Morgunblaðið - 10.06.1995, Page 7

Morgunblaðið - 10.06.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 C 7 Leiksmiðja í felum IIIKIIST Lciksmiðja Rcykjavíkur „OG ÞEIR SETTU HAND- JÁRN Á BLÓMIN" Höfundur Fernando Arrabal. ís- lensk þýðing: Signrður Pálsson. Leikendur: Arni Pétur Reynisson, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Gott- skálk Dagur Sigurðsson, Helga Rakel Rafnsdóttir, Páll Sigþór Páls- son, Rut Magnúsdóttir, Soffía Bjarnadóttir og Stefán Baldur Árnason. Leiksijóri: Rúnar Guð- brandsson. Aðstoðarmaður og hljóð: Björgvin Franz Gíslason. Ljós: Bjöm Helgason. Fimmtudag- ur 8. júní. EF þið sem lesið þennan leikdóm hafið aldrei heyrt á þessa sýningu minnst fyrr en nú, er ekki um að kenna andvaraleysi ykkar, heldur er hér um að ræða leikhóp sem hefur verið í felum; falið sig í kjallara í Gijótaþorpinu og æft af kappi tveggja tíma metnaðarfullt leikverk sem til- heyrir þeim hópi leikverka sem kennd hafa verið við fáránleikaleikhús með ádeiluívafí. Leikverkið sem hér um ræðir ber yfirskriftina. „Og þeir settu handjám á blómin" og er eftir Fem- ando Arrabal. íslensk þýðing verksins er eftir Sigurð Pálsson og mun vera um tuttugu ára gamla þýðingu hans að ræða. Leikhópurinn sem nú er kominn úr felum með þessa afurð sína kall- ast Leiksmiðja Reykjavíkur og er sjálfstæður leikhópur sem á rætur sínar að rekja til leiklistamámskeiðs í Kramhúsinu haustið 1989 en hefur starfað sem formlegt leikfélag frá því vorið 1990. Á þeim 5 árum sem smiðj- an hefur starfað hefur hún sett upp átta leikverk, auk þess sem hér er ijallað um. Leiksmiðja Reykjavíkur skilgreinir sig ssem tilraunaleikhús áhugafólks. Samt sem áður eru félag- LISTDANS Ilcðinshúsió „AF ÁNÆGJU MALANDI STUKKU“ Darraðardans sýnir „ Af ánægju malandi stukku". Danshöfundar: Ástrós Gunnarsdóttir, Katrín Ólafs- dóttir. Tónlist: Hörður Bragason, Margrét Eir, Kormákur Geirharðs- son, Kristinn Árnason, Þórarinn Krisljánsson, Þórir Viðar. Leik- mynd: Sindri Gunnarsson. Búning- ar: Margrét Einarsdóttir. Verkið flutt af höfundum þess. Fimmtu- dagur 8. júní 1995. Á ÞESSU landi er sagt að við lif- um á fiski. í tímans rás hafa islensk- ir listamenn málað fisk, skrifað um físk og sungið um fisk. Því ekki að vísa til fisks í dansi líka. Slíkt gerð- ist í fyrrakvöld í Héðinshúsinu í ar smiðjunnar ekki eingöngu áhuga- fólk, meðal þeirra má sjá lærða leik- ara, sem og stjómendur. Leikendur þessarar sýningar teljast þó allir til áhugamanna, þótt nokkrir þeirra hafí áður sést á fjölunum og hvíta tjald- inu. Hægt er að segja að þessi átta manna hópur myndi sterka heild, leik- ið er af miklum krafti sem ekki sést daglega í íslensku leikhúsi. Femando Arrabal er Spánveiji (f. 1932) sem fluttist rúmlega tvítugur til Frakklands og skrifar á frönsku. Þrátt fyrir að Arrabal lifí og hrærist í franskri menningu og verk hans tengist frönsku samtímaleikhúsi, þá em rætur þeirra greinilega í spænskri rithefð; sérstaklega hinni súrrealísku hefð þar sem fantasía og gróteska mega teljast megineinkenni. Þetta má greinilega merkja bæði á texta og uppsetningu þessa verks. Verkið fjallar öðram þræði um pólitískt of- beldi, kúgun og valdbeitingu, en einn- ig um ást, hugrekki og samstöðu. Leikurinn gerist að stærstum hluta innan veggja fangelsis þar sem fang- amir sæta ómannúðlegri meðferð og pyntingum og lifa (eða tóra öllu held- ur) á