Morgunblaðið - 27.05.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 D 5
fá mig til að skilja sig. Henni fannst
enginn hafa skilið sig fram að þeim
tíma. Það var eins og allar flóðgátt-
ir opnuðust og hún talaði og talaði.
Það hvarflaði aldrei að henni að sög-
urnar yrðu að bók. Ekki mér heldur
á þeim tíma. Mér þóttu þær bara svo
áhugaverðar og vildi vita meira um
formæður mínar og þess vegna fékk
ég móður mína til að tala inn á band
þegar ég var að vinna. Hún dvaldi
hjá mér í sex mánuði og þegar upp
var staðið átti ég sextíu klukku-
stundir af efni.
Það var mikill léttir fyrir hana að
fá að tala og það er ekki bara líf
hennar í Kína sem hefur breyst. Hún
sjálf hefur gerbreyst. Áður var hún
alltaf svo eirðarlaus og þvinguð. En
núna þegar hún finnur að ekki bara
ég heldur allur heimurinn skilur
hana, er hún alsæl - og hún er full-
komlega jafnvæg og hamingjusöm.“
Systir Jung Chang býr enn í Kína
og hugsar um móður þeirra. Tveir
bræður búa í Bretlandi og einn í
Frakklandi. „Það er mjög mikið og
sterkt samband milli okkar allra.
Annar bróðir minn sem býr í Bret-
landi þýddi bókina á kínversku og
það er sú þýðing sem var gefin út
í Hong Kong og Taíwan. Við tölum
saman annan hvorn dag að minnsta
kosti. Hann er blaðamaður er hefur
tekið við ritsjórn kínverks dagblaðs
sem er gefið út í Bretlandi."
Hvað geturðu sagt mér um næstu
bók þína, ævisögu Maós?
„Við höfum verið að vinna að
henni í tvö ár og eigum að minnsta
kosti tvö ár eftir. Okkur hefur tekist
að grafa upp ótrúlegt efni. Þegar
ég skrifaði Villta svani skildi ég Maó
alls ekki en í dag finnst mér ég skilja
hann - og þá meina ég sálfræði-
lega. Það vantar auðvitað marga
bita ennþá í púsluspilið en myndin
af honum er að verða nokkuð skýr.
Við Jon vinnum mjög vel saman.
Ég vissi það reyndar áður en við
byrjuðum á þessu verkefni, því hann
hjálpaði mér mjög mikið með Villta
svani. En þetta er skemmtileg vinna.
Við erum eins og tveir njósnarar,
alltaf að reyna að finna út „hver
gerði hvað;“ síleitandi að forsendum,
ástæðum, orsökum, afleiðingum.
Þetta er spennandi og við erum svo
heppin að hafa nægan tíma til að
einbeita okkur.
Það sem hefur komið okkur á
óvart er þessi skilningur á Maó, hvert
er hreyfiafl hans: Hvers vegna hann
gerði vissa hlut og hvemig. Bókin
er mjög óh'k Villtum svönum sem
segir frá því hvernig fólk lifði undir
harðstjórn hans. En það ákveður
enginn að verða harðstjóri bara til
að vera harðstjóri. Það segir enginn,
hvorki Stalín, Hitler né Maó: „Ég
ætla að skaða þjóð mína og veröld-
ina.“ Maó hélt, eins og hinir að hann
hefði sérstakt hlutverk í heiminum
og var með hálfbakaða hugsjón til
að framfylgja því. Honum var and-
skotans sama um þær mannlegu
fórnir sem þurfti að færa til að fram-
fýlgja hugsjóninni. Það snerti hann
ekki þótt fjörutíu milljónir létust úr
plágu á einu bretti og þótt jafnmarg-
ir færust úr hungursneyð. Þrá hans
eftir völdum var gríðarlega sterk og
hinar skelfilegu áætlanir hans fyrir
Kína voru tengd þessari valdaþrá.“
Hver er afstaða kínverskra stjórn-
valda til hans í dag?
„Það gætir mikillar tvöfeldni.
Mjög fáir - og ég mundi fullyrða
enginn - myndu vilja lifa aftur við
hans stjórn. Ekki einu sinni stjórn-
völd. En þeir vilja flagga myndinni
af honum. Hann lagði grunninn að
kommúnismanum og stjórnvöld vilja
ekkert of miklar breytingar. Það
væri bylting að taka niður myndina
af Maó. Hún er órofa tengd
kommúnistastjórn lands-
ins og ef þeir leyfa afneit-
un á Maó, tapa þeir grund-
velli kommúnistaflokks-
ins.“
í Villtum svönum kemur
fram að kona hans hafi
ekki haft minni völd en
Maó sjálfur.
