Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 B 1 FERÐALÖG Okkur fannst þetta spennandi og fylgdum kirkjugestum eftir að prestsheimilinu. Þar var boðið upp á hvítvín, gosdrykki, brauð og harð- soðin páskaegg í öllum regnbogans litum. Fólk lék á als oddi og þó að ekki væru allir fúsir að tala ensku kinkaði fólk kolli til okkar og við fengum uppörvandi bros. Rínarfossar Okkur hafði verið sagt að Rínar- fossar í svissnesku kantónunni Sehaffhausen væru þess virði að skoða þá, enda væri hann stærsti foss í Evrópu. Okkur fannst ekki sérlega mikið til hans koma í fyrstu, en eftir að hafa borgað 1 franka á mann fyrir að komast niður stiga svo að segja undir fossinn sáum við hversu ógnarlega hann leit út, enda BRÚÐUR frá ýmsum tímum eru á safninu í Stein am Rhein. í VEÐURSÆLDINNI njóta heimilislegir hlutir sín fyrir utan gluggann í risiuu. KIRKJAN teygir sig eins og spíra upp úr gömlu, brúnu húsþökunum í Schaffhausen. «* renna 700 rúmmetrar vatns þar nið- ur _á sekúndu. í bakaleiðinni stoppuðum við í bænum Stein am Rhein, en þar er ýmislegt að sjá eins og safnið í St. Georgenklaustri, sem er opið kl. 10-12 og 13.30-17 flesta daga, vopnasafnið í ráðhúsinu og dúkku- safn sem 500 mismunandi dúkkur víða úr heiminum prýða. Það var eina safnið sem var opið þann dag sem við dvöldum í bænum, en það er opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Ég hafði jafngaman af að sjá elstu dúkkurnar sem eru frá því upp úr 1800 og pönkarana sem eru tiltölulega nýkomnir á safnið. íslendingar hafa að mestu flogið til Lúxemborgar og keyrt þaðan suður Evrópu, en vert er að kanna hvort miklu munar á verði flugs til Zúrich og bílaleigubíla, því Zúrich - er vænn kostur ef fólk hefur í hyggju að skoða Suður-Evrópu. ■ Hildur Friðriksdóttir JÓNSHÚS FRÁ Nýhöfn Gönguferðir á fslendinga- slóðir i Kaupmannahöfn STAÐIÐ verður fyrir gönguferðum á söguslóðir íslendinga í Kaup- mannahöfn alla sunnudaga í sumar á vegum Ferðaskrifstofunnar In Travel Scandinavia í Kaupmanna- höfn. Þetta er þriðja sumarið sem haldið er uppi reglulegum göngu- ferðum og þátttaka í ferðunum hef- ur aldrei verið meiri. Það sem af er sumars hafa yfir 500 íslendingar tekið þátt í slíkri gönguferð. Gengið er að ýmsum stöðum og byggingum sem tengjast sérstaklega sögu íslendinga í Kaupmannahöfn, t.d. húsinu sem Jónas Hallgrímsson bjó í þegar hann dó, húsinu þar sem Baldvin Einarsson bjó og að gömlu stúdentagörðunum, háskólanum, Árnasafni o.fl. Þættir úr sögu Kaup- mannahafnar eru sá rammi sem frá- sagnirnar fléttast inn í. Meðal ann- ars eru atriði úr eldsvoðanum miklu á 18. öld og 19. öld rakin. Göngu- ferðir enda ýmist í húsi Jóns Sigurðs- sonar eða á Kóngsins Nýjatorgi og alls taka gönguferðir 2'h - 3 klukku- stundir. Gangan hefst á Ráðhústorginu, nánar tiltekið á tröppunum við Ráð- húsið, kl 11:00 á sunnudögum. Gengið verður alla sunnudaga í sum- ar, síðasta ferðin verður farin sunnu- daginn 3. september. Gönguferð kostar DKK 100.-, ókeypis er fyrir börn undir 12 ára aldri, 12-16 ára borga hálft gjald. ■ Fjölþætt biúnusta í Aiatungu fiö í REYKHOLTI í Biskups- tungum hefur ferðaþjónustan o nú verið sameinuð og sett und- ir einn hatt, þ.e. félagsheimilið Aratunga, farfuglaheimilið, sundlaugin og tjaldsvæðið. Áðsókn hefur ^ verið góð og ^0 bæði innlendir og erlendir ■■■ hópar auk ein- fið staklinga verið á ferðinni. í Aratungu var opnað veitingahús sem hefur vínveit- ingaleyfi í byijun júní og er opið allan daginn. Þar er hægt að borða veislumat, létta rétti, pitsur og kaffi- meðlæti. Sé-stakur matseðill er fyrir börn. Á sundlauginni voru gerðar ýmsar endurbætur og skipt um allar sturtur og blöndunartæki og er nú kalt vatn hitað með forhitara. Handrið voru endurnýjuð og sett nýtt á gólf og veggi. Þar er vatnsrennibraut, heitur pottur, gufubað og ljósabekkur í farfuglaheimilinu geta menn fengið gistingu eins og gefur að skilja og þar eru einnig veittar upp- lýsingar um afþrey- ingu þar og í ná- grenninu. Benda má á útimarkað á laug- ardögum, bátsferðir niður Hvítá, hesta- leigur eru víða og veiðileyfi á ýmsum svæðum. Ekki