mörkum veraleikans með at- hvarf í draumum og ímyndunum. Ég sá ekki betur en að leikstjórinn hafí farið þá leið að fella sýninguna að hinum gróteska fantasíuheimi sem Við þekkjum úr spænskum listum, bæði bókmenntum og myndlist. Þann- ig minntu ýmsar uppstillingar á mál- verk eftir Goya, þar sem blóðið flýtur og líkaminn er hlutgerður, nakinn og limlestur. Ein senan vísar í frægt málverk eftir Delacroix, þar sem frels- ið er tákngert sem kona með fána á Reykjavík, þegar Darraðardans sýndi „Af ánægju malandi stukku“ og er þá átt við fiska. Samlíkinguna við físka má svo vart greina í verk- inu, en slíkt má einu gilda. Það er alltof fátítt, að danshöfundar og tón- listarmenn vinni saman eins og hér er gert. Þennan vettvang ætti auðvit- að að nýta meir, því smiðjuvinna sem þessi er gefandi, ekki síst fyrir áhorf- endur. „Af ánægju malandi stukku“ er dansverk í nútímastíl. Danshöfund- arnir, Ástrós Gunnarsdóttir og Katr- ín Ólafsdóttir, hafa hlotið menntun sína bæði hér á landi og í Bandaríkj- unum (ÁG) og í Frakklandi (KÓ). Hér er dansi fléttað saman við lif- andi tónlist í léttum suðrænum takti,. en einnig sótt í smiðjur rokksins, takts og trega og jassins. Líka má fínna spönsk áhrif og meira að segja harmónikkuvals, en fyrst og fremst ásláttartónlist með suðrænni hrynj- lofti, og fer vel á að notfæra sér bæði spænska og franska menningar- hefð við uppsetningu á verki eftir hinn spænsk-franska Arrabal. Nú getur vel verið að ég sé að lesa of mikið inn í sjónræna uppbyggingu leiksýningarinnar. Það gerir þá ekk- ert til, líkindin með myndlistarhefð- inni era til staðar, hvort sem þau era meðvituð eða ekki. í heild er sjónræn uppbygging sýningarinnar (notkun á sviði, uppstillingar) mjög vel heppnuð. Einfalt sviðið var afar vel nýtt og næsta ótrúlegt hvað þetta litla rými leyfði miklar hreyfíngar, hlaup, dans og hópatriði án þess að það virtist hefta leikarana á nokkum máta. Súl- ur inni á leikrýminu vora vel nýttar í þágu sýningarinnar, en súlur inni á áhorfendasvæðinu skyggðu stundum á sviðið (a.m.k. á aftari bekkjum). í þessu litla kjallararými er líka mikil nálægð við áhorfendur og gerir það meiri kröfur bæði til leikara og áhorfenda. Efni leiksins er oft og tíð- um óþægilega ágengt og era áhorf- endum ekki gefin nein grið heldur neyðast þeir að horfa upp á manns- líkamann í öllum hugsanlegum at- höfnum hans og sjá honum misþyrmt á hinn óhugnanlegasta máta. Það sem venjulega er talið einkalegt og heilagt eða of óhugnanlegt fyrir hinn „sið- menntaða“ mann að horfa upp á, er dregið fram í dagsljósið, framið fyrir opnum tjöldum, eins og hin gróteska hefð býður. Áhorfandinn á í raun og vera ekkert val, því ef hann vill ganga út verður hann að ganga yfír sviðið, og fáir mundu leggja út í slík spjöll á sýningunni. Þetta getur haft tvíbent áhrif á áhorfandann, vera má að ein- andi. Það er ekki alltaf heppilegt að skilgreina um of verk eins og þetta. Það á að taka því eins og það kemur til dyranna. Þetta er stemmnings- verk, blandað dansi, tónlist, ljósum og því hráa umhverfi sem það er flutt í. Mér er til efs að hlutur dansins { verkinu myndi standast gagnrýna skoðun einn sér og það sama mætti segja um tónlistina (þó það sé ekki mitt verk að fjalla um hana sérstak- lega). Þessir þættir eiga að mynda eina heild saman og það gera þeir á skemmtilegan hátt. Það er ekki í anda verksins, né