Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 B 7 KNATTSPYRNA Lazorik med þrennu Morgunblaðið/Golli RASTISLAW Lazorlk skoraði þrennu gegn FH-lngum í Kaplakrlka á sunnudagskvöldið. Hér er hann komlnn framhjá Jónl Sveins- synl og gerlr slg Ifklegan til að taka knöttlnn nlður á brjðstlð og bruna í átt að markl FH. Meðalmennskan í há- vegum hölð í Krikanum EFTIR góða byrjun á íslandsmótinu og sigur ítveimur fyrstu leikjunum virðist allur botn vera dottinn úr FH—liðinu. Liðið tap aði sínum fjórða leik í röð þegar þeir tóku á móti Breiðabliki í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 2:4, Blikum f vil og hafa FH—ingar nú fengið á sig sextán mörk i síðustu fjórum leikjum eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrri hálfleikurinn var ekki merkilegur í Kaplakrika á sunnudaginn og leikurinn fór meira og minna fram á miðjum leikvellinum og þar í grend. Fátt var Ivar um líflegt samspil Benediktsson Qg marktæki- * færi. FH-ingar' voru meira með boltann en náðu vart að skapa sér færi sem orð er á gerandi. Þrumuskot Hallsteins Anrarsonar á 40. mínútu frá víta- teigslinu fór rétt framhjá og þar með er upptalin helsta hættan sem skapaðist við mark Breiðabliks í fyrri hálfleik. Þrátt fyrri að vera minna með boltann voru Blikar þó heldur skarpari í þeim fáum sóknarfærum sem þeir fengu. Anthony Karl Gregory var nærri búinn að skapa stórhættu í tvígang inn í teig FH, en mistókst að leggja knöttinn fyrir sig í bæði skiptin. En í heildina var hálfleikurinn daufur og ekki ætlaður syíjuðum einstaklingum. Síðari hálfleikur var heldur líf- legri þó fátt hafi verið um mark- tækifæri framan af. En eftir að FH—ingar náðu að jafna á 65. mín., var sem á þá rynni eldmóður Shearer semur við Blackburn til 1999 ALAN Shearer, markakóngurinn mikli hjá Englandsmeisturum Blackburn Rovers í knattspyrnu, hefur ákveðið að skrifa undir nýjan samning til fjögurra ára við félagið; samning sem gildir fram í júní 1999. „Menn hafa sagt mig á leiðinni hingað og þangað en enginn virðist hafa gert ráð fyrir að ég yrði hugsanlega hér áfram,“ sagði Shearer í gær, þegar tilkynnt var um ákvörðun hans. „Ákvörðunin um að koma til Blackburn á sínum tíma var sú besta sem ég hef tekið á knattspyrnuferlinum," sagði þessi marksækni miðheiji Blackburn og enska landsliðsins. og þeir léku oft prýðisvel eftir það og leit út fyrir að þeir væru að snúa leiknum sér í hag, en víta- spyrnudómur Kristins Jakobsson- ar á 82. mínútu var umdeildur og sló heimamenn út af laginu. Kjart- an Antonsson var þá kominn inn fyrir vítateig Breiðabliks og Ólafur Stephensen gerði sig líklegan til að stoppa hann en Kjartan féll við og Kristinn dæmdi vítaspyrnu á vafasömum forsendum. Úr spyrn- unni skoruðu Blikar og bættu síð- an við tveimur mörkum til viðbót- ar áður en Hörður Magnússon minnkaði muninn fyrir FH úr ann- arri vafasamri vítaspyrnu á loka- mínútum leiksins. Leit út fyrir að sú vítaspyrna væri dæmd í sára- bætur fyrir hina fyrri. Leikurinn var slakur og leiðin- legur mest allan tímann. Leikmenn virkuðu áhugalausir og fátt gekk upp hjá þeim og þau sex mörk sem skoruðu voru segja ekkert til um skemmtanagildi leiksins, það var nærri því ekkert. Ef leikmenn eru í þessu meira af skyldurækni en til að hafa gaman að því sem þeir eru að gera þá er þeim hollast að finna sér annað áhugamál. Svona leikur hvetur fólk ekki á völlinn. Oa 4[ Auðun Helgason, varnarmaður FH, glopraði frá sér knettin- ■ I um rétt utan við vítateiginn til Ratislaws Lazoriks og hann var ekki lengi að færa sér það í nyt, því hann var á auðum sjó. Lazo- rik lék inní teiginn og skaut framhjá Stefáni ( marki FH og í netið á 23. mín. 1a Hallsteinn Arnarson tók hornspyrnu frá vinstri á 65. mín ■ I og sendi inn á markteigslínu á á Auðun Helgason sem skall- aði aftur fyrir sig á Hörð Magnússon sem framlengdi knöttinn i netið. 1a4%Ratíslaw Lazorik skoraði á 82. mfn., úr vítaspymu sem ■ fcdæmd var eftir brot á Jóni Þ. Stefánssyni. 