„Það hefur nú ekki
reynst rétt. Hann var alger
einvaldur. Hún var hins
vegar óhemju grimm og
illa innrætt manneskja.
Maó nýtti grimmd konu
sinnar að fullu og notaði hana til
að gera andstyggilega hluti.“
Hafa ekki verið skrifaðar margar
bækur um Maó?
„Jú, óteljandi, og þær eru allar
ein allshetjar lofgjörð. Enda er það
svo að ungt fólk í Kína sér hann í
miklum ljóma. Það er algerlega
ruglað vegna þeirra tvöföldu upplýs-
inga sem það fær. Foreldrarnir sem
lifðu undir harðstjórn hans segja frá
martröðum og hryllingi en svo lesa
þau alla þessa upphafningu. Það er
mikil framför að fólk skuli geta sagt
börnum sínum satt og rétt frá. Það
er ekki svo langt síðan enginn þorði
að segja börnum sínum neitt, því
böm blaðra og enginn tók þá áhættu.
Enginn tók heldur þá áhættu að
gera börn sín að uppreisnarmönnum.
Þegar ég var ung var óhugsandi að
foreldrar gerðu börnum sínum grein
fýrir þeim hryllingi sem líf þeirra
hafði verið. Enginn hefði einu sinni
vogað sér að kvarta. Nú má það þó.
Hins vegar er það svo að ungt
fólk sem er óánægt með núverandi
stjórnvöld og þá spillingu sem við-
gengst, les allar lofgjörðarbækumar
um Maó og stendur fast í þeirri rang-
hugmynd að þá hafi allt verið gott;
engin spilling, meira jafnrétti og lífið
mun auðveldara.“
Heldurðu að þín bók um Maó verði
leyfð?
„Það er langur tími í að ritskoðun
verði aflétt í Kína. Hún er alltaf síð-
asti þátturinn. En það kemur. Þróun-
in er alltaf í rétta átt.“
MYNPUST
Listasafn Rcykjavík-
ur - Kjarvalsstaðir
IVIÁLVERK
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
Opið alla daga kl. 10-18 til 5. júní.
Aðgangur (á allar sýningar) kr. 300
Sýningarskrá kr. 1600
HJÁ OKKUR íslendingum er það
fyrst og fremst persónan sem er
mælikvarði þeirra hluta sem gerast,
og hreyfingar eða almennari þróun
er sjaldnast nefnd fyrr en eftir á.
Hið sama gildir í listunum; íslensk
listasaga er helst rakin sem saga
þeirra lista-
manna sem
mddu brautina,
og síðan hinna
sem fylgdu á
eftir. Hver verð-
ugur listamaður
á sitt sæti í sögu
sem er lýst í ei-
lífum hlaupum
fram og aftur í
tímanum, þann-
ig að sjaldnast
er staldrað við
einn tímapunkt
til að ná yfirliti
yfir allt sviðið.
Samhengi ís-
lenskrar lista-
sögu er því ekki
alltaf ljóst, en
hin almenna
þróun er kunn.
Þannig átti hin
íslenska hefð í
gerð landslags-
mynda nokkuð langa sögu að baki
þegar kom að miðri þessari öld, og
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
hafði þar lagt sitt á vogaskálarnar
allt frá miðjum þriðja áratugnum.
Þegar hann tók að mála vatnslita-
myndir sínar um 1950 byggði hann
því augljóslega á þeirri hefð fremur
en að hann stefni að því að um-
breyta því sem tíðkaðist á þessu
sviði.
Sýningin í vestursal Kjarvals-
staða er ein af röð sýninga sem
haldnar eru til að minnast aldaraf-
mælis hans síðar á þessu sumri, og
eru helgaðar hinni fjölbreyttu list
sem Guðmundur vann í ýmsa miðla.
Efnt hefur verið til sýninga á Akur-
eyri, á Grænlandi sem og í höfuð-
borginni, og hafa þær vakið umtals-
verðan áhuga á þessum listamanni
á ný, eftir að list hans hafði legið
í þagnargildi um árabil.