umhverfisins að fínpússa hvert smáatriði, heldur að leyfa dansinum að anda og gefa frá sér. Þessu verki á ekki að pakka inní vandaðar umbúðir, heldur drekka það í sig og njóta á staðnum. Útkoman er spennandi og sprellif- andi uppákoma. Sérstaka athygli mína vakti notkun á myndbandi, þar sem því atriði, sem verið dansa var varpað í risastórri mynd á bakgrunn- inn. Þegar dansinum lauk á gólfinu, lifði hann enn á veggnum, sem endu- rómur nýliðins augnabliks. Vel gert. hveijum fínnist of nærri sér gengið en líklegra er þó að áhorfandinn lúti lögmálum sýningarinnar og taki inn þau áhrif og þann boðskap sem hún miðlar. Þá eram við kannski komin að loka- punktinum. Ég velti því fyrir mér eftir sýningu hvort verkið væri „úr- elt“ að einhveiju leyti. Það á alls ekki við um þýðingu Sigurðar Páls- sonar sem, þrátt fyrir tuttugu ára geymslu, virkaði aldrei óeðlileg eða stirð. Leikritið sjálft er skrifað 1969 og vísar til atburða sem ættu að til- heyra fortíð, en það þarf ekki langa umhugsun til að sjá að pólitískt of- beldi, kúgun og stríð fneð fangelsun og aftökum saklausra manna er ekki síður veraleiki dagsins í dag en fortíð- ar. Efni þessa leikrits er í fréttunum hjá okkur daglega, þótt við séum fyr- ir löngu hætt að skynja ofbeldið og ógnina á eins sterkan hátt og við kannski ættum að gera sem sið- menntað fólk. En þetta er kannski kjaminn í öllum verkum Arrabals og hollt umhugsunarefni, hversu mikill fáranleiki þrífst meðal þjóða sem telja sig siðmenntaðar. Það er full ástæða til að hvelja fólk til að sjá þessa sýningu ef tæki- færi gefst. Leikaramir skila sínu hlut- verki af krafti sem gaman er að upp- lifa og leikstjómin hefur gengið prýð- isvel upp. Notkun tónlistar og ann- arra hljóða í sýningunni hæfír henni vel og ljósi var beitt á sterkan hátt, ekki. síst til að áreita áhorfendur í samræmi við efni leiksins. Eins og minnst var á hér í byijun hefur þessi sýning ekkert verið aug- lýst og era ekki fyrirhugaðar margar sýningar á því. Þó er von til þess að sýnt verði annað kvöld (11. júní) og mánudagskvöldið (12. júní). Mæting er kl. 8 í Geysishúsinu á homi Vestur- götu og Áðalstrætis. Miðar kosta 1.000 kr. (500 kr. fyrir atvinnu- lausa). Nánari upplýsingar má fá í síma 5515312 og 5519042 kl. 12-15. Soffía Auður Birgisdóttir. Flutningurinn á sviðinu hvílir nán- ast eingöngu á Ástrósu Gunnarsdótt- ur og Katrínu Ólafsdóttur. Tónlistar- mennimir blanda sér líka í framvind- una á sviðinu, sem og söngvarinn Margrét Eir. Það brýtur upp það sem gerist á sviðinu og er það vel. Samt er ljóst að á ferðinni eru tónlistar- menn, ekki dansarar, enda engin til- raun gerð til að telja áhorfandanum trú um annað. Þær Ástrós og Katrín eru á vissan hátt ólíkir dansarar, en báðar mjög gefandi. Styrkur þeirra í sýningunni felst fyrst og fremst í þeim karakter, sem þær gefa verkinu með sterkri nærvera, látbragði og persónulegum dansstíl. Leikskráin sem fylgdi sýningunni er einhver sú athyglisverðasta, sem ég hef lengi séð, þó ekki sé hún meðfærileg. Aðeins er fyrirhugað að sýna verkið þijá daga í röð og verður síðasta sýningin laugardaginn 10. júní kl. 23.00 í Héðinshúsinu. Þeir, sem vilja upplifa skemmtilegan bræð- ing af hrynjandi og hreyfíngu, ættu ekki að missa af þessari sýningu. Ólafur Ólafsson etta, og vitið hvað gerist. Hér er leikið af slíku lífí og sál, af slíkri nákvæmni, krafti, hreinleika