Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Veiði á grálúðu bönnuð • MEÐ tilkynningu frá norska sjávarótvegsráðu- neytinu voru grálúðuveiðar á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða bannaðar frá og með 23. júní sl. Er tilgangur- inn sá að koma í veg fyrir, að útlendingar sæki í grá- lúðuna en Spánverjar voru farnir að þreifa fyrir sér um það. Grálúðustofninn við Svalbarða er í sögulegu lág- marki og af þeim sökum hafa Norðmenn og Rússar bannað grálúðuveiðar eigin skipa þótt enn sé leyfilegt þegar verið er á öðrum veið- um, að 5% aukaafla sé grá- lúða. ORUGG HEILDARLAUSN í RAFSUÐU OG LOGSUÐU. wt , BETRI RAFSUÐU- OG LOGSUÐUVÖRUR | KEMPPI 1 HÁGÆÐA RAFSUÐUVÉLAR Castolin BETRI ViOGERÐAR- OG SLITSUÐUEFNI TÆKNILEG ÞJÓNUSTA @ isfæloii iiff. Nethyl 2 Ártúnsholti Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891 Skiparadíó h.f Sýnishom úr reröskrá 011 verð eru með VSK. GARMIN GPS. GPS 40 37.244 GPS 45 37.244 GPS-65-10 46.065 GARMIN GPS+Plotter GPSMAP21Ó 123.878 ECHOTEC plotterar CTM-O50 160.232 CT\1-051 168.324 Mereator litapl. 372.878 ECHOTEC dýptarm. GV-1000 lKw 176.202 GV-080 800w 131.507 MVS-050 500w 74.202 ComNav sjálfstýringar V erð frá kr. 85.005 Samþykktur neyóarbúnaður. \l .1)1 :\ \i.vicx \k -<)()() 77. !<)() K \\\\D406EI! ii esðnrliaujii 70.920 K \\\ \l) rinlursMi ri 79.929 \< iH nc.yAartnlslö*) 50.627 OIJ verð cru með VSK. Skiparadíó h.f l'iskslóð 04 j 101 Rcvkjavík S: 562 0233 I x: 562 0230 V skiparu«l"ccntruin.is J FRETTIR JÓN Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri söluskrifstofu SH I Tókýó ræðir við viðskiptavin á sýningarbás SH í Tókýó. Auk þess eru á myndinni ritarinn Wakisaka og Arai, sölumaður. SH á sýningu í Tókýó wmmmmKmmmmmmmammmmmmammm sölumiðstöð 230 fyrirtæki frá ýmsum gíZ löndum voru á sýningunni Þ.átt 1 J ° alþjoðlegu sjavar- afurðasýningunni í Tókýó nú um miðjan mánuðinn. SH sýndi þar helztu afurðir sínar fyrir markaðinn í Austurlöndum fjær auk nokkurra nýj- unga. Halldór G. Eyjólfsson, markaðsstjóri hjá SH, segir það nauðsynlegt fyrir íslenzk fyrirtæki, sem stefna á markaðinn í Austurlöndum Ijær að taka þátt í þessari sýningu. „Þarna ná menn ekki einungis sambandi við Japani, heldur fjölda annarra mögulegra viðskiptavina, til dæmis frá Suður-Kóreu og Tæ- van. Okkur var vel tekið á sýning- unni og erum ánægðir með árang- urinn,“ segir Halldór í samtali við Verið. Þetta er eina sýningin af Útflutningur á söltuðum þorski frá Noregi fyrstu fimm mánuði árs- ins nú nam um 31.000 tonnum á móti 35.700 tonnum á sama tíma í fyrra. Samdráttur í magni er 13%, en 17,4% í verðmætum. Mestur samdráttur er í sölu saltfisks til Danmerkur. Þangað fóru þetta tímabil í fyrra 1.363 tonn, en að- eins 152 tonn í ár. I fyrra greiddu Danir að meðaltali rúmlega 260 krónur fyrir hvert kíló, en aðeins um 220 krónur í ár. Verð og magn þessu tagi í Tókýó og eru gestir á bilinu 15.000 til 20.000 frá fjöl- mörgum þjóðlöndum. Sýnendur koma einnig víða að og mikið ber á þjóðarbásum, til dæmis básum Norðmanna og Breta. A sýningunni voru 185 sýningarbásar og samtals 230 fyrirtæki, þar af 75 japönsk. hefur einnig dregizt saman í löndum eins og Portúgál, Frakklandi og Spáni, en í mun minni mæli en í Danmörku. Mikil aukning