Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Montserrat yngri og eldri Þi EGAR sópransöngkonan heimskunna, Montserrat Caballé, kom -fram á Hampton Court-hátíðinni í Bretlandi á síðasta ári, dreif hún á svið unga söngkonu, sem hún kvaðst telja óvenju efnilega. „Það vill einnig svo til að hún er dóttir mín." Hin 23 ára Montserrat Martí hefur aðeins lagt stund á söng í fjögur ár en hefur engu að síður náð ótrúlega langt á þeim tíma, ekki síst fyrir tilstilli móður sinnar, sem lætur engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að hún sé orðin 62 ára. Blaðamaður European hitti mæðg- urnar að máli. Martí hefur sungið fyrir prinsinn af Wales, sungið í tvígang með Jose Carreras og sungið inn á geisladisk með móður sinni. Hún hefur ekki enn lokið söngnámi og því hlýtur þetta að teljast einstakur árangur. Blaðamaðurinn sem hitti mæðgurnar að máli, segir dótturina minna einna helst á Mariu Callas á sínum yngri árum. Hún hverfí þó algerlega í skuggann af móður sinni þar sem þær sitja saman á hótelher- bergi sem er þrungið ilmvatnslykt. Caballé hefur ævinlega glas af köln- arvatni við hlið sér sem hún vætir vasaklút sinn annað slagið í og ber upp að nefinu. Haldast í hendur Söngferill Martí kom móðurinni algerlega í opna skjöldu. Dag einn bauð Carlos, bróðir Caballé, henni að koma og hlýða á efnilega söng- konu og þar var dóttir hennar kom- in og söng „0 mio babbino caro" úr Gianni Schicci eftir Puccini. Hún hafði verið í ballettnámi í Madríd en slys batt enda á ferilinn fyrir fimm árum. Konan sem hún leigði hjá, hreifst af söng Martí, er hún raulaði heimavið og benti Carlosi Caballé á hana. Montserrat Martí, kölluð Mont- sita, kom í fyrsta sinn fram opinber- lega árið 1993 á tónleikum sem haldnir voru móður hennar til heið- urs. „Það var besta gjöfin mín," segir Caballé og ljómar. Þegar mæðgurnar syngja saman haldast þær oft í hendur og Caballé viður- kennir að hún noti ekki sömu söng- tækni þegar hún syngi með Mont- situ og annars. „Þegar ég bar hana undir belti var ég mjög meðvituð um þungunina, hvað svo sem ég var að syngja. Ég gætti þess að reyna ekki um of á röddina. Það sama á við þegar ég syng með henni, það er afar einkennileg til- fínning." Og Montsita hefur ekki áhyggjur af því að vera borin saman við móður sína, þrátt fyrir að flestir séu sammála um að enn skorti hana þá dýpt og þann mikla hljóm sem einkennir rödd Caballé. „Það _er auðvelt að syngja með henni. Ég hef hlustað á hana alla ævi og veit hvernig hún mun beita röddinni." Keisaraynjan En það verður hægara sagt en gert að feta í fótspor Montserrat Caballé. Hún kom fram á sjónar- sviðið árið 1956 og hefur sungið í 3.800 sýningum frá þeim tíma. Til samanburðar má geta þess að Call- as söng aðeins í 600 sýningum. Rússar kalla Caballé keisaraynjuna SÓPRANSÖNGKONAN Montserrat Caballé er einkar hreykin af dóttur sinni, Montserrat Martí, sem hefur vakið mikla athygli í söngheiminum þrátt fyrir að hún hafi ekki enn lokið söngnámi. og á einni sýningunni í Kirov var henni fangað svo ákaft í lok sýning- ar að leikhússtjórinn varð að biðja áhorfendur að draga úr lófatakinu þar sem óttast var að veggskreyt- ingar hins aldna húss myndu losna í öllum hávaðanum. Söngvarar sem komnir eru yfir sextugt eru flestir farnir að draga saman seglin en Caballé heldur ótrauð áfram. Hún söng t.d. lagið „Barcelona" með rokkaranum Freddie Mercury skömmuáður en hann lést, en það fór á topp vin- sældalista víðs vegar um Evrópu. Vinsældir hennar urðu til þess að ein Ermarsundslestanna var nefnd í höfuðið á henni og hún átti fótum fjör að launa í Vín nýverið er hópur ungra aðdáenda bókstaflega réðist að henni. Nú vinna mæðgurnar að upptökum á sinfónísku ljóði eftir gríska tónskáldið