og inn- lifun, að jafnvel svæsnustu fordómar gufa upp sem dögg fyrir sólu. Þrátt fyrir hliðrænt upphaf jafnast upp- tökugæðin fyllilega á við næmustu stafrænu hljóðritanir. JASSSVÍTUR Dmitri Sjostakovitsj: Jasssvítur Nr. 1 & 2; Konsert f. píanó, trompet og strengjasveit í c-moll Op. 35; Tea for Two. Ronald Brautigam, píanó; Peter Masseurs, trompet. Royal Concertgebouw Orchestra u. stj. Riccardos Chaillys. Upptaka: DDD, 1988/90/91. Decca 433 702-2. Lengd: 58:33. Verð: 1.899 kr. ÞESSI diskur er seldur undir nafn- inu „Jazz music". Öllu má nafn gefa, sér í lagi ef maður er útgefandi, en Jasssvítumar frá 1934 (3ja þátta) og 1938 (8 þátta) bera satt að segja sáralítinn keim af jassi, burtséð frá notkun höfundar á jasstengdum hljóðfærum eins og saxofónum. „Kaffihúsamúsík" væri nær lagi um Nr. 1, og „hljómskálatónlist“ um Nr. 2. En víst um það, á diskinum er að finna léttasta hliðin á tónhöfundi, sem var (eða varð) kunnari fyrir Stofnfund- ur félags um Lista- háskóla STOFNFUNDUR Félags um Listaháskóla íslands verður haldinn mánudaginn 12. júrií kl. 20.30 í Borgartúni 6, 4. hæð — Rúgbrauðsgerðinni. Á fund- inum verður lögð fram tillaga að lögum fyrir félagið og vænt- anlega kosið í stjórn þess. Félagi um Listaháskóla ís- lands er ætlað að verða list- rænn, fjárhagslegur og stjóm- unarlegur bakhjarl hins fyrir- hugaða Listaháskóla íslands. Í skipulagsskrá fyrir skólann sem fylgir nýsamþykktum lögum frá Alþingi um listmenntun á háskólastigi er slíku félagi ætl- að að kjósa þijá af fimm mönn- um í skólastjórnina en hinir tveir verði skipaðir af mennta- málaráðherra og borgarstjóm Reykjavíkur. Stjórnin ber ábyrgð á stjóm skólans og ræð- ur rektor. Samkvæmt skipu- lagsskránni ábyrgist mennta- málaráðuneytið og Reykjavík- urborg fjárstuðning við skólann er byggist á samningi um greiðslur fyrir þá þjónustu sem skólinn veitir, og er einnig kveð- ið á um að skólinn fái heimili í SS-húsinu að Laugarnesvegi 91 sem afhendist honum full- búið til fyrirhugaðra nota. í drögum að lögum fyrir Félag um Listaháskóla íslands er gert ráð fyrir fimm manna stjórn félagsins og að rétt til inngöngu eigi einstaklingar sem greiða áskilin árleg félags- gjöld. Það er Bandalag ís- lenskra listamanna sem boðar til stofnfundarins og er hann opin öllu áhugafólki um list- sköpun og listmennt. Sýningum að ljúka á West Side Story NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir á söngleiknum West Side Story, Sögu úr vesturbænum, sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu undan- fama mánuði. Hátt á fjórða tug leikara, söngv- ara og dansara taka þátt í uppfærsl- unni sem er nú í fyrsta sinn á fjölun- um í íslensku leikhúsi. 25 manna sinfóníuhljómsveit spil- ar hina heimsfrægu tónlist Leonards Bernsteins. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. Síðustu sýningar eru í dag og 18. júní. annað en glens og gamans. Því Sjos- takovitsj átti vissulega til að sletta úr klaufunum á yngri árum, áður en Stalín fór að gefa tónlistarmálum Ráðstjómarríkjanna nánari gaum. Hvernig? Það má heyra á hinni kostulegu sinfónísku útsetningu Dmitris á Tea for two eftir Vincent Youman, tilkominni út af veðmáli 1928 við hljómsveitarstjórann Nikolai Malko. Hinn liðlega tvítugi Dmitri lauk útsetningunni á tæpum 40 mín- útum, og þætti varla minna afrek en þegar Jerome Kern samdi All the Things You Are hálftíma