Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 B 3 __________________________FRÉTTASKÝRING__________________________ Islenski fiskiskipaflotinn samtals um 120.000 rúmlestir að stærð Fækkun í flotanum p* / X / • X / •• X fjoröa anð 1 roð Heldur fækkar í fiskiskipaflota okkar landsmanna, þegar miðáð er við þilfarsskip. Á hinn bóginn, hefur stærð hans í tonnum talið ekki minnkað, enda teljast nú einnig til flotans skip, sem ekki hafa veiðileyfí innan ís- lenzku lögsögunnar. Hjörtur Gíslason vann eftirfarandi yfirlit uppúr ------------------------------------------- Utvegi, ársriti Fiskifélags Islands ARIÐ 1994 fækkaði þilfarsskipum í íslenska fiskiskipaflotanum fjórða árið í röð, eftir fjögurra ára fjölgun þar á undan. Fækkunin er 76 skip og hefur þá fækkað um 129 skip á síðastliðnum fjórum árum, en sam- tals bættust 178 skip við flotann Qögur ár þar á undan. Alls taldi flot- inn 867 þilfarsfiskiskip í árslok 1993, samkvæmt skipaskrá Fiskifé- lags Islands. Eins og glöggt kemur fram á meðfylgjandi stöplariti fyrir fjölda skipa, fjölgar skipum í flotan- um ört á stuttum tíma, en fækkar þess á milli jafnt og þétt. Þannig kemur annars vegar fram stöðug fjölgun á árunum 1970 til 1974 vegna uppbyggingar skuttogara- og loðnuflotans og hins vegar á árunum 1987 til 1990 vegna gífurlegrar fjölgunar smábáta. Þessar upplýsingar err að fínna í Útvegi, ársriti Fiskifélags íslands um íslenzkan sjávarútveg. Eftirfar- andi yfirlit yfir íslenzka skipastólinn er unnnið upp úr Útvegi. Þess ber að geta að tölulegar upplýsingar í þessari umfjöllun eiga í flestum tilvikum við skráð þilfars- fiskiskip, en inni í þeim flota eru 22 skip (5.506 brúttórúmlestir) sem ekki höfðu fiskveiðiheimildir um sl. áramót og auk þess 28 skip (1.041 brúttórúmlest) sem ekki komu fram með afla síðastliðnu ári. Stærð flotans í bátaflotanum fækkaði um 58 skip í minnsta flokki minnstu skip- anna, fjögur skip í stærðarflokknum 21-50 brúttórúmlestir, tólf skip í stærðarflokknum 51-110 brúttó- rúmlestir, fimm skip í stærðar- flokknum 111-200 og eitt skip í stærðarflokknum yfir 800 brúttó- rúmlestir. í stærðarflokknum 13-20 brúttórúmlestir fjölgaði aftur á móti um þrjú skip vegna stækkunar skipa sem voru í flokki minni skipa og um eitt skip í stærðarflokknum 201-500 brúttórúmlestir, en í stærðarflokkn- um 501-800 brúttórúmlestir er óbreyttur fjöldi milli ára. í heild fækkaði um 76 skip í bátaflotanum og í honum eru 17 skip (2.002 brúttórúmlestir) sem ekki höfðu veiðiheimildir um sl. áramót. Fjöldl togara óbreyttur milll ára Heildarfjöldi í togaraflotanum er óbreyttur milli ára, fækkun um fjög- ur skip í flokki minni skipa og fjög- urra skipa fjölgun í flokki þeirra stærri. Fimm togarar (3.506 brúttó- rúmlestir) voru veiðiheimildarlausir um sl. áramót. Þessi þróun í flotanum er eðlileg miðað við þær endurnýjunarreglur sem hafa verið í gildi undanfarin ár. Við endurnýjun skipa hafa veiði- heimildir tveggja eða fleiri skipa verið sameinaðar fyrir eitt nýtt og stærra skip og fækkar því í minni stærðarflokkunum en fjölgun eða óbreyttur fjöldi verður í þeim stærri. Til viðbótar þessari ástæðu hefur Þróunarsjóður sjávarútvegsins veitt styrki gegn úreldingu nokkuð margra skipa á síðastliðnu ári. í raun má segja að fækkunin sé meiri en hér kemur fram, þar sem þessar tölur eiga aðeins við um þilfarsfiski- skip, en talsvert hefur verið úrelt af opnum bátum í stað þilfarsskipa. Á skrá Siglingamálastofnunar ríkis- ins yfir opna báta fækkaði um 75 báta á