Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓIMVARPIÐ ■ STÖÐ TVÖ FÖSTUDAGUR 16. IÚNÍ «99 IC ►Þúsund gullpening- « 44.4lu ar (Thousand Pieces of Gold) Bandarísk bíómynd frá 1990 um kínverska konu sem seld var til Bandaríkjanna í lok síðustu aldar. LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ Mqn iC ►Hin helgu vé Kvik- . L U. 40 mynd Hrafns Gunn- laugssonar frá árinu 1993. Gestur, sjö ára borgarbam, er sendur í sveit út í afskekkta eyju við strönd íslands. Hann verður ástfanginn af tvítugri konu og afbrýðisemin nær slíkum helj- artökum á honum að hann ákveður að ryðja unnusta konunnar úr vegi. Myndin var frumsýnd erlendis á aðal- dagskrá kvikmynda- hátíðarinnar í Berlín, og hefur síðan farið víða um lönd og hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, m.a. bæði gull- og silfur- verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Tróia í Portúgal, OCIC - al- þjóðaverðlaun katólsku kirkjunnar og Optimus, verðlaun fyrir bestu mynd á kvikmyndahátíðinni í Lubeck. VI 99 Jií^Malcolm X Banda- l»l. 4t.4u rísk bíómynd frá 1992 um sögu blökkumannaleiðtogans Malcolms X. SUNNUDAOUR 18. JÚNÍ í Kl.22.10 | ►Dagbók Evelyn Lau (Diary of Evelyn Lau) Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1993 um unga konu sem upplifír harðneskjuleg- an heim vændiskvenna og eiturlyfja- neytenda. FIMMTUDAGUR 22, JÚNÍ H91 |)n ►Dalur örlaganna > L I.UU (Valley of Decision) Bandarísk bíómynd frá 1945. Þetta er fjölskyldu- og ástarsaga sem gerist í Pittsburgh um 1870. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ |f| 9I 1 (I ►Logandi vi'ti (The "I. L I. IU Towering Infemo) Stórslysamyndir eru þema mánaðarins og nú sjáum við eina af þeim betri sem gerist í 138 hæða byggingu, mesta háhýsi heims. . Bönnuð börn- um. U9Q CC ►Hjákonur (Mistress) . 4ð.UU Hér er á ferðinni gamansöm mynd sem fjallar á óskammfeilinn og sprenghlægilegan hátt um lífið á bak við tjöldin í kvik- myndaborginni Hollywood. Söguhetja myndarinnar heitir Marvin Landisman en hann þótti eitt sinn efnilegur leik- stjóri. Hann dreymir um að koma aft- ur undir sig fótunum og sjá verk eftir sig á hvíta tjaldinu. Hann fær aðra undirmálsmenn til liðs við sig og þá fara hjólin að snúast. ►Þrumugnýr (Point Break) Tíð bankarán hafa verið framin í Los Angeies og ræningjarnir alltaf komist undan með fenginn. Johnny Utah er sendur til að rannsaka málið en grunsemdir beinast að lífsglöðu brimbrettafólki á ströndinni. Kl.1.45 LAUOARDAGUR 17. JÚNÍ Kl.21.20 Kl. 23.05’ | ►Hrói höttur: Karl- menn í sokkabuxum (Robin Hood: Men in Tights) í þá gömlu góðu daga, þegar hetjur riðu um bresk héruð, klæddust hetjurnar sokkabuxum. Og enginn var í þrengri sokkabuxum en Hrói höttur, vemdari Skírisskógar. ►Fanturinn (The Good Son) Ovæntasti spennutryllir síðari ára um strákinn Henry Evans sem býr yfir mörgum leyndarmálum. Á yfirborðinu er hann gáfaður og eiskulegur. Hann vemdar systur sína og er vinum sínum trúr og traustur. En Henry leikur sér ekki eins og önnur böm. Leikir hans em stórhættulegir. Fullorðna fólkið sér það hins vegar ekki, eða vill ekki sjá það. Stranglega bönnuð börnum. |f| 1 l|C ►Hurricane Smith III. I.UU Blökkumaðurinn Billy Smith heldur til Ástralíu í leit að syst- ur sinni. Stranglega bönnuð börn- um. SUNNUDAGUR 18.JÚNÍ «91 9(1 ►Ekkjuklúbburinn ■ L I.4U (The Cemetery Club) Rómantísk gamanmynd um stöllumar Esther, Doris og Lucille sem hafa all- ar misst eiginmenn sína og komast að því að það er ekkert sældarbrauð að vera miðaldra ekkja. Það reynist vera hyldjúp gjá á milli þess að vera í hjónabandi og að vera á lausu. Og þegar dömumar fara að líta í kringum sig sjá þær að frambærilegir, einhleyp- ir karlar yfir fimmtugu eru ekki á hveiju strái. |f| 9Q CC ►Eddi klippikrumla III. LU.Uw (Edward Scissor- hands) Eddi klippikrumla er sköpunar- verk uppfinningamanns sem ljáði hon- um allt sem góðan mann má prýða en féll frá áður en hann hafði lokið við hendumar. Eddi er því með flug- beittar og ískaldar klippur í stað handa en hjarta hans er hlýtt og gott. Bönn- uð börnum. MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ Kl 91 fll> ►Krakkarnir úr kuld- III. 4Ú.UU anum (Frozen Assets) Gamanmynd um sæðisbankastjóra sem ákveður að renna styrkari stoðum undir starfsemina með því að efna til kyngetu- keppni. En bankinn er rekinn af hinni íðilfögm Grace og hún berst gegn þess- ari skaðlegu keppni með kjafti og klóm. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ M9Q IC^Skassið tamið (The ■ 4ð. 13 Taming of the Shrew) Gáskafullt leikrit Williams Shakespeare er hér í frábæri útfærslu heimsþekktra leikara. Sagan fjallar um Petruchio, efnalítinn aðalsmann frá Verónu, sem ætlar að krækja sér í ríka konu. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ Kl 91 flfl ►óskar Sprúttsalinn III. 4U.UU Angelo „Snaps“ Provol- one er kallaður að dánarbeði föður síns og á von á hinu versta. Og karlinn ger- ir meira en að kveðja son sinn. Hann lætur hann lofa því að bæta nú ráð sitt og gerast heiðvirður maður fjölskyldunni til sóma. En það er ekki hlaupið að því fyrir Angelo að breytast í góðborgara þvi hann er umkringdur af skrautlegu hyski sem leggur hvern steininn á fætur öðmm í götu hans. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ Kl. 21.45' \ ►Heimt úr helju (Deliver Them from Evil: The Taking of Alta View) Sann- söguleg spennumynd um mann sem greip til örþrifaráða þegar hann taldi sig eiga harma að hefna gagnvart skurðlækni á Alta View sjúkrahúsinu í Utah. Richard Worthington ruddist alvopnaður inn á spítalann og settist 'upp með gísla sína á fæðingardeildinni. Bönnuð börnum. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Vaidimarsson BÍÓBORGIN Hinir aðkomnu + ir'/i Skemmtileg og spennandi geiminnrás- armynd sem líður nokkuð fyrir auka- endi. Blanda af Innrásinni frá Mars og Innrás líkamsþjófanna með Donald Sutherland í toppformi. Ed Wood + + + Ed Wood var lélegasti kvikmyndaleik- stjóri aldarinnar og einn af aðdáendum hans, Tim Burton, hefur reist honum skemmtilegan minnisvarða með svart/hvítri kómedíu um geggjaða veröld b-myndanna. Martin Landau er einfaldlega stórkostiegur sem Bela Lugosi. Tvöfalt líf * Mislukkaður sálfræðitryllir í c-flokki með vita vonlausan mannskap framan og aftan við tökuvélamar. Strákar til vara k k Þijár vinkonur hafa hver sinn djöful að draga en Hollywood fer offari enn eina ferðina í tilfinningamálunum. Leikkonumar bjarga nokkru í mis- jafnri mynd. BÍÓHÖLLIN Húsbóndinn á heimiiinu Nauðaómerkileg amerísk fjölskyldu- saga sem löðrar af væmni. Fylgsnið * * Spennumynd byggð á sögu eftir Dean