Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Leiðir lækkun dollaravaxta til lægri vaxta á Islandi? Fjármál á fimmtudeg Vextir á íslandi hafa hækkað nokkuð á síð- ustu mánuðum í samanburði við vexti í öðr- um löndum. Sigurður B. Stefánsson segir að eðlileg og frjáls viðskipti á fjármálamark- aði gætu leitt til lækkunar vaxta hér en nægilegur áhugi hafí enn ekki vaknað hjá útlendingum Hagvöxtur og skammtímavextir í Bandaríkjunum 1989-1995 Hagvöxtur og skammtímavextir í Þýskalandi 1989-1995 /— Skammtímavextir 10% - Hækkun og lækkun lang- tímavaxta fráfebrúar 1994 til maí 1995 12%-------- Svíbióð- Þýskaland 1995 J FMAMJ J ÁSONDJ FMAM Húsbréf og spariskírteini á íslandi 1992 til 1995 15% - 10- Húsbréf- ickírteini -1 Spariskírteini 1992 1993 1994 ’95 Ríkisvíxlar á íslandi 1992 til 1995 I 070 r\ \ / u 1992 1993 1994 '95 ■ Raungengi krónunnar 1992 til 1995 1980 = 100 110 105 1992 1993 1994 ’95 HÁAR skuldir þjóðarinnar standa í nánum tengslum við lítinn spamað hennar. Hagfræðingar hafa um árabil varað við lágu spamaðarhlut- falli Bandaríkjamanna. Venjulegt fólk er löngu orðið þreytt á að hlusta á umvöndunarorð hagfræðinga. Hef- ur lítill spamaður yfirleitt nokkuð komið að sök? Jú, hugsum málið aðeins nánar. Jafnvel þótt efnahagsbatinn nú sé ekkert í líkingu við öflugan hagvöxt í hagsveiflum fyrri ára fæst ekki nægilegt lánsfé til aukinnar fjárfest- ingar nema gegn hækkandi vöxtum. Og með hærri vöxtum eykst hættan á nýju samdráttarskeiði. Lántökur Bandaríkjamanna í útlöndum hafa grafið undan dollaranum sem virtunp gjaldmiðli og breytt honum í lélegan brandara. Getum við snúist gegn þessu? Auðvitað. Fyrirtæki hafa greitt niður skuldir sínar og nú er jafnvel veik von til þess að ráðamenn í Washing- ton og í öðrum ríkjum víða um land- ið sjái að sér. En heimilin eru enn föst í sama farinu. Þegar skuldir eru jafnháar og raun ber vitni eru litlar líkur á því að hagvöxtur verði jafn- mikill og á fyrri áratugum." Vaxtalækkun í Bandaríkjunum kemur fjárfestum þægilega á óvart Tilvitnunin hér að ofan er í niður- lagsorð í fréttabréfí frá bandarísku verðbréfafyrirtæki til viðskiptavina þess nú á vordögunum. Skuldir heim- ila í Bandaríkjunum hafa vaxið ár frá ári allt síðan 1981 og nema nú um 67% af landsframleiðslu þar. Til samanburðar mætti nefna að skuldir heimila á íslandi voru 293 milljarðar króna i lok ársins 1994 eða nákvæm- lega sama hlutfall af landsfram- leiðslu þess árs sem er áætluð 433 ma.kr. Miklar skuldir Bandaríkjamanna og vaxandi halli í viðskiptum við útlönd leiddu til þess á síðasta ári og á fyrri hluta ársins 1995 að gengi dollara lækkaði mikið gagnvart jeni og þýsku marki. Einn dollari kostar nú 1,44 þýsk mörk eða 86,5 jen en kostaði fyrireinu ári 1,67 þýsk mörk eða 104 jen. Meðalgengi dollarans (vegið með helstu viðskiptamyntum Bandaríkjamanna) var 99,5 fyrir einu ári (1990=100) en er nú 89,6. Hefðbundin viðbrögð við lækkandi gengi gjaldmiðils gagnvart viðskipta- myntum eru að hækka vexti innan- lands til að auka tiltrú á gjaldeyris- málum og hægja á eyðslu og skulda- söfnun í landinu (ekki síst umfram- eyðslu hins opinbera). Þannig er að jafnaði leitast við að draga úr við: skiptahalla og erlendum lántökum. í Bandaríkjunum hefur atburðarásin síðustu sex mánuðina orðið með allt öðrum og ef til vill óvæntum hætti. Verðmæti skuldabréfa í Bandaríkjunum er um sjö þúsund milljarðar dollara Langtímavextir tóku að hækka í janúarmánuði 1994 (sjá mynd) er þeir voru 5,7% og þeir hækkuðu jafnt og þétt um 2,5% þar til í nóvember 1994 og urðu þá 8,2%. Þá lækkuðu þeir iítillega aftur en á árinu 1995 og sérstaklega nú síðustu dagana í maímánuði hafa þeir lækkað hratt og eru nú aðeins um 6,6% eða 1,5% lægri en þeir voru fyrir aðeins hálfu ári. Skammtímavextir hafa ekki lækkað að sama skapi og þeir eru nú rétt