Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Galdurinn að baki Ber-
línar sinfóníunni
vert er leyndarmál bestu
sinfóníuhlj ómsveitar
heims, spurði blaðamaður
The Daily Telegraph nýverið og
fékk aðalstjórnandann, ítalann
Claudio Abbado, til að svara
spumingunni um galdurinn að
baki Berlínarsinfóníunni.
„NU, fyrst og fremst eindrægni
í hljómsveitinni," segir stjómand-
inn. „í fyrsta lagi hafa allir tíma
til að leika kammertónlist auk þess
að leika í hljómsveitinni og hlusta
þannig hver á annan; njóta samver-
unnar. Fyrir vikið mæta menn full-
ir eldmóðs á æfíngar. Það að leika
í hljómsveitinni er ekki eins og
hvert annað starf.“
Þá nefnir Abbado ungan aldur
hljóðfæraleikaranna en fjórðungur
þeirra gekk til liðs við hljómsveitina
eftir brotthvarf Herberts von
Karajans, sem lést árið 1989. Sá
sem leikur á fyrstu flautu er 22
ára, fyrsti sellóleikari er ungur, svo
og fyrstu klarinett-, óbó- og hom-
leikaramir. Margir stigu sín fyrstu
spor í Evrópusambandshljómsveit
ungs fólks og Gustav Mahler sinfó-
níuhljómsveit ungs fólks. Abbado
er að vonum stoltur, enda stofnaði
hann báðar hljómsveitirnar. Nú
uppsker hann ríkulega af þeim tón-
listarfræjum sem hann sáði.
Berlínarsinfónían hefur notið
mikils velvilja borgaryfirvalda í
Berlín, sem hafa ekkert til sparað
svo að starfsemi hennar gangi sem
best. Sem dæmi má nefna að fjár-
framlög til fjögurra sinfóníuhljóm-
sveita Lundúnaborgar eru aðeins
fjórðungur þess sem Berlínarsin-
fónían hefur úr að moða. Þá má
ekki gleyma því að þó að Berlínar-
sinfónían sé aðalhljómsveit borgar-
Claudio Abbado aðal-
stjómandi hljómsveit-
ar, sem af mörgum er
talin sú besta í heimi,
segir lykilinn að leynd-
armálinu liggja í sátt
og samlyndi hljóð-
færaleikaranna
CLAUDIO Abbado: Það sem
meistarinn vill, það fær hann.
innar er hún ekki sú eina, auk henn-
ar rekur borgin sex aðrar sinfóníu-
hljómsveitir og þijú óperuhús.
Sem dæmi um velviljann sem
Berlínarsinfónían nýtur nefnir
Abbado nýlegt dæmi. Þegar aug-
lýst var eftir nýjum stjómanda við
hljómsveitina fyrir skömmu, þóttu
tveir umsækjendur bera af og nær
útilokað að gera upp á milli þeirra.
Abbado brá sér því á fund borgar-
ráðs Berlínar, sem ákvað að ráða
báða. Það sem meistarinn vill, það
fær hann.
Bestur
Það orkar vissulega tvímælis að
fullyrða að tiltekin hljómsveit sé
„best“. Breskum gagnrýnendum,
sem hlýddu á flutning hennar á
níundu sinfóníu Mahlers fyrir
skömmu, blandaðist þó ekki hugur
um að betur yrði ekki gert. Abbado
yppir öxlum þegar þetta er borið
undir hann. „Mahler sinfónía er
eins og ópera, fjallar bæði um líf
og dauða. Það kann að vera ástæð-
an fyrir því að Mahler höfðar svo
til ungs fólks."
Þrátt fýrir velgengni Abbados
hefur hann ekki farið varhluta af
gagnrýni. Einna dýpst í árinni tók
stjómandi sinfóníuhljómsveitar
Cleveland, Christoph von Do-
hnányi, sem sagði nýverið að
Abbado væri slæmur stjómandi,
honum léti illa að æfa hljómsveit-
ina, hann segði ekkert um frammi-
stöðu hljóðfæraleikaranna sem spil-
uðu og spiluðu en tækju engum
framförum. Það er ekki laust við
að það gæti kaldhæðni í svari
Abbados er þessar ávirðingar eru
bornar upp á hann. „Hver?“ segir
hann og þegir stundarkorn.