árinu. Fleiri rúmlestir Þrátt fyrir fækkun skipa hefur rúmlestatala flotans hækkað um 556 brúttórúmlestir og 121.786 brúttó- rúmlestir um áramótin. Eins og meðfylgjandi stöplarit sýnir hefur rúmlestatala flotans sveiflast í kringum 120 þúsund lestir síðan árið 1988, en þar á undan var stöð- ug aukning, allt frá árinu 1970. Þær tölur sem að framan greinir eru nettótölur, en hér fer yfirlit yfir þær breytingar sem áttu sér stað. Á árinu bætt- ust 17 skip við fiskiskipaflotann, samtals 5.412 brúttórúmlestir. Af þessum skip- um eru átta ný- smíðar, tvö skip voru flutt inn not- uð, tvö skip end- urskráð, þrír opn- ir bátar voru dekkaðir og tveir vinnubátar voru gerðir af fiski- skipum. 93 fiskiskip hurfu úr flotan- um á árinu, samtals 4.947 brúttó- rúmlestir. Fjögur skip fórust eða eyðilögðust, 17 voru seld úr landi, átta fiskiskip voru talin ónýt, níu skipum var fargað, 54 skip voru afskráð af öðrum orsökum og eitt fiskiskip flutt í annan skipaflokk. Nokkur skip voru endurmæld á árinu og hækkaði rúmlestatala flotans við það um 91 brúttórúmlest. Heildarfjöldi togara stóð í stað á árinu. Fimm skip úr flokki minni togara hurfu úr flotanum, en ekkert úr þeim stærri. Fimm togarar bætt- ust í flotann á árinu, fjórir í flokk stærri togara, og einn í flokki þeirra minni var endurskráður. Á skrá eru því 109 skuttogarar um áramót, 64 í minni flokki (undir 500 brúttórúm- lestum), en 45 í þeim stærri. Togara- flotinn hefur stækkað um 3.238 brúttórúmlestir á árinu. Breytingar eftlr landshlutum Ef breytingar á fiskiskipaflotan- um eru skoðaðar eftir landshlutum fækkar skipum í öllum landshlutum. Á Suðurlandi hefur skipum fækk- að um þrettán. Fækkun verður mest 8 skip í stærðarflokknum 0-12 brúttórúmlestir en einnig fækkar um 5 skip samtals í stærðarflokkunum þrem á bilinu 21-200 brúttórúmlest- ir. Brúttórúmlestatala flotans á Suð- urlandi hefur fækkað um 768 brútt- órúmlestir, sem er mesta minnkun ársins. Á Suðurlandi er aðeins eitt skip (5 brúttórúmlestir) veiðiheimild- arlaust um áramót. Á Reykjanesi fækkar skipum mest milli ára eða um 21 skip. Breyt- ingar í stærri skipum eru þær, að einn bátur yfir 800 brúttólestum fer út, ásamt tveim togurum af minni gerð, en við bætast þrír togarar af stærri gerðinni. I minnsta flokki báta fækkar um 27 skip, fjölgar um þtjú í stærðarflokknum 13-20 brúttórúmlestir og í stærðarflokkun- um þremur á bilinu 21-200 brúttór- úmlestir bætist eitt skip við í hvetj- um flokki. Floti Reyknesinga stækk- ar á milli ára um 901 brúttórúm- lest. Þar eru tveir togarar (81.415 brúttórúmlestir) og sex bátar (636 brúttórúmlestir) veiðiheimildarlausir um áramót. Fækkar um einn togara á Vesturlandi Á Vesturlandi fækkaði um ellefu skip á árinu. I togaraflotanum fækk- aðaði um eitt skip í flokki minni togara, fimm báta í minnsta báta- flokknum og um þrjú skip í hvorum flokki á stærðarbilinu 21-110 brúttórúmlestir. í stærðarflokknum 13-20 brúttórúmlestir fjölgaði aftur á móti um eitt skip. Floti Vestlend- inga minnkaði um 492 brúttó- rúmlestir á milli ára. Á Vestur- landi eru fjórir bátar (452 brútt- órúmlestir) án veiðiheimilda um áramót. Á Vestfjörðum fækkar um níu skip. Einn togari fer úr flokki minni togara, bátum fækkar um tvo í minnsta bátaflokki, og fækkar samtals um 9 í flokkunum þremur á bilinu 21-200 brúttó- rúmlestir. í stærðarflokknum 13-20 brúttó- rúmlestir fjölgar aftur á móti um þijú skip. Rúm- lestatala Vestfjarðaflotans hefur minnkað um 766 brúttórúmlestir á árinu. Á Vestfjörðum