Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 1
LÆGSTA VERÐ BILALEIOUBILA I EVROPU! Spánn fr. Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Sviss Þýskaland „í JÚNÍMÁNUÐI í fyrra fjölgaði útlendum ferðamönnum hér um 23% og því þykir mér harla gott að við höldum í horfinu í júní í ár," sagði Magnús Oddsson ferða- málastjóri þegar tölur útlendinga- eftirlitsins fyrir júní voru bornar undir hann. Þar kom fram að út- lendingum fækkaði um 60 hér í nýliðnum mánuði. Magnús sagði að sumarið 1994 hefði júní verið með langmestu fjölgunina af sumarmánuðum og hefði þar meðal annars komið til lýðveldisafmæli og landsmót hestamanna. I fyrra varð 4% fjölg- un í júlímánuði og taldi Magnús að ástæða væri til að hann kæmi Onnurlönd SAMTALS 73254 betur út nú í ár. „Þá er athyglisvert að enn held- ur gestum frá Þýskalandi áfram að fjölga og má sjá að í júní komu að meðaltali um 200 þýskir ferða- menn hingað dag hvern," sagði Magnús Oddsson. Alls voru 5.900 Þjóðverjar gestir hér í júnímánuði. AUs hafa 13.256 Þjóðverjar komið hingað fyrstu sex mánuði ársins og er fjölgunin 6,1%. í pró- sentum einum talið hefur Finnum fjölgað um 36% þótt ekki hafí ver- ið hér nema 2.131 og Japanir eru með næ'st mesta prósentuhækkun 23,7% en alls hafa þó aðeins 870 Japanir komið fyrstu sex mánuð- Morgunblaðið/Þorkell Sv-'S'W •.¦'¦¦V"S>^'>' /' Kirsuberjatré í miðborginni :¦¦*¦¦¦:.....,¦ ¦¦:¦¦ ¦ —I , ÞÓTT japönsk kirsuberjatré af gerðinni Kiku-Shidare séu sögð þola allt að -15°C er sjaldgæft að þau blómstri hér á landi. Eitt slikt hefur þó staðið í fullum blóma frá því í lok maí. Napur vindur síðustu daga hefur lagt blómin að velli, en eigand- inn Poul Newton er bjartsýnn á að blóma- skrúðið láti á sér kræla aftur að ári. í garð- iumn hans við Klapparstiginn eru blóm og plöntur afar vel haldin, en kirsuberjatréð hefur verið senuþjófurinn undanfarið. Poul keypti tréð í Gróðurstöðinni Borg í Hveragerði í fyrra, plantaði því í garðinn sinn og segist alls ekki 'hafa átt von á að það bæri blóm. Hann segir tréð ágrætt og eigi því ekki eftir að teygja anga sína meira í átt til himíns en nemur þeim eina og hálfa metra sem upp úr jörðu standi núna. Aðspurður segir Poul að tréð fái ekki meiri aðlynningu en annar gróður í garðinum, áburður og klipping sé allt og sumt, en vitaskuld spilli ekki fyrir að einstaklega skjólsælt sé í garðinum. Þrátt fyrir góð skilyrði hafi ýmis annar gróður komið fremur illa undan vetri, blómstrandi kirsuberjatréð því vakið enn meiri athygli en ella og veg- r- L--------. farendur spurst mikið fyrir um fyrirbærið. Morgunblaðið/Golli ÞAÐ var frískur og fjölbreyttur hópur krakka sem sótti Hard Rock Café heim fyrir stuttu. Alþjóðlegar sumarbúðir með 37 krakka af átta þjóðernum HERLENDIS eru staddir 32 ellefu ára krakkar af átta ólíkum þjóðern- um á vegum Alþjóðlegra sumarbúða barna, CISV (Children's Internatíon- a/ Summer Villages) og eru sumar- búðirnar haldnar í Alftanesskóla. Krakkarnir komu 18. júní og verða hér til 15. júlí. Fjórir krakkar eru frá hverju landi, tvær stúlkur og tveir drengir. Auk þeirra eru 8 farar- stjórar og 5 sautján ára tengiliðir, en þau gegna því hlutverki að vera tengiliðir milli barna og fullorðinna. CISV eru alþjóða friðarsamtök, óháð stjórnmálum, trúarbrögðum eða kynþætti, sem tengjast Samein- uðu þjóðunum í gegnum UNESCO. Dr. Doris T. Allen, bandarískur barnasálfræðingur stofnaði CISV árið 1951, en hugmynd hennar var sú að börn frá ólíkum löndum kæmu saman og lærðu að lifa i sátt á grundvelli umburðarlyndis og jafn- réttis, lærðu að hugsa og draga ályktanir í anda alþjóðavitundar og vinna þannig að friði í heiminum. Sumarbúðir eru haldnar hérlendis þriðja hvert ár, en íslenskir krakkar hafa sótt sumarbúðir erlendis ár hvert. Þær þjóðir sem standa að CISV eru áttatíu talsins. Þær sem nú eru í samstarfi við ísland eru ellefu talsins en það eru Brasilía, Danmörk, Þýskaland, Guvatemala, Finnland, ísland, Noregur, Banda- ríkin, Kanada, Svíþjóð og Chile. Sumarbúðirnar eru samtals orðnar sextíu talsins víðs vegar um heiminn. Sumarbúðirnar þurfa að standa straum af kostnaði og hafa notið styrkja af fyrirtækjum og einstakl- ingum. Opið hús verður í Álftanes- skóla þann 8. júlí þar sem starfsemi sumarbúðanna verður kynnt og veittar léttar veitingar. Aðgangseyr- ir verður 200 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn. ¦ 1 ERT ÞÚ ÞESSl PRENTVlLLUPÚKl SEM ALUR ERUAÐ W^ ISLENSKIR TANNFRÆÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.