Morgunblaðið - 27.06.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 B 5
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Sunnudag-
ur til sigurs
JONATHAN Edwards sem
„flaug“ 18,43 metra í þrí-
stökki í Frakklandi um
helgina, er kristinnar trúar,
tekur trú sína mjög alvar-
lega, og neitaði lengi vel að
keppa á sunnudögum.
Missti m.a. af heimsmeist-
aramótinu 1991 af þeim
sökum þar sem þrístökks-
keppnin fór fram á sunnu-
degi. Síðan hefur honum
snúist hugur og náði löngu
stökkunum nú á sunnudag-
inn.
í báðar
greinar
MARIE-Jose Perec, sem
hefur æft í Bandaríkjunum
í vetur hjá John Smith —
sem er mjög þekktur 400 m
þjálfari — tilkynnti um helg-
ina að hún hygðist keppa
bæði í 400 m hlaupi og 400
m grindahlaupi á HM í
Gautaborg í ágúst. Sigur
hennar í grindahlaupinu um
helgina var ny'ög auðveldur,
en þess má geta að heims-
og ólympíúmeistarinn Sally
Gunnell frá Bretlandi var
ekki með vegna meiðsla.
Christie er
sá sigur-
sælasti
LINFORD Christie sigraði í
100 og 200 m hlaupi í Evrópu-
bikarkeppninni um helgina,
og hefur þar með sigrað í níu
einstaklingsgreinum í keppn-
inni, fleirum en nokkur annar
í sögu keppninar. Metið setti
hann reyndar á laugardag er
hann fagnaði áttunda sigrin-
um, í 100 metrunum, en bætti
svo um betur daginn eftir.
Christie
bætti met
þýsku
stúlkunnar
Göhr
Tvö lengstu þrí-
stökk sögunnar
Jonathan Edwards stal senunni í úrvalsdeild Evrópu-
bikarkeppninnar- stökk 18,34 m - en meðvindurvar
of mikill til að heimsmet fáist skráð
„Antii
lóp-
u
frá-
bær
MARIE-Jose
Perec, hin
fótfrá franska
hlaupakona,
sýndi snilldar-
takta í 400 m
grindahlaupi
á mótinu um
helgina.
Perec, sem er
ólympíumeist-
ari í 400 m
hlaupi, hafði
ekki keppt í
niu mánuði
þar til hún
keppti í 400 m
grindahlaupi,
í fyrsta skipti,
fyrir viku og
um helgina
gerði hún sér
lítið fyrir og
bætti 13ára
gamalt Frakk-
landsmet — í
annað skipti
sem hún
keppti í grein-
inni. Illjóp þá
á 54,51 sek.
Þetta var sjötta franska metið
sem „antilópan", eins og
Frakkar kalla Perec, setur á
glæsilegum ferli.
Reuter
IMíu gull í einstaklingskeppni
LINFORD Christle kemur lang fyrstur í mark í 200 m hlaup-
Inu. Hann hefur þar með slgrað í níu elnstakllngsgrelnum í
Evrópublkarkeppninni, flelrum en nokkur annar í sögu hennar
JONATHAN Edwards, 29 ára Breti, stal senunni íVilleneuve
d’Ascq í Frakklandi um helgina er hann stökk tvívegis mun
lengra heimsmetinu í þrístökki — lengst 18,43 m — er úrvals-
deild Evrópubikarkeppninnar fór fram. Edwards fær árangurinn
reyndar ekki skráðan sem met, þar sem meðvindur var of
mikill, en sýndi svo ekki verður um villst að hann er til alls
líklegur. Landi Edwards, spretthlauparinn Linford Christie, var
líka í miklu stuði á mótinu, sigraði bæði í 100 og 200 metra
hlaupi auk þess að leiða sigursveit Breta í 4x100 m boðhlaup-
inu, og er hann nú sigursælastur allra í einstaklingskeppni
Evrópubikarkeppninnar frá upphafi. Þjóðverjar vörðu Evrópubi-
kartitil sinn í karlaflokki og Rússar fögnuðu sigri i kvennaflokki.
