klukkustund og að sögn Eiðs gera áætlanir ráð fyrir að mark- aðshlutdeild félagsins á höfuð- borgarsvæðinu yerði fyrst í stað í kringum 10%. Árleg steypufram- leiðsla á höfuðborgarsvæðinu er um 120.000 rúmmetrar. Stjórnarmenn í Steinsteypunni hf. eru auk Eiðs, Pétur Guðmunds- son frá Eykt hf. og Kristinn Már Emilsson. Pétur sagði í samtali við Morgunblaðið að margar fyrir- spurnir hefðu borist um starfsem- ina og það væri greinilega mikill áhugi fyrir þessari viðbót á mark- aðnum. Nú væri unnið að því að koma upp rannsóknarstofu á at- hafnasvæði fyrirtækisins í Hafnar- firði. „Þegar úttekt á stöðinni ligg- ur síðan fyrir hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins sækjum við starfsleyfi til bygging- arfulltrúa Hafnarfjarðar. Það gengur vonandi í gegn í næstu viku," sagði Pétur. Fastir starfsmenn Steinsteyp- unnar verða fjórir talsins, en verk- takar munu sjá um þá sex steypu- bíla sem fyrirtækið verður með á sínum snærum. Steypustöðin og skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins eru að Berghellu 12 í Hafnarfirði. ISLENSKl LÍFEYRISSIÓÐLIRINN /1/ ri rh i/ggjíi ti l fra m tíð n r íslenski lífeyrissjóðurinn hj, séreignasjóður í umsjá Landsbréfa, hefur sýnt bestu ávöxtun séreignasjóða sl. fjögur ár. Allir sem vilja skapa sér og sínum meira öryggi í framtíðinni eiga erindi í sjóðinn. Ráðgjafar Landsbréfa hf, og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land veita allar frekari upplýsingar H LANDSBRÉFHF. 7Tyw*» - ^Uh. Aiit^ 'á*^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.