Morgunblaðið - 27.06.1995, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Styrkleikalistinn á Wimbledon
Styrkleikalisti Wimbledon- tenniskeppninnar sem byrjaði í gær (sæti á heimslista í sviga)
EINLIÐALEIKUR KVENNA
1 Steffi Graf (Þýskalandi) (1)
2 Arantxa Sanchez Vicario (Spéni) (2)
3 Conchita Martinez (Spáni) (3)
4 Jana Novotna (Tékklandi) (5)
5 MaryPierce (Frakklandi) (4)
6 Kimiko Date (Japan) (6)
7 Lindsay Davenport (Bandarikjunum) (7)
8 Gabriela Sabatini (Argentinu) (8)
9AnkeHuber (Þýskalandi) (10)
10 Natasha Zvereva (Hvita- Russlandi) (11)
EINLIÐALEIKUR KARLA
1 AndreAgassi (Bandarikjunum) (1)
2 PeteSampras (Bandarikjunum) (2)
3 BorisBecker (Þýskalandi) (3)
4 Goran Ivanisevic (Króatíu) (6)
5 MichaelChang (Bandarikjunum) (5)
6 Yevgeny Kafelnikov (Rússlandi) (7)
7 Wayne Ferreira (Suöur- Afríku) (8)
8 Sergi Bruguera (Spáni) (9)
9 Michael Stich (Þýskaiandi) (10)
10 MarcRosset (Sviss) (13)
Hækkun venölaunafjar
á Wimbledon frá 1985
Heimild: The All England Lawn Tennis and Croquet Club Wimbledon
m ÁVÍSANAHEFTI enska
knattspyrnuliðsins Aston Villa
hefur ekki safnað ryki niðri í
skúffu á sl. dögum, því í síðustu
viku keypti Brian Little fram-
kvæmdastjóri Gareth Southgate
fyrirliða Crystal Palace, fyrir
tæpar 260 milljónir og svo júgó-
slavneska framheijann Savo Mi-
losevic í gær eins og greint er frá
annars staðar í blaðinu.
■ STAN COLLYMORE sem á
dögunum var seldur frá Notting-
ham Forest til Liverpool fyrir
metfé hefur í framhaldinu fengið
hjarta forráðamanna beggja fé-
lagatil að slá ögn hraðar því um
helgina setti hann þau skilyrði fyr-
ir samningnum að hann fengi fimm
af hundraði þeirrar upphæðar sem
hann var seldur á. Liverpool
greiddi fyrir hann rúmlega 900
milljónir króna, svo þarna er um
verulegar fjárhæðir að ræða.
■ STJÓRNENDUR Forest þver-
taka fyrir að Collymore fái krónu
því það sé ekki venjan þegar leik-
maður er seldur að eigin ósk, eins
og gerst hafi í þessu tilfelli.
■ JÚRGEN Kohler, landsliðs-
miðvörður Þýskalands í knatt-
spyrnu, er farinn frá Juventus í
-Þýskalandi til Borussia Dort-
mund í heimalandinu - nýbakaðs
Þýskalandsmeistara. Kohler er
sjötti leikmaðunnn sem kemur til
Dortmund frá Ítalíu á skömmum
tíma.
■ GRAEME Souness, nýráðinn
þjálfari Galatasaray í Tyrklandi,
keypti um helgina vamarmann-
inn/miðvallarleikmanninn Barry
Venison frá Newcastle á 700
þúsund pund og framheijann Mike
Marsh frá Coventry fyrir ótil-
greinda upphæð. Báðir léku þeir
undir stjórn Souness hjá Liverpo-
ol fyrir nokkrum árum.
■ FIORENTINA á Ítalíu er sagt
hafa áhuga á sænska landsliðs-
manninum Stefan Schwartz, sem
er á mála hjá Arsenal í Englandi.
■ RONNIE Johnson, varnar-
maður hjá Lilleström í Noregi,
sem Teitur Þórðarson þjálfar, er
sagður undir smásjánni hjá Tott-
enham Hotspur í Englandi.
■ BAYERN Munchen í Þýska-
landi vill leigja Emil Kostadinov
áfram frá Porto í Portúgal. Ko-
stadinov, sem er framherji og
búlgarskur landsliðsmaður, var hjá
Bayern í vetur og kom vel út.
■ ÓVÍST er hvar Maurizio
Gaudino leikur næsta vetur. Hann
var leigður frá Frankfurt til Man.