liðlega 6% (sjá efstu mynd- ina). Verðbólga hefur heldur ekki lækkað. Neysluvöruverð hækkaði um 3,1% síðustu tólf mánuði en þriggja mánaða hækkun þess svarar til 4,1% verðbólgu á ári. Skuldabréfamarkaður í Bandaríkj- unum er sá stærsti í veröldinni. Verð- mæti útgefínna skuldabréfa þar er um 43% af heimsmarkaði skulda- bréfa sem samtals eru að verðmæti um 16,3 þúsund milljarðar Banda- ríkjadollara. Verðmæti skuldabréfa á markaði í Bandaríkjunum er því hátt í sjö þúsund milljarða dollara en þess má geta að landsframleiðsla Banda- ríkjamanna er nú um 5,7 þúsund milljarðar dollara. Miklar breytingar á vöxtum á svo stórum hluta heims- markaðsins hafa að jafnaði áhrif um allan heim. Þetta er ástæðan fyrir því að hér er lýst í nokkrum orðum framvindunni á íjármálamarkaði í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum. Nú eru liðin um þijú og hálft ár síðan efnahagsbati tók við af sam- drætti í Bandaríkjunum (sjá efstu myndina). Samdráttur árin 1990 og 1991 varð aðeins vægur, m.a. vegna þess að góður byr var í e'fnahagsmál- um víða annars staðar í heiminum, ekki síst í Þýskalandi og Japan þar sem samdráttur hófst síðar en í Bandaríkjunum. Vextir höfðu farið lækkandi í Bandaríkjunum allt frá árinu 1988. Seint á árinu 1993 voru skammtímavextir orðnir hinir lægstu í þijátíu ár eða rétt um 3% og í árs- byijun 1994 tóku þeir að hækka aft- ur. Dollarakaup seðlabanka kunna að hafa leitt til lægri vaxta Almennt er þess að vænta að vext- ir hækki á fyrstu árum í uppsveiflu þegar aukin umsvif í þjóðarbúskapn- um kalla á meiri fjárfestingu og lánsfé. Ríkissjóður Bandaríkjamanna er auk þess rekinn með halla sem nemur 3-4% af landsframleiðslu en sparnaður heimila þar er aðeins um 4% af tekjum þeirra eftir skatta. Vöruskiptahalli er um 150-160 millj- arðar dollara á ári og hann er aðeins að hluta til jafnaður með afgangi í þjónustuviðskiptum. Árleg aukning í íjárfestingu er nú um 10-11%. Það kom því mörgum í opna skjöldu þegar langtímavextir tóku að lækka í Bandaríkjunum samhliða lækkandi gengi dollarans á alþjóða- gjaldeyrismarkaði. Eftir lækkun á fyrsta ársljórðungi 1995 úr 8,2% (í nóvember 1994) í um 7,35% var erf- itt að sjá röksemdir eða efnahagsleg- ar ástæður fyrir frekari lækkun en vextir af tíu ára ríkisskuldabréfum þar eru nú um 6,6% eins og fyrr segir. Ugglaust voru margir samverk- andi þættir að verki og erfitt að greina á milli þeirra eins og oft er raunin í ijármálum og efnahagsmál- um en hér er ein hugsanleg skýring. Japanir og raunar aðrar viðskipta- þjóðir Bandaríkjamanna hafa gríðar- lega hagsmuni af því að reyna að stemma stigu við frekari lækkun á gengi dollarans vegna þess að hún hækkar verð á útflutningi þeirra til Bandaríkjanna. Þessar þjóðir með Japani í broddi fylkingar hafa því beitt seðlabönkum sínum til þess að kaupa dollara á gjaldeyrismarkaði. Japanski seðlabankinn hefur seit jen í stórum stíl (til að lækka gengi jens- ins) og keypt dollara i staðinn (til að hækka gengi hans) til að japansk- ar vörur hækki ekki eins mikið í verði í Bandaríkjunum. Hliðstæða sögu er að segja um aðrar viðskipta- þjóðir Bandaríkjamanna þótt í minna mæli sé en samtals munu seðlabank- ar hafa keypt dollara fyrir sem nem- ur tugum milljarða. Mikil vaxtalækkun leiðir til hækkandi verðs á hlutabréfum víða um heim Og hvað gera seðlabankarnir svo? Þeir hafa selt heimamyntir sínar og keypt dollara og næst verða þeir að ávaxta dollarana með einhveijum hætti þar til þeir losa sig við þá aft- ur. Þeir hafa því um fátt annað að velja en kaupa bandarísk ríkisskulda- bréf. Þar með stóreykst eftirspum á skuldabréfamarkaði í Bandaríkjun- um og verð á skuldabréfum tekur að hækka - sem er jafngilt því að vextirnir lækki. Um 1,5% lækkun vaxta á langtímamarkaði í Banda- ríkjunum hefur síðan haft áhrif til lækkunar á