Um er að ræða liðakeppni bestu
frjálsíþróttalanda Evrópu, en
þrátt fyrir það féll sigur Þjóðveija
og Rússa í skuggann fyrir frábær-
um árangri Bretans Edwards og
góðri frammistöðu Christies.
Heimsmet Bandaríkjamannsins
Willie Banks í þrístökki eru 17,97
metrar, sett 1985. Edwards,
bronsverðlaunahafi frá heims-
meistaramótinu 1993, byijaði á
því að stökkva 17,90 og var með-
vindur þá 2,5 metrar á sekúndu
en 2,0 m/sek er leyfilegur vindur.
Lengsta stökk sem sögur fara af
á Banks einnig; 18,20 metrar árið
1988 en þá var meðvindur 5,2
m/sek. Árangur Edwards um
helgina er því mun betri og í minni
vindi.
í annarri tilraun kom svo sigur-
stökkið — risastökk uppá 18,43
metra — en vindurinn var enn of
mikill, 2,4 m/sek. Bandaríkjamað-
urinn trúði vart eigin augum er
vegalengdin kom upp á stigatöfl-
una, greip um höfuð sér og lét sig
falla til jarðar. Hann stökk 17,72
í þriðju tilraun, þá hafði vindinn
lægt og það stökk er nýtt breskt
met. Eftir fjórða stökk, sem mæld-
ist 18,39 og er því næst lengsta
stökk sögunnar — aðeins annað
stökk hans í keppninni lengra —
hætti hann svo keppni, enda sigur-
inn í höfn.
Edwards var nánast orðlaus
yfir árangrinum. „Það er varla
hægt að finna réttu orðin eftir
svona frammistöðu," sagði hann.
„Ég hafði á tilfinningunni að ég
hefði getað bætt heimsmetið í
dag, þó svo ekki hefði blásið
svona.“
Heims- og ólympíumeistarinn
Linford Christie sigraði örugglega
í 100 m hlaupinu á laugardag á
10,05 sek. og síðar um daginn
hljóp hann síðasta sprett í 4x100
m boðhlaupinu og tryggði Bretum
sigur með glæsilegri frammistöðu.
Á sunnudag nældi Christie svo í
þriðju gullverðlaun sín á mótinu
með sigri í 200 m hlaupi. Þar fékk
hann frábæran tíma, 20,11 sek.
sem er nálægt hans besta. Þykir
það tíðindum sæta þar sem hlaup-
arinn er orðinn 35 ára.
„Ég er mjög hissa að ég skyldi
vinna og undrandi á tímanum. En
þetta líkar mér við svona helgar
— maður kemst í ham vegna
frammistöðu annarra," sagði
Christie eftir sigurinn í 200 m
hlaupinu, og sagði helgina
ánægjulega liðsheildarinnar
vegna, ekki vegna árangurs ein-
staklinganna.
■ Úrslit / B13
ERT ÞU TILBUIN(N)
IMOT SUMARSINS?
GOLF „»
,BIG BERTHA“
(Meira en 2 miljónir Metal kylfur seldar)
Bætist í hóp No.1 Golfmerkjanna okkar
PINE
(Meira en 2 miljónir járnasetta seld)
Golfkúlur og kylfur
(Ótaldar miljónir seldar)
FootJcy
(Mest seldu Golfskórnir)
Ef þú ert að leita að því besta fyrir
golfíþróttina, þá áttu erindi til okkar.
GOLFBÚÐIN
Eittífí
íslensk/////
Ameríska
Tunguhálsi 11, Reykjavik
Simi: 587-2700
5% AFSLATTUR AF GOLFVORUM
GEGN FRAMVÍSUN ÞESSA MIÐA
CHRISTIE á nú fleiri Evrópu-
bikargull en nokkur annar.
Með sigri í tveimur greinum
á laugardag
jafnaði hann
met austur-
þýsku
hlaupa-
drottningar-
innar Marli-
es Göhr, sem
vann til 12
gullverð-
launa á sin-
um tíma, en
Christie nældi svo í 13. gull
sitt með sigri í 200 m hlaupinu
á sunnudag. Hann á nú sex
gullpeninga fyrir 100 m
hlaup, þrjá fyrir 200 metra
og fjóra fyrir
boðhlaup.
Marlies Göhr