Vangelis, „Von 2000" sem hann samdi sérstaklega fyrir þær. Frægðin á kostnað einkalífsins Frægðin hefur vissulega verið á kostnað einkalífsins. Caballé ólst upp í fátækt á dögum spænsku borgarastyrjaldarinnar og þegar faðir hennar veiktist, varð hún fyr- irvinna fjölskyldunnar með því að koma fram og syngja. Söngnámið tók hún svo alvarlega að enginn tími var fyrir karlmenn. Fyrstu og einu ástinni kynntist hún um þrítugt, en þá söng hún í Mad- am Butterfly á móti Bernabé Martí. Hann kyssti hana ástríðufullum kossi á sviðinu og hún féll fyrir honum. Að lifa fjölskyldulífi og syngja út um allan heim hefur tekið mjög á og konan, sem Callas sagði eitt sinn að væri hinn réttmæti arftaki sinn, viðurkennir að það hafi oft hvarflað að sér að hætta að syngja.„Foreldrar mínirtóku börnin okkar að sér þegar við Bernabé vorum á söngferðalögum. Ég sakn- aði barnanna hræðilega mikið." Montsita virðist ekki ætla að falla í sömu gildru. Hún ver miklum tíma í útivist og foreldrarnir gæta þess að þrýsta ekki um of á hana. En söngurinn heillar. „Þegar ég kom fram opinberlega í fyrsta sinn fannst mér eins og ég svifi burt úr líkamanum. Daginn eftir fór ég í bíó með vinum mínum og þá fannst mér svo skrýtið að vera allt í einu ein af fjöldanum. Ég fór heim og hágrét því að mig langaði til að upplifa þessa svífandi tilfinningu að nýju. En mamma gerði mér ljóst í eitt skipti fyrir öll að það sem mestu máli skipti væri sambandið við vini mína." Fjölskyldan á búgarð við rætur Pýrenea-fjalla þar sem slakað er ærlega á. Caballé málar í frístund- um og sagt er að málarinn Joan Miró, sem var í heimsókn hjá Martí og Caballé, hafi hrifist svo af einu verka hennar, að hann hafi viljað kaupa það, án þess þó að vita hver málarinn var. „Ó, þetta var hræði- legt. Ekki tala um þetta," skríkir söngkonan sem segist teljast til naívista í málaralist. Stefnir ekki að heimsfrægð Þegar Caballé er spurð hvort að hún hafi leitt hugann að því að setjast í helgan stein, bregst hún hin versta við. „Hver segir þvílíkt og annað eins," segir hún reiðilega. Caballé er enn að læra ný hlutverk, auk þess sem hún stefnir að því að syngja frönsk sönglög og Medeu eftir Cherubini inn á geisladiska. Að því ógleymdu að syngja í óperu með dóttur sinni. Þrátt fyrir að Montsita hafi enn ekki lokið námi, er hún nú þegar bókuð langt fram í tímann. Hún mun m.a. koma fram með móður sinni í Vín, Zurich, Miinchen, Frankfurt og Berlín. Hún hefur áhuga á því að endurvekja gleymd- ar óperur til lífsins en segir ólíklegt að sér takist, það sem móðir henn- ar hafí verið svo ötul við það. Nafn hennar mun án efa tryggja henni sess í sviðljósinu, en hún segir enn of snemmt að spá nokkru. „Eg stefni að því að ná árangri í söngn- um en ekki að því að verða fræg. Ég hef séð hvaða áhrif frægðin hefur haft á líf móður minnar." ÚTSKORIN hvalbeinsþynna frá Skarði á Landi. Skorin af Brynj- ólfi Jónssyni sem uppi var um 1600. Spjöldin eru til sýnis meðal íslenskra kirkjugripa í Þjóðminjasafninu. Islenskir Kirkjugripir GÓÐ aðstókn hefur verið að Þjóð- minjasafni íslands eftir að sýning- ar þess voru opnaðar 18. maí sl. Þá höfðu viðgerðir staðið yfir á húsinu utanverðu og sýningar þar verið lokaðar í hartnær eitt ár. Nokkrar úrbætur voru gerðar á sýningum safnsins í kjölfar við- gerðanna að utan. Sýning í forn- aldarsal var endurnýjuð að veru- legu leyti, ný sýning er um ís- lenska kirkjugripi frá 17.18. og 19. öld og sömuleiðis var sett upp sýning um matargerð og matar- hætti í tengslum við baðstofuna frá Skörðum sem verið hefur all- lengi til sýnis í safninu. Sýningartextar hafa verið end- urnýjaðir jafnframt því sem þeir eru á ensku og þýsku. Bolsjoj í vanda STAÐA rússensks balletts hefur ekki verið eins dapurleg og nú frá