Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kópavogsdalur Ármannsfell byggir 60 permaformíbúðir ARMANNSFELL hf. hyggst á næstu tveimur árum byggja 60 permaformíbúðir í átta flölbýlishús- um við Lælqarsmára 54-76 í Kópa- vogi. í fyrsta áfanga verða reist tvö hús, annað með átta íbúðum en hitt með fjórum. íbúðimar verða ýmist 2ja, 3ja eða 4ra herbergja og er áformað að afhenda þær fyrstu fullbúnar í nóvember-des- ember á þessu ári. Allar íbúðimar verða með sérinngangi og svölum til suðurs nema jarðhæðimar, sem verða með sérgarði. Sérmerkt bíla- stæði fylgja 3ja og 4ra herb. íbúðunum í bílahúsi, sem verður neðanjarðar. — Verð á þessum íbúðum er mjög hagstætt, þar sem hér er um nýjar íbúðir að ræða og verðið nán- ast það sama og á notuðum íbúðum Tólf íbúðir reistar í fyrsta áfanga HÚSIN, sem Ármannsfell mun byggja, verða að hluta af sömu gerð og húsin, sem þessi mynd er af. Allar íbúðirnar verða með sérinn- gangi og svölum til suðurs nema jarðhæðirnar, sem verða með sér- garði, en hann snýr einnig til suðurs. af sömu stærð, sagði Haukur Magn- ússon, framkvæmdastjóri Ar- mannsfells. Verð á 2ja herb. íbúðunum, sem eíu 66 ferm., er 5.780.000 kr., en 3ja herb. íbúðirnar, sem eru 86 ferm., kosta 6.880.000 kr. Verð á 4ra herb. íbúðunum er á bilinu 7.780.000- 8.380.000 kr., en stærð þeirra er 95-111 ferm. Bílastæði í bílageymslu eru inni í þessum verð- um. Hefur byggt 100 íbúðir í Grafarvogi Ármannsfell hefur þegar byggt um 100 permaformíbúðir í Rima- og Engjahverfi í Grafarvogi og er nú að ljúka smíði 28 íbúða við Vall- engi. Að sögn Hauks Magnússonar hefur sala á permaformíbúðunum gengið vel. — íbúðimar í Grafar- vogi eru nánast allar seldar, sagði hann. — Á þessu ári erum við bún- ir að selja álíka margar íbúðir og á sama tíma í fýrra og söluhorfur eru það góðar, að við áætlum að selja nær 60 íbúðir alls á þessu ári. Mjög margir af kaupendum okkar eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Raðhúsin í Engjahverfí hafa einnig fengið góðar viðtökur og er þegar flutt inn í fyrsta húsið. Það sem helzt hefur valdið töfum, er að flestir kaupendurnir eiga fast- eignir fyrir og það hefur að sjálf- sögðu tekið sinn tíma fyrir þá að selja þær. — Við höfum orðið tölvert vör við það að undanförnu, að fólk bíð- ur með að festa kaup á íbúðum. Það vill sjá, hvort húsbréfalán til nýrra íbúða muni hækka, eins og gefið hefur verið í skyn, sagði Haukur Magnússon að lokum. Stuttur byggingartími Ekki eru liðin nema tvö ár, síðan smíði á permaformíbúðum hófst hér á landi, en þegar hafa á annað hundrað þeirra verið byggðar hér. Permaformíbúðirnar eru byggðar samkvæmt norskri fyrirmynd, en hafa verið staðfærðar miðað við íslenzkar aðstæður af íslenzkum arkitektum og verkfræðingum. Að- almunurinn á permaformaðferðinni og hefðbundnum byggingaraðferð- um felst í því, að mótin eru ekki fjarlægð. Notuð eru plastmót frá Norsk Hydro og inn í mótin þrædd jámabinding og síðan er steypt í. Plastmótin em endanlegt yfír- borð permaformhúsanna og með því að hafa vegginn klæddan að utan, á að vera hægt að koma í veg fyrir alkalískemmdir og veðrunar- og frostskemmdir. Þetta eiga því að vera mjög viðhaldslítil hús. Ann- ar mikilvægur kostur við perma- formaðferðina felst í því, að bygg- ingarhraðinn er mun meiri en við hefðbundnar íbúðir. í permaformhúsunum er því sem nær engin sameign og íbúðimar