Morgunblaðið - 27.05.1995, Page 1

Morgunblaðið - 27.05.1995, Page 1
JHo • Sár fortíðarinnar/á • Englar þeyta lúðra/6 • Andlegt frelsi í hættu/S PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 BLAÐ Sprettum úr sama jarðveginum Sigrún Eðvaldsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir sameina krafta sína í fyrsta sinn á fíðlutónleikum í Hafnarborg annað kvöld. Mikill hugur var í stöll- unum þegar Orri Páll Ormarsson hitti þær að máli enda er langþráður draumur að rætast. Morgunblaðið/Kristinn GUÐNÝ Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir ásamt Peter Maté píanóleikara sem mun koma fram með þeim á tónleikunum í Hafnarborg á morgun klukkan 20. AÐ ER ofsalega gaman að geta loksins gert þetta. Við Guðný erum alltaf sam- mála og pössum alveg rosalega vel saman. Við sprettum úr sama jarðveginum," segir Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari sem mun koma fram ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur fíðluleikara og Peter Maté píanóleikara á síðustu tónleikum vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborg- ar á morgun, sunnudag. Sigrún og Guðný hafa þekkst allar götur síðan sú fýrrnefnda var smástelpa. Þær hafa margsinnis komið fram saman á tónleikum en aldrei efnt til sérstakra fíðlutón- leika. Lengi hefur staðið til að bæta úr því en skortur á tíma hef- ur hins vegar verið stöllunum ijöt- ur um fót. Nú er stóra stundin hins vegar runnin upp. „Það er alltaf fullt af tónleikum allsstaðar," heldur Sigrún áfram. „Tónleikar með tveimur fíðlum eru hins vegar mjög sjaldgæfír og það ■er líka sjaldgæft að heyra í okkur Guðnýju saman. Ég vona því að fólk komi!“ Sigrún er gamall nemandi Guðnýjar og eykur það enn á sér- stöðu tónleikanna. „Allt sem ég kann, það hefur Guðný kennt mér,“ segir hún. Þessi ummæli slá lærimeistarann sem snöggvast út af laginu. „Þetta er orðum aukið,“ segir hann þó um síðir. „Hún kunni allt. Það þurfti ekkert að kenna henni.“ Erfitt að finna meðleikara Guðný segir að ein ástæðan fyr- ir því að tveir fíðluleikarar sameini krafta sína sjaldan á tónleikum sé sú að fremur lítið þekkist af verk- um fyrir tvær fíðlur. Önnur gæti verið samkeppni. „Kannski semur fíðluleikurum ekki nógu vel til að þeir geti spilað saman,“ segir hún og Sigrún tekur í sama streng: „Það er mjög erfítt fyrir fíðluleik- ara að fínna annan sem hann get- ur spilað með.“ Guðný bendir reyndar á að þetta gæti verið að breytast. „Ég var að fletta nýjasta hefti tónlistar- tímaritsins Strad á dögunum og varð eiginlega orðlaus þegar ég sá að það er ógrynni af geisladiskum með tónlist fyrir tvær fiðlur að koma út um þessar mundir. Á þeim er fullt af efni sem ég hef aldrei heyrt áður. Við eigum því nóg efni fyrir næstu tónleika!“ Tónleikarnir á sunnudag eru þeir ijórðu og síðustu í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg í vetur. Guðný segir að tríóið hafí átt mjög gott samstarf við menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar en það hefur nú staðið í fímm ár. Hún er reyndar eini meðlimur tríósins sem kemur fram á sunnu- dag en Sigrún og Peter eru gestir. „Ég fæ að fljóta með enda tímdi ég ekki að leyfa einhveijum öðrum að spila með Sigrúnu.“ Sigrún fluttist búferlum til Lundúna í október á liðnu ári. „Ég hef ekki spilað á mörgum tónleik- um undanfarið enda er ég að reyna að undirbúa framtíðina; æfa mig betur og læra fleiri verk. Síðan er ég búin að fara á marga æðislega tónleika en það er líka mjög gott að kynnast verkum þannig. Ég mun spila á tónleikum í Englandi í sumar og vonandi verður meira að gera hjá mér á næstunni. Það er voðalega gott að vera þarna enda stutt til íslands. Ég verð nefnilega með annan fótinn hér heima næsta haust vegna kammer- tónleika." Frammámaður í fiðlutækni Stöllurnar hefja leikinn á sunnu- dag á sónötu nr. 5 fyrir tvær fiðl- ur eftir Frakkann Jean-Marie