árinu 1919 þegar helmingur dans- aranna við Mariinskíj-leikhúsið hafði flúið land, hinn konunglegi dansskóli var óupphitaður og nem- endurnir sultu. Jafnvel Bolsjoj-' ballettinn á í vanda. Þar sleikja menn enn sárin eftir átökin í tengslum við brotthvarf Júrí Gríg- orovitsj, stjórnanda Bolsjoj til þrjá- tíu ára, og er með öllu óvíst hvort að ballettin ber sitt barr. Á upphafsárum Grígorovitsj vakti hann aðdáun almennings og gagnrýnenda fyrir frumlegar upp- færslur á verkum á borð við „Spar- takus" og „ívan grimmi". Fyrirtíu árum kvað hins vegar við annan tón. „Leikhús er safn," sagði Gríg- orovitsj þá og hefur frá þeim tíma þvertekið fyrir að annað verði sett á svið en sígildar uppfærslur. Nýj- um verkum var ýtt út í kuldann. Þegar Grígorovitsj var vikið frá, tóku tveir fyrrum dansarar við ballettinn við stjórnartaumunum, Vladimír Vasílíjev, sem nú er list- rænn stjórnandi leikhússins, og Vjateslav Gordejev, sem er list- rænn stjórnandi ballettsins. Báðir hyggjast rífa Bolsjoj upp. Tími Vasílíjevs Iiðinn? Vasílíjev var eitt sitt uppáhald Grigorovitsj en sá síðarnefndi setti „íkarus", sem margir telja þesta verk Vasílíjevs á svið árið 1971. Otímabærar tilraunir Vasílíjevs til að koma Grígorovitsj frá reittu þann síðarnefnda til reiði og hefur Vasílíjev eytt mörgum árum og mikilli orku í pólitískt hnútukast við Grígorovitsj. Telja margir að tími Vasilijevs sé einfaldlega liðinn en hann er 55 ára. En ferill Vasílíjevs hefur áunnið honum vinsældir og virðingu er- lendis og segist hann stefna að því að fá erlenda listamenn til að stíga á svið í óperunni og ballettin- um. Nú þegar hafa Isabelle Guer- in við Parísaróperuna, bassa- söngvarinn Paata Burchaladze við Vínaróperuna og spænski tenórinn Jose Carreras, stigið á svið í Bolsjoj. Aginn ofar öllu Góðar vonir eru bundnar við Gordejev en einkunnarorð hans eru fyrst og fremst agi, hvað varð- ar hann sjálfan og dansarana. Dæmigerður dagur hjá honum hefst á því að hann kennir við Bolsjoj, æfir hjá eigin danshópi eftir hádegi, og heldur svo aftur til Bolsjoj þar sem sýningar eru um kvöldið. Þrátt fyrir að Gordejev sé orðinn 46 ára, dansar hann enn. Koma Gordejevs olli óneitanlega nokkrum skjálfta meðal dansar- anna í Bolsjoj. Á fyrsta fundi Gordejevs með hópnum tilkynnti hann þeim að þrennt þyldi hann ekki í fari dansara; drykkjuskap, veikindi ög þungun. Þótti honum líkamsástand dansaranna slaklegt og fyrirskipaði þeim að mæta á morgunæfingar, jafnvel þótt dans- ararnir hefðu komið fram á löng- um og erfiðum sýningum kvöldið áður. Þá var æfingum fjölgað um helming. Því miður standa listrænir hæfi- leikar Gordejevs aganum langt að baki. Segir í The Economist að sýningarskrá næsta vetrar nægi engan veginn til þess að rífa rúss- neskan ballett upp úr þeim öldu- dal sem hann sé í. Nútímaballett sé hins vegar á uppleið í Þýska- landi og Bandaríkjunum, þar sem VASILIJEVíhlutverki Macbeths. fjöldi nýrra verka sé settur á svið á ári hverju. Gegn vestrænum áhrifum Margir rússneskir dansarar eru þeirrar skoðunar að nýjungagirni í dansi sé hættuleg rússneskri danshefð, sem byggist á sígildum dansi og þjóðdönsum. Segja þeir vestræna nútímadansa vera óþægilega og óskiljanlega rúss- neskum áhorfendum. En rússneskur ballett hefur notið góðs af erlendum áhrifum. Sá sem jafnan er talinn einna mestur rússneskra danshöfunda, var í raun franskur, Marius Petipa. Kennari dansaranna Önnu Pavlovu, Vatslavs Mjinskíjs og Míkaíls Fokíne var ítalinn Enrico Cecchetti. Og eitt athyglisverðasta verk sem sett hefur verið á svið síðasta áratuginn, „Tsjaikovskíj", þar sem farið er í saumana á kyn- hneigð tónskáldsins, var unnið í samvinnu við Frakkann Lily Sar- fati. -1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.