þeim mun ódýrari. Allir gangar og aðkoma að útidyrahurðum er sér. Þessi hús eru því nær því að vera sérbýli en fyölbýli, enda íbúðirnar tiltölulega fáar í hveiju fjölbýlis- húsi. Hljóðeinangrun í þessum íbúð- um er góð og sömuleiðis hitaein- angrun, þannig að hitakostnaður er lágur. Greiðar aðkomuleiðir Ármannsfelli var úthlutað hið nýja byggingarsvæði í Kópavogsdal í janúar sl. og hefur verið unnið að skipulagi þess og hönnun íbúðanna síðan, en teiknistofan Arkitektar sf. hefur annazt það verkefni. — Þetta er að mínu mati eitt bezta bygging- arsvæðið á öllu höfuðborgarsvæð- inu nú, sagði Páll Gunnlaugsson, hjá Arkitektum sf. — Þarna er veð- ursæld, aðkomuleiðir era greiðar vegna góðra tenginga við aðal umferðaræðar höfuðborgarsvæðis- ins og Kópavogsbær hefur sýnt metnað í því að byggja upp góða þjónustu á þessum stað. Leikskóli er þama nærri og stutt í grannskóla og íþróttahús Breiða- bliks. Enn má nefna, að þarna er að byggjast upp framtíðar þjón- ustukjarni höfuðborgarsvæðisins, en stór verzlunar- og þjónustumið- stöð á m. a. að rísa í næsta ná- grenni við þennan stað. Frágangur útivistarsvæðisins í Kópavogsdal er líka til fyrirmyndar, en það eykur enn á aðdráttarafl byggingasvæðis- ins. HAUKUR Magnússon, framkvæmdastjóri Ármannsfells. í baksýn má sjá byggingasvæðið, sem er við Lækjarsmára í Kópavogsdal. í fyrsta áfanga verða reist tvö hús, annað með átta íbúðum en hitt með fjórum. Áformað er að afhenda þessar íbúðir fullbúnar í nóv- ember-desember á þessu-ári. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 3 Ásbyrgi bls. 14 Berg bls. 8 Borgareign bls. 15 Borgir bls. 26 Eignamiðlun bls. 16 Eignasalan bls. 2 Fasteignamark. bis. 18 oo 23 Fasteignamiðlun bis. 17 oo 28 Fasteignamiðstöðin bls. 23 Fjárfesting ws 24 Fold bls. 9 Framtíðin bls. 10 Gimli bls. 12-13 Hátún bls. 8 Hóll bls. 4-5 Hraunhamar bls. 27 Húsakaup bls. 22 Húsvangur bls, 21 íbúð bls 2Q Kjörbýli bls. 25 Kjöreign bls. 11 Laufás bls. 20 Lyngvik bls. 26 Óðal bls. 3 Sef bls. 25 Séreign bls. 13 Skeifan bls. 19 Valhús bls. 22 Valhöll bis. 3 og 7 Þingholt bls. 6 BÚSTAÐURINN stendur í grennd við Lögberg og er 54 ferm. með 10 ferm. svefnlofti og stórri verönd. Á hann eru settar 3,8 miHj. kr. Bústaður- inn er til sölu þjá fasteigna- miðlun Sverris Kristjánssonar. Meiri hreyf- ing á sumar- húsum NÚ er tími sumarhúsanna. Fast- eignamiðlun Sverris Kristjánssonar auglýsir nú til sölu góðan sumarbú- stað við Lögberg, sem er 54 ferm. með 10 ferm. svefnlofti og stórri verönd. Bústaðurinn er í um 18 km. fjarlægð frá Reykjavík. Á hann eru settar 3,8 millj. kr. — Það er töluverð hreyfing á sumarhúsum nú, sagði Pálmi Alm- arsson sölustjóri. — Eftirspurnin er samt mest eftir bústöðum, sem eru í eins til eins og hálfs tíma aksturs- fjarlægð frá Reykjavík. Verð á sum- arhúsum er tiltölulega lágt í dag. Oft er kaupverðið staðgreitt, en með því má fá fram hagstæðara verð. Það er þó nokkur eftirspurn nú eftir bústöðum í Borgarfírði og alla leið vestur á Snæfellsnes. Þá er fólk að horfa til Hvalfjarðargangn- anna, sem koma eiga í framtíðinni, en þá gæti þetta verið góð fjárfest- ing. Pálmi kvað sumarhúsamarkað- inn vera líflegri nú miðað við undan- farin tvö ár. Vinsæl svæði væru Grímsnes, við Apavatn og Flúðir og sömu sögu væri að segja um Skorradalinn og þar í kring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.