City í vetur, en verður ekki áfram
í Manchester. Forráðamönnum
City fannst hann of dýr, starfs-
bræður þeirra hjá Frankfurt eru
ekkert of áfjáðir í að fá hann aftur.
■ RON Atkinson, þjálfari Co-
ventry, gerði tilraun til að kaupa
Ian Rush frá Liverpool á dögun-
um, en hafði ekki erindi sem erfiði.
AUGNABLIK
Iþróttir veita mörgum ánægju-
legar og ógleymanlegar
stundir. Fátt er því líkt að vera
með á heimsmeistaramótum og
ólympíuleikum — hvert sem
hlutverkið er, og
fleira mætti nefna.
Íþróttalífið á Ís-
landi er fjölskrúðugt
og eins og annað í
þessu jarðlífi býður
það upp á mörg eft-
irminnileg augnablik
ár hvert — augnablik sem sum
hver lifa í minningunni allt til
æviloka. Það er til dæmis hætt
við því að margir þeirra sem
hlupu um knattspyrnugrundir í
Vestmannaeyjum á poilamótinu
um helgina gleymi þeim stund-
um ekki alveg á næstunni. Peyj-
amir sem þar spreyttu sig hafa
ekki verið lengi í eidlínunni, en
eiga framtíðina fyrir sér. Mót
einsog þetta er sem heimsmeist-
aramót eða ólympíuleikar í aug-
um þeirra, enda hlakka menn
til mánuðum saman.
Alveg sama er hvar borið er
niður; Andrésar andar leika á
skíðum, aldursflokkamót í
sundi, pæju- og pollamót í knatt-
spyrnu, svo dæmi séu nefnd;
þetta eru mikiar hátíðarstundir
hjá bömunum og unglingunum,
og alis ekki síður — sem ef til
gleymist stundum — hjá foreldr-
unum. Þeir em famir að taka æ
meiri þátt I starfi og leik barn-
anna, og það er greinilegt að
þeir hafa ekki síður gaman af
en ungviðið. Kappið er jafnvel
oft meira í þeim fullorðnu þegar
þeir garga sig hása á hliðarlín-
unni, á sundlaugarbakkanum
eða í skíðabrekkunum; þeir
gleyma stað og stund ekki síður
en keppendumir, sleppa fram
af sér beislinu og mega passa
sig að vera ekki of grimmir —
leggja ekki of hart að bömunum,
eins og áður hefur verið varað
við á þessum stað.
Pollamótið í Eyjum er árvisst
og hefur verið í mörg ár og sama
er að segja um Andrésar andar
leikana á Akureyri. Þessir stór-
viðburðir em iíklega hvað
fastast skorðaðir í íþróttadaga-
tölin, en sambærilegum sam-
komum hefur fjölgað jafnt og
þétt undanfarin ár. Og þegar
blásið er til leiks setur viðkom-
andi keppni stórskemmtilegan
svip á bæjarlífið á hveijum stað.
Fljótlega verður á Akureyri ár-
leg polla-helgi, þar sem yngri
pollarnir sýna snilld sína á völl-
um KA og þeir eldri á Þórsvöll-
um. Þessar helgar em ógleym-
aniegar fjöiskylduhátíðir, því í
mörgum tílfellum hafa pabbarn-
ir spriklað í Þorpinu hjá Þórsur-
unum yfir daginn á sama tíma
og synirnir keppa á Brekkunni,
mömmumar þeysast á milli valla
og síðan sameinast allir í
skemmtun þegar degi hallar.
Þessa umræddu helgi á Akur-
eyri er gleðin við völd; hjá stóm
strákunum er alvaran skemmti-
leg og hjá þeim iitlu skemmtun-
in alvarleg. Augnabiik sem ekki
gleymast svo glatt.
Skapti
Hallgrímsson
Ógleymanlegar hátíd-
arstundir hjá þeim
yngri — og eldri
Erökuþórinn GUÐBERGUR GUÐBERGSSON langbesturírallíkrossinu?