sakar að geta að í Hlíð er níu holu golfvöllur, minnt er á lítinn húsdýragarð í Laugarási og sumar- tónleika í Skálholtskirkju laugar- daga og sunnudaga í júlí. I Reykholti búa um 100 íbúar og er þar mikill jarðviti. Þar er mestur Reykholtshver sem gýs nokkurn veginn reglulega á 10 mínútna fresti. Samgöngur eru greiðar um , sveitir og gróðursæld víða. ■ t Kanó- og kaiaksiglingar á Hvítá FUÓTASIGLINGAR Bátafólksins á Hvítá hafa bætt við námskeiðum í kanó- og kajaksiglingum en boðið hefur verið upp á siglingar niður Hvítá síðustu sumur. Einnig hefur aðstaða Bátafólksins að Drumb- stöðum verið bætt og er þar nú innréttaður matsalur og kvöldvöku- aðstaða, auk þess sem verið er að innrétta gisti- aðstöðu fyrir svefnpoka- pláss. Tveir forsvarsmanna Bátafólksins, _ þeir Björn Gíslason og Ágúst Lofts- son, segja að kanóferðir á Hvítá séu nýjung hjá þeim og skemmtilegur mögu- leiki ef fólk hefur áhugu á erfiðum ferðum. Þetta eru dagsferðir og er fyrri hluti dagsins notaður til æfinga og undirbúnings. Einnig gefst fólki kostur á að leigja báta og fara í ferð á eigin vegum og er Bátafólkið þá ferðalöng- um innan handar um akstur og ráðgjöf um staðarval. Boðið er upp á tilsögn í undirstöðuatriðum sigl- ingatækni og öryggismála þegar fólk fer í ferðir á eigin vegum. í ágúst og september verða í fyrsta skipti í boði dagsferðir í stór- um gúmmíbátum niður Eystri-Jök- ulsá. Áin hentar vel til siglinga af þessu tagi, en þær ferðir eru erfið- ar og henta einungis fyrir þá reynd- ari. Bátafólkið býður 3ja daga kaj- aknámskeið fyrir byijendur og lengra komna. Gistiaðstaða og allur búnaður til siglinganna er útvegað- ur þátttakendum. Námskeiðin eru þríþætt og skiptast í æfingar í sund- laug, siglingar í ám og fyrirlestra á kvöldin. Eftir námskeiðin eiga þátttakendur að hafa þekkingu á helstu öryggismálum í kajaksigling- um, grunnþekkingu á straumvatns- fræðum, félagabjörgun og geta far- ið í ferðir á eigin vegum. Iæiðsögumenn og leiðbeinendur eru víðsigldir og hafa sótt menntun og þjálfun víða. Meðal annars er Óskar Helgi Guðjónsson nýkom- inn heim úr námi í Ástral- íu þar sem hann stundaði nám í ferðamálum og úti- vistarfræðum. Einnig er Ágúst nýkominn frá Nep- al þar sem hann starfaði sem björgunarræðari. Til stendur að fá siglinga- kapppa frá Nepal hingað í_ sumar en þeir Björn og Ágúst segja að fljótamenn þar séu öðrum leiknari enda árnar í Nepal ein- hveijar þær ákjósanleg- ustu í heimi fyrir slíkar siglingar. Námskeið, ferðir og önnur starf- semi Bátafólksins er í boði alla daga vikunnar út september. Hversu heitt er á þeim? Meðalhiti M íjúlí M' g/ Borg fáfj °C Abidjan 27 Anchorage 18. Ankara 30 Auckland 15 Aþena 33 Bagdad 44 Bangkok 32 Bilbao 25 Bogota 19 Buenos Aires 16 Damaskus 37 Dublin..19 19 Dusseldorf 23 Havana 32 Honolulu 28 Jakarta 31 Kairó 35 Kampala 25 Lusaka 26 Manilla 31 Maputo 26 Nairobi 22 Oklahoma 34 Prag 24 Quito 22 San Salvador 26 Seychelleseyjar 27 | Taipei 32 Velsleðaferðir á Mýrdalsjökul STARFSSEMI Vélsleðaferða Bíla- leigunnar Geysis á Mýrdalsjökli í sumar er nú hafin. Fyrstu einstakl- ingar og hópar fóru á jökul um miðjan maí en formleg opnun var nú um mánaðamótin. í vikunni fyrir Jónsmessu var lok- ið við að gera veginn frá þjóðvegi 1 að Ytri Sólheimum að rótum Mýrdalsjökuls færan fólksbílum og einnig hafa verið framkvæmdir við þjónustuhús Geysis og snyrtiað- stöðu. Á jöklinum er boðið upp á mis- langar ferðir allt frá 1 klst upp í 5-7 tíma. í styttri ferðunum gefst mönnum tækifæri að sjá skriðjökul- inn Sólheimajökul og útsýni er yfir Suðurland og til Vestmannaeyja þegar farið er á hátind jökulsins í rúmlega 1515 m hæð á Goðabungu. í lengri ferðum er t.d. farið að Kötlu eða á Eyjafjallajökul í yfir 1600 m hæð. Fyrir þá sem ekki vilja aka sjálf- ir er boðið upp á sérstaka farþega- vagna sem dregnir eru af vélsleðum leiðsögumanna en þeir eru með í öllum ferðum. Farþegum er séð fyr- ir útbúnaði í ferðina hveiju sinni. Ljósmynd/Ágúst Loftsson BOÐIÐ verður upp á námskeið í kajak,- og kanósiglingum á Hvítá i sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.