„Veistu, Dohnányi hlýtur að vera
frábær tónlistarmaður fyrst hann
stjómar Cleveland sinfóníunni. Og
ég að sama skapi óheppinn. Ég hef
aðeins tvisvar sinnum heyrt hljóm-
sveitina leika. Kannski var það
verkefnavalið. Eða undirbúningur-
inn. Ég var ekki sérlega hrifinn,"
segir Abbado og beinir talinu að
þeim áhugamálum sem eiga hug
hans allan þegar tónlistinni sleppir;
ítalskri matargerð og knattspyrnu.
Samstarfsverkefni norskra og íslenskra kennaranema
Setja söngleik á svið í Tónabæ
NEMENDUR í Kennarahá-
skóla íslands og Kennara-
háskólanum í Elverum í
Noregi frumsýna á morgun söng-
leikinn „Music Avenue“ í Tónabæ.
Hugmyndin að samstarfinu er
runnin undan rifjum norsku nem-
anna og sóttu þeir fé til íslandsferð-
arinnar í sjóði Nordplus. Á fjórða
tug leikara og söngvara taka þátt
í sýningunni auk fimm manna
hljómsveitar.
„Music Avenue“ byggir á brotum
úr mörgum kunnum söngleikjum
sem saman mynda eina heild. Höfðu
norsku nemamir veg og vanda af
því að raða brotunum saman en
sögusviðið er stræti sem er óháð
tíma og rúmi.
Hóparnir hafa um skeið æft hvor
í sínu lagi en Norðmennimir komu
til landsins síðastliðinn mánudag.
Síðan hefur verið mikill handagang-
ur í öskjunni í Tónabæ, að sögn
Morgunblaðið/í>orkell
KENNARANEMARNIR feta
meðal annars i fótspor Johns
Travolta og Oliviu Newton-
John í söngleiknum „Music
Avenue“.
Kristínar Valsdóttur sem fer fyrir
íslenska hópnum. „Þetta hefur verið
alveg ótrúlega skemmtilegt og von-
andi er þetta bara byijunin á sam-
starfi af þessu tagi.“
Kærkomið tækifæri
KHÍ tekur ekki á hveijum degi
þátt í uppfærslum á söngleikjum.
Kristín segir að þetta tækifæri hafi
því verið kærkomið, ekki síst fyrir
tónmenntakennaranemana sem em
fjölmargir í hvomm hópi um sig.
Hún segir jafnframt að kennarar
þurfi að vera fjölhæfír og markmið-
ið með uppátækinu sé að þeir öðlist
reynslu.
Söngleikurinn „Music Avenue"
verður einungis sýndur í tvígang
hér á landi en norsku nemamir fara
af landi brott á miðvikudag. Fyrri
sýningin verður klukkan 17 á morg-
un, sunnudag, og sú síðari á mánu-
daginn klukkan 20.30.
FERÐ út í sveit frá 1953 eftir
franska málarann Fernard Léger.
Sígild list í
kjölfar stríðs
SKIPULEGGJEND-
UR mikillar listsýn-
ingar, sem nýhafín er
í Barcelona, „Evrópa
eftir stríð 1945-
1965“, halda því fram
að verk þeirrar kyn-
slóðar sem þar era
sýnd muni teljast sí-
gild innan4‘fárra ára.
„Ég tel að þeir lista-
menn sem við kynnum
nú séu við það að
verða næsta kynslóð
þeirra sem skapað
hafa nútíma sígild
verk,“ segir Thomas
Messer, sem umsjón
hefur með uppsetn-
ingu sýningarinnar í
samtali við The
European.
Á sýningunni em 527 verk eft-
ir höfunda frá 27 löndum. Nefnd
fulltrúa frá fjölda landa vann í
þijú ár við að velja verk á sýning-
una, sem er skipt niður í högg-
myndir, ljósmyndir, málverk og
arkitektúr. Hafa skipuleggjendur
sýningarinnar gætt þess að ein-
skorða sig ekki við ákveðin þemu
á sýningunni, enda hafí geysilegr-
ar íjölbreytni gætt í listsköpun á
þessum tíma. Ætlun þeirra er að
draga fram dæmi um það besta
sem gert var.
Á áranum 1945-1965 varð
myndlist æ óaðgengilegri og
mörg verkanna náðu á sínum
tíma nær eingöngu til lítils hóps
listunnenda og sér-
fræðinga. Þá vilja
skipuleggjendur sýna
að verk heimsþekktra
listamanna sem unnu
verk á þessum áram,
eins og Picasso,
Henry Moore og
Braque, eigi í raun
ýmislegt sameigin-
legt með verkum
manna sem talin era
skör neðar. Meðal
þeirra má nefna Jean
Dubuffet, George
Mathieu og Antoni
Tápie. „Við héldum
að við myndum sjá
tvær meginlínur,
annars vegar verk
manna sem byijuðu
fyrir stríð og þróuðust áfram og
síðan verk nýrrar kynslóðar
manna á borð við Dubuffet," seg-
ir Luis Monreal, formaður Caxia-
listsjóðsins, sem stendur að sýn-
ingunni. „Þetta reyndist ekki rétt.
