Morgunblaðið - 27.06.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.06.1995, Qupperneq 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GOLF ÍÞRÓTTIR Morgunbiaöið/Fáll Ketiisson KAREN Sævarsdóttir og Helgl Þórisson uróu Klúbbmelstarar Golfklúbbs Suðurnesja. Einvígi hjá Helga og Sigurði HELGI Þórisson og Karen Sæv- arsdóttir urfiu á laugardag klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja. Karen hafði mikla yf irburði í kvennaf lokki og sigr- aði sjöunda árið í röð en Helgi háði einvígi við Sigurð Sigurðs- son á lokahringnum. Slæm mistök hjá Helga á 14. holunni gerðu það að verkum að mikil spenna færðist í karla- flokkinn. Helgi færði bolta sinn til á brautinni en var þegar búinn að nota þær þijár færslur sem leyfðar voru á hring í mótinu. Þurfti hann því að taka á sig tvö högg í víti. Hann fór holuna á sex höggum en Sigurður þremur, eða einum undir pari og náði þar með eins höggs forskoti. Helgi lét klaufaskapinn á fjórt- ándu holunni ekki hafa áhrif á sig og lék síðari holumar mjög vel. Hann fékk „fugl“ á 15. og 17. hol- unum og sigraði í meistaraflokki á 314 höggum. „Ég er mjög ánægður og fmnst golfið hafa batnað mikið hjá mér frá því í fyrra. Ég er orðinn miklu FRJALSIÞROTTIR stöðugri og er bjartsýnn á að mér gangi vel á Landsmótinu," sagði Helgi. Gleymdi að spila golf eftir að hafa farið holu í höggi Framkvæmdastjóri golfklúbbs- ins, Einar Guðberg var lengi vel í baráttunni um verðlaunasæti í 1. flokki en segja má að atvik á 7. braut hafi orðið þess valdandi að möguleikar hans urðu að engu. Ein- ar fór holu í höggi á brautinni, notaði járnkylfu númer sjö til að slá ofan í holuna sem var 124 metra frá teignum. Einar var eftir holuna á mjög góðu skori, einum yfír pari en sagði að höggið hefði sett sig úr sambandi. Fréttin um drauma- högg Einars barst sem eldur um sinu út um allan völl og Einar sagði í spjalli við Morgunblaðið að hann hefði hreinlega gleymt að leika golf. „Það var eiginlega ekki hægt að einbeita sér við þessar aðstæð- ur, fjölmargir komu hlaupandi til mín til að óska mér til hamingju og það fór lítið fyrir góðum höggum hjá mér eftir sjöundu holuna. Einar endaði hringinn á 87 höggum og hann lék því síðustu ellefu holurnar á fjórtán höggum yfir pari. Þess má geta að Einar afrekaði það í fyrra að fara holu í höggi í fyrsta sinn og var það einnig í móti á Hólmsvelli. Það gerðist á 13. braut og Einar hefur því leikið tvær af fjórum par þijú holum vall- arins í einu höggi. Urslit / B14 Morgunblaðið/Frosti Verðlaunahafar á Arctlc - Open golfmótlnu sem haldlð var í níunda slnn á Jaðarsvelll. Frá vinstrl: Rlck Relmers slgur- vegarl, þá Frlðrlk Slgþórsson formaður GA, Slgurpáll Svelns- son og Björgvln Þorstelnsson. EM í fjölþraut- um í Laugardal TVEIR riðlar í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum fara fram á Laugardalsvellinum um næstu helgi. Karlaliðið er í riðli með ír- Iandi, Danmörku og Lettlandi í tugþraut. Jón Amar Magnússon, Ólafur Guðmundsson, Friðgeir F. Halldórsson og Theódór Karlsson keppa fyrir hönd íslands, en í sjöþraut kvenna keppa Þuríður Yng- varsdóttir, Guðrún Sunna Gestsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir og Vala Flosadóttir. Mótheijar stúlknanna verða landslið Danmerkur og Lettlands. KNATTSPYRNA Um „siðleysi" í bikarkeppni Morgunblaðinu barst eftirfar- andi frá Herði Hilmarssyni fyrir helgina: „Ég vona að rangt sé haft eft- ir kollega mínum Bjama Jóhanns- syni, þjálfara Breiðabliks, í við- talsgrein í Mbl. í dag 21.6. (bls. 2 C). Af tvennu illu þætti mér skárra til þess að hugsa að ónefndur íþróttafréttaritari hefði gert mistök og ekki farið rétt með orð Bjarna, en að kollegi minn og stjórnarmaður í Knattspyrnu- þjálfarafélagi Islands væni mig og mína um siðleysi og vegi þar með að starfsheiðri mínum og heiiindum. 