Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR21. JÚNÍ1995 AIUDAVINAFÉLAGIÐ Á ÓLAFSFIRÐI íSESFSKtfwíS' aklr .-Miite Morgunblaðið/SvavarB. Magnússon • ANDAVINAFÉLAGIÐ er sér- stœður félagsskapur sjómanna og hafnavarða á hafnarvoginni á Ólafsfirði. Þeir félagarnir eru með útungunarvél, sem Magnús Lórenzson, vélsijóri á Sigurfara ÓF á. Þeir unga út andarungum, sem þeir setja siðan á tjörnina i bænum, svona til að gæða höfnina meira lifi. Þetta eru meðal annars pekingendur og dafna þær vel á tjörninni á sumrin, en fá siðan húsaskjól yfir veturinn. Andavin- aféagið hefur tekið að sér að að- stoða endurnar við útungunina og ungauppeldið, áður en ungun- um er sleppt lausum. Hér eru þeir Ólafur Sæmundsson ogÞor- geir Gunnarsson með eitt „af- kvæmið“ í blíðunni, en þegar ung- inn stálpast fcr hann á tjörnina til ættingja sinna. 5 ungar eru nú á svipuðu reki og þessi, en 20 egg eru að auki í útunguuarvélinni. Ný leiðar- og skipsdagbók fyrir öll skip yfir 12 tonn GUÐMUNDUR Einarsson, vélstjóri og kennari við Framhaldsskóla ísafjarðar, hefur gefið út véladagbók fyrir skip á hverju ári síðan 1986. Nú hefur Guðmundur bætt um betur því að 9.júní kom út Leiðar- og skipsdagbók sem hann hefur einnig hannað. Hefur gefið út dagbækur fyrir skip i áratug Leiðar- og skipsdagbókin er nýjung hér á landi. ísafold hefur í gegnum árin gefíð út leiðabækur og hafa þær verið notaðar mikið í millilandasigling- um. Siglingamálastofnun hefur fram að þessu gefið út skipsdagbækur fyr- ir strandsiglingar. Gúðmundur sagði þeir á Siglingamálastofnun hafí komið að máli við sig og beðið sig að sam- eina þessar tvær bækur í eina en dagbækur séu lögbundnar fyrir skip 12 rúmlestir og yfir. í bókina geta skipstjórnendur fært ýmsar hagnýtar upplýsingar, meðal annars um siglingaleiðir, sjólag, veð- urfar og fleira. Guðmundur sagðist hafa fengið ótal ábendingar úr ýmsum áttum og unnið úr þeim en hann von- ist til að fá einhveija gagnrýni á bók- ina til að geta gert betur næst. Bókin þykir mjög einföld og aðgengileg að sögn Guðmundar. Elna íslenska véladagbókin Véladagbók Guðmundar þykir sér- lega einföld og aðgengileg og að sögn Guðmundar hefur hann verið að breyta uppsetningu hennar í gegnum árin en nú sé bókin orðin eins og hann vildi alltaf hafa hana. í hana geta vélstjórar fært inn ítarlegar upp- lýsingar um ástand vélar hveiju sinni. Guðmundur segir bókina vera mjög efnis- og yfirgripsmikila en þó nokkuð ólíka samsvarandi erlendum bók- um. Hveiju skipi er nauðsynlegt að vera með slíka bók enda er skipum sem eru 24 metrar eða lengri það skylt samkvæmt lög- um. Skipsdagbók fyrlr trlllur Guðmundur stefnir að því að gefa út skipsdagbók fyrir trillur fyrir 1. september. Hann segir að tryggingafélög hafí verið að kvarta .yfir því að smábátar bili oft og opinberir aðilar kvarti yfir því að oft þurfi að leita að trillum og sækjá þær. Hér sé oft um vanrækslu að ræða en ekki bilan- ir. Því vonist hann til að geta fækkað slíkum tilfellum með skipsdagbók þar sem trilluskip- stjórar geti fylgst með ástandi véla og siglingaleiðum. Guð- mundur segist vonast til að fá einhver viðbrögð frá trillukörlum við væntanlegri útgáfu, bæði hvað varðar áhuga á slíkri bók sem og góðar ábendingar. Guðmundur Einarsson FÓLK Snorri kaupir Ottar Birting • SNORRI Snorrason, út- gerðarmaður á Dalvík hefur fest kaup á togaranum Ottar Birting, en hann var áður í eigu útgerð- ar á Horna- firði, en teng- ist einnig Fá- skrúðsfirði. Ottar Birting hefur legið við bryggju síðan hann kom af veiðum í Smug- unni í fyrra. Togarinn fær nú nafnið Dalborg EA 317 og fer væntanlega um næstu helgi til rækjuveiða á Flæmska hattin- um, en skipið hefur ekki leyfí til veiða innan íslenzku lögsög- unnar. Snorri Snorrason segir að framvindan ráðist svo af efnum og aðstæðum. Skipið sé búið til heilfrystingar á físki og með lárétta plötufyrsta. Til að byija með verði