Áhrifa einnar stefnunnar gætir í
annarri, þrátt fyrir það hversu
ólíkar þær vora. Þá voru mun
vandaðri en talið var.“
Sýningin er á vegum Caxia-
listsjóðsins, sem var stofnaður
árið 1990 í kjölfar samruna
tveggja stórra spænskra banka.
Sjóðurinn hefur frá upphafí ein-
beitt sér að því að sýna þau verk
sem einhverra hluta vegna ltafa
ekki átt inni hjá hefðbundnum
listasöfnum.
MAURASTÓLL
eftir danska
hönnuðinn Ame
Jacobsen frá
1951.
PRESTAR leika knattspymu eftir Ramón
Masats. Tekin í Madríd 1957.
Norðmenn hafa eignast sakamálahöfund, sem á ýmislegt skylt með hinu sænska Sjöwall og Wahlöö-tvíeyki
Glæpir með
félagslegu ívafi
MAFÍAN hefur náð tökum á stærsta þorpi
heims, eins og Ósló hefur gjaman verið nefnd.
Sú er að minnsta kosti raunin í fyrstu bók
nýjasta sakamálahöfundar Noregs, Anne
Holt, sem ber heitið „Blinda gyðjan". Hefur
Holt fengið frábærar viðtökur í Noregi, bæði
hjá gagnrýnendum og lesendum, sem hafa
hlaðið tvær fyrstu bækur hennar lofi. Holt
vinnur nú að þeirri þriðju og dreymir um að
snúa sér næst að skrifa barnabækur en í
samtali við Politiken segir hún ekki vanþörf
á að hrista upp í þeirri bókmenntagrein þar
sem barnabækur séu flestar hundleiðinlegar.
Holt hefur starfað sem blaðamaður og lög-
reglufulltrúi og í bókum hennar er Ósló hreint
ekki lýst sem sakleysislegu sveitaþorpi, held-
ur stórborg þar sem eiturlyijasalar og illa
innrættir lögmenn vaða uppi. Sjálf er Holt
lögfræðingur og þekkir því vel til þess hvem-
ig hlutirnir ganga fyrir sig á bak við tjöldin.
Eins og marga blaðamenn dreymdi Holt
um að skrifa skáldsögu og ákvað að nýta sér
þekkingu sína úr lögreglunni til að byggja
fyrstu bók sína á. Aðalsöguhetjan er lögreglu-
konan Hanne Wilhelmsen, sem
er lesbTsk en það hefur vakið
mikið umtal í Noregi. „Saka-
málasögur era einkar vel til þess
fallnar að vekja athygli á því sem
á sér stað í þjóðfélaginu," segir
Holt. „Menn tengja eiturlyfjasölu
til dæmis aðallega við útlendinga
en ég vildi sýna fram á að Norð-
menn sjálfír ættu þar ekki síður
hlut að máli. Skipuleg glæpasam-
tök hafa náð fótfestu í Noregi
að mati lögreglunnar þó að ekki
séu allir á þeirri skoðun."
Holt er ekki síður gagmýnin
á starfsemi lögreglunnar en af-
brotamannanna og tekur m.a.
fyrir hversu erfitt er að fá lög-
regluna til að taka fyrir kynferðisafbrot og
kynþáttafordóma innan lögreglunnar. Hún
dregur þó ekki dár að fyrram samstarfsmönn-
um sínum, heldur dregur upp
mynd af ósköp venjulegu fólki
sem er jafngáttað á þeirri illsku
sem fyrirfinnst og aðrir. Holt
viðurkennir að hún hafi verið
full fordóma er hún hóf störf í
lögreglunni en segir að hún hafí
þurft að eta þá alla ofan í sig.
Gagnrýnendur í Noregi hafa
séð margt sameiginlegt með
verkum Holt og bandarískra
starfssystra hennar en sjálf seg-
ist hún vera hrifnust af bókum
breskra höfunda og nefnir sem
dæmi Minette Walters. Þá slær
hún ekki hendinni á móti verk-
um norrænna höfunda á borð
við Anders Bodelsen, sem ís-
lenskum dönskunemum er vel kunnur, og
sænska tvíeykisins Sjöwall og Wahlöö, sem
hún á ýmislegt sameiginlegt með.
Anne Holt