Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 1
UR SKYRTUFRAMLEIÐSLUIBILAFRAMLEIÐSLU - AT- VINNUBÍLASÝNING HJÁ B&L - HUDSON COMMODORE ÁRGERÐ 1947 - SHADOW CRUISER PALLHÚS 5 dyra RAV4 jeppinn erkominnogkostar aðeins 2.389.000 kr. F i @> TOYOTA j Tákn um gceði ttomwwJJUMkib SUNNUDAGUR 25. JUNI 1995 BLAÐ c * .aIDi' 9 ¦¦!¦! IMTII ¦tf* SJOVA Kringlunni 5 - sími 569-2500 BMW Z3 verður kynntur í Detroit 1996. BMWZ3 „roadster" Breytt og glæsileg E-lína frá Benz HAFIN er sala á nýrri E-línu frá Mercedes Benz og eru fyrstu bílarnir væntanlegir til íslands í lok júlí eða byrjun ágúst. Bíllinn er mjög breytt- ur í útliti en hönnuðir hafa samt blandað saman sígildum Mercedes Benz línum. Staðalbúnaður er ríku- legur og verðið svipað og verð fyrir- rennarans en ýmsilegt fleira fá menn fyrir fjárfestinguna. Nýja línan hefur undanfarnar vik- ur verið kynnt fyrir blaðamönnum og gafst blaðamanni Morgunblaðsins Morgunblaðið/jt E-LÍNAN er faUeg hönnun, með miklum þægindum og öryggis- búnaði og í boði eru þrjár disU- vélar og fimm gerðir bensínvéla. kostur á að reynsluaka ýmsum gerð- um af þessum nýja bíl í Stuttgart, nánar greint frá því á baksíðu blaðs- ins. Boðnar eru þrjár mismunandi gerðir: Classic, Elegance og Avantg- arde og er búnaður þeirra nokkuð ólíkur. Fimm berfsínvélar eru fáanleg- ar, fjögurra, sex og átta strokka og eru þær frá 136 til 279 hestöfl. Dfsil- vélar eru þrjár, fjögurra, fimm og sex strokka, 95 til 136 hestöfl. ¦ ÞAÐ þykir jafnan sæta tíðindum þegar stóru bílaframleiðéndurnir setja á markað nýjan „roadster", sem í bílorðasafni Bílorðanefndar er kallaður ópinn sportbíll. BMW hyggst frumsýna Z3 á bílasýning- unni í Detroit í janúar á næstá ári og framleiðsla hefst í ársbyrjun í nýrri verksmiðju BMW í Spartan- burg í Suður-Karólínufylki í Bandaríkjunum. BMW hefur smíðað fornfræga bfla af þessari gerð, t.a.m. 328, 507 qg framúrstefnubflinn Zl. Fjögur ár eru síðan framleiðslu á Zl lauk og voru smíðaðir 8 þúsund bflar af þeirri gerð. Z3 verður fá- anlegur með tveimur gerðum véla, báðum 1,8 lítra, fjögurra strokka sem skila 140 og 115 hestöflum. V BMW Z3 og forfeður hans. Aldup skráðra fólksbíia á íslandi 1986-1994 Aldup fólksbíla á Nopðup- 0-5 ára _._, ^-—v löndum 31. des. 1893 0-5 ára _n 16-20 ára eldri en 'f - = 20ára 86 88 90 92 94 86 88 90 92 94 86 88 90 92 94 íhrrrfíi ¦ ísland 6-10 ára n Svipjóð ¦ Danmörk ? Noregur 11-15 ára 90 92 94 86 88 90 92 94 Bifreiðatölur frá Norðurlöndunum Hlutfall yngri bíla hæst á íslandi HÆST hlutfall yngri bíla var á ís- landi af Norðurlöndunum í árslok 1993, að þv! er fram kemur í bif- reiðatölum frá þessum löndum. Þrátt fyrir það hefur fólksbílaflotinn verið að eldast á undanförnum árum þar sem endurnýjunin hefur ekki haft við úreldingunni sem hefur einnig leitt til þess að bílum hefur fækkað 'ítilsháttar. Frá þessu er greint í fréttabréfi Bifreiðaskoðunar íslands. Á undanförnum árum hefur fimm ára bílum og yngri fækkað en 6-10 ára bílum fjölgað hérlendis. Meðal- aldur fólksbílaflotans á íslandi hefur hækkað um u.þ.b. eitt ár frá 1988 þegar hann var 7,4 ár til ársloka 1994 þegar hann var 8,4 ár. Á árun- um 1986-1988 seldist hlutfallslega mjög mikið af nýjum fólksbílum og við það lækkaði meðalaldurinn. Samkvæmt bifreiðatölum frá hin- um Norðurlöndunum í árslok 1993 var hlutfall yngri bíla hæst á íslandi og hlutfall gamalla bfla hæst í Nor- egi. Meðalaldur fólksbílaflotans á þessum tima var 8 ár á íslandi, 9,4 ár í Svíþjóð, 9,6 ár í Danmörku og 10,4 ár í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.