rækjan því blokkfryst og seld til frekari vinnslu í landi. Hann segir að verð á iðnaðarrækju hafi hækkað mikið að undanförnu og því sé grundvöllur til blokk- fyrstingar á rækjunni. Tæki til flokkunar á rækjunni sé dýr og því verði farið af stað með þessum hætti. Snorri vill ekki gefa upp kaupverð skipsins, en hann er einn frumkvöðla rækjuveiða á djúpslóð og vinnslu hennar um borð. Skip- stjóri á Dalborgu EA 317 verð- ur Snorri Snorrason, sonur Snorra. Magnús fer til Namibíu • MAGNÚS Guðjónsson, fyrrum kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri, hefur verið ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Seaflower Whitefish Corporation í Luderitz í Namibíu. Magnús mun ennfremur stýra fyrirtækinu Seaflower Lobster Corp. sem studnar veiðar og vinnslu á humri. Magnús hefur verið ráðinn til tveggja ári og fer til Namibíu eftir næstu mánaðamót. Magnús, sem er 35 ára, var kaupfélagsstjór á Þingeyri í rétt 7 ár, en hann er menntað- ur stýrimaður, hefur sam- vinnuskólapróf og menntun í skipamiðlun frá London. Eig- inkona Magnúsar er Helga Halldórsdóttir og eiga þau tvö börn. Fyrirtækin tvö, sem Magnús mun stýra gera út þijá togara, tvo frystitogara og einn ísfisktogara, og 23 litla humarbáta. íslenzkar sjávarafurðir eiga hlutafé í Seaflower Whitefish Corp. og hafa íslendingar stjórnað því, síðan ÍS kom þar inn. Fyrsti íslenzki framkvæmdastjórinn var Sigurður Bogason, en hann er nú kominn heim. Guðbrandur Sigurðsson, tók svo við stjórnartaumunum til að brúa bilið millli Sigurðar og Magnúsar og er í Luderitz nú. Margir Islendingar vinna við fyrirtækið og alls eru rúm- lega 40 Islendingar þar. Magnús Guðjðnsson Marokkó tregt til samumga við ESB HVORKI gengur né rekur í viðræðum Evrópusambandsins og Marokkós um nýjan fiskveiðasamning og svo mikið ber á milli, að ekki er búist við að saman gangi á næstu vikum. ESB-ríkin hafa verið að samræma afstöðu sína vegna samn- ingaviðræðnanna við Marokkómenn og þá einkum með tilliti til Spánveija, sem eiga mestra hagsmuna að gæta. Fulltrúar Marokkóstjórnar hafa hins vegar verið tregir í taumi og í raun hafa ekki átt sér stað neinar viðræður um nýjan samning, hvað þá útfærsluna í smáatriðum. ESB vill efna til ýmissa samstarfsverkefna með Marokkómönnum en þeir virðast efast um, að þau muni verða fiskiðnaðinum í landinu mikil lyftistöng. Saltfiskur að hætti Hawaiibúa ENN leitum við I bókina Suðrænir saltfiskréttir eftir uppskrift fyrir lesendur Versins, enda er þar margt að rwynMnM finna. SÍF gaf bókina út á 60 ára af- mUíiUUmLUí^ mæli sínu, en höfundur uppskrifta er spánski matreiðslumeistarinn Jordi Busquets. Það er kannski ofsagt að lffið sé saltfískur, en lífið án saltfisks gæti verið fremur dauft, sérstaklega þegar fólk hefur kynnzt því, hve mikill herramannsmatur hann getur verið, matreiddur á suðræna visu. íbúar á Hawaii kunna að meta saltfisk og elda hann þá á sína sérstæðu vísu. Með sumarkomunni væri ekki úr vegi að elda saltfiskinn eins og þeir. í þennan rétt þarf: 8 saltfiskbita, hver um 75 gr 4 sneiðar niðursoðinn ananas 1 stóran iauk 3 hvítlauksrif Steinselju Hveiti Vínedik Salt Olíu Útvatnið saltfiskinn, hafi hann ekki verið keyptur út- vatnaður. Veltið fiskbitunum upp úr hveiti og steikið í mikilli olíu, þar til fiskurinn er orðinn gullinn að lit og steiktur í gegn. Skerið laukinu f þunna hringi, veltið þeim upp úr hveiti og steikið létt í vel heitri olíunni. Þerrið ananassneiðarnar nyög vel með bréfi, veltið upp úr hveiti og steikið. Færið steiktan saltfiskinn upp á fat, stráið yfir steiktum laukhringjum og steiktum anan- as. Skerið hvítlaukinn í sneiðar. Steikið han upp úr dálitiu af nýrri olíu þar til hann verður gullinn að lit. Takið pönnuna af hellunni, bætið smátt skorinni stein- sejju út í olíuna og 2 matskeiðum af ediki. Heliið þessu yfir saltfiskinn og berið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.