Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli Sunna skaut Guðrúnu og Geirlaugu ref fyrir rass Morgunblaðið/Golli VALA Flosadóttlr, hln efnilega frjðlsíþróttakona, sem er búsett í Svíþjóð, í keppnl í kúluvarpi. Jón Arnar sterkur JÓN ARNAR Magnússon, tugþrautarkappi úr UMSS, sýndi mikinn styrk á Meist- aramótinu, varð öruggur sigurvegari í 100 m hlaupi og langstökki. Hér á mynd- inni til hliðar kemur hann í mark í 100 m hlaupinu á undan Jóhannesi Má Mar- teinssyni, ÍR, og Friðriki Arnarsyni, Ármanni. Þó að mótvindur hafi verið 1,77 metrar á sekúndu náði Jón Arnar að hlaupa á 10,92 sek. Þrír bræður í úrslitahlaupi BRÆÐURNIR Ólafur Sveinn, Bjarni Þór og Björn Trausta- synir tóku þátt í úrslitahlaup- inu í 100 m. Þetta var í fyrsta skipti í sögu Meistaramótsins, að þrír bræður hlaupi úrslita- hlaup. Þeir eru synir Trausta Sveinbjömssonar, fyirum spretthlaupara úr Breiða- bliki, sem var tímavörður í hlaupinu. EinarVil- hjálmsson aftur með EINAR Vilhjálmsson tók þátt í spjótkastkeppninni og var þetta fyrsta mót hans í tíu mánuði, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég er allur að koma til,“ sagði Einar sem kastaði 69,16 m. Þráinn Haf- steinsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með endurkomu Einars. „Aðstæðumar vora ekki góðar, en Einar sýndi það að hann er á réttri leið. Ég hef trú á því að hann eigi eftir að kasta yfir áttatíu metra í sumar.“ Jóhann Jó- hannesson á 67 Meistara- mótum JÓHANN Jóhannesson var mættur á sitt 67. Meistaramót í fijálsíþróttum. Þessi fyrrum íþróttakappi úr Ármanni, sem var besti grindahlaupari landsins á fjórða áratugnum, tók þátt í Meistaramótinu 1928 á Melavellinum og síðan hefur hann keppt eða mætt sem áhorfendi á öll Meistara- mót. Þess má geta að Jóhann fagnaði sigri i 110 m grinda- hlaupi á fjórtán Meistara- mótum. Engar veiting- ar á Laugar- dalsvelli ÁHORFENDUR sem mættu á Meistaramótið á laugardag- inn vora ekki ánægðir með að veitingasalan var ekki opin á Laugardalsveliinum. Eftir að búið var að kvarta við Valsmenn, sem sjá um söluna, voru veitingar seldar á sunnu- daginn. FH-ingar meistarar FH-ingar fengu flest stíg á Meistaramótinu, 187, og er FH því Islandsmeistari eins og 1994. ÍR-ingar fengu 135 stig, HSK 115, Ármann kom í fjórða sæti með 98 stig. GUÐRÚN Sunna Gestsdóttir frá Blönduósi skaut hlaupa- drottingunum úr Ármanni, Guðrúnu Arnardóttir og Geir- laugu Geirlaugsdóttur ref fyrir rass í 200 m hiaupi á Meistara- móti ísland, þegar hún fagnaði sigri — kom fyrst í mark á 24,78 sek. íslandsmethafinn Guðrún Arnardóttir, sem á metið 24,18 sek. — sett á Meistaramótinu í fyrra, kom í mark á 24,93 sek. og Geirlaug á 25,19 sek. Guð- rún Sunnar var nálægt hví að fagna einnig sigri í 100 m hlaupi, en Geirlaug var sterkari á endasprettinum. Leiðinda veður á laugardag setti svip sinn á mótið, sem var nokkuð bragðdauft. Keppt var í tveimur nýjum greinum í kvenna- flokki — sleggjukasti og stangar- stökki og að sjálfsögðu voru sett Meistaramótsmet í greinunum. Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, kast- aði 29,72 m í sleggjukasti, Kristín Markúsdóttir varð sigurvegari í stangarstökki, stökk 2,10 m. Vala Flosadóttir, sem hefur stokkið 3,51 m, keppti ekki. Guðrún Arnardóttir setti Meist- aramótsmet í 400 m grindahlaupi kvenna, kom í mark á 58,62 sek. Helga Halldórsdóttir átti gamla metið, 59,56 — sett 1987. Eins og fyrr segir var mótið nokkuð bragðdauft og þegar Þráinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari, var spurður um ástæðuna fyrir því, sagði hann: „Við vorum búnir að sigta inn á að spretthlaupin yrðu aðal greinarnar á mótinu. Þegar þau eru hlaupin í mótvindi verða tímarnir ekki eins skemmtilegir og til var ætlast. Þegar aðal númerin eru höggvin út, vegna aðstæðna, varð mótið ekki eins spennandi og skemmtilegt og til stóð. Fijálsíþróttamenn hafa sýnt það á undanförnum vikum að það er mikill uppgangur hjá þeim og ár- angurinn hefur verið góður, en það verður að segjast eins og er að það kom bakslag í þessu móti og ekki síst hjá þeim sem lögðu sig alla í Evrópuþikarkeppnina í Tallin og Smáþjóðaleikana í Lúxemborg. Það er erfitt að halda sig á toppnum í margar vikur, án þess að fá ein- hvern tíma bakslag. Þegar aðstæð- urnar hér eru ekki upp á það besta, eins og nú var, lítur þannig út, að mótið hafi kannski ekki verið nógu gott.“ Hvað varst þú ánægður með á mótinu? ........... „Það sem hefur komið best út, eru stelpurnar í spretthlaupunum — Geirlaug Geirlaugsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Sunna Gestsdóttir, sem eru í mjög góðri æfingu. Þá hljóp Jóhannes Már Marteinsson vel í tvöhundruð metra hlaupi og Jón Arnar Magnússon i hundrað metra hlaupinu, þar sem hann sýndi styrk, en því miður er ekki hægt að skoða tímana, þar sem vindur var of mik- ill. Friðrik Arnarsson bætti sig vel í fjögur hundruð metra hlaupi. Vé- steinn kastaði yfir sextíu metra í kringlukasti, sem er heimsklassa árangur. Aðstæðumar í spjótkasti voru mjög erfiðar, sleggjukastið var mjög spennandi og kom Bjarki Við- arsson þar mjög á óvart, komst upp á milli landsliðsmannanna okkar Guðmundar Karlssonar og Jóns A. Siguijónssonar, með því að kasta yfir sextíu metra — hann er í mik- illi framför. Langstökkið hjá Jóni Arnari var þokkalega gott og þar var Jón Oddsson einnig sterkur. Langstökkskeppnin hjá konunum var besta langstökkskeppni sem hefur farið fram á Meistaramóti, þar sem Sigríður Anna Guðjóns- dóttir stökk fimm sjötíu og sex metra og Sunna fimm sjötíu og þijá metra. Einnig var boðið upp á bestu þrístökkskeppni, sem farið hefur fram hjá konum hér á landi, þar sem tvær stúlkur stukku yfir tólf metra. Þá bætti Hanna Kristín Ólafs- dóttir árangur sinn í kringlukasti, þar sem hún náði lengsta kasti ís- lendings frá upphafi [44,24 m] fyr- ir utan Guðrúnu Ingólfsdóttur [53,86 m]. Þetta er það helsta á mótinu," sagði Þráinn Hafsteins- son. ■ Úrslit / B13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.