í ufsa Á hinn bóginn hefur útflutningur á frystum þorskflökum aukizt úr 19.600 tonnum í 22.960 og útflutn- ingur á þurrkuðum saltfiski fór úr 13.435 tonnum í 15.666. Þá hefur verð á þessum afurðum einnig hækkað. „Við fengum marga gesti á bás- inn okkar og má skipta þeim í þijá hópa,“ segir Halldór. Viðskiptavinir okkar í Japan komu til að ræða málin, nýir viðskiptaaðilar, til dæm- is frá Japan, Tævan og Kóreu voru nokkuð áberandi og loks aðilar, sem voru að leita að einhveiju nýju, en loðnuhrognakavíarinn vakti til dæmis töluverða athygli. Að mínu áliti er nauðsynlegt að taka þátt í þessari sýningu. Við náum að kynna vörumerkið okkar og tilvalið er að sýna nýjar fram- leiðsluvörur. Þá kemur mikið af fólki frá veitingahúsum og úr smá- sölu á sýninguna og gott er að ná til þess,“ segir Halldór G. Eyjólfs- son. Útflutningur á ufsa hefur vaxið um 31% milli tímabila og nam verð- mæti hans nú um 5,8 milljörðum króna. Magnið nú jókst um 6.300 tonn milli tímabila og varð nú 41.951 tonn. Verð er að meðaltali hærra en í fyrra, en þó hefur verð- lækkunar gætt í maí, en ufsinn er mest seldur ferskur eða í sem fryst flök. Fjórðungs samdráttur (rækju Verðmæti rækjuafurða er fjórð- ungi lægra en í fyrra. Útflutningur á makríl skila minna nú, en meira hefur verið flutt út af ýsu. Það er laxinn, eins og áður, sem er mest áberandi í útflutningnum. Þetta tímabil jókst útflutningur á honum um 21%. Verð hefur ekki hækkað enda mikil aukning á fram- boði milli ára. Hagnaður hjá Frionor • NORSKA samsteypan Frionor, sölusamtök nor- skra frystihúsa, var rekin með um 90 miHjóna króna hagnaði fyrsta fjórðung þessa árs. Verulegt gengis- fall ýmissa gjaldmiðla hef- ur dregið mikið úr mögu- legum liagnaði, eða um 40 milljónir króna. Frá þessu er greint í norska sjávarút- vegstimaritinu Fiskets Gang, Þar kemur fram að gengislækkun dollars, lír- unnar, pundsins og sænsku krónunnar hafi dregið hagnaðinn verulega niður. Þá hafi hagnaðurinn orðið 10 milþ'ónum króna minni vegna nýrra tolla við inn- göngu Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis í Evrópu- sambandið. Engir tollar voru á imiflutningi á freð- fiski inn til þessara landa, en nú nema tollar á þessum afurðum aUtað 11,6%. Svein G. Nybö, frara- kvæmdasljóri Frionor, seg- ir að fái Noregur ekki samninga um tollfrjálsan innflutningskvóta, muni tollarnir hækka enn meira. Frionor er með starfsemi á þremur markaðssvæðum, í Evrópu, Norður- og Mið- Ameríku og Asíu og Eyja- álfu. Árleg sala sjávaraf- urða nemur um 20 mU\jörð- um norskra króna. 270.000 tonn af kaldsjávarrækju • ÁÆTLUÐ heildarfram- leiðsla á rækju á síðasta ári er um 3 milljónir tonna og er það nokkurn veginn sama magn og árið áður. Vöxturinn í rækjufram- leiðslu hefur verið gífurleg- ur unanfarin ár, en árið 1977 var frambiðið um 1,5 milljónir tonna. 