Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LIF Lengst af var ekki hirt um að varðveita kvennarit OFGAFULLI rússneski þjóðermssmnmn, Vladimir Zhirinovskij', í gnfubaði. Hann á fjögur börn. Sæðisfrumur geta lamast í gufubaði SVO virðist sem tengsl geti verið milli fijósemi og tíðra gufubaða. Reyndar er langt síðan sannað var að mikill hiti dregur úr myndun sæðisfruma og er einnig talið að hreyfigeta þeirra skerðist við mik- inn hita. Ævaforn getnaðarvörn „Hiti er ævagömul japönsk getnaðarvörn," segir Guðjón Har- aldsson, sérfræðingur í þvagfæra- lækningum. „Japanir hafa löngum farið í sjóðandi heitt bað fyrir samfarir, til að draga úr líkum á getnaði. Ég myndi þó telja vafasamt að treysta á heitt bað sem getn- aðarvörn. Þeir sem eiga við óftjósemis- vanda að stríða ættu að gæta sín að ofnota ekki gufubað. Spænski læknirinn Fernando Cruz sem eins og Guðjón er sér- fræðingur í þvagfæra- lækningur, fyllyrti ný- lega í viðtali við blaðið The European að oft mætti rekja ófrjósemi til of mikilla gufubaða. í blaðinu er haft eftir honum að þeir sem stundi gufuböð af miklum móð myndi ekki aðeins færri sæðisfrum- ur en aðrir, heldur séu frumur þeirra einnig lakari að gæðum. Konur eru einnig varaðar við of miklum gufuböðum, þar sem þau geti valdið auknum blæðing- um. Alonso Vidal, kvensjúkdóma- læknir við La Paz-sjúkrahúsið í Madrid heldur því fram að of mik- ill hiti geti komið í veg fyrir egg- los og þar með getnað. Skammgóður vermfr að léttast í gufubaðl Bandarískar rannsóknir, sem sagt er frá í The European, benda til þess að börn kvenna sem fara SÆÐISMYNDUN er jöfn og þétt og tekur þroskaferillinn um 7 vikur. oft í gufubað, eigi frekar á hættu að fæðast með klofinn hrygg vegna ofhitunar í móðurkviði. Eru þungaðar konur því varaðar við tíðum gufuböðum og sömuleiðis eru þær sem vilja eignast börn OF MIKILL hiti er sagður geta haft skaðvænleg áhrif á fóstur. hvattar til að vera ekki lengur en 15 mínútur í einu. í The European segir að það sé skammgóður vermir að léttast í gufubaði, því fita renni ekki af skrokknum, heldur sé aðeins um vökvatap að ræða. „Að gufubaði loknu þarf að bæta vökvatapið upp og þá kemur kemur þyngdin aftur. Sviti er náttúruleg leið líkamans til að kæla sig og þegar við svitn: um kólnar yfirborð húðarinnar. í gufubaðsklefa er hiti hins vegar svo hár, að hann sér um uppguf- un, en ekki líkaminn sjálfur. Þá breytist líkamsstarfsemin og sam- setning eggjahvítuefna tekur breytingum sem ekki gengur til baka. Þar að auki þykknar vökvi í líkamanum, þar með talið blóð og það getur aukið líkur á hjartaá- falli.“ Rætt er við dr. William Keat- inge, sem segir að mikill hiti hafí verri áhrif á þá sem búa í köldu loftslagi, enda skipti aðlögun miklu máli. „Það útskýrir hvers vegna líklegra er að Finni deyi í hitabylgju en Sikileyingur.“ Hann bendir jafnframt á að í Finnlandi sé hefð fyrir gufuböðum og Finnar séu vanir þeim. „Þegar þeim er orðið vel heitt fara þeir út. Þeir sem ekki eru jafn vanir gufuböðum hafa tilhneigingu til að vera of lengi í einu.