1) Bjarni er „sár út í hugarfar Valsmanna“ sem hann segir hafa farið með C-lið á Fáskrúðsfjörð. Við státum okkur svo sem af mikilli breidd, þótt toppinn vanti ennþá, en erum ekki enn með það góðan mannskap að Lárus Sig- urðsson, Petr Mrazek, Jón S. Helgason, Jón Grétar Jónsson, Hilmar Sighvatsson, Hörður Már Magnússon, Anton Bjöm Markús- son og Stewart Beards komist hvorki í A-lið okkar eða B-liðið, en þessir leikmenn léku allir gegn KBS, þótt það komi Bjarna ekk- ert við. 2) „Það sem fór mest í taugarn- ar á mér er hvað þeir voru ákaf- ir“, er haft eftir Bjama. Ég hefði nú frekar verið óhress með skort á „ákafa“ leikmanna Breiðabliks í sporum Bjarna, en láta leik- gleði, baráttu- og sigurvilja hinna ungu Valsmanna fara í taugamar á mér. Og sem dæmi um „ákaf- ann“ má nefna að tveir Blikar fengu réttilega rautt spjald vegna grófs leiks, en 11 Valsmenn luku leiknum. 3) „KR, Skaginn og Eyjamenn gátu hagað sér eins og Valsmenn en gerðu það ekki. Samt var allt löglegt hjá Val en siðlaust." Er ekki allt í lagi, Bjarni? Það er ekki verið að skafa utan af hlutun- um. Mér þætti gaman að vita hvað Bjami Jóhannsson hefði gert í mínum spomm, sem þjálfari Vals með raunhæfan möguleika á að koma tveimur liðum í 16 liða úrslit Mjólkurbikarkeppninnar? Hún er þá almenn siðblindan á Hlíðarenda, því þar hef ég engan heyrt kalla það siðleysi eða gagn- rýnivert að tefla fram sterkara liði, notuðum t.a.m. bara tvo leik- menn eldri en 23ja, en reglurnar kveða á um að það megi nota þijá. Einnig vomm við með þrjá leikmenn 2. flokks í byijunarlið- inu, en þeir eru reyndar, eins og allir aðrir leikmenn sem byijuðu inn á gegn KBS og Breiðabliki, í 22ja leikmanna hópi meistara- flokks Vals. Það má finna að ýmsu í reglu- gerð KSÍ um bikarkeppni, heimild til félaga til að tefla fram tveimur liðum, reglum um þátttöku U-23 liða í keppninni o.s.frv. En það er hægt að koma slíkri gagnrýni á framfæri án þess að vera með ósmekklegar dylgjur um óheiðar- leika og siðleysi, þegar það eina sem menn hafa til saka unnið er að vinna vinnuna sína. Vona ég að þarfar umræður um núverandi fyrirkomulag á bikarkeppni KSÍ komist á örlítið hærra plan og inn í þær komi af alvöru hugmyndir um næg verkefni fyrir þá leik- menn sem eru gengnir upp úr 2. flokki en hafa ekki náð að festa sig í sessi sem meistaraflokks- menn. Með knattspyrnukveðju og þökk fyrir birtinguna, Hörður Hilmarsson, þjálfari U-23ja ára liðs Vals.“ Styrktaraðilinn lagði meistarana BANDARÍKJAMAÐURINN Rick Reimers varð um helgina fyrsti erlendi kylfingurinn til að sigra á miðnæturmóti Golfklúbbs Akureyrar sem lauk aðfarar- nótt laugardags. Reimers lék 36 holurnar á 151 höggi, einu fleira en Sigurpáll Sveinssonn. Reimers sem er eigandi og stjómarformaður Sun Mo- untain sports, eins stærsta fyrir- tækis heims í fram- Frosti leiðslu á golffatnaði Eiðsson 0g golfpokum er jafnframt annar helsti styrktaraðili mótsins. Erlendir gestir hafa sjaldan verið jafn fáir og í ár eða sautján talsins og komu flestir þeirra frá Bandaríkjunum. Hins vegar var það haft á orði að flestir þeirra kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni, en í gegn um árin hafa margir slegið sín fyrstu högg á ævinni á miðnæturmótunum sem nú eru orðin níu talsins. Keppendur fengu ágætis veður þó flestir þeirra hafí leikið í hlýrra lofti en á Jaðar- svelli mótsdagana. „Allir þeir sem ég hef rætt við sögðust hafa skemmf sér mjög vel. Ég var svolítið hissa á því, vegna þess að Bandaríkjamenn em mjög vandlátir. Yfírleitt þegar þeir fara að leika á þekktum völlum í Skot- landi, kvarta þeir yfír því að vellirn- ir séu ekki í sínu besta standi," sagði Reimers. „Það kann að vera að einhveijum finnist grasið vera of hátt á flötun- um eða að vindurinn blási of mikið en mér fínnst það ekki skipta máli því aðstæðumar eru þær sömu fyr- ir alla. Stórkostlegt -Og þú hefur séð miðnætursólina? „Já það var stórkostlegt. Mér var líka hugsað til þess að ég hef örugg- lega oft á tíma á teig klukkan 11:21 fyrir hádegi en aldrei á þeim tíma fyrir miðnætti. Það var virði ferðar- innar eitt sér,“ sagði Reimers. Mótinu var slitið á laugardags- kvöld með málsverði og verðlauna- afhendingu. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra þátttakenda hafí ekki verið mikill að þessu sinni sýndu erlendir fjölmiðlar mótinu mikinn áhuga. Sjónvarpsmenn frá NBC - stöðinni í Bandaríkjunum tóku myndir á mótinu og hyggjast sýna þær í vin- sælum morgunþætti. Þá voru blaða- menn frá Golf Monthly, útbreiddu bresku golftímariti með í mótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.