Eiginkonan enn
betri ökumaður
GUÐBERGUR Guðbergsson vann þriðju rallíkrosskeppnina í
röð á sunnudag og er að stinga aðra af í keppninni um íslands-
meistaratitilinn. Guðbergur rekur meðal annars Porscheþjón-
ustuna á íslandi, sem hann telur reyndar bara áhugamal, og
er einn af þeim sem reka rallíkrossbrautina við Krýsuvíkur-
veg. Hann hefur lengi verið akstursíþróttafíkill, eins og hann
tók til orða, en ekki sá eini á heimilinu því kona hans Krístin
Birna Garðarsdóttir hefur unnið til margra verðlauna í móto-
krossi á vélhjólum og í rallíkrossi. Guðbergur er 34 ára og
eiga þau átta ára dóttur, Önnu Björku, og þriggja ára son,
Viktor. Bróðir Kristínar Birnu var Jón S. Haildórsson, sem
lést langt um aldur fram, 34ja ára, en hann var einn besti
akstursíþróttamaður landsins á sínum tíma.
Það liggur beinast við að spyija
af hvetju í ósköpunum hann
fór í akstursíþróttir?
■■■■■ „Ég bara veit
Stefán það ekki. Ég var í
Stefánsson fótbolta, handbolta
skrífar og júdó en hef allt-
af haft dellu fyrir
öllu með vél, hef til dæmis prófað
að fljúga, sjóskíði og svifdreka en
fer alltaf aftur í mótorsportið og
þá helst í kringum bílana. Þetta
er bara einhver veira.“
Hvað ert þú búinn að vera lengi
með bíladellu?
„Foreldrar mínir segja að dellan
hafi byijað við fæðingu en ég hef-
ur verið óslitið að síðan 1975, má
segja. Byijaði á skellinöðrunum
því þær mátti keyra fyrst og síðan
tóku bílarnir við.“
Er þetta ekki stórhættulegt?
„Það er einmitt ekki svo því
þetta er með hættuminnstu íþrótt-
um í heimi með innan við 2 pró-
sent slysatíðni á meðan fótboltinn
er með um 70 prósent. Þetta hafa
erlendar kannanir sýnt og hægt
er að spyijast fyrir um þetta hjá
ÍSÍ.“
Hefur þú unnið til margra verð-
launa?
„Já en ég veit bara ekki til
hvað margra. I fyrra töldum við
um 130 bikara en við Kristín Birna
vorum reyndar að tala um að setja
upp fleiri hillur. Hún á líklega
helminginn af öllum verðlaunum
heimilisins."
Hvor er betri ökumaður, þú eða
hún?
„Það er reyndar svo að þegar
Morgunblaðið/Golli
GUÐBERGUR Guðbergsson er að stlnga af í rallíkrossínu
en skiptir e.t.v. I aðra akstursíþrótt fyrir næsta sumar.
við höfum keppt á móti hvort öðru,
vinnur hún alltaf. Hún er miklu
nettari ökumaður en við strákarn-
ir vorum með töffaratakta. Ég vil
taka fram að þetta er ekki sagt
til að losna við einhver heimilis-
störf heldur er þetta bara stað-
reynd. Yfirleitt hefur það verið í
planakstri og svipuðu þar sem
þarf að keyra á millin keilna og
svoleiðis. Þar hafði hún yfirleitt
betur en við Jón bróðir hennar;
keyrði yfirleitt á lengri tíma en
felldi færri keilur á meðan við
keyrðum á fullri ferð eins og aðr-
ir bílatöffarar."
Verða bömin þá ekki í kafi í
aksturíþróttum líka?
„Stelpan hefur ekki sýnt neinar
tilfinningar í þá áttina en strákur-
inn hefur gert það rækilega. Þeg-
ar hann var tveggja ára og sá
fyrst inn í bílskúrinn sagði hann
bara „vá“ og ég ætlaði aldrei að
geta slitið hann í burtu.“
Hver er framtíðin hjá þér í sam-
bandi við delluna?
„Stefnan er að vera að ein-
hverju leiti í kringum aksturs-
íþróttimar og líklega sjá um und-
irbúning fyrir keppni og fleira
tengt því. Ætli ég hjálpi líka ekki
krökkunum mínum þegar að því
kemur þó að ég muni alls ekki ýta
þeim útí þetta - það á alls ekki
að ýta neinum útí neitt í sam-
bandi við íþróttir.“
Lokaspurning Guðbergur, ert
þú langbestur í rallíkrossi?
„Já, ég er bestur held ég en það
er ekki víst að ég verði áfram í
rallíkrossinu því ég hef oft skipt
á milli akstursgreina, það er nauð-
synlegt. Og bíllinn er til sölu.“