25% tíl 30% af rækjunni koma nú úr eldi og er eini vaxtarbrodd- urinn í eldi hlýsjávara- rækju. Framvindan þar ræður því úrslitum heildar- framboðið. Kaldsjáv- arrækjan skiptir okkur mestu máli. Hún er fyrst og fremst veidd af okkur íslendingu, Grænlending- um, Norðmönnum, Kanada- mönnum, Færeyingum og Rússum. Síðustu tvö árin virðist afli af kaldsjávar- rælyu hafa verið um 260.000 tii 270.000 tonn. Fá minna fyrir saltfiskinn VERÐMÆTI þorskút- Norðmenn í erfiðleikum tZS á saltfiskmörkuðunum ársins. reyndnst 3>7% minm í ár en anð aður. Helzta skýring þess, eru erfiðleikar þeirra á saltfiskmörkuðunum. Verð- mæti alls útflutnings sjávarafurða umrætt tímabil er hins vegar um 80 milljarðar króna, sem er aukning upp á 9%. Mokveiðir búra við Namibíu ÍSLENDINGURINN Hlöðver Haraldsson, skip- stjóri hjá Seaflower Whitefish Corp. í Namibíu, lenti aldeilis í því á búraveiðum þar syðra á dögunum. „Við fengum eitthvert rosalegastá hal, sem ég hef nokkru sinni fengið. Það kom svo mikið í trollið að togarinn missti ferðina alveg og þegar trollið kom upp, varð það hreinlega vængjafullt af búra. Þetta voru að minnsta kosti 100 tonn eftir aðeins um 10 mínútna innkomu. Eg hef aldrei séð annað eins,“ segir Hlöðver í samtali við Verið. Hlöðver Haraldsson með 100 tonn í einu hali Hlöðver segir að menn hafi lítlega orðið varir við búra í köntunum vestur af Namibíu að undan- förnu, en ekki fengið mikið, ekkert í líkingu við risahalið, sem hann fékk. „Það var mikill slagur að ná trollinu inn og við náðum ekki nema um 30 tonnum af búranum. Þyngslin á þessu voru svo mikil að skipið missti alla ferð og skömmu síðar komu ósköpin upp. Fjögurra thna basl Okkur tókst að ná bobbingalengjunni inn fyrir skuthliðið. Síðan komum við stroffu á trollið og náðum að lyfta því þannig, að netið byijaði að rifna og búrinn að renna út. Þannig tókst okkur að smá mjaka trollinu inn, en samt sem áður varð að fara út á pokann til að skera á hann. Við vorum fjóra tíma að basla við þetta og hefð- um vissulega viljað ná meiru,“ segir Hlöðver. Hann er nú í landi en stýrimaðurinn úti með skipið og hefur hann þegar fengið töluvert af búra asömu slóðum. Mikið líf í sjónum I Namibíu er stranglega bannað að henda fiski og eru eftirlitsmenn um borð í skipunum til að fylgjast með, að þeirri reglu sé framfylgt. Hlöð- ver segir, að hann vonist til að sleppa við sektir vegna þess, því eina leiðin til að ná trollinu inn hafi verið sú, sem þeir fóru. Það hefði svo bjarg- að miklu að veður var mjög gott, en annars hefði baráttan getað orðið strembin. Enginn kvóti er á þessum veiðum, enda hafa þær ekki þekkzt til þessa. Hlöðver segir að kanturinn fyrir utan aðal veiðislóðirnar á lýsingi, sem felstir stundi, sé eins og óplægður akur. Svo virðist sem þar sé mikið af búra, en einnig hafi þeir orðið variðr við mikið af stórri og rauðri rækju. „Það er ótrúlega mikið líf í sjónum hérna, allt fullt af alls konar lífi og svo er selurinn alls staðar. Hann liggur við trollið, þegar verið er að taka það til að hirða fiskinn, sem er ánetjarður eða stendur út um möskvana. Veiðistjórnin er góð og það fer enginn fiskur aftur í sjóinn, nem í undantekningar tilfellum eins og hjá okkur,“ segir Hlöðver. Stefna í 5.000 tonn á árinu Togarinn, sem Hlöðver er með, er fyrrum Ránin, sem gerð var út frá Hafnarfirði og eru öll veiðarfærði, troll og hlerar íslenzk fram- leiðsla. Þeir eru nú komnir með um 3.000 tonn á skipið og stefna í 5.000 á árinu. Búrfiskurinn er flakaður í landi og ýmist seldur ferskur eða frystur úr landi. Seaflower Whitefish gerir einnig út tvo stóra fyrstitogara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.