1a Arnar Grétarsson sendi fallega stungusendingu inn fyrir a*#vöm FH á 84. mín., á Rastislaw Lazorik sem átti ekki í nokkrum vandræðum með að skora með föstu skoti, rétt innan við vítateigslínu, hægra megin. 1wJ% Amar Grétarsson sendi fallega sendingu á Rastislaw Lazo- ■"#rik sem staddur var á miðjum vallarhelmingi FH, vinstra megin. Rastislaw lék upp að endalínu vinstra megin og sendi þaðan fyrir markið á Anthony Karl Gregory sem skallaði í markið af stuttu færi. Þetta gerðist á 87. mín. 2m^§ Knötturin barst fyrir mark Breiðabliks frá hægra horni á ■ *W89. mín., og skyndilega flautaði dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, og benti á vftapunktinn, flestum að óvörum. Hörður Magn- ússon, tók vítaspymuna og skoraði af öryggi. ■ KRISTÓFER Sigurgeirsson, sem hefur dvalist í herbúðum Frö- lunda í Svíþjóð, er á heimleið og gengið frá félagaskiptum á ný til Breiðabliks. Kristófer hefur átt við meiðsli að stríða og lítið getað leikið með Frölunda. ■ HÁKON Sverrisson, mið- vallarleikmaður Breiðabliks, sem ristarbrotnaði í fyrsta leik sínum í 1. deild, er að ná sér — hann getur farið að æfa á ný nú í vik- unni. ■ CHELSEA var sýknað af ákærum um að hafa ekki haft hemil á stúðningsmönnum sínum í ólátum sem urðu að loknum leik við Millwall í febrúar. Enska knattspyrnusambandið tók sér- staklega á málinu vegna þess að ráðist var á tvo lögreglumenn, sem ekki hafa jafnað sig. Sjónarvottar segja að starfsmenn félagsins hafi reynt allt hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir ólætin og lög- regluyfirvöld tóku undir það. ■ NAPOLI, fyrrum stórveldi á Ítalíu á í miklum fjárhagsvanda og nú hefur nefnd, sem rannsakar fjárhag ítalskra knattspymuliða, lagt til að gerðar verði ráðstafanir til að gera félagið upp. Ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en leik- mannamarkaðnum verður lokað 12. júlí. ■ AJAX er um það bil að ljúka við að setja saman leikhópinn fyrir næsta ár. Fyrirliðinn Danny Blind verður áfram og Brasilíumaðurinn Marcio Santos kemur frá Fior- entina til að taka við af Frank Rijkaard, sem hætti. Amsterdaml- iðið hefur ekki selt neina leikmenn ennþá en Peter van Vossen, Ta- rik Oulida og Clarence Seedorf hafa gefið í skyn að þeir vilji fara. ■ BEBETO og Romario sluppu ekki í lið Brasilíu fyrir Ameríku- keppnina (Copa America) keppnina í næsta mánuði. Þjálfarinn Mario Zagalo neitaði á blaðamannafundi að ræða framtíð einstakra leik- manna, sérstaklega þeirra sem ekki voru valdir í liðið en sagðist verða að fá möguleika til að prófa nýja leikmenn. ■ BEBETO datt út úr brasilíska landsliðshópnum á fjögurra landa mótinu í Englandi á dögunum eftir að FIFA, Knattspyrnusam- band Evrópu, úrskurðaði að lið hans, Deportívo La Coruna, hefði meiri rétt á honum en landsliðið. ■ TAFFAREL, markvörðurinn snjalli sem var ekki valinn á mótið í Englandi, komst þó aftur hópinn. ■ SERBINN Radomi Antic hef- ur verið ráðinn þjálfari Atletíco Madrid. Hann er tuttugasti þjálfarinn sem hefur verið ráðinn til félagsins á síðustu átta árum. Antíc var þjálfari Real Oviedo í þrjú ár, en þar áður eitt ár hjá Real Madrid. ■ KNA TTSPYRNURÁÐ lýð- veldisins Georgíu dæmdi tvo leiki ómerka vegna sérkennilegra úr- slita í síðustu umferð deildarinnar og sektaði bæði lið og markaskor- ara. Um er að ræða 10:5 sigur Kolkheti-1913, þar sem Georgy Daraselia gerði 9 mörk og 11:4 sigur Torpedo Kutaisi þar sem Mamuka Khundadze var einnig með 9 mörk en þessir tveir leik- menn börðust um markakóngstitil í deildinni. Daraselia hreppti titil- inn með 26 mörkum, einu meira en keppinautur hans. ■ HOLLENDINGAR og Belgar hafa sótt um að halda sameigin- lega úrslitakeppni Evrópukeppn- innar í knattspyrnu árið 2000 og eru allar líkur á að það verði ofan á því aðrir hafa ekki sótt um. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær þjóðir taka sameiginlega að sér að sækja um slíkt verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.