Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 8
m * fi JWfyjpi**! ...blabib VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 - kjarni málsins! Kjarni málsins! Fólk Morgunblaðið/Ámi Sæberg BANKASTJORAR Landsbankans veittu fulltrúum þrettán útibúa bankans viðurkenningu fyrir góðan árangur í síðustu viku. Útibú Landsbanka íslands í samkeppni um að ná sem mestrí innlánsaukningu Utibúið íHafnar- firði hlutskarpast Samkeppnin stuðlaði að 700 milljóna innlánsaukningu á þremur mánuðum STARFSFÓLK þrettán útibúa Lands- banka íslands hlaut á dögunum sér- stakar viðurkenningar fyrir góðan árangur í að efla einstaklingsviðskipti bankans. Samkeppni milli útibúanna hefur staðið yfir frá áramótum undir heitinu ER-keppnin og snérist um að auka innlán sem mest, fjölga við- skiptavinum í reglubundnum spamaði og útgjaldadreifmgu og fjölga debet- kortum sem tengd eru við reikninga, samkvæmt upplýsingum bankans. Ljóst þykir að samkeppnin hafí stuðlað að innlánsaukningu bankans á þriggja mánaða tímabili fram til loka mars sl. en þá jukust innlán um 719 milljónir. Þannig voru innlánin um áramót 60,1 milljarður en liðlega 60,8 milljarðar í lok mars. Jafnframt náðust auðveldlega markmið varð- andi útgjaldadreifíngu, reglubundinn sparnað og reikninga tengda debet- kortum. Á sama tímabili drógust inn- lánin töluvert saman hjá öðrum bönk- um og sparisjóðum. Þannig minnk- uðu innlán íslandsbanka um 1.731 milljón, innlán Búnaðarbankans um 859 milljónír, og innlán sparisjóð- anna um 163 milljónir. Markmið um 2% innlánsaukningu Útibúin settu sér í upphafí ársins það markmið að meðalstaða innlána og bankavíxla fyrstu fjóra mánuði ársins yrði 2% hærri ,en meðalstaðan síðustu fjóra mánuði ársins í fyrra. Þau settu sér einnig það takmark að fjölga viðskiptavinum með sjálf- virkar færslur í reglubundnum spamaði úr 3.639 manns í yfir 5.000. Þá var lágmarksmarkmiðið að ná um eitt þúsund manns í svokallaða út- gjaldadreifíngu en þar voru um ára- mótin 355 manns. Loks var ste'fnt að því að fjölga reikningum sem tengdir voru debetkortum um ára- mótin úr 29.094 í 40.000. Þau útibú sem náðu innlánamarkmiðinu fengu 3 þúsund krónur á hvem starfsmann og var áskilið að upp- hæðin skyldi notuð sameiginlega t.d. að fara út að borða. Hvað snertir keppnina um útgjaldadreifíngu, reglulegan sparnað og debetkort fékk það útibú sem náði mestum samanlögðum árangri 60 þúsund krónur á stöðugildi. Þá voru veitt tvenn önnur verðlaun að fjárhæð 25 þúsund á stöðugildi og þrenn þriðju verðlaun að fjárhæð 10 þúsund krón- ur á stöðugildi. Keppninni var skipt í tvo flokka þ.e. útibú með fleiri en 10 stöðugildi og útibú með færri stöðugildi. 30 útibú náðu öllum markmiðum í flokki stærri útibúa varð Hafnar- fjarðarútibú hlutskarpast en í flokki minni útibúa sigruðu útibúin á Stöðv- arfirði og Breiðdalsvík. í öðru sæti í flokki stærri útibúa vom Árbæjar- og Langholtsútibú en í því þriðja Vesturbæjarútibú, útibúið á Höfn í Homafirði og útibúið á Suðurlands- braut. í öðm sæti í flokki minni útibúa urðu útibúin á Sauðárkróki og Hellissandi en í því þriðja Reyðar- fjarðarútibú, útibúið við Tryggvatorg á Selfossi og útibúið á Kópaskeri. Alls náðu 30 útibú markmiðum sínum í öllum flokkum. í útgjalda- dreifíngu náðu 42 útibú sínu mark- miði, í reglubundnum spamaði 38 útibú og einnig náðu 38 útibú mark- miði sínu í fjölda reikninga tengda debetkortum. Deildarstjóri hjá Samskipum Framkvæmda- sijóri Máln- ingarhf. MBALDVIN Valdimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Málningu hf. og tekur við starfinu af Daniel Helga- syni. Baldvin er fæddur árið 1966 og útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Uni- versity of South Alabama í mars Baldvin 1993. Áður starf- Valdimarsson aði hann sem markaðsstjóri hjá Málningu hf. Eig- inkona Baldurs er Laufey Hauks- dóttir og eiga þau tvö börn. MSIGURÐUR Þór Sigurðsson hefur hafíð störf sem deildarstjóri fjárreiðu- deildar Samskipa hf. Sigurður Þór varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1984 og lauk viðskipta- fræðiprófi af fjár- mála- og reiknings- haldssviði frá Há- skóla íslands vorið Sigurður Þór 1991. Sigurður Sigurðsson Þór hefur m.a. starfað hjá Landsbanka íslands, í eitt ár hjá dótturfyrirtæki F. Hof- mann La Roche lyfjafyrirtækisins í Istanbúl í Tyrklandi og í tvö ár hjá Dresdner Bank AG í Frankfurt í Þýskalandi við innra eftirlit og end- urskoðun. Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ásamt öllum fylgihlutum. Verö frá kr. 16.996 ,m m/vsk. stgr. Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 w Torgið Styrkur sveitarfélaga ÞRÁTT fyrir að sveitarfélög séu orðin mjög umsvifamikil á skulda- bréfamarkaði hefur ekki verið komið á samræmdu lánshæfis- mati hjá einhverjum óháðum að- ila. í stað þess að þeim sé gefin einkunn á markaðnum eins og tíðkast á þróaðri verðbréfamörk- uðum hafa verðbréfafyrirtækin annast verðlagningu sveitarfé- lagabréfa. Við mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga er auðvitað litið á rekstrartekjur að frádregnum rekstrarútgjöldum en sú stærð segir til um greiðslustöðuna á hverjum tíma, þ.e. hvaða fjárhæð er til ráðstöfunar vegna fjárfest- inga og afborgana skulda. Þá er litið á mismun peningalegra eigna og skulda en sá liður kallast pen- ingaleg staða og getur auðvitað bæði verið jákvæð eða neikvæð. En það eru auðvitað ótal aðrir þættir sem koma til skjalanna við mat á lánshæfi. Á námstefnu Verðbréfamarkaðs íslandsbanka benti Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnun- ar hf. á ólíklegustu liði sem huga þyrfi að í þessu sambandi. Hann benti á að taka þyrfti tillit til þess hvaða framkvæmdir væru fram- undan í viðkomandi sveitarfélagi. Síðan þyrfti að leita í ársreikning- um að því hvort sveitarfélög væru í ábyrgðum fyrir fyrirtæki eða ein- staklinga. Þá þyrfti að meta hvort líklegt væri að leggja þyrfti hluta- fé, lán eða ábyrgðir í rekstur. Hann varpaði fram ýmsum spurningum sem þyrfti að leita svara við þegar mat væri lagt á lánshæfi sveitarfélaga. Hvers konar atvinnulíf er á staðnum og hvernig ársverk skiptast á milli atvinnugreina? Hver eru stærstu fyrirtækin og hvernig er staða þeirra? Hvaða verðmæti eru t.d. fólgin í eign bæjarfélaga í sjávar- útvegsfyrirtækjum? Hver er kvóti útgerðarfyrirtækja? Þá skiptir einnig máli hvort möguleikar séu á sameiningu við öflugra sveitarfélög eða hvort fyr- ir hendi séu einhverjar duldar eignir eða duldar skuldbindingar. Benedikt sagði allar fullyrðingar um að sveitarfélög gætu ekki orð- ið gjaldþrota rangar. Ennþá hefði það ekki gerst tæknilega hér á landi en t.d. í Bandaríkjunum hefðu stór sveitarfélög orðið gjaldþrota. Jafnvel væri rætt um það erlendis hvort heil ríki geti orðið gjaldþrota. Þá þyrfti að hafa í huga að staða sveitarfélaga gæti breyst mjög hratt. Á námstefnunni komu fram sterkar raddir um nauðsyn þess að flokka sveitarfélög og fyrirtæki eftir lánshæfi. Benedikt sagði það mjög æskilegt að hafin yrði lánshæfiflokkun á sveitarfélögum og fyrirtækjum hjá óháðum aðila. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verðbréf- amiðlari hjá VÍB lýsti því yfir að auka þyrfti upplýsingagjöf frá sveitarfélögunum. í flest öllum til- fellum þegar sveitarfélög hefðu efnt til útboða fylgdu litlar sem engar upplýsingar með útboðs- gögnum. „Að mínu mati líður að því að gerð verði krafa um sam- ræmt mat á sveitarfélögum og tel ég hagsmuni útgefenda mikla í því sambandi. Þannig næðust fram skilvirkari vinnubrögð og markaðurinn í heild sinni myndi ekki njóta góðs af,“ sagði Vil- hjálmur. Guðrún Pálsdóttir, fjár- málastjóri hjá Kópavogsbæ, tók í svipaðan streng og kvaðst telja þörf á óháðu fyrirtæki sem meti skuldabréf á markaði. Kópavogur hefur mætt lánsfjárþörf sinni að stærstum hluta með skuldabréf- aútgáfu undanfarin ár með nokkr- um undantekningum. Þessi umræða á námstefnu VÍB staðfesti að vaxandi áhugi er fyrir því auka upplýsingagjöf um fjármál sveitarfélaga og koma á samræmdu lánshæfismati. Miklir fjármunir eru þarna í húfi því sveit- arfélög seldu á síðasta ári skulda- bréf fyrir um 6 milljarða króna. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.