fyrir frum- sýningu. Einhver bjartasta og gáskafyllsta tónsmið eftir Sjostakovitsj á ötulum hálfrar aldar löngum starsferli, Kon- sertinn fyrir Píanó, trompet og strengi frá 1933, stendur þó upp úr. Verkið er fullt af lagrænu hugviti, snarpri hrynjandi, spaugilegum til- vitnunum og skörpum skopstæling- um. Sísprækur klassíker. Hljóðritunin er af dæmigerðum hágæða Deccastaðli, og einleikarar og hljómsveit leika hvasst og íjörugt undir stjórn Chaillys. Þó er galli, að jafngóðir sólóistar í Jassvítunum og raun ber vitni skuli ekki nafngreindir í plötubæklingi. Rfkarður Ö. Pálsson Af lífi og sál TONLIST Sigildir diskar STRENGJAKVARTETTAR Dmitri Sjostakovitsj: Strengjakvart- ettar nr. 10/13/14 & 1/9/12. Borodin kvartettinn. Upptaka: ADD, Moskvu 1980-82 f. Melodiya; endurútg. af EMI1987. EMICDC 7 49269 2 & 7 49266 2. Lengd: 68:11 & 69:01. Verð: 1.899 kr. ÆTLI sé ekki óhætt að fullyrða, að sígilda úrvalíð í plötubúðum landsins hafi batnað til muna á seinni hluta 9. áratugar frá því sem var, áður en vel útilátnir geisladiskar og ódýr gæðamerki tóku að örva ævintýra- þrá kaupenda og ráðrúm innflytj- enda út fyrir margrudda aðalgötu þaulreyndustu stríðsfáka tónbók- menntanna. Enn er þó sú grein sem nokkuð virðist afskipt í hérlendum plötubúð- um; kammertónlist. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni, að sú ekla standi í sambandi við græjufíkn nýgenginnar uppakynslóðar. Hún vildi „flottar" stórhljómsveitir, mikið „sánd“, allt í botn og beint í æð. Reynsla og íhygli voru ekki meðal fangamarka hennar. En ef marka má þær stormandi viðtökur sem söngmennska múklífisins í Silosark- laustri hefur hlotið, þá ætti senn að verða lag að betrumbæta úrval hinna innhverfari tóngreina. Allavega er hrein og klár skömm að því, hversu hlutfallslega lítið hefur fengizt til þessa af jafnvel merkustu höfuð- smíðum stofutónlistar. Til dæmis virðast síðari kvartettar Beethovens hafa verið á hálfgerðum bannlista í óratíma. Talandi um þetta virta form, strengjakvartettinn, hugarfóstur Haydns, þá væri kannski til of mik- ils ætlazt, ef hér væri alla jafna á boðstólum meginframlag úr næsta nágrenni á við kvartetta hins danska Vagns Holmboes, enda stendur það nokkurn veginn heima. En ein mun þó sú uppspretta ómældrar hlustun- aránægju sem íslenzkum plötuhéðn- um hefur hvað lengst og bezt tekizt að hylma yfir, og það eru hinir 15 strokkvartettar Dmitris Sjostako- vitsj. Mestu forkólfar strengjakvart- ettsins á 20. öld era tveir taldir, Bartók og Sjostakovitsj, og til lítils að ætla sér að gera upp á milli þeirra; það bíður næstu aldar eða þarnæstu. En meðan Bartók þykir erfiður á ytra borði, bæði í hlustun og flutn- ingi, þá leyna kvartettar Sjostako- vitsj á dýpt sinni undir tiltölulega aðgengilegu yfirborði. Segja má, að kvartettarnir veiti viðvaningshlu- standa einhvern greiðasta aðgang að luktum heimi kammertónlistar 20. aldar sem völ er á. Flutningur snillinganna í rússn- eska Borodin-kvartettinum er af þeirri hlaupvídd, að stórbrotnustu rokur úr fremstu sinfóníuhljómsveit- um heims blikna hjá þeirri hörunds- beru nálægð, vitranarlegu dulúð og öguðum fítonskrafti sem Borodin- kvartettinum tekst að gæða hvem tón. Leggið þessa kvartetta í hendur hveijum þeim sem uppástendur, að hann hlusti aldrei á strengjakvart- Anæg’ðir fiskar dansa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.