Koontz. Lengst af prýðileg skemmtun en fjölskylduvæmnin í lokin er fullmik- ið af því góða. Þyrnirós + k'h Falleg Disneyteiknimynd frá 1959 sem byggir á ævintýrinu um Þymirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. Fjör í Flórída + + Nokkrar framhjáhaldssögur eru aðal- inntakið í þessari rómantísku gaman- mynd sem minnir svolítið á Woody Allen. Hressileg samtöl en frekar óspennandi efni. Rikki riki + + Dálagleg bamaskemmtun um ríkasta drenghnokka í heimi sem á allt nema vini. Macaulay Culkin fer hnignandi sem stjömu. Algjör bömmer k Grín og spenna blandast saman í svert- ingjaspennumynd eins og þær voru fyrir 20 árum. Andlaus formúlu- afþreying. HÁSKÓLABÍÓ Vélin * Gerard Depardieu leikur geðlækni, kvennamorðingja og 12 ára strák í franskri B-mynd og verður á endanum hlægilegur. Rob Roy k+'A Sverðaglamur, ættardeilur og ástar- mál í skosku hálöndunum á 18. öld. Myndin lítur vel út og fagmannlega en handritið misjafnt og lengdin óhóf- leg. Star Trek: Kynslóðir kk'A Sjöunda myndin í Trekkabálknum markar kaflaskil því nú tekur nýr kapteinn við stjóm. Sami gamli góði hasarinn í útgeimi. Höfuð uppúr vatni + + Norsk spennumynd og svört kómedía um konu á sumarleyfiseyju og menn- ina í kringum hana. Frambærileg en varla neitt stórvirki. Ein stór fjölskylda *'A Kúgaður kærasti barnar fimm á einu bretti. Þokkaieg hugmynd fær slæma úrvinnsiu í flesta staði. Stökksvæðið +'A Góð háloftaatriði er nánast það eina sem gleður augað í íburðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Skógardýrið Húgó + + Lftil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Dauðinn og stúlkan + *'A Roman Polanski gerir leikriti Ariel Dorfmans ágæt skil og nær góðum leik úr þremenningunum í aðalhlut- verkunum. Snillingurinn + Það fer ekkert fyrir snilligáfunni í vandræðalegri gamanmynd þar sem ágætur leikhópur er úti á þekju í hlut- verkum sögufrægra persóna. Heimskur heimskari + + + Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGNBOGINN Eitt sinn stríðsmenn + + +'A Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöl- skyldulífi í fátækrahverfi á Nýja-Sjá- landi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir eru ekki teknir neinum vettlingatökum en björtu hliðarnar gleymast heidur ekki. Litla úrvalsdeildin 'A Tólf ára hnokki erfir homaboltalið ásamt starfsliði og mannvirkjum. Og allir elska hann að lokum. Jakk. Kúlnahríð á Broadway + + +'A Frábærlega gamansamur farsi frá Woody Allen sem kominn er aftur í sitt gamla form. Fyndið handrit, skop- Ieg persónusköpun og unaðslegur leik- hópur gera Kúlnahríðina að bestu gamanmynd í bænum. Ekki missa af þessari. Rita Hayworth og Shawshank- fangelsið + + + í alla staði sérlega vel gerð mynd um vináttu innan fangelsisveggjanna og meinfyndna hefnd. Robbins og Free- man frábærir saman. SAGABÍÓ Brady-fjölskyldan O Allt lagt upp úr hallærisbragnum og það sýnir sig. Óþolandi leiðinni. í bráðri hættu + + + Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. STJÖRNUBÍÓ Litlar konur + * +'A Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara. Ódauðleg ást + + + Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hoven fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið óaðfinnanlegt. Vindar fortíðar + + + Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.