Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 16
Aston Villa
vann kapp-
hlaupið um
Milosevic
TENNIS
Veðjað
fyrir
500
milljónir
Wimbledon tennismótið hófst í
gær og yoru úrslit sam-
kvæmt bókinni. Öll stærstu nöfnin
í tennisíþróttinni komust áfram í
aðra umferð.
Haft er eftir forsvarsmönnum
veðbanka á Englandi að reiknað sé
með því að breska þjóðin leggi um
það bil 500 milljónir íslenskra króna
undir á hina ýmsu keppendur. Mest-
ar líkur eru þó taldar til þess að
Steffi Graf frá Þýskalandi sigri í
kvennaflokki en hún sat hjá í fýrstu
umferð. í karlaflokki er Bandaríkja-
maðurinn Pete Sampras talinn sig-
urstranglegastur og ef hann ynni
nú yrði það þriðji sigur hans í röð.
Þar með myndi hann jafna met
Svíans Bjöms Borg frá því í byijun
níunda áratugarins, en hann sigraði
þijú ár í röð. Sampras hóf titilvöm-
ina með sigri á Karsten Braasch
frá Þýskalandi en tókst ekki að
vinna í þremur lotum. Sampras
vann fýrst 7-6 en Þjóðveijinn vann
næstu lotu 6-7. Lengra komst hann
ekki því Sampras gerði út um leik-
inn í næstu tveimur lotum með 6-4
og 6-1 sigri.
Mikill fjöldi áhorfenda mætir ár
hvert til þess að fylgjast með keppn-
inni og vinsælasta snakkið á áhorf-
endapöllunum eru jarðaber með
ijóma og kampavín. Er reiknað með
því að þær tvær vikur sem keppnin
stendur yfír verði seld um 24 tonn
af jarðabeijum og með þeim 5.500
lítrar af ijóma og um 12.500
kampavínsflöskur verði opnaðar.
Gabriela Sabatini frá Argentínu
vann ömggan 6-3 og 6-4 sigur á
fýrsta mótheija sínum í keppninni,
Leu Ghirardi frá Frakkalandi. Sa-
batini, sem er einbeitt á svip hér á
myndinni, mun eflaust innbyrða
eitthvað staðbetra á meðan á
keppninni stendur, en jarðaber með
ijóma og kampavín.
ASTON Villa tryggði sér júgó-
slavneska iandsliðsmanninn Savo
Milosevic, 21 árs, í gær, þegar
liðið borgaði Partizan Belgrad
3,5 millj. punda fyrir hann. Aston
Vilia, sem hefur keypt leikmenn
fyrir samtals 11,5 millj. punda á
sex mánuðum, vann kapphlaupið
um Milosevic, þar sem lið eins
og Juventus, Parma, AEK Aþena,
Atletico Madrid, París St Germa-
in og Borussia Dortmund vildu
kaupa þennan mikla markaskor-
arara, sem skoraði 34 deildar-
og bikarmörk fyrir Partizan sl.
keppnistímabil.
Þetta var í annað sinn á fjórum
dögum sem Aston Villa kaupir
leikmann á metupphæð, því á
föstudaginn keypti liðið miðvall-
arspilarann Gareth Southgate
frá Crystal Palace á 1,9 millj.
pund.
Milosevic, sem er landsliðs-
maður Júgóslaviu, skrifaði undir
þriggja ára samning. Hann hefur
skorað 79 mörk fyrir Partizan á
sl. þremur árum og tvö sl. ár
hefur hann verið kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins í Júgóslavíu.
Andri hættur
með Fjölni
ANDRI Marteinsson hefur sagt
upp störfum sem þjálfari meist-
araflokks Fjölnis. Andri hefur
. verið spilandi þjálfari hjá Fjölni
en meistaraflokksráð knatt-
spyrnudeildar Fjölnis hefur ekki
getað uppfyllt viss ákvæði í
samningnum við Andra þrátt fyr-
ir eindreginn vilja til þess.
Heimir hættur
með ÍR-inga
HEIMIR Karlsson, sagði upp sem
þjálfari 2. deildar liðs ÍR í knatt-
spyrnu á sunnudaginn. Við starfi
hans þjá ÍR hefur tekið Bragi
Björnsson. Astæðu uppsagnar-
innar sagði Heimir vera að hann
væri að flytja til England þar sem
sín biðu spennandi verkefni.
Jafnframt þvi að hætta með ÍR
er hann hættur sem íþrótta-
fréttamaður hjá RÚV og lýsti
hann í síðasta skipti á sunnudags-
kvöldið úr Kaplakrika, leik FH
og Breiðabliks.
KNATTSPYRNA
Hrísto Stoichkov
fer frá Barcelona
Loks sigur Örebro
á IFK eftir 26 ár
Samningaviðræður á milli Hrist-
os Stoichkovs og Barcelona
runnu út í sandinn í gær og er leik-
maðurinn til sölu fáist rétt tilboð í
hann. Johan Cruyff þjálfari Barcel-
ona sagðist í gær vera feginn því
að botn væri kominn í þann farsa
sem samningamálin við Stoickov
hefðu verið. „Þegar hann fer frá
okkur verður einu vandamáli færra
á Nou Camp. Vandamálin í kringum
hann eru mikil og að hafa hann í
liðinu er líkast því að hafa tíma-
sprengju tifandi í búningsklefan-
um,“ sagði Johan Cruyff í gær.
Barcelona bauð honum eins árs
samning, en Búlgarinn hélt fast Við
sinn keip að gera þriggja ára samn-
ing. Hann hefur verið hjá félaginu
síðan 1988. Forseti Barcelona sagði
Stoichkov vera falann og verð hans
væri sem svaraði til 470 milljóna
króna og það yrði ekki lækkað,
þetta væri fast verð. Breskir fjöl-
miðlar sögðu frá því um helgina að
Manchester United hefði áhuga á
því að fá Stoichkov til liðs við sig
en ekkert hefur heyrst frá höfuð-
stöðvum félagsins. „Ég vil vera
áfram hjá Barcelona, en eins og
staðan er nú er ég kominn á sölu-
skrá,“ sagði Stoichkov í gær við
spænska íþróttablaðið E1 Mundo
Deportivo.
Amór Guðjohnsen kom heldur
betur við sögu þegar Örebro
náði að leggja IFK Gautaborg að
velli í fyrsta skipti í
Fré 26 ár í sænsku úr-
Sveini valsdeildinni í gær-
AQnaJss/n' kvöldi, 1:0. Amór,
i viþjo sem átti þrumuskot
sem Thomas Ravelli rétt náði að
veija í fyrri hálfleik, fískaði síðan
vítaspymu sem var misnotuð —
Ravelli varði. Örebro fékk aðra víta-
spymu í 72. mín, eftir homspyrnu
Amórs og úr þeirri vítaspyrnu skor-
aði Magnus Karlsson sigurmarkið.
Örebro er í fjórða sæti með sext-
án stig, þremur stigum á eftir
Djurgárden, sem er í efsta sæti.
Hlynur Stefánsson tók út eins leiks
bann í leiknum, en Hlynur Birgisson
var ekki með.
Rúnar Kristinsson og félagar
háns hjá Örgryte máttu þola tap,
0:2, fyrir Djurgárden á heimavelli.
Liðið hefur aðeins skorað átta mörk
í ellefu leikjum og þar af helming-
inn, fjögur mörk, í einum leik.
Framlína liðsins er algjörlega bit-
laus.
Morgunblaðið/Golli
ARNÓR Guðjohnsen.
GETRAUNIR: X12 1X2 1 X X X12X LOTTO: 3 5 20 31 35/2