Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Saga rokksins Sjónvarpið sýnir nú þáttaröð þar sem saga rokksins er rakin. Ami Matthíasson kynnti sér þættina og velti fyrir sér rokksögunni. Elvis Presley - konungur rokksins SJÓNVARPIÐ sýndi á þriðjudag fyrsta þáttinn í bandarískri þáttaröð sem segir sögu rokksins, allt frá fyrstu skrefum Elvis til rapp- sveitarinnar The Goats. Fyrsti þátturinn var einskonar samtín- ingur yfir það sem síðar rekur á fjörur rokkunnenda, en síðan verð- ur frásögnin í fastari skorðum. Framleiðendur þáttanna stæra sig af því að gríðarleg vinna hafi far- ið í gerðina sem má til sanns veg- ar færa, því hermt er að 10.000 klukkustundir af kvikmyndum hafí verið skoðaðar, viðtöl tekin í 306 klukkustundir, 204 viðtöl alls, 250 lög séu viðruð í þáttunum og að auki 260 tónleikabrot. U nglingabylting Rokkið var afsprengi unglinga- byltingar, sem ekki sér fyrir end- ann á; allt frá því snemma á sjötta áratugnum hefur það verið hand- hæg leið fyrir ungmenni til að ganga fram af foreldrum sínum og þó danstónlist og rapp séu tek- in við því hlutverki að piiklu leyti í dag, er rokkið ekki langt undan og fráleitt á leið í gröfina. í lok fimmta og upphafi sjötta áratugarins kom svartur rytma- blús eins og ferskur andblær inn í heldur dapra dægurtónlistartíð. Smám saman fóru slík lög, flutt af blökkumönnum, að láta á sér kræla á vinsældalistum og þegar hvítir tónlistarmenn tóku formið upp á sína arma, slípuðu eilítið til og hreinsuðu úr því dónaskapinn og tvíræðnina, varð tónlistin fljót- lega vinsæl um gervöll Bandaríkin. Fram á þennan dag deila menn um hvert sé fyrsta rokklagið, sum- ir halda fram Rocket 88 með Jackie Brenston, aðrir Sh-Boom með Crew-Cuts, sem var reyndar fyrsta rokklagið til að komast á toppinn vestan hafs, en seint verð- i|r hægt að skera úr um annað ems. Það eru þó flestir á því að plötusnúðurinn Alan Freed hafí verið sá fyrsti til að nota heitið Rock ’n Roll yfir þessa nýju gerð af rytmablús og það festist við, en Rock ’n Roll, sem snemma var útlagt sem vagg og velta upp á íslensku, var upphaflega blautlegt slanguryrði blökkumanna, en fyrst heyrðist það í sönglagi Boswell- systra þegar 1934. Þegar Elvis Presley kom svo fram á sjónarsviðið varð allt vit- laust. Bandaríska þingið ræddi þessa nýju unglingavá, kirkjur brenndu rokkplötur, enda það talið tónlist djöfulsins og hvetja ung- menni til siðspillingar og lastalífs, líkt og rapp dagsins í dag. Breska byltingin Þegar fram leið og rokkunnend- ur uxu úr grasi, luku pörun og lögðust í barneignir, fjaraði heldur undan tónlistinni vestan hafs. Austan Atlantsála höfðu aftur á móti bresk ungmenni legið og stúderað svartan blús, sem þá var á fallandi fæti í sunnanverðum Bandaríkjunum, eftir blómaskeið sjötta áratugarins. Úr þessum jarðvegi spratt svo ein helsta út- flutningsgrein Breta fram á þenn- an dag og fyrsta breska innrásin var þegar Liverpool-rokkið lagði undir sig Bandaríkin. Gerjunin í Bretlandi átti sér samsvörun vestan hafs og banda- rískir tónlistarmenn tóku sér bresku listaskólanemana til fyrir- myndar í mörgu. Þannig varð til hljómsveitarhugtakið; safn ung- menna sem léku sjálf á hljóðfæri og fluttu eigin tónlist og texta, ólíkt því sem áður hafði helst tíðk- ast að lagasmíðar væru í höndum sérfræðinga, sem síðan veldu sér flytjendur og stýrðu gjarnan út- setningum og upptökum. Margir af gamla skólanum, sem neyddust til að aðlaga sig nýrri tísku og spila „bítlagarg" og rokk hafa kveinað fram á þennan dag að fagmennska hafi horfíð úr tónlist- inni, en í stað þess að vera skemmtanaiðnaður varð rokkið að tjáningu; tungumál nýrrar kyn- slóðar. Hápunkti náði sú hugsýn líklega á árum hippanna, þegar allt mátti leysa með því að reykja smá hass og sökkva sér í tónlist- ina. Það var rækilega rifjað upp á síðasta ári þegar menn minntust 25 ára afmælis tónlistar- hátíðarinnar í Wo- odstock, en þá rifjuðu líka margir upp að margir þeir fögru draumar sem þá voru á döfinni lutu í lægra haldi fyrir fíkniefnum, eins og þegar bæði Jimi Hendrix og Janis Joplin létust sviplega með skömmu milli- bili. Pönkuppreisn í upphafi áttunda áratugarins var rokkið orðið stóriðnaður; rokk- sveitir flugu um á einkabreiðþot- um, snæddu af gulldiskum og nutu ásta með fögrum konum í seðlabingnum. Uppreisnarandinn sem var hreyfiaflið og hvatningin, var löngu horfinn og eftir því sem markaðsfræðingar og sölustjórar náðu betri tökum á viðfanginu varð framleiðslan vélrænni og ófrumlegri. Hljómplötusala dróst saman um miðjan áttunda áratuginn, bæði vegna þess að sú kynslóð sem hafði keypt plöturnar í lok þess sjöunda, þurfti ekki lengur á upp- reisninni að halda, þar sem hún var komin í valdastöður og tals- mennirnir voru ekki lengur rokk- arar. Sú hnignun sem þá hófst stóð meira og minna fram að því að geisladiskurinn kom á markað og hífði upp plötusöluna, helst með endurútgáfu á gamalli tónlist. Sitthvað merki- legt var þó á seyði og þannig náði til að mynda Bob Marley heimsfrægð á áttunda áratugnum með reggítónlist sína, sem hefur haft mikil áhrif í rokkinu fram á þennan dag. Næsta bylgja átti þó eftir að koma frá Bretlandi, eins og svo oft áður. Sagan hermir að þegar rokk- sveitin bandaríska The Ramones kom í stutta heimsókn til Bret- lands hafi hún haft úrslitaáhrif á þróun pönksins; allir þeir sem sáu hljómsveitina spila þriggja hljóma rokk sitt með heimskulegum text- um hafi farið og stofnað rokksveit til að gera eins. Hvað sem til er í því er víst að í Bretlandi varð til ný tegund tónlistar, eða réttara sagt rokk í nýjum búningi, sem menn kölluðu pönk. Pönkið hafði álíka áhrif á foreldra og uppalend- ur og vagg og velta hafi haft á foreldra þeirra; þeir fundu því allt til foráttu, því annar eins hávaði og garg var ekki til annars fallið en gera blessuð börnin óð. Fræg- ust pönksveitanna var The Sex Pistols, sem eru og áberandi i þeim þætti þáttaraðarinnar sem fjallar um þetta tímabil, en ýmsar aðrar komust í sviðsljósið, til að mynda The Clash, sem hélt hér fræga tónleika. Breska pönkið var öllu hrárra en það bandaríska og textarnir pólitískari og harðari. Bandarískt pönk var menntamanna- tónlist, en í Bretlandi voru pönkararnir ómenntuð at- vinnulaus ungmenni sem mörg höfðu misst trúna á samfélagið. I Bretlandi gætir áhrifa pönksins lítt, en vestan hafs mátti sjá þess stað í Seattle-rokki og nú síðast í léttu pönki sveita eins og Green Day, sem eru geysivinsælar um heim allan um þessar mundir. Áfram í allar áttir Segja má að níundi áratugurinn hafi verið áratugur tilrauna og fjölbreytni, því ótal tónlistarstefn- ur hafa komið fram, lifað um stund og síðan horfið jafnharðan að mestu. Sú tilraunastarfsemi hefur reyndar haldið áfram fram á þenn- an áratug og í upphafi hans var það mál manna að rokkið væri búið að syngja sitt síðasta; dans- tónlist og rapp væri búið að leysa það af hólmi sem tjáningartól nýrrar kynslóðar. í lokaþætti þáttaraðarinnar má og sjá hver fjölbreytnin er, því þar bregður fyrir svo ólíkum straumum sem rokki, rappi, poppi, tölvupoppi, rapprokki og fönki, og flytjendurn- ir eru til að mynda REM, The Goats, Madonna, Red Hot Chili Peppers, Devo, Michael Jackson, Dire Staits og Ice-T. Of langt mál yrði að telja upp alla þá sem birtast í þáttunum tíu, en nægir að geta þess að öllum helstu hljómsveitum sög- unnar bregður fyrir. Örugglega eiga einhveijir eftir að sjá á eftir sínum mönnum, til að mynda sést ekkert til Frank Zappa, Eagles, Creedence Clearwater Revival, Buzzcocks, Joy Division, Velvet Underground, Bee Gees, Van Morrison, Paul Simon og Met- allicu. Ástæðan er reyndar líklega oft að ekki fékkst leyfi frá lista- mönnunum eða útgáfum þeirra til að myndefni væri notað í þáttaröð- inni, en það má líka skemmta sér við að telja hveijir eru ekki. Elvis Presley gerði allt vitlaust Rokkið var tungumál nýrrar kyn- slóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.