Le Clair. Hann var uppi á barokktím- anum og segir Guðný að hann hafi verið frammámaður í fiðlu- tækni sem hafí samið erfið verk á þeirra tíma mælikvarða. Því næst spreyta þær sig á tíu af 44 dúettum ungverska tón- skáldsins Béla Bartók. Bartók var einn af brautryðjendum nútíma- tónlistar og safnaði um langt ára- bil ungverskum, slavneskum og rúmenskum þjóðlögum. Endur- speglast þjóðlögin á ýmsan hátt í verkum hans, þar á meðal dúettun- um. Sónata op. 56 fyrir tvær fíðlur eftir sovéska tónskáldið Sergej Prokofíev er einnig á efnisskránni. Stíll Prokofíevs er persónulegur og byggist á þjóðlegri hefð 19. aldar með nýkiassísku ívafi. Að loknu hléi slæst Peter Maté í hópinn og þá mun hljóma í Hafnarborg svíta op. 71 fýrir tvær fiðlur og píanó eftir Pólveijann Maurice Moszkowski. Sigrún segir að hann sé ákaflega lýriskur og ætli öllum hljóðfærunum jafnmikið hlutverk. Loks munu þremenningarnir flytja spænskan dans, Navarra, eftir Pablo de Sarasate. Guðný segir að hann hafí samið flókin verk fyrir fíðluna og byggt mikið á tæknibrellum. Sarasate lést árið 1908 og eru til hljóðritanir með leik hans. Stafrænt listaverkasafn Bill Gates hefur komið sér upp um 300.000 lista- verkum í stafrænu formi og nú fylgja æ fleiri listasöfn í kjölfarið BILL Gates, stofnandi og stjómarfor- maður tölvufýrirtækisins Microsoft, fer ekki troðnar slóðir þegar lista- verkasöfnun er annars vegar. Gates, sem er vellauðugur, hefur komið sér upp staf- rænu listasafni og getur valið úr þúsundum verka, verði hann leiður á því sem prýðir veggina. Listaverkum úr stafræna safninu er einfaldlega varpað upp á skjái á veggjum einbýlishúss hans. Hið stafræna listaverkasafn Gates er þó annað og meira en einkaflipp forríks tölvu- dellukarls, því undanfarin fimm ár hefur eitt af einkafyrirtækjum hans, Corbis, keypt stafrænan birtingarrétt á rúmlega 300.000 Ijósmyndum og listaverkum í söfn- um um heim allan, svo sem Nationál Gall- ery í London og Philadelphia Museum of Art. Meðal þess sem getur að líta í safni Gat- es, að sögn Financial Times eiu ljósmyndir af yfírborði Satúmusar, myndir af flughetj- unni Charles Lindbergh og endurprentanir National Gallery á altaristöflum frá endur- reisnartímanum. Vonast Gates með þessu til þess að hafa betur í baráttunni við þau söfn sem fyrir em, svo sem og Hulton De- utsch Collection í London. Seldur aðgangur Fyrir hálfu ári hóf Corbis að selja mynd- ir úr safninu. Velja viðskiptavinir myndir úr kynningarbæklingi Corbis, sem inni- heldur 4.000 myndir, ellegar þeir óska eftir því að fá sent yfirlit yfir verk ákveð- inna höfunda, um ákveðið efni eða frá ákveðnu tímabili. Corbis sendir þá skjal með um 250 myndum til væntanlegra kaupenda með beinlínutengingu eða inn á geisladrif. Ákveði menn að festa kaup á mynd berst hún annaðhvort beint inn á tölvu viðkom- andi, sé hann tengdur tölvuneti á borð með America Online, eða á disklingi. Sumir láta sér nægja að skoða myndirnar í tölvunni, aðrir nota þær t.d. í leiki og margir prenta þær út. Hörð samkeppni Corbis á í harðri samkeppni. Andstæðinga þess er bæði að fínna innan raða hefðbund- inna listasafna, sem mörg hver eru nú þeg- ar byijuð að láta færa verk sín yfir á staf- rænt form. Njóta þessi söfn þess að þau eru gamalgróin og hafa safnað verkum ára- tugum saman. Bettmann-safnið í New York á 20 milljónir mynda og Hulton Deutsch um 15 milljónir mynda. Stjórnendur Corbis láta þó ekki deigan síga og stefna að því að tvöfalda eign safns- ins fyrir árslok. Þá hefur fyrirtækið það fram yfir önnur hefðbundnari söfn hvernig verkin berast kaupendum. Eldri söfn hafa hingað til reitt sig á póstsendingar er eftir- prentanir eru seldar en Corbis tölvutækn- ina. Þetta virðist þó vera að breytast því æ fleiri söfn hafa tekið tæknina, meðal annars Microsoft, í sína þjónustu. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.