voru tveir bát- ar (155 brúttórúmlestir) um áramót- in án veiðiheimilda. Minnst fækkun á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra fækkar um þijú skip og er það minnsta fækk- unin á árin. Einn togari var endur- skráður í flokki minni togara og sömuleiðis eitt skip í stærðarflokkinn 201-500 brúttórúmlestir. í tveim minnstu bátaflokknum fækkar um þrjú skip í hvorum flokki, fækkar um eitt í stærðarflokknum 51-110 brúttórúmlestir, en fjölgar um tvö í stærðarflokknum 21-50 brúttórúm- lestir. Flotinn stækkar um 760 brúttórúmlestir á árinu. Á Norður- landi vestra voru einn togari (462 brúttórúmlestir) og einn bátur (372 brúttórúmlestir) án veiðiheimilda um áramót. Á Norðurlandi eystra fækkar um sjö skip á árinu. Einn togari bætist í hvorn stærðarflokk, skipum fækkar samtals um sjö í minnstu fjórum stærðarflokkunum og um 2 í stærð- arflokknum 201-500 brúttórúmlest- ir. Flotinn á Norðurlandi eystra stækkar um 1.031 brúttórúmlest milli ára, sem er mesta stækkunin í ár. Á Norðurlandi eystra voru einn togari (781 brúttórúmlest) og einn bátur (148 brúttórúmlestir) um ára- mótin án veiðiheimilda. Á Austfjörðum fækkaði um tólf skip. Togurum af minni gerð fækk- aði um tvo, fækkun um ellefu báta varð í flokki minnstu bátanna og eins báts fækkun í hvorum flokki á stærðarbilinu 21-110 brúttórúm- lestir. í stærðarflokkunum tveim á bilinu 111-500 brúttórúmlestir fjölgaði aftur á móti samtals um þijú skip. Floti Austfirðinga minnk- aði um 109 brúttórúmlestir. Á Aust- urlandi voru einn togari (846 brúttó- rúmlestir) og tveir bátar 234 brútt- órúmlestir) veiðiheimildarlausir um áramót. Vélarafl Skráð vélarafl hefur vaxið stöðugt fram til ársins 1990, er það náði rúmum 428 megavöttum. Síðan hef- ur aflið minnkað örlítið milli ára og er 420.950 kílóvött um síðustu ára- mót. Til að gefa nokkra hugmynd um hversu mikið afl um er að ræða, þá eru þessi 420 megavött sama afl og Búrfellsstöð og Hrauneyjafoss- stöð geta samtals framleitt, en það er rúmur helmingur framleiðslugetu allra vatnsaflsstöðva Landsvirkjun- ar. Rétt er að taka fram, að hér er eingöngu um að ræða tilgreint afl aðalvéla. Aldur flotans Aldur flotans hefur hækkað uni fjórðung úr ári frá fyrra ári, meðab aldurinn er 17,5 ár á móti 17,2 áruni fyrir ári. Miðtala smíðaárs er 1977 eins og á fyrra ári. Þetta þýðir, að jafnmörg skip voru smíðuð fyrir 1977 og eftir. Meðalaldur þriggjá flokka minnstu skipanna hefur lækkað, en mikið af- eldri skipum í þessum flokkum hafa horfið úr flot-t anum og einnig er mestur fjöld nýrra skipa í þessum flokkum. Meðalaldur allra annarra flokká hefur aukist, mest í stærsta báta-! flokknum, þar sem næstyngsta skipið í fímm skipa flokki var selt úr landj á árinu. Sem fyrr eru að jafnaði elstú skipin í stærðarflokknum 51-lllj brúttórúmlestir, að meðaltali 28,8 ára, rúmu ári eldri en á fyrra árii Yngst eru að jafnaði eins og á síð- asta ári skip í minnsta flokknum, 10,8 ára, en flokkur stærri togara er næstyngsti flokkurinn og eru skip- in að jafnaði 14,5 ára. Alls komu 1.141 opnir bátar fram með afla á árinu og hafði þeim fækk- að um 41, eða um 3,5% frá árinu 1993, og er það ljórða árið í röð eftir nokkurra ára skeið þar sem þeim fjölgaði. Opnum bátum á skrá fækkaði um 75, en alls voru 1.639 opnir bátar á skrá um síðastliðini áramót. Fiskiskipaflotinn (þilfarsfiskiskip) 1965 til 1994 140_ Fjöldi skipa I Stærð flotans í rúmlestum Meðalstærð flotans 1200 1000 -- ? '90 '94 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.