Vatnslitamyndirnar eru um
margt sérstakur kafli í listsköpun
Guðmundar, og kemur þar margt
til. Guðmundur hafði verið með
áhugasömustu ferðamönnum um
hálendi íslands í um aldarfjórðung,
þegar hann loks hóf að taka vatns-
liti með sér og mála á ferðum sín-
um. í þessu fylgdi Guðmundur í
fótspor Ásgríms Jónssonar, sem
málaði mikið með vatnslitum hvert
sem hann fór, og helst lagði grunn-
inn að þessari grein landslagsmál-
unar hér á landi. Einnig ber að líta
Glæsi-
leiki
hefðar-
innar
til þess að um þetta leyti urðu mestu
umskipti sem orðið höfðu í íslenskri
myndlist til þess tíma: afstraklistin
var að hasla sér völl, og náði á sjötta
áratugnum öllum tökum í listalífinu,
þrátt fyrir hatramma andstöðu
stöku eldri listamanna eins og Guð-
mundar, sem fyrir vikið uppskar
andstöðu og jafnvel persónulega
óvild margra yngri listamanna. Slík
staða kann vissulega að hafa litað
viðhorf margra til þeirrar listar, sem
Guðmundur var að skapa, jafnvel
þegar hún nálgaðist í raun mynd-
heim afstraklistarinnar, þó undir-
staða myndefnisins væri ætíð frá
náttúrunni.
Á sýningunni getur að líta tæpa
sex tugi vatnslitamynda Guðmund-
ar frá 1950 fram til 1962. í sýn-
ingarskrá bendir Kristín Guðnadótt-
ir á að í heild megi greina tvo megin-
strauma í þessum myndum. Annars
vegar eru myndir sem byggja á
tryggð við hina hefðbundnu mynd-
byggingu landslagsmyndarinnar,
eins og hann hafði lengi unnið í
olíuliti; af slíkum myndum má nefna
„Útigönguhöfða“ (1955) og
„Herðubreið“ sem eru sígild dæmi
hefðarinnar um glæstar staðarlýs-
ingar. Hins vegar má nefna verk
þar sem listamaðurinn fer nær við-
fangsefninu - niður á þúfuna í anda
Kjarvals - og fyrir vikið leysast
formin upp í litaspil, sem ýmist má
kenna við árstíðir, veður eða hita.
Dæmi um slík verk eru „Laxárgljúf-
ur“ (um 1950), „Haustlitir“ og loks
„Hauststemning“ (1962), þar sem
jafnvel hörðustu afstraklistamenn
hefðu átt að finna skyldleikann.
Loks má nefna að vatnslitirnir
gefa listamanninum tækifæri til að
vinna með ljósið, sem aðrir miðlar
gáfu ekki. Guðmundur nýtir sér
þetta einkum í verkum eins og „Haf-
ís við Grænland" (1959), þar sem
gegnumlýsingin er áberandi sterk,
og jafnvel í mynd eins og „Ás-
byrgi" (1956), þar sem klettastálið
verður loftkennt og lifandi í bláman-
um.
Sísta þátt sýningarinnar, og að
mati undirritaðs óþarfa viðbót, er
að finna í
nokkrum mis-
jafnlega stirð-
legum myndum
af fornum torf-
bæjum. Sú
staðreynd að.
margir þessara
bæja (t.d.
margfrægur
„Sölvhóll")
voru horfnir af
yfirborði jarðar
þó nokkru áður
en þessi verk
voru máluð
sýnir að hér
lágu önnur við-
horf að baki en
þau sem snúa
að myndgerð-
inni, og það
rýrir gildi
þeirra óneitan-
lega.
Sýningunni
fylgir einföld en vel unnin sýningar-
skrá, sem m.a. hefur að geyma
nokkurn fjölda ágætlega litgreindra
mynda, sem og ritgerð eftir Kristínu
Guðnadóttur listfræðing um vatns-
litamyndir Guðmundar. Kristín vitn-
ar nokkuð í viðtöl listamannsins og
greinir ágætlega helstu þræði í
myndum hans og viðfangsefnum;
það sem helst mætti nefna að vanti
er nokkur samanburður við það sem
aðrir listamenn voru að fást við á
þessu sviði, t.d. Ásgrímur Jónsson
og jafnvel Jóhannes Kjarval, sem
einnig voru stöðugt að takast á við
landið og náttúruna í verkum sínum.
Sérstaða og gildi framlags einstakra
listamanna kemur oft sterkast fram
í slíkum samanburði, og hefði verið
fróðlegt að kynnast verkum Guð-
mundar enn betur í slíku ljósi.
Menn fá best notið vatnslita-
mynda Guðmundar frá Miðdal með
því að skoða þær milliliðalaust, því
ljósmynd á bók nær aldrei að fanga
fínustu eiginleika þessa miðils. Deil-
ur samtímans eru þagnaðar, ægi-
vald hinnar réttu stefnu (hver sem
hún er á hveijum tíma) er gufað
upp, pólitískir sem og listpólitískir
andstæðingar horfnir. Eftir standa
myndirnar, glæsileg vitni um sterka
landslagshefð í höndum ágæts lista-
manns, sem rétt er að hvetja sem
flesta til að nota tækifærið og njóta
hér.