skuldabréfamarkaði í iskalandi líka enda er verðbólga ir aðeins um 2,5%. Langtímavextir ifa jafnvel lækkað lítillega í Bret- ndi og Svíþjóð líka þótt þar séu írfestar annars varir um sig vegna ettu á vaxandi verðbólgu (sjá ynd). Mikil vaxtalækkun í Bandaríkjun- . m síðustu sex mánuðina og víðar m lönd hefur leitt til rífandi hækk- nar á hlutabréfaverði. Á mæli- varða Dow Jones vísitölunnar í New ork er hækkunin úr um 3.700 um ramótin í um 4.300 núna eða um álægt 16% á aðeins fjórum til fímm lánuðum. Bandaríkjamenn eru jafn- el farnir að eygja að Dow Jones ísitalan nái 5.000 markinu enda iarf ekki nema aðra 16% hækkun il viðbótar til að ná því. Með lækkandi vöxtum og mikilli íækkun á hlutabréfaverði í Banda- ■íkjunum og mikilli aukningu á hagn- iði fyrirtækja í mörgum löndum hef- ir verð á hlutabréfamarkaði í öðrum öndum einnig hækkað. Þannig er lækkun frá áramótum um 15,7% í 3andaríkjunum, um 8% í Bretlandi, im 5% í Frakklandi og á Ítalíu og rærri 9% í Svíþjóð. Aðeins í Japan iefur hlutabréfaverð lækkað frá ára- mótum eða um 17% alls. Engu að síður hefur heimsvísitala hlutabréfa hækkað á árinu 1995 (til 16. maí) um 7,9% sem verður að teljast ágæt- ur árangur. Misvægi í fjármálum veldur aukinni óvissu á hlutabréfamarkaði Vegna efnahagsbatans sem nær nú til svo til allra ríkja heimsins (nema til Japans) eru víðast góðar forsendur fyrir hækkandi verði hluta- bréfa. Hagnaður fyrirtækja er víðast hvar að aukast og jafnvel þótt hluta- bréfaverð hafi hækkað talsvert (t.d. nærri 8% á árinu á mælikvarða heimsvísitölunnar) hefur hlutabréfa- verð í hlutfalli við tekjur fyrirtækja eða eigið fé þeirra ekki hækkað mik- ið. Veikleiki í verði á hlutabréfamark- aði nú er ef til vill helst fólginn í því að hækkunin byggist á lækkandi vöxtum. Óvíst er hve lengi þeir hald- ast lágir, a.m.k. í Bandaríkjunum. Vist er að vaxandi samkeppni, aukin milliríkjaviðskipti, m.a. á grunni GATT- og NAFTA-samninga, og ný og betri tækni hamlar á móti verðbólgu og dregur úr hættu á hækkun vaxta vegna hennar. En efnahagsstjórn í Bandaríkjunum hef- ur leitt til grundvallarójafnvægis á fjármálamarkaði þar sem ólíklegt er að lagist eða hverfí á fáeinum mán- uðum eða misserum. Af þeim ástæð- um gæti verið betra að vera við því búinn að vextir þar hækki í 7- 8% aftur. Áhrifín á hlutabréfamarkað yrðu aldrei góð ef að slíkri hækkun kæmi á annað borð. Gæti vaxtalækkunin 1995 leitt til lægri vaxta á íslandi? Víkjum nú að íslenskum skulda- bréfa- og hlutabréfamarkaði eftir þennan langa inngang um fjármál í Bandaríkjunum. Það er afar áhuga- vert að velta því fyrir sér að hvaða marki framvindan á alþjóðlegum fjármálamarkaði hefur áhrif á mynd- un vaxta á íslandi nú eftir að fjár- málaviðskipti við útlönd hafa verið gefin fijáls að fullu og öllu leyti. Verkföll og kjarasamningar á fyrstu vikum ársins og síðan alþing- iskosningar og stjómarskipti hafa án efa vakið nokkra óvissu með fjár- festum um þróun verðbólgu og raun- ar framvindu í þjóðarbúskapnum al- mennt. Vextir á skammtímamarkaði hér (sjá ávöxtunarkröfu ríkisvíxla 1992 til 1995 á neðstu myndinni til vinstri) hækkuðu lítillega á árinu 1994 eða úr um 4,5% í upphafi árs- ins í um 5,3% í desember. Á árinu 1995 hefur hækkunin orðið úr 6,2% í janúar í 7,7% nú eða um 1,5% og eru vextir af þriggja mánaða ríkis- víxlum óvíða hærri en á íslandi nú. Þannig hafa hlutföll alveg snúist við á rúmlega hálfu ári en síðsumars í fyrra voru skammtimavextir á ís- landi einmitt einhveijir hinir lægstu á alþjóðlegum markaði. Ávöxtun af þriggja mánaða ríkisvíxlum í Banda- ríkjunum nú er um 6%, um 4,6% í Þýskalandi, um 6,7% í Bretlandi og 1,35% í Japan en í Svíþjóð er ávöxt- un hærri en hér eða 8,7%. Hér er að sjálfsögðu um óverðtryggða vexti að ræða í öllum tilvikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.