“ Blautgufa sögö betrl Blautgufa, einnig þekkt sem tyrkneskt gufubað, er sögð vera betri kostur en þurrt gufubað, eða sána, enda ekki eins harkaleg að- för að starfsemi líkamans. Blauigufa nýtur vaxandi vinsælda í Evrópu og er til að mynda orðin talsvert útbreidd í Hollandi. Til að venjast gufubaði er mælt með því að fólk byiji á að fara í 28 gráðu heita blautgufu í 10 mínútur í senn og lengi síðan tím- ann í 20-30 mínútur í allt að 45 gráðu hita. Þeir sem orðnir eru vanir blautgufu geta verið í allt að 60 gráðu hita. Ekki er mælt með því að kæla líkamann snöggt niður með köldu vatni, heldur er ráðlagt að leyfa líkamanum að kólna smám saman og gjarnan fara í nudd á meðan. Hitastig líkamans ætti aldrei að fara yfir 40 gráður í gufubaði. Brynja Tomer Vildi ekki fara í Á HJARÐARHAGA, á heimili Önnu Sigurðar- Cb dóttur, er Kvennasögusafn íslands. Þar hefur 35 það verið frá því það var stofnað fyrsta dag Salþjóða kvennaársins, 1. janúar 1975. Anna Sigurðardóttir er einn af stofnendum og aðal- frumkvöðull safnsins. Hún tekur á móti mér með björtu brosi og réttir mér gestabók og 55 býður mér sæti í mjúkum hægindastól. Ég bið 3 hana að segja mér frá stofnun safnsins. „Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til alþjóða ■S kvennaárs árið 1975 að frumkvæði kvennahreyf- inga á Vesturlöndum og af því tilefni stofnuðum við, ég og tvær aðrar konur, bókasafnsfræðing- *~ amir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldurs- dóttir, Kvennasögusafn íslands. SS Markmið kvennasögusafnsins er að safna og varðveita hvers konar prentað mál um konur 35 að fornu og nýju og önnur málefni sem konur KJ varðar sérstaklega, svo sem lög og framkvæmd J þeirra og siðvenjur. Það á við bækur og rit ■5 eftir konur, án tillits til efnis, óprentuð handrit og bréf kvenna svo og önnur skjöl þeirra eða afrit af þeim og aðra vitneskju um líf íslenskra kvenna og störf á ýmsum svið- um þjóðlífsins, fund- argerðir, starfs- skýrslur og skjöl kvenfélaga, annarra samtaka kvenna og blandaðra félaga, þeirra sem ekki eiga vísa örugga framtíð- arvarðveislu annars staðar. Ennfremur ljósmyndir, segul- bönd, hljómplötur og allt sem viðkemur störfum, áhugamál- um og baráttumálum kvenna." Stofnskrá safnsins er ítarleg og eru þar ákvæði um skráningu og flokkun og að markmið safnsins sé að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna og veita því aðstoð við að afla heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna. Áttl miklö safn fyrir stofnun kvennasögusafnsins Anna Sigurðardóttir hefur lengi haft áhuga á því sem skrifað er og viðkemur konum og átti hún gott einkasafn áður en Kvennasögusafn íslands var stofn- að. Safn hennar varð að stofngrunni þess. „Ekki var vanþörf á kvennasögusafni því að lengst af var ekki svo mjög hirt um að varðveita kvenna- rit, eins og Valborg Bentsdóttir komst að þegar hún var að undirbúa afmælissýningu Kvenréttindafélags íslands 50 ára árið 1957. Það var sýning á bókmennt- um, myndlist og listiðnaði kvenna á íslandi í tilefni afmælisins. Valborg reyndi að hafa uppi á flestum ritum sem gefin höfðu verið út af konum en fljótt kom í ljós að sum þekkt tímarit fundust ekki á söfn- um, jafnvel ekki á Landsbókasafninu. Þetta er ekki einsdæmi. Oft vill þáttur kvenna gleymast, hvort sem er í atvinnulífi eða í menningar- lífi. Kvennabaráttan hefur m.a. snúist um að reyna að fá konum þá viðurkenningu sein þær verðskulda. Meðal annars þess vegna var kvennasögusafnið stofnað. Efni berst til safnsins víða að. Stundum gefa höfundar verk sín. Sumir kvenrithöfundar standa í þeirri trú að skáldverk þeirra séu ekki og geti ekki verið kvennasögulegt efni og er það leiður misskiln- ingur. Kvennasögusöfn á Norðurlöndum og annars staðar frá hafa samband sín á milli og gefa hveiju öðru ýmis rit, t.d. er kvennasögusafn í Baskalandi á Spáni sem sendir safninu reglulega bækur og kvennarit. Þjóðhátíðarsjóður hefur einnig nokkrum sinnum styrkt safnið, en annar fjárstyrkur hefur verið sáralítill." Kvennasögurit eftir Önnu Sigurðardóttur Anna Sigurðardóttir, sem nú er 86 ára, hefur skrifað sagnfræðirit um stöðu kvenná fyrr og nú. Ritsmíðin Úr veröld kvenna — Barnsburður birtist í ritinu Ljósmæður á íslandi II. bindi sem kom út 1984 í tilefni 60 ára afmælis Ljósmæðrafélags ís- lands. Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár var gefið út 1985. Þar er leitast við að draga upp sannar myndir úr daglegu lífi kvenna, af vinnu þeirra og erfiðleikum við vinnuna. „Saga kvenna birtist yfir- leitt sem leifturmynd eða brotabrot innan um karlasöguna, oft eins og í framhjá- hlaupi," segir Anna í formála að bókinni. Allt hafði annan róm áður í páfadóm kom út 1988 og er um nunnuklaustur á ís- landi og kristnisögu, m.a. út frá sjónarhóli kvenna. Anna hefur einnig tekið saman Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna frá 1746 til 1975 og er það um ýmsa merka atburði og tímasetningar innan íslensku kvennasögunnar, eins og hvenær fyrsta bókin eftir konu kom út, stofnun Kvennaskólans, hvenær konur fá kosningarrétt svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess hafa birst eftir Önnu ýmsar ritgerðir og greinar í tímaritum. Kvennasögusaf nið flytur brátt í Þjóðarbókhlöðuna Kvennasögusafnið stendur nú á tímamótum og fer frá Hjarðarhaganum í íjóðarbókhlöðuna. Þegar safnið var stofnað var strax ákveðið að Þjóðarbók- hlaðan yrði framtíðarstaður þess. Nú hefur starfað áhugamannahópur í nokkur ár sem keppir að því að koma safninu á sinn framtíðarstað í Þjóðarbók- hlöðu, en þar kemur það til með að vera sérdeild á safninu og heldur sérheiti sínu. Þar til að þeir flutn- ingar fara fram verður kvennasögusafnið heima hjá Önnu eins og það hefur alltaf verið. ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir Morgunblaðið/Golli ANNA Sigurðardóttir á heimili sínu og vinnustað, Kvennasögusafni Islands. herinn og endaði í fiski á íslandi fundnir upp á nýtt HILLUR ogj'afnvel koj'ur geta orðið fínustu fataskápar eða hirslur fyrir hvaðeina. Með því einfaldlega að tjalda fyrir hlið- arnar og festa stöng fyrir herða- tré efst ef ekki eru hillur uppúr og niðrúr. Þetta er flj'ótleg skápasmíði og hér fylgja nokkrar hugmyndir um útkornu. Þær byggjast allar á rúllutjöldum en vitanlega má hengja efnið efst á hilluna og taka það til hliðar eða saman í miðju með bandi með fallegri tölu eða frönskum renni- lás. ■ Morgunblaðið/BT MAARTEN Voorhoave, bareigandi, með gamla forsíðumynd af sjálfum sér. FJÖR hjá fastagestum á Café de Pels í Amsterdam. en ekki viljað gegna her- þjónustu. „Þá var hægt að fá undanþágu með því að flytja af landi brott í fimm ár. Ég ákvað að gera það og hélt til Dan- merkur og Noregs, þar sem ég vann í fjögur ár. Þegar mér var neitað um framlengingu á atvinnu- og landvistarleyfi, ákvað ég að fara bara aftur til Hollands og láta mig hafa að gegna herþjónustu. Við höfnina í Bergen, þar sem ég ætlaði að taka skip til Hollands, rakst ég á ís- lenskt skip á leið til ís- lands. Ég fékk pláss og endaði í Grundarfirði." — Hvað gerðirðu á þar? „Ég vann aðallega í fiski og svo var ég skotinn í dóttur kaupfélagsstjór- ans. Mér líkaði mjög vel við íslendinga og þótti þjóðin bæði umburðarlynd og skemmtileg. Það var alveg sama upp á hveiju ég fann, enginn setti út á það. Menn ypptu bara öxl- um, ég var útlendingur og það var næg skýring. Einn daginn rakaði ég til dæmis af mér allt hárið. Það var áður en ég varð sköllóttur og áður en það varð tíska að snoða eða raka á sér kollinn. Engum í Grund- arfírði virtist finnast þetta uppátæki fíflalegt. Ég kunni vel að meta þetta umburðarlyndi." Meö alvöru körlum ásjó Maarten segist hafa orðið þreyttur á að orma- hreinsa fisk og hafi því orðið sér úti um pláss á skipi. „Sjómenn eru dug- legir. Þetta voru alvöru karlar, sem voru með mér á sjó, og mér fannst vinn- an mjög erfíð, þótt hún væri lærdómsrík." Meðan hann var hér, birtist stór mynd af hon- um á forsíðu Dagblaðsins og hana geymir hann vandlega. „Mér þótti gaman á Islandi og geymi góðar minningar þaðan. Ég er bú- inn að vera lengi á leiðinni aftur og læt von- andi verða af því fyrr en síðar. Það er langt síðan ég ákvað að tvennt skyldi ég þó ekki gera, þegar ég færi aftur til íslands; vinna í fiski og drekka kláravín. Fyrst kláravín er ekki framleitt lengur, þarf ég bara að passsa mig á að halda mig í hæfilegri fjarlægð frá fiskvinnslustöðvum. “ Brynja Tomer Fataskápar „ER ÞETTA íslenska sem þið talið?“ spyr sköllóttur maður okkur, tvo ferðafé- laga, sem fyrir tilviljun höfðum rölt inn á barinn Café de Pels við Huid- enstraat í miðbæ Amst- erdam. Við kinkum kolli og fer sá sköllótti þá fram á að bjóða drykk til að geta skálað fyrir því. „Ég bjó á Islandi í eitt ár, 1977,“ svarar hann, þegar hann er rukkaður um skýringar. Hann heitir Maarten Voorhoave og er eigandi barsins. „Ég vann hér í átta ár áður en ég keypti staðinn og hef nú rekið hann í sjö ár.“ Hann drekkur stíft, reykir tals- vert, talar ekki mikið, en segist hafa verið á fót- boltaleik. Liðið sitt hafi tapað. Viðskiptavinir staðar- ins líta út fyrir að vera fastagestir og Maarten staðfestir það. „Hingað koma margir blaðamenn og listamenn. Margir þeirra hafa komið hingað reglulega frá því ég hóf störf hér fyrir 15 árum. Sjáðu myndirnar þarna,“ segir hann og bendir á vegg þakinn listaverkum. „Listamenn eru oft blank- ir. Ef þeir geta ekki borg- að, fæ ég listaverk hjá þeim í staðinn." Hann býður aftur í glas og lætur færa sér vodkaflösku beint úr frystikistunni. „Drekkið þið ennþá kláravín á laug- ardagskvöldum?" — Nei, það er ekki framleitt leng- ur. „Gott, því það var ekki góður drykkur.“ Flmm ár aö heiman Þegar líða fer á kvöldið og vodka-flöskuna, losnar um málbeinið. Maarten segist hafa fengið kvaðn- ingu í herinn, um 1973, eins og aðrir ungir menn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.