Eiríkur Þorláksson
Þær þrjár kynslódir
kvenna sem sagan
fjallar um segja þó
meira en sína eigin
sögu. Þær segja
sögu kínversku þjóð-
arinnará þessari öld.
GUÐMUNDUR Einarsson: Útigöngnhöfði. 1955.
kaupa til að mynda sinfóníur Brians
Havergals þó þær kostuðu mun
minna,“ segir hann.
Þumalputtareglan er að ef verkið
er ekki til á diski, eða upptakan sem
til er léleg eða mjög gömul, þá gef-
um við verkið út á Marco Polo, en
annars á Naxos. Sem dæmi má
nefna sinfóníur Rimskíjs Korsakovs.
Fyrir fjórum árum hefðum við gefið
þær út á Marco Polo, en nú gefum
við þær út á Naxos. Sama má segja
um sinfóníur Gliéres, fyrst Chandos
hefur gefið þær út, gefum við þær
út á Naxos í fullri samkeppni," seg-
ir hann ákveðinn, en það hefur einn-
ig gerst að seljist Marco Polo-
útgáfa mjög vel færir Heymann
útgáfuna á Naxos til að fylgja vel-
gengninni eftir.
Ekki að verða uppiskroppa
Útgáfur Marco Polo eru á fjórða
hundrað, en Heymann segist ekki
vera að verða uppiskroppa með verk
sem vert sé að gefa út. „Það, eru
eflaust hundruð þúsunda verka sem
JOSEPH Joachim var einn
fremsti fiðluleikari síns tíma
og góðvinur Brahms, sem til-
einkaði honum ýmis verk.
Hann samdi einnig afbragðs
fiðlukonsert sem Marco Polo
hefur gefið út.
BRIAN Havergal var breskt
tónskáld sem samdi grúa verka
og var sífellt að fram undir
nírætt, en tíundu sinfóníu sína
samdi hann 87 ára. Þegar hann
lést 96 ára hafði hann lokið við
22 til viðbótar.
ekki hafa verið gefin út, en sem
ættu að fá að heyrast. Það má líkja
þessu við listasöfn, því í þeim þús-
undum listasafna sem'til eru í heim-
inum eru örfá meistaraverk, en grúi
verka minni spámanna sem eru þess
virði að skoða. Venjan í tónlistarút-
gáfu hefur verið að sýna aðeins
meistaraverkin, sem gerir fólki erf-
itt fyrir að skilja hvað það er sem
gerir þau svo merkileg. Éins er með
tónlistina; þegar aðeins sjást tind-
arnir gerir enginn sér grein fyrir
því hvað sé svo merkilegt við fjöll-
in.“
Engin heiidarútgáfa
Beethovens
„Naxos á líka allmikið eftir í út-
gáfu, til að mynda á heildarútgáfa
á verkum Hayds eftir að halda okk-
ur við efnið í nokkur ár, gríðarlega
mikið liggur eftir Telemann, sem
aldrei hefur verið gefíð út og til að
mynda er ekki einu sinni til heildar-
útgáfa á verkum Beethovens, þó það
geti virst undarlegt. Við eigum eftir
að gefa út í 30 til 40 ár í viðbót að
minnsta kosti.“
Nax-os útgáfan gerði nýverið
samning við Sinfóníuhljómsveit ís-
lands um að hljómsveitin taki upp
verk eftir Síbelíus og Heymann
færir í tal að hann hafi áhuga á að
gefa út íslenska tónlist á Marco
Polo. „Ef tónlistin er áhugaverð vil
ég gjarnan gefa hana út, sérstak-
lega ef ekki er búið að gefa hana
út nú þegar. Ég þekki því miður
ekki mikið til íslenskra tónskálda,"
segir Heymann og bætir við að hann
treysti á sambönd við dreifingarað-
ila Marco Polo í hverju landi fyrir
sig, að þeir bendi honum á eitthvað
sem vænlegt er til útgáfu. Við þá
útgáfu segist hann mundu nota ís-
lenska listamenn, enda þekki hann
vel til Sifnóníuhljómsveitar íslands,
til að mynda, sem muni hljóðrita
fyrir Naxos verk Síbelíusar á næstu
árum. „Og ef verkin seljast vel á
Marco Polo, gæti eins farið að ég
gæfi þau út á Naxos,“ segir hann
að lokum.