Morgunblaðið - 10.06.1995, Qupperneq 2
2 C LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Endurmat á sjálfsskilningi
Menningarmál í víðasta
skilningi þess orðs
eru á stefnuskrá nýrra
ritstjóra Skímis.
Jóhann Hjálmarsson
hugar að nýjum
viðhorfum og gömlum
í vorhefti Skímis.
MEÐ vorhefti Skírnis 1995 taka
nýir ritstjórar við. Jón Karl Helga-
son og Róbert H. Haraldsson koma
í staðinn fyrir Vilhjálm Árnason
og Ástráð Eysteinsson. Jón Karl
er doktor í samanburðarbókmennt-
um og ritstjóri bókmenntaefnis á
Rás 1, Ríkisútvarpinu. Róbert er
heimspekingur.
Ritstjórarnir árétta í ávarpi að
Skímir sé sem fyrr „vettvangur
fyrir vandaðar greinar um menn-
ingarmál í víðasta skilningi þess
orðs, greinar sem snerta lífshætti
og veruleikaskynjun nútímafólks".
Samkvæmt þessu er vorheftið
„að dijúgum hluta helgað umræðu
um áhrif þjóðemishyggju á efna-
hags- og hugmyndasögu íslands
og enduróm hennar í stjórnmála-
baráttu samtimans".
Að mati ritstjóranna ber umræð-
an merki um „það endurmat á
sjálfsskilningi íslendinga sem nú
fer fram innan sagnfræði, bók-
menntafræði og fleiri greina mann-
vísinda".
, í anda þessa era það ekki fulltrú-
ar fortíðarinnar sem leiða umræð-
una þótt stundum sé til þeirra vitn-
að. Sigríður Matthíasdóttir á rit-
gerðina Réttlæting þjóðernis, Guð-
mundur Jónsson skrifar um þjóð-
ernisstefnu, hagþróun og sjálfstæð-
isbaráttu, Amar Guðmundsson
fjallar um mýtuna um ísland, Sæv-
ar Hrafn Svavarsson um fornfræð-
in og nútímann og Jón Karl Helga-
son finnur táknrænan gullfót ís-
lenskrar seðlaútgáfu.
Fleira í Skírni mætti flokka und-
ir endurmat, til dæmis umfjöllun
Karls Gunnarssonar um landnám í
Húnaþingi og ritdóm Guðna Elís-
sonar um Máttugar meyjar eftir
Helgu Kress. Karl tekur að nokkra
Morgunblaðið/Þorkell
JÓN Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson, ritstjórar Skírnis.
undir sjónarmið Einars og Guðni
gerir sitt til að réttlæta fræði
Helgu.
Það sem einkennir umræðuna
er að höfundarnir gæta þess yfir-
leitt vel að alhæfa ekki, leyfa sem
flestum skoðunum að koma fram.
Þetta er í fræðilegum anda og skal
ekki hallmælt, en oft verður mál-
flutningurinn dauflegur fyrir
bragðið.
Tengsl alþjóðahyggju og
þjóðernishyggju
Ejóðernishyggja er í senn góð
og slæm. Þjóðemishyggja þótt
hættuleg sé í vissum tilvikum getur
þrátt fyrir allt verið góð í alþjóð-
legu samstarfi. Amar Guðmunds-
son hefur það eftir Bimi Bjama-
syni að þjóðemishyggja í alþjóðlegu
samstarfí sé mikilvæg þar sem hún
jafngildi gæslu þjóðarhagsmuna:
„Hann lýsti heimsmenningunni sem
einskonar mósaíkmynd þar sem
hver einasta þjóð kemur inn með
sín sérkenni og verður því að halda
í menningu sína og sjálfsmynd. Það
sé framlag hennar til alþjóðlegs
samstarfs". Þetta er mikilvægt atr-
iði og hefur lítið verið rætt hérlend-
is eins og Amar bendir á.
Niðurlag Amars felur í sér gagn-
rýni sem er harðari en liggur í
augum uppi. Hann talar um mis-
ræmi eða „eyðu“ í umræðunni sem
áhyggjuefni. Að baki pólitískrar
orðræðu liggur að hans mati ósagð-
ar forsendur um þjóðernið og þjóð-
menninguna, forsendur sem mýtan
breiðir yfir.
Vaxandi þjóðemishyggja gæti
með hægu móti umhverfst í útlend-
ingahatur og rasisma. Ég er sam-
mála því að stjórnmálamennirnir
svari því hvernig eigi að bregðast
Stofnfundur
igs um Listaháskóla íslands
verður haidinn mánudaginn 12. jiiní kl. 20.30
í Borgartiíni 6, t W ■ Rúgbrauðsgerðinni •
Á dagskrá fundarins eru lög félagsins,
kosning til stjórnar og önnur mál.
Fundurinn er öllutti opinn.
Álmgafóllí um listsköpun og listmennt er
sérstaklega hvatt til ad koma,
Bandalag íslenskra listamanna.
við gömlum draugum sem alþjóða-
væðingin vekur upp og era reyndar
orðnir ógnvekjandi og áþreifanlegir
í nágrannalöndum okkar.
Guðmundur Jónsson sýnir fram
á takmörk efnahagslegrar þjóðern-
isstefnu: „Hversu sterk sem löngun
íslendinga hefur verið til að búa
sem best að sínu hafa þeir orðið
að byggja afkomu sína á öflugum
tengslum við útlönd, vegna þess
hve hagkerfið er lítið, auðlindirnar
fábreyttar, framleiðslan einhæf og
heimamarkaðurinn óverulegur".
Sigríður Matthíasdóttir fjallar
meðal annars um þjóðemishug-
myndir Ejóðveijans Johanns Gottli-
ebs Fichtes rannar frá Herder og
áhrif þeirra hér á landi, einkum á
Jón J. Aðils og leiðir í ljós gildi
þess síðarnefnda fyrir Jónas Jóns-
son frá Hriflu. Niðurstaðan er að
sjálfstraust sé þjóðum nauðsyn.
Getur vestræn menning
hafnað sjálfri sér?
Svavar Hrafn Svavarsson heldur
uppi vömum fyrir fomfræði og
bendir á að sú gagnrýni sé hjáróma
að klassískur menningarheimur
komi engum við. Vestræn menning
getur ekki hafnað sjálfri sér, skrif-
ar hann og nefnir Hómerskviður í
því sambandi.
Eins og til að leggja áherslu á
þetta birtir Skírnir þýðingu Hauks
Hannessonar úr Eneasarkviðu
Virgils með inngangi eftir þýðand-
ann. Með Eneasarkviðu vildi Virg-
ill keppa við Hómer að sögn, færa
Rómveijum álíka listaverk og Hó-
mer Grikkjum.
Hér verða engir dómar felldir
um ritstjómarstefnu nýrra ritstjóra
Skírnis. Ritið er fjölbreytt og ekki
of þungur pakki.
Svifíð á vængjum
söngsins
SÁLUMESSA og Litanía eftir
Wolfgang Amadeus Mozart
verða fluttar í tvígang á
Kirkjulistahátíð í næstu viku.
Meðal söngvara verður Sólrún
Bragadóttir sópran, sem er
búsett í Þýska-
landi. Kom hún
gagngert til lands-
ins til að syngja á
tónleikunum.
„Þetta leggst
mjög vel í mig og
ég hlakka mikið til
að syngja í Hall-
grímskirkju. Þetta
eru vandasöm
verkefni en tón-
listin er ákaflega
falleg,“ segir Sól-
rún en aðrir sem
fram koma á tón-
leikunum eru
söngvaramir
Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir,
Gunnar Guð-
Morgunblaðið/Golli
Sólrún Bragadótt-
ir óperusöngkona.
björnsson og Magnús Bald-
vinsson, Mótettukór Hall-
grímskirlqu og Sinfóníuhljóm-
sveit íslands undir stjórn
Harðar Áskelssonar. Við sálu-
messuna er dansatriði eftir
Nönnu Ólafsdóttur, dansað af
Islenska dansflokknum.
„Það er virkilega gaman að
koma heim og hitta þessa ungu
söngvara," segir Sólrún. „Auk
þess hef ég aldrei séð dans við
Sálumessuna og bíð spennt
eftir að sjá hvemig hann kem-
ur út. Það er alltaf gaman
þegar listgreinar sameinast."
Sólrún hefur starfað lengi
erlendis og meðal annars
verið fastráðin við tvö ópera-
hús í Þýskalandi. Hún sagði
hins vegar stöðu sinni við
Hannoveróperuna lausri
síðastliðið haust eftir fimm
ára annasaman feril. „Ég
eignaðist dóttur siðastliðið vor
og gat eiginlega ekki hugsað
mér að vinna jafn mikiðog
ég hafði verið að gera. Ég vil
frekar svífa á vængjum söngs-
ins en vera pjörvuð einhvers-
staðar niður.“
Sólrún viðurkennir þó að
það hafi verið erfið ákvörðun
að hella sér út í lausamennsk-
una. „Ég vil spila eftir eyranu
en gallinn er sá að í lausa-
mennskunni getur maður ekki
alltaf verið öragg-
ur með afkomuna.
Olnbogarnir
þurfa því að vera
skarpir ætli mað-
ur að koma sér
áfram. Þetta
hefur þó gengið
vel til þessa miðað
við það að ég hef
lítið auglýst mig.“
Söngkonan
býr enn í Hanno-
ver ásamt eigin-
manni sinum Þór-
arai Stefánssyni
píanóleikara og
fjölmiðlafræði-
nema. Hún segir
þó að þau muni
að líkindum hefja
vængina til flugs á næsta ári
en óvíst sé hvert stefnan verði
tekin.
Cosi fan tutte í haust
Sólrún flýgur til London
strax að loknum tónleikunum
í Hallgrímskirkju en þar á
hún stefnumót við
umboðsmenn. Hún snýr þó
skjótt aftur og hyggst dvelja
á Islandi út ágúst til að und-
irbúa sig fyrir haustið en þá
mun hún syngja í Cosi fan
tutte eftir Mozart í óperunni
í Liege í Belgiu. „Nýtt hlut-
verk krefst alltaf mikils und-
irbúnings og ég verð að vinna
það meira og minna í sumar.“
Sólrún hyggst veija meiri
tima í tónleikahald og ljóða-
söng á næstunni, auk þess
sem hún ætlar að hella sér
út í upptökur á geislaplötum
sem setið hafa á hakanum til
þessa. Meðan á dvöl
hennar hér á landi stendur í
sumar vonast Sólrún til að
geta efnt til ljóðatónleika en
staður og stund hafa ekki enn
verið ákveðin.
Kvennaskólaævintýrið
FREYVANGSLEIKHÚSIÐ í
Eyjafjarðarsveit sýnir Kvenna-
skólaævintýrið eftir Böðvar Guð-
mundsson á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins á sunnudag og mánudag.
Leikritið hefur í vor slegið að-
sóknarmet í Freyvangi en það
var samið sérstaklega fyrir leik-
félagið þar á bæ.
Þjóðleikhúsið bryddaði á liðnu
ári upp á þeirri nýjung að bjóða
einu áhugaleikfélagi að setja upp
sýningu á Stóra sviðinu. Átta
umsóknir bárust að þessu sinni
og hreppti Freyvangsleikhúsið
hnossið.
„Þetta hefur mikla þýðingu
fyrir Freyvangsleikhúsið og
hleypir eflaust nýju blóði í starf-
semina,“ segir Helga Elínborg
Jónsdóttir leikstjóri. „Það er auð-
vitað spennandi að fá að reyna
sig á stóru sviði og þetta er fyrst
og fremst umbun erfiðisins fyrir
þetta fólk en það hefur lagt mik-
ið á sig í sínum frítíma."
Helga Elínbqrg er kunnust sem
leikari, lengst af við Þjóðleikhúsið.
Hún hefur verið aðstoðarleikstjóri í
mörgum sýningum en Kvennaskóla-
ævintýrið er stærsta verkefnið sem
hún tekst á hendur sem leikstjóri.
„Þetta var mjög skemmtileg og gef-
andi vinna enda kraftmikið fólk á
ferð. Veturinn var reyndar mjög erf-
iður fyrir norðan og ófærðin setti
vissulega strik í reikninginn; frum-
sýningin tafðist til dæmis um viku.
,JI, ÞAÐ eru allsberir strákar í laug
inni!“ Námsmeyjar í hita leiksins.
Fólk lét það hins vegar ekki aftra
sér og þetta gekk allt saman upp.“
Kvennaskólaandinn í
brennidepli
Kvennaskólaævintýrið á sér stað
um miðbik aldarinnar og fjallar um
það tímabil í sögu íslensku þjóðarinn-
ar þegar stúlkur hlutu menntun í
húsmæðraskólum sem ýmist voru
nefndir kvennaskólar, húsmæðra-
skólar eða „grautarskólar" í niðrandi
tóni. Skóla þessa sóttu stúlkur
úr öllum þrepum þjóðfélagsstig-
ans; jafnt vel stæðar stór-
bændadætur sem blásnauðar
kotbændadætur. Böðvar beinir
sjónum að siðvenjum, siðprýði
og andanum sem ríkti í skólunum
auk þess sem ströngu eftirliti og
smámunasemi kennslukvenn-
anna eru gerð skil.
Heimilda aflaði höfundur með
því að ræða við fyrrverandi
námsmeyjar og kennslukonur við
Kvennaskólann á Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit. Hann var starf-
ræktur um áratuga skeið og var
talsverð skrautfjöður og lyfti-
stöng fyrir sveitina. Sérstaklega
munu piltamir hafa fylgst
grannt með komu námsmeyj-
anna á haustin og „tóku út“ ár-
ganginn hveiju sinni. Hermt er
að margir leikhúsgestir hafi bor-
ið kennsl á persónur og atburði
þegar verkið gekk ítrekað fyrir
fullu húsi nyrðra.
Kvennaskólaævintýrið er mikið að
umfangi en alls hafa um 70 manns
lagt hönd á plóginn. 32 leikarar taka
þátt í sýningunni og eru þeir á aldrin-
um sextán til sextíu ára. Sumir eru
vanir sviðsmenn en aðrir að stíga sín
fyrstu spor. Þá er tónlistin í hávegum
höfð og liðlega tuttugu sönglög eftir
heimamennina Eirík Bóasson, Garð-
ar Karlsson og Jóhann Jóhannsson
eru sungin við texta Böðvars